Morgunblaðið - 08.11.2019, Qupperneq 40
Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík
Sími 566 7878 | rein.is
Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts
steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja
steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður
en steinninn er aftur pressaður saman.
Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð
en hefðbundinn náttúrusteinn.
silestone.com
Kvarts steinn frá Silestone
er fáanlegur í fjölbreyttum
áferðum og litum.
Bakteríuvörn Blettaþolið
Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts
steinn
í eldhúsið
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með
varanlegri bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum
forsendummeð Silestone.
Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörns-
son flytur eigin tónsmíðar ásamt
hljómsveit á tónleikum Jazzklúbbs-
ins Múlans á Björtuloftum Hörpu í
kvöld kl. 21. „Tónlistin er bráð-
hressandi fönk-skotinn bræðingur
sem hressir, bætir og kætir,“ segir í
tilkynningu. Með honum leika
Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar,
Agnar Már Magnússon á píanó og
Benedikt Brynleifsson á trommur.
Bráðhressandi bræð-
ingur á Björtuloftum
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Mikael Anderson, leikmaður U21
árs landsliðsins og danska úrvals-
deildarliðsins Midtjylland, var val-
inn í A-landsliðshópinn fyrir leikina
gegn Tyrklandi og Moldóvu í undan-
keppni EM sem fram fara ytra í
næstu viku. Emil Hallfreðsson, sem
er enn án félags, missti sæti sitt í
hópnum sem og Valsmaðurinn
Birkir Már Sævarsson. »32
Mikael í landsliðshóp-
inn en enginn Emil
ÍÞRÓTTIR MENNING
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO
stendur, í samvinnu við SÍUNG – félag
barnabókahöfunda, Fyrirmynd – félag
myndhöfunda og Menntavísindasvið
HÍ, fyrir málþingi um bernskulæsi í
víðum skilningi í Skriðu, sal
Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð í
dag milli kl. 14-17 og er aðgangur
ókeypis. Þar verður sjónum beint að
mikilvægi orðlistar, mynda
og tóna í lífi ungra
barna. Meðal þeirra
sem flytja erindi eru
Kristín Ragna
Gunnarsdóttir
myndhöfundur
og Bryndís
Loftsdóttir frá
Félagi ís-
lenskra bóka-
útgefenda.
Málþing um bernsku-
læsi í víðum skilningi
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Börn og ungmenni hafa greiðan
aðgang að orkudrykkjum og raf-
rettum þó að hvorugt eigi að selja
þeim sem ekki hafa náð átján ára
aldri.
Þetta er meðal þess sem fram
kom í máli nokkurra ungmenna á
nemendaþingi um orkudrykkja-
neyslu og rafrettunotkun ung-
menna í Réttarholtsskóla í gær.
Umræður um svefn voru einnig
á borðinu hjá þeim sem og á nem-
endaþingum sem voru haldin sam-
tímis í Breiðagerðisskóla og Foss-
vogsskóla.
Blaðamaður Morgunblaðsins
fékk að tylla sér hjá nokkrum
nemendum í áttunda til tíunda
bekk, þeim Unu Erlín, Nínu,
Arnari Nóa, Kristjáni, Silju Borg
og Guðna Degi sem ræddu málin
sín á milli.
Tilgangur þingsins var að fá
fram „skoðanir um unglinga frá
unglingum“, eins og Una orðaði
það.
Ekkert þeirra taldi að íslenskir
unglingar fengju nægan svefn og
svöruðu þau því flest til að þau
væru í símanum fyrir svefninn.
Þau myndu ráðleggja yngri systk-
inum sínum að koma upp svefnrút-
ínu svo þau fengju nægan svefn.
„Það er auðveldara að gera allt
ef maður nær að sofa nóg,“ sagði
Kristján.
„Þá verður maður jákvæðari,“
bætti Silja við.
Vilja það sem er bannað
Ungmennin voru sammála um
að þau myndu ráðleggja yngri
krökkum að halda sig frá orku-
drykkjum en Kristján taldi að það
væri líklega erfitt að minnka orku-
drykkjaneyslu unglinga.
„Af því að krakkar mega ekki
kaupa þetta þá vilja þeir frekar
kaupa þetta.“
Guðni sagði að það væri lítið mál
fyrir börn og ungmenni að kaupa
sér orkudrykki.
„Búðunum er alveg sama, þau
láta mann aldrei sýna skilríki.“
Ungmennin í hópnum voru sam-
mála um að verslunarrekendur
þyrftu að fylgjast betur með því að
aldurstakmörk væru virt en marga
orkudrykki mega einungis þeir
sem eru orðnir átján ára kaupa.
Nína sagðist áhyggjufull yfir því
að ungir krakkar væru farnir að
reykja rafsígarettur.
„Því þau fæddust fyrir svona
viku og eru byrjuð að veipa.“
Una tók undir það. „Ef þau
byrja á þessu svona ung gætu þau
orðið háð þessu fyrir lífstíð.“
Ungmennin sögðu sömuleiðis að
það væri lítið mál fyrir börn og
unglinga að kaupa sér rafsígarett-
ur þó þær væru bannaðar börnum.
Nemendaþing Þingið var haldið í samræmi við nýja menntastefnu borgarinnar, „Látum draumana rætast“.
Sjaldan beðin um skil-
ríki vegna orkudrykkja
Auðvelt fyrir börn að nálgast orkudrykki og rafrettur