Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  272. tölublað  107. árgangur  FÉKK GÓÐAR MÓTTÖKUR Í LANDSLIÐINU LEXUSINN ALDREI VERIÐ BETRI HÚSFYLLIR Á TÓNLEIKUM SINFÓNÍUNNAR BÍLAR DANÍEL BJARNASON 28MIKAEL ANDERSON 24 H V ÍT A H Ú S IÐ / A c ta v is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 H Fæst án lyfseðils Bankar skoða Samherja  Fjármálafyrirtæki hafa ákveðið að skoða viðskipti sín við Samherja  Starfandi forstjóri segir fyrirtækið reiðubúið til þess að veita aðilum upplýsingar ákvörðun stjórnar DNB-bankans í Noregi síðastlið- inn föstudag vegna aðkomu norska bankans að millifærslum félagsins Cape Cod FS. Ræða málið í dag Stjórn Íslandsbanka mun líklega ræða mál út- gerðarfyrirtækisins í dag. Landsbankinn segist ekki tjá sig um einstaka viðskiptavini. Ekki er vitað hversu mikið af viðskiptum inn- lendra fjármálafyrirtækja og fyrirtækisins nær til erlendrar starfsemi Samherja eða starfsemi þess í Namibíu. Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við stöðu forstjóra Samherja í kjölfar þess að Þorsteinn Már Baldvinsson vék til hliðar, segir fyrirtækið reiðubú- ið til þess að veita allar þær upplýsingar sem kostur er á til þess að upplýsa mál fyrirtækisins. „Við höf- um ekkert að fela,“ segir hann. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Í kjölfar þess að sagt hefur verið frá hugsanlegum brotum í rekstri Samherja í Namibíu og tengdum fjármálagerningum hefur stjórn Arion banka ákveðið að fara fram á að viðskipti bankans og fyrir- tækisins verði skoðuð ítarlega, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, stjórnarformanns bankans. Er ákvörðun stjórnar Arion banka í takt við MSamherji til skoðunar »12 Í gær hófust í Reykjavík upptökur á Áramóta- skaupi RÚV, því sjónvarpsefni sem þjóðin bíður jafnan eftir með hvað mestri eftirvæntingu. Reynir Lyngdal er leikstjóri en framleiðandi er Republik ehf. Alls taka ríflega 30 leikarar þátt í Áramótaskaupinu og má þar nefna Sögu Garð- arsdóttur, Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Hilmar Guðjónsson. Alls verða nú teknir 10-11 dagar í upptökur og svo hugsanlega tveir dagar síðar. Morgunblaðið/Hari Tökur hafnar á Áramótaskaupinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er varnarbarátta. Það verður ábyggilega erfitt fyrir marga ef það rætist ekki úr þessu. Það er alveg deginum ljósara,“ segir Kristófer Oli- versson, formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, en tilefnið er lækkað verð á gistingu. Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs er verð á gistingu nú svipað í krónum og árið 2017. Að auki hefur gengisvísitalan lækkað um 12% frá nóvember 2017. Benda þessar tölur til að verð hafi lækkað töluvert í erlendri mynt. Á vef Expediu var auðvelt að finna gistingu á 5-6 þúsund nóttina. Fari batnandi með vorinu Hóteleigandi sagði að þótt staðan væri erfið væri útlitið bjart í vor. „Við finnum fyrir samkeppni. Verð hefur lækkað og það er slegist um ferðamennina,“ sagði hann. Þá sagði sérfræðingur að tilfærsla hefði orðið á markaðnum frá heima- gistingu til hótela. Vísbendingar væru um að verð hjá stærstu hótelum hefði staðið í stað milli ára. »10 Nóttin á nokkur þúsund  Harðandi sam- keppni í gistingu Morgunblaðið/Styrmir Kári Gisting Verðið hefur lækkað. Sjór flæddi í liðinni viku inn í ís- lenska sýningarskálann á Feneyja- tvíæringum, en hann er á eynni Giu- decca, og olli skemmdum á ljósabúnaði í hinu viðamikla verki Hrafnhildar Arnardóttur sem kallar sig Shoplifter. Af þeim sökum hefur skálinn verið lokaður undanfarna fimm daga meðan unnið hefur verið að því að þurrka verkið, þann hluta sem er gerður úr litríku gervihári, og skipta um ljósabúnað sem var á gólfinu undir hárinu og skemmdist. Að sögn Helgu Bjargar Kjerúlf, stjórnanda Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar, þurfti starfs- fólk skálans og fleiri sem kallaðir voru til að hafa snör handtök við að þurrka sýningarrýmið og þann hluta verksins sjálfs sem lenti í saltvatn- inu. Þá var eiginmaður Hrafnhildar staddur í Póllandi þegar flæddi og kom hann beint suður til Feneyja með nýjan ljósabúnað í stað þess sem eyðilagðist. Til stendur að opna sýninguna aft- ur í dag og hafa opið til sunnudags en þá lýkur tvíæringnum. Metaðsókn hefur verið að íslenska skálanum en yfir 35 þúsund manns hafa séð sýninguna. Þegar mest var komu 643 gestir í skálann á einum degi en margir kjósa að dvelja lengi í litríku verkinu. »29 AFP Hamfarir Flætt hefur ítrekað yfir torg og inn í hús í Feneyjum síðustu vik- una og þegar vatnið steig hæst á fimmtudag flæddi inn í íslenska skálann. Sjór flæddi inn í íslenska skálann  Sýning Hrafnhildar Arnardóttur hefur verið lokuð í Feneyjum eftir flóðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.