Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ítæp þrjú árbyggðubandarískir
demókratar upp
spennu vegna hins
mikla „rússagald-
urs“ sem fælist í
því að Pútín forseti
hefði með einhverjum dul-
arfullum hætti haft úrslitaáhrif
á forsetakosningarnar 2016 og
samið um verknaðinn við
Trump frambjóðanda repú-
blikana! Nú er sagt sannað að
einhverjir Rússar hafi keypt
sér auglýsingar á bandarískum
samfélagsmiðlum fyrir upphæð
sem svarar til þess sem stóru
bandarísku flokkarnir eyða á
nokkrum mínútum á hverjum
degi mánuðum og árum saman
í aðdraganda kosninga! Við
blasir að þeim sem tefla fram
svo pínlegum ásökunum getur
vart verið sjálfrátt.
Eftir kostnaðarsama rann-
sókn sérstaks saksóknara, sem
með brögðum tókst að skipa,
kom í ljós það sem vænta mátti
að ekkert benti til þess að
Rússar hefðu haft áhrif á úrslit
kosninganna ef frá er talið
fyrrgreint broslegt sprikl og
ekki varð séð að Trump hefði
nærri Rússum komið. Nokkrir
Rússar voru þó „ákærðir“ en
þeir sagðir löngu farnir til síns
heima og mætti því afskrifa þá!
Demókratar börðu í brestina
með því að neyða Robert
Moeller saksóknara til að vitna
undir eið í von um að hann gæfi
eitthvað í skyn sem ekki væri í
langri skýrslu hans sem mætti
japla á heldur en engu. En
þeim varð ekki að ósk sinni og
yfirheyrslan rann út í sandinn.
Skýrslan og yfirheyrslan höfðu
átt að verða grundvöllur sak-
sóknar gegn forsetanum. Þeg-
ar demókratar stóðu frammi
fyrir því að fullyrðingar þeirra
og innistæðulausir sílekar
áhrifamikilla fjölmiðla sem
tapað hafa trausti og virðingu
gufuðu upp var í örvæntingu
gripið til neyðarúrræðis.
Rússaglæpnum var hent eftir
nærri þriggja ára rannsókn
eins og hverju öðru ónýtu skít-
mixi sem demókrötum kæmi
ekki við. Það mix höfðu þeir þó
bæði keypt, brallað og blandað
og er sú háttsemi nú öll til
opinberrar rannsóknar sem
gæti orðið mjög óþægileg.
Til að starta nýrri umræðu
svo að almenningur mætti
gleyma rússaklúðrinu var
skyndilega blásið upp að „upp-
ljóstrari“ hefði heyrt eftir ein-
hverjum sem þekkti til að sam-
tal á milli forsetans og forseta
Úkraínu hefði breyst í rosalegt
samsæri. Pelosi, forseti full-
trúadeildar þingsins, sagði að
það samsæri virtist miklu
stærra en Watergate Nixons!
Demókratar treystu því að
samtalið yrði aldrei birt enda
flokkast það með
æðstu trún-
aðarmálum.
Trump fer ekki al-
faraleið og lét
strax senda
þinginu uppskrift
af því. En þá höfðu
demókratar hafið opinbera
rannsókn á glæpnum, sem var
„verri en Watergate“. Þeir
styðjast við sjálfa stjórn-
arskrána sem opnar á leið til
að bola forseta úr embætti.
Þeim var því vandi á höndum.
Eftir að rússafárið mikla guf-
aði upp gátu þeir ekki til þess
hugsað að þetta brall færi
sömu leið. Yfirheyrslur hófust.
Fengnir voru fyrrverandi
diplomatar til að mæta sem
höfuðvitni í málinu. Þeir höfðu
að vísu aldrei rætt málið við
forsetann eða hans nánustu
menn, þeir höfðu ekki heyrt
samtalkið en sögðust hafa
heyrt aðra í diplómatíunni
nefna að þeir hefðu orðið óró-
legir yfir einhverju sem forset-
inn hefði sagt en ekki nefnt
hvað það væri, en þá hefðu hin-
ir mættu diplómatar orðið óró-
legir!
Ekki var þessi vitnisburður
burðugur fyrir demókrata og
það versnaði enn þegar „höf-
uðvitnin“ svöruðu því aðspurð
að þau vissu ekki til þess að
forsetinn hefði brotið eitt eða
neitt af sér!
Ákvæðin um „impeachment“
hafa verið í stjórnarskrá
Bandaríkjanna frá upphafi.
Komið hefur fram í máli fræði-
manna að höfundar hennar
hafi með slíkum heimildum
viljað stuðla að jafnvægi í
styrk á milli æðstu valdastofn-
ana. En jafnframt komi fram
að hinir dáðu höfundar stjórn-
arskrárinnar óttuðust að
ákvæðin sköpuðu hættu á því
að ákvæðin yrðu misnotuð í
pólitískum tilgangi.
Margar bækur og fróðlegar
hafa verið skrifaðar um höf-
unda stjórnarskrárinnar.
Hvergi kom fram að nokkrum
þeirra dytti í hug að síðar yrðu
til í Bandaríkjunum menn sem
tilbúnir yrðu til þess að nota
þessi vandmeðförnu varúðar-
ákvæði til þess að „leiðrétta“
kosningar sem þeir þyldu ekki
að hafa tapað. En nú er í annað
sinn gerð slík tilraun gegn
sama forseta. Í rúmar tvær
aldir hefur verið samstaða um
að saksókn gegn forseta komi
því aðeins til greina að hann
hafi gerst sekur um glæp og
hann væri á sínu öðru kjör-
tímabili í embætti og því gætu
bandarískir kjósendur ekki
náð til hans. Hvorugt á við nú,
en þó skal reynt. Það er líklegt
að málatilbúnaðurinn, þegar
þannig er staðið að, snúist í
höndum þeirra sem einskis
svífast.
Tilburðir óprúttinna
stjórnmálamanna
vestra munu rata í
sögubækur sem
vond undantekning}
Saksókn gegn forseta
S
igursæll er góður vilji. Þessi
málsháttur er í miklum metum
hjá manni sem á dögunum hlaut
verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar á degi íslenskrar tungu.
Raunar má segja að þetta séu hin bestu
einkunnarorð Jóns G. Friðjónssonar, pró-
fessors, málvísindamanns og kennara, sem
sannarlega er vel að þeim verðlaunum
kominn. Jón hefur með ástríðu og hugsjón
unnið íslenskunni ómælt gagn og með miðl-
un sinni tendrað áhuga annarra á tungu-
málinu, ekki síst í gegnum stórfróðlegar
bækur sínar og kennsluefni, og fyrir það
erum við honum afar þakklát.
Í viðtali við Jón á dögunum talaði hann
fyrir mikilvægi þess að efla lesskilning og
sagði að móðurmálinu stæði meiri ógn af
því hversu stór hluti nemenda gæti ekki lesið sér til
gagns við lok grunnskólanáms, en af erlendum
tungumálum. Við erum meðvituð um þann vanda og
þau miklu áhrif sem hann hefur á framtíðarmögu-
leika í námi og starfi. Læsi snýst ekki einvörðungu
um bækur og nám, heldur aðgengi að upplýsingum
sinni víðustu mynd, úrvinnslu á þeim upplýsingum og
gagnrýnni hugsun. Lesskilningur leggur þannig
grunninn að öðru námi og er markmið okkar að
leggja meiri áherslu á hann og þjálfun hans. Það er
enda ekki nóg að geta lesið hratt og skýrt, ef skiln-
ingurinn á efninu er takmarkaður. Þeir sem lesa
þurfa að skilja innihald efnisins og máta
það við hugarheim sinn, umhverfi og fyrri
reynslu til þess að öðlast þekkingu á inn-
taki þess.
Við lesum ekki lestursins vegna heldur
vegna áhuga okkar á efninu. Því eru
skemmtilegar bækur og hæfilega flóknir
textar ein besta hvatningin fyrir unga les-
endur. Fyrir þau er hver texti tækifæri;
hvort sem hann er í bók, á blaði eða á
skjá. Það er fagnaðarefni að vísbendingar
eru um aukna útgáfu bóka á Íslandi og
herma tölur að aukningin sé 47% milli ára
í flokki skáldverka fyrir börn samkv. töl-
fræði Bókatíðinda. Þá benda nýjustu kann-
anir til þess að landsmenn lesi nú að með-
altali meira en fyrir tveimur árum.
Merking málsháttarins hér í upphafi er
að góður vilji skili sigri. Við vinnum að því nú í góðu
samstarfi að efla móðurmálið og tryggja með fjöl-
breyttum leiðum að íslenskan okkar þróist áfram og
sé notuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Margar þeirra
leiða tengjast menntakerfinu með beinum hætti, s.s.
aðgerðir sem miða að því að bæta læsi og lesskilning
en einnig því að styðja betur við íslenskukennslu
nýrra málnotenda og stuðla að jákvæðri umræðu og
fræðslu í samfélaginu um fjölbreytileika tungumáls-
ins.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Skilningur og skólastarf
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ekki verður séð að Þjóðar-sjóði, sem mæta á afleið-ingum meiri háttar ófyr-irséðra áfalla í
þjóðarbúinu, verði komið á fót í sátt
og samlyndi ef marka má umsagnir
við stjórnarfrumvarp fjármála- og
efnahagsráðherra, sem er til umfjöll-
unar í efnahags- og viðskiptanefnd.
Frumvarpið hefur nú verið lagt fram
öðru sinni en ekki tókst að afgreiða
það á síðasta þingi þegar það kom
fyrst fram. Strax við kynningu á efni
þess á Samráðsgátt stjórnvalda í
fyrra kom í ljós að skoðanir voru
mjög skiptar. Margir lýsa þó stuðn-
ingi við þá hugmynd að koma á fót
áfallavörn þar sem lagðar verði til
hliðar í þjóðarsjóð tekjur af arð-
greiðslum af nýtingu orkuauðlinda en
útfærslan og fyrirkomulag hefur ver-
ið gagnrýnt. Ganga Samtök atvinnu-
lífsins hvað lengst, en þau leggjast
gegn áformunum af nokkrum ástæð-
um í nýrri umsögn. Þá hefur nýr
seðlabankastjóri ítrekað fyrri afstöðu
Seðlabankans að hagkvæmast sé að
fela bankanum umsýslu sjóðsins. ASÍ
hefur einnig ítrekað efasemdir um
stofnun Þjóðarsjóðs.
Þegar fyrstu hugmyndir um
stofnun Þjóðarsjóðs voru kynntar á
samráðsgáttinni lögðust SA gegn
hugmyndinni. Í nýrri umsögn til
þingnefndarinnar er þessi afstaða
rökstudd mun ítarlegar en áður. SA
telja enga þörf á stofnun Þjóðarsjóðs
og benda m.a. á að í gjaldeyr-
isvarasjóði Seðlabankans séu nú um
840 milljarðar króna. „Þó sá sjóður sé
fyrst og fremst hugsaður til að takast
á við skammtímasveiflur á gjaldeyr-
ismarkaði þá er tilgangur hans einnig
að vera eins konar neyðarsjóður ef til
áfalls kemur. Þó sjóðnum sé fyrst og
fremst ætlað að bregðast við skamm-
tímasveiflum á gjaldeyrismarkaði er
hlutverk hans einnig að vera neyð-
arsjóður ef til áfalls kemur. Að mati
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er vara-
sjóðurinn þegar umfram æskilegt
viðmið til að tryggja jafnvægi á
greiðslujöfnuði ef til tímabundins
áfalls kemur,“ segir m.a. í nýrri um-
sögn SA. Einnig benda samtökin á að
eigið fé nokkurra ríkisfyrirtækja (Ís-
landsbanka, Landsbanka, Landsnets
og Landsvirkjunar) sé um 650 millj-
arðar króna. ,,Ekki er unnt að halda
öðru fram en að ríkissjóður geti þeg-
ar brugðist við stóráföllum með sölu
eigna án þess að verulega þurfi að
draga úr þjónustu eða hækka skatta,“
segir í umsögn SA.
Systrasjóðir eigi samleið
Þegar Seðlabankinn lýsti þeirri
skoðun sinni í fyrra að vista ætti
Þjóðarsjóðinn í Seðlabankanum féllst
fjármálaráðherra ekki á þær rök-
semdir. Í nýrri umsögn seðlabank-
ans, sem Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri og Sturla Pálsson
framkvæmdastjóri skrifa undir, segir
aftur á móti að rök gegn því að bank-
anum verði falin umsýsla sjóðsins
byggist á misskilningi. Þar segir
einnig að ljóst sé að ef þjóðarbúið
verði fyrir meiriháttar ófyrirséðu
áfalli ,,mun verða selt úr gjaldeyris-
forðanum til þess að mæta afleið-
ingum þess. Þjóðarsjóðurinn og
gjaldeyrisvarasjóðurinn eru því
systrasjóðir. Eitt meginhlutverk
Seðlabankans er að varðveita gjald-
eyrisforða. Auk þess sér bankinn um
Lánamál ríkissjóðs. Engum blöðum
er um að fletta að það er töluverð
samlegð með þessum tveimur verk-
efnum og síðan varðveislu þjóðar-
sjóðs“.
Áætlað er að framtíðarstærð
sjóðsins verði 250-300 milljarðar og
bendir SÍ á til samanburðar að eigið
fé Arion banka og Íslandsbanka var
um 376 milljarðar í lok seinasta árs.
SA telja enga þörf á
stofnun Þjóðarsjóðs
Morgunblaðið/RAX
Háhiti Framlög í Þjóðarsjóðinn eiga að koma af arðgreiðslum, leigu-
tekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda.
Fjármálaeftirlitið vekur athygli
á því í umsögn við frumvarpið
að nú sé gert ráð fyrir því að
stjórn Þjóðarsjóðsins semji við
þrjá mismunandi þar til bæra
aðila, til að annast áhættustýr-
ingu, eignastýringu og vörslu
sjóðsins. Að mati FME ber orða-
lag ekki með sér að tryggt skuli
að hagsmunatengsl á milli
þeirra aðila séu ekki til staðar.
Seðlabankinn segir það koma
nokkuð á óvart að frumvarpið
um Þjóðarsjóð geri ráð fyrir að
stjórn sjóðsins semji við verð-
bréfa- og eignastýringarfyrir-
tæki á einkamarkaði án milli-
göngu annarra um verðbréfa-
kaup. Vísar hann til reynslu
Norðmanna, sem hafi fallið frá
hugmyndum um að setja á fót
stofnun undir norska olíu-
sjóðinn og visti hann því áfram í
norska seðlabankanum. Í ljósi
þess sé eðlilegt að stjórn
Þjóðarsjóðs hefði a.m.k. heimild
til semja við Seðlabankann um
umsjón með sjóðnum.
Semji við
þrjá aðila
ÞJÓÐARSJÓÐURINN