Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 26

Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 HANDBOLTI Olísdeild karla FH – Stjarnan....................................... 26:26 Staðan: Haukar 10 8 2 0 275:246 18 Afturelding 10 7 1 2 274:256 15 ÍR 10 6 1 3 298:275 13 Selfoss 10 6 1 3 303:302 13 FH 10 5 2 3 274:269 12 ÍBV 10 5 1 4 275:264 11 Valur 10 5 1 4 259:232 11 KA 10 4 1 5 279:282 9 Fram 10 3 1 6 247:253 7 Stjarnan 10 1 4 5 252:271 6 Fjölnir 10 2 1 7 254:293 5 HK 10 0 0 10 242:289 0 Grill 66 deild kvenna Valur U – ÍR ......................................... 29:27 Staðan: Fram U 9 9 0 0 304:212 18 FH 9 7 1 1 247:198 15 Selfoss 9 6 2 1 207:188 14 Grótta 9 6 1 2 224:200 13 ÍR 9 5 0 4 225:221 10 Valur U 9 4 1 4 242:231 9 ÍBV U 9 4 1 4 228:225 9 Stjarnan U 8 3 0 5 198:221 6 HK U 8 2 0 6 194:225 4 Fylkir 9 2 0 7 169:194 4 Fjölnir 9 2 0 7 206:250 4 Víkingur 9 0 0 9 205:284 0 Danmörk Fredericia – SønderjyskE .................. 35:38  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2 mörk fyrir SønderjyskE en Sveinn Jó- hannsson komst ekki á blað. Það er sífellt að koma skýrari mynd á það gegn hvaða liði eða liðum Ís- land kemur til með að spila í lok mars, í umspilinu um sæti á EM karla í fótbolta. Undankeppninni lýkur í kvöld og niðurstaðan í E- riðli skiptir þar talsverðu máli fyrir Ísland. Í E-riðli er afar spennandi bar- átta á milli Ungverjalands (12 stig), Wales (11 stig) og Slóvakíu (10 stig) um að fylgja Króatíu upp úr riðl- inum. Wales tekur á móti Ungverja- landi í kvöld og sigurliðið kemst beint á EM. Geri liðin jafntefli nær Slóvakía á EM með sigri á botnliði Aserbaídsjan. Ef Ungverjaland kemst ekki beint á EM mun Ísland aðeins leika við lið úr C-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu. Ísland færi í umspil með þremur af þessum fjórum þjóð- um: Búlgaríu, Ísrael, Ungverjalandi eða Rúmeníu. Dregið yrði á milli þeirra og færi ein þeirra í C- umspilið með Skotlandi, Noregi og Serbíu. Ísland fengi heimaleik 26. mars í undanúrslitum gegn lægst skrifaða liðinu, sem yrði þá vænt- anlega Rúmenía eða Ungverjaland. Ef Ungverjaland vinnur Wales og kemst beint á EM fer Ísland í um- spil með tveimur af Búlgaríu, Ísrael og Rúmeníu (og myndi mæta lægra skrifaða liðinu í undanúrslitum), auk einnar úr B-deild Þjóðadeild- arinnar: Wales, Slóvakíu, N-Írlandi eða Írlandi. UEFA tekur þó fram á heimasíðu sinni að sambandið eigi enn eftir að staðfesta endanlega hvernig um- spilinu verði háttað. Í umspilsdrættinum á föstudag verður dregið um endanlega röðun liða í hvert fjögura liða umspil, auk þess sem dregið er um heimavall- arrétt í úrslitaleik hvers umspils. sindris@mbl.is Senda Ungverjar B- þjóð í umspil Íslands? Morgunblaðið/Hari Umspil Örlög Íslands munu ráðast í umspili í lok mars á næsta ári. HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: TM-höllin: Stjarnan U – HK U ............19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – Grindavík B......19.15 Seljaskóli: ÍR – Njarðvík ......................19.15 Í KVÖLD! Guðjón Ernir Hrafnkelsson, átján ára knattspyrnumaður frá Egils- stöðum, er kominn til sænska félags- ins IFK Gautaborg þar sem hann verður til reynslu hjá U19 ára liði fé- lagsins næstu daga. Þjálfari U19 ára liðs Gautaborgar er einmitt frá Egilsstöðum, Hjálmar Jónsson fyrrverandi landsliðsmaður, sem lék um langt árabil sem at- vinnumaður með Gautaborg og tók síðan við þjálfarastarfi hjá félaginu. Frá Hetti til Gautaborgar Sviss og Danmörk eru komin í loka- keppni Evrópumóts karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Sviss tryggði sér toppsæti D-riðils með 6:1-stórsigri á Gíbraltar á útivelli í gærkvöldi og Dönum nægði 1:1- jafntefli gegn Írlandi í Dublin. Írar fara í umspil og gætu mætt Íslendingum í úrslitum í mars. Flestir eru sammála um að það sé já- kvætt fyrir Ísland að losna við þann möguleika að mæta Sviss í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppninni. Í Dublin kom Martin Braithwaite Dönum yfir á 73. mínútu og Matt Doherty jafnaði fyrir Íra á 85. mín- útu og þar við sat. Cédric Itten skor- aði tvö mörk fyrir Sviss sem átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Gíbraltar sem endar án stiga. Ítalía hafði mikla yfirburði í J-riðli og vann alla tíu leiki sína. Ítalía valt- aði yfir Armeníu á heimavelli, 9:1. Finnar höfðu þegar tryggt sér annað sæti riðilsins og sæti í lokakeppninni en þeir héldu upp á það með litlum glæsibrag og töpuðu á útivelli gegn Grikkjum, 1:2, þrátt fyrir að marka- vélin Teemo Pukki hafi komið finnska liðinu yfir í fyrri hálfleik. Lærisveinar Helga Kolviðssonar hjá Liechteinstein reka lestina í riðl- inum með tvö stig eftir tap á heima- velli fyrir Bosníu, 0:3. Þrír leikmenn sem leika á Íslandi léku fyrir Færeyjar gegn Svíþjóð á útivelli og töpuðu 0:3. Gunnar Niel- sen og Brandur Olsen úr FH spiluðu allan leikinn og Kaj Leo í Bartals- stovu hjá Val lék seinni hálfleikinn. Sleppum við Svisslendinga  Sviss og Danmörk í lokakeppni EM  Ísland gæti mætt Írlandi í umspili AFP Skál Danir fagna sæti í lokakeppninni að dönskum sið, ekkert kampavín, heldur danskur bjór. Írar þurfa að fara í umspil og gætu mætt Íslandi í úrslitaleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.