Morgunblaðið - 19.11.2019, Side 15

Morgunblaðið - 19.11.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Við höfnina Rétt er að nýta vel þær birtustundir sem gefast eins og þessi gerði við höfnina á dögunum. Eggert Annað árið í röð er Svíþjóð það land sem hefur besta orðsporið samkvæmt mati stofn- unarinnar Reputation Institute. Matið bygg- ist á 58.000 viðtölum við fólk í Frakklandi, Japan, Kanada, Rúss- landi, Bretlandi, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Könnunin sýnir að Svíþjóð skar- ar einkum fram úr í góðum lífs- kjörum og efnahagsstöðugleika. Að auki eru Svíar taldir vingjarnlegir og opnir og Svíþjóð er álitið öruggt land til dvalar. Í ár útnefndi Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, UNI- CEF, Svíþjóð sem fjölskylduvæn- asta land veraldar og stofnunin US News & World Report telur Svíþjóð vera það land sem best sé fyrir kon- ur að búa í. Þrátt fyrir þennan góða árangur stendur Svíþjóð frammi fyrir marg- háttuðum áskorunum og vanda- málum. Engin þessara vandamála eru þó óleysanleg. Æ oftar rekst ég á blaðagreinar þar sem farið er mjög niðrandi orðum um Svíþjóð. Þessar greinar eru allar keimlíkar, litaðar megnri andúð á útlendingum og innihalda hrein ósannindi. Spjót- um er beint að sam- félagsmódeli okkar sem byggist á sam- stöðu og þeirri velferð- arstefnu sem við Svíar höfum valið okkur. Greinar sem þessar birtast í mörgum lönd- um og sjást líka á síð- um íslenskra dagblaða. Um það bil 170.000 Sýrlendingar á flótta undan stríðsátökum hafa fengið hæli í Sví- þjóð. Því er stundum velt upp hvort við ættum ef til vill að skammast okkar fyrir það. Það gerum við ekki – við erum stolt. Þetta er stærsta mannúðaraðgerð sem Svíþjóð hefur unnið að síðan í seinni heimsstyrjöld. Flestum þeim sem fá hæli í Svíþjóð mun vegna vel en þessi einstaklega viðamikla mót- taka flóttafólks er líka mikil áskor- un og umfangsmikið verkefni fyrir samfélag okkar. Fimmti hver flótta- maður er barn sem mun þurfa á sameiginlegum stuðningi okkar að halda um margra ára skeið. Svíþjóð er lítið land og þar búa aðeins 0,14% jarðarbúa. Síðustu ald- irnar höfum við verið háð fólksflutn- ingum inn í landið, háð því að fólk frá öðrum heimshlutum veldi sér búsetu í landi okkar. Svíar eru í dag 10 milljónir og þar af eru 1,8 millj- ónir þegna fæddir í öðru landi. Þeir eru flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum, en einnig atvinnurek- endur, vísindamenn, námsmenn og aðstandendur þeirra. Reynsla okkar er sú að aðlögun taki tíma. Fólk sem er nýkomið þarf að læra tungumálið og bæta við sig námi til þess að verða gjaldgengt á sænskum vinnumarkaði. Svíþjóð valdi snemma að berjast gegn at- vinnuleysi með bættri þekkingu í stað þess að skapa láglaunastörf. Enn er atvinnuleysi meðal þeirra sem eru nýkomnir til landsins allt of algengt og varir of lengi en reynsla okkar sýnir að langflestir eru komn- ir út á vinnumarkaðinn innan átta til tíu ára. Börn þeirra, önnur kynslóð innflytjenda, fæðast með allt aðrar forsendur en foreldrar þeirra. Þannig styrkist Svíþjóð. Fólk er ekki vandamálið. Starfs- vilji fólks er okkar mesti auður. Sprengju- og skotárásir eru gríð- arlega alvarlegar og fá réttilega mikla athygli bæði í Svíþjóð og öðr- um löndum. Slíkar árásir hafa verið afar fátíðar í Svíþjóð en þeim hefur fjölgað. Tíðni manndrápa í Svíþjóð er sú sama og t.d. í Danmörku og Skotlandi (1,1 á 100.000 íbúa), en hærri en á Íslandi (0,9 á 100.000 íbúa), eins og Morgunblaðið greindi einnig nýlega frá. Þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa er fjöldi þeirra sem drepnir voru vegna banvæns ofbeld- is í Svíþjóð árið 2018 minni en árið 2017 sem og tíu árum áður – 2007. Ríkisstjórnin hefur þó gripið til ýmissa umfangsmikilla aðgerða til að koma böndum á glæpastarfsem- ina og handtökum og ákærum hefur fjölgað mikið. Réttarríkið mun ekki lúta í lægra haldi. Nýleg rannsókn sýnir að undanfarin ár hefur glæpa- tíðnin minnkað á þeim svæðum þar sem hún var hæst. Í neikvæðri umfjöllun um Svíþjóð er því oft haldið fram að sænska rík- isstjórnin þaggi niður gagnrýn- israddir. Þetta er að sjálfsögðu al- rangt. Svíar eru meðal fremstu þjóða heims þegar kemur að fjöl- miðlafrelsi og tjáningarfrelsi. Lög- um hefur þó verið breytt á þá leið að ólöglegt er að lýsa yfir hatri í garð hópa fólks á grundvelli kyn- þáttar, húðlitar, þjóðernis, uppruna, trúarsannfæringar eða kyn- hneigðar. Þetta nær einnig til sam- félagsmiðla, þar sem hatursorðræða gat áður vaðið uppi. Við höfum fellt samfélagsmiðlana undir það reglu- verk sem okkur finnst að eigi að gilda í lýðræðissamfélagi og það kemur augljóslega við kaunin á þeim sem er annt um frelsi sitt til að hata aðra. Sem sendiherra Svíþjóðar á Ís- landi heyri ég daglega jákvæðar frásagnir um góð samskipti landa okkar. Viðskipti aukast, við höldum til náms og förum í frí í löndum okk- ar sitt á hvað. Við erum sammála um þau markmið að vera í far- arbroddi í loftslagsmálum og sjálf- bærni. Sameiginlegt gildismat og samhugur Norðurlandaþjóðanna eiga sér djúpar rætur. Við getum lært margt hvert af öðru. Sá kraftur sem umlykur Norðurlöndin er ein- stakur á heimsvísu. Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag eru nýjar en þær eru ekki á nokkurn hátt erfiðari úr- lausnar en þær áskoranir sem kyn- slóðirnar á undan okkur sigruðust á. Það er því sannfæring mín að við munum líka geta leyst úr okkar verkefnum. Fyrst og síðast snýst málið um samvinnu og sameiginlegt gild- ismat. Eftir Håkan Juholt » Spjótum er beint að samfélagsmódeli okkar sem byggist á samstöðu og þeirri vel- ferðarstefnu sem við Sví- ar höfum valið okkur. Håkan Juholt Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Fólk er ekki vandamálið Aðgerðaáætlun rík- isstjórnarinnar 2018-2030 var kynnt í september 2018. Enginn þarf að efast um augljósan metnað í þeirri viðleitni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greinilegur vilji er einnig til þess að stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við mark- mið Parísarsamningsins 2013. Þar fyrir utan hefur ríkisstjórnin stefnt að kol- efnishlutleysi 2040. Áætl- unin samanstendur af að- gerðum á mörgum sviðum. Dregnar eru fram tvær lyk- iláherslur: 1. Orkuskipti í samgöngum. 2. Átak í kol- efnisbindingu. Í fyrri grein um þessi mál benti ég á hversu brekkan er brött í orkuskiptum í samgöngum, þrátt fyrir að rafbílum fari mjög fjölgandi. Umferðin eykst einfaldlega enn og stærri ökutækjum á bensíni eða olíu fer enn sem komið er fjölgandi. Hitt stóra verkefnið er bindingin. Í áætluninni segir að ráðist verði í átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, sem og stöðvun jarðvegseyð- ingar og frekari landgræðslu og nýskóg- rækt. Ég ætla ekki að fjalla frekar um endurheimt votlendis sem sérstaka lofts- lagsaðgerð, enda bindur hún ekki kolefni. Hún er fyrirbyggjandi og mikilvæg sem slík, þótt örðugt geti reynst á endanum að sýna fram tölulegan á árangur með óyggj- andi hætti. Ísland hefur hins vegar skýrar heimildir til bindingar með skógrækt og landgræðslu upp að ákveðnu marki innan loftslagssamnings Sþ. Áform um bindingu rekast illilega á það sem kalla má íslenska gróðurpólitík. Ein- staklingar og stofnanir á vegum ríkisins takast harkalega á um tegundaval, hvort eigi og megi notast við erlendar tegundir. Í texta ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um birki. Íslenska kræðubirkið og kjarrskógar binda um 1/10 hluta þess sem hægt er að ná með hagstæðustu sam- setningu annarra tegunda. Þannig myndu alaskaösp og stafafura í samlífi soga til sín kolefni úr lofthjúpnum um tíu tonn á hekt- ara lands á ári. Þá er miðað við einkar þéttan loftslagsskóg með um 2.500 gróð- ursetningum á hektara lands. Ef birkið verður ofan á þarf tíu sinnum meira land og kostnaður eykst í svipuðu hlutfalli. Stofnanir ríkisins ráða í raun Skógræktin, Land- græðslan og Náttúru- fræðistofnun eru þegar farn- ar að grafa sér skotgrafir til langtímahernaðar. Þetta eru ríkisstofnanir, ekki málsmet- andi einstaklingar eða fé- lagasamtök. Gróðurpólitíkin getur nefnilega verið grimm og heiftúðug, menn hafa þannig á þessum vígstöðvum rifist um lúpínuna í áratugi. Áðurnefndar stofnanir, ásamt fleirum, s.s. Umhverf- isstofnun og Skipulags- stofnun, ráða í raun fram- gangi í þessum málum. Ekki stjórnmálin eða sjálf rík- isstjórnin. Löggjöf leyfisveit- inga er skýr. Nýskógrækt yf- ir tilteknum mörkum þarf í matsferli skipulagsáætlana. Einnig landgræðsluáætlun. Allar þessar stofnanir koma að ákvörðun á endanum og reynslan segir að slíkt ferli geti tekið mörg ár og allsendis óvíst um niðurstöðu. Á meðan verða of fáar plöntur gróðursettar í tilgangi bindingar. Í mínum huga þarf Alþingi að íhuga í al- vöru að aftengja núverandi lagaramma um matsferli skógræktar- og landgræðslu- áætlana svo ríkisstjórnin nái fram sínum markmiðum í loftslagsmálum. En gróð- urpólitíkin endurspeglast líka inn í stjórn- málin. Þar er rétti farvegurinn og rétt að menn takist á og komist að niðurstöðu sem löggjöfin tekur mið af. Mikilvægt að sjón- armið landslags- og lífríkisverndar kallist á við uppgræðslu og bindingu með teg- undum sem ekki eru upprunar hérlendis. Veröldin er hins vegar ekki svart/hvít þeg- ar kemur að þessum málum. Tregðulögmálið vinnur eins og oftast með frestun og frekari skoðun. Stjórnvöld þurfa hins vegar í loftslagsmálum að vera einbeitt og setja sér raunhæf markmið. Fylgja þarf eftir áætlunum af festu ef ekki á illa að fara í skuldbindingum Íslands fyr- ir árið 2030. En sú hætta er klárlega fyrir hendi. Eftir Einar Sveinbjörnsson » Í mínum huga þarf Alþingi að íhuga í alvöru að af- tengja núver- andi lagaramma um matsferli skógræktar- og landgræðslu- áætlana. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er veðurfræðingur og stjórn- armaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Kolefnisbindingin er þyrnum stráð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.