Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vegna meira framboðs en eftir-
spurnar hafa gististaðir í miðborg
Reykjavíkur lækkað verð milli ára.
Tekjurnar eru undir áætlunum sem
gerðar voru áður en flugfélagið
WOW air fór í þrot og gæti rekstur
margra staðanna orðið þungur.
Þetta er skoðun Kristófers Oli-
verssonar, formanns FHG – Fyrir-
tækja í hótel- og gistiþjónustu, en til-
efnið er lækkað verð á gistingu.
Hér til hliðar má sjá dæmi um verð
á gistingu í miðborginni. Gististað-
irnir voru valdir af handahófi en leit-
að var að lægsta verði. Benti athug-
unin til að fyrir 6.000 krónur mætti
finna ágæt gistirými. Dæmi um það
er gistihúsið Andrea en þar var
morgunverður innifalinn.
Þurfa að lækka verðið
Kristófer segir aðspurður að
smærri aðilar í gistiþjónustu eigi
ekki margra annarra kosta völ en að
sækja fram með tilboðum þegar
eftirspurn minnkar. Þeir hafi minni
tækifæri til markaðssetningar en
stærri gististaðirnir.
„Eftirspurn hefur áhrif á verð. Nú
er ekki lengur nóg fyrir alla og þá er
ekki óeðlilegt að verð lækki. Í sept-
ember voru 4.500 Airbnb-gistirými í
boði í miðbænum og langstærsti
hlutinn eru heilar íbúðir, eða ein-
býlishús, þannig að þetta eru tals-
vert fleiri herbergi í boði en á hefð-
bundnum hótelmarkaði. Það er
erfitt fyrir markaðinn þegar ekki
eru sömu samkeppnisforsendur og
hluti fyrirtækja ákveður að lækka
verð,“ segir Kristófer og vísar til
þess að Airbnb-gistingin sé að mestu
undanþegin skattgreiðslum og öllum
íþyngjandi leyfum, sem félög í lög-
legum rekstri þurfa að standa skil á.
„Við þurfum að hafa þrek til að
horfast í augu við þessa ósjálfbæru
stöðu og leiðrétta hana,“ segir Krist-
ófer um misvægið á markaðnum.
Nýtingin var léleg á veturna
Þó sé rétt að hafa í huga að fyrir
nokkrum árum hafi meirihluti gisti-
rýma á Íslandi verið illa nýttur á
þessum árstíma og fram í maí.
„Það þarf ekki að fara mörg ár
aftur í tímann. Áður en sprenging
varð í ferðaþjónustu tók reksturinn
hjá okkur mið af
þessu.
Maður vonar
að þeir sem fylgja
leikreglum og
geta boðið meiri
gæði hafi betur í
samkeppninni,“
segir Kristófer
sem telur að-
spurður óhjá-
kvæmilegt að það
verði grisjun hjá gististöðum við
þessar aðstæður. „Þeim mun því
fækka og okkar verkefni er að sjá til
þess að fækkunin verði mest í
skuggahagkerfinu.“
Betra en margir spáðu
Samkvæmt tölum Ferðamálastofu
komu 18% færri ferðamenn til lands-
ins í gegnum Leifsstöð í október en í
sama mánuði í fyrra.
Kristófer segir aðspurður þetta
minni samdrátt en margir óttuðust.
Hann rifjar upp þau ummæli sín í
Morgunblaðinu 15. desember sl. að
ferðamönnum gæti fækkað um 20% í
ár. Sú frétt hafi vakið sterk viðbrögð
og nokkrir haft samband til að gagn-
rýna þessa spá. Nú stefni í að hún
reynist rétt. „Þetta er varnarbar-
átta. Menn þurfa að þreyja þorrann
og vona að betur gangi á næsta ári
með hið nýja slagorð Íslandsstofu,
sjálfbærni, að leiðarljósi. Það yrði
ábyggilega erfitt fyrir marga ef það
rætist ekki úr þessu. Það er alveg
deginum ljósara,“ segir Kristófer.
Lægra verð og lægra gengi
Samkvæmt samræmdri vísitölu
neysluverðs er verð á gistingu nú
svipað og 2017. Þá hefur gengis-
vísitalan lækkað um 12% frá nóvem-
ber 2017. Benda þessar tölur til að
verð á gistingu í krónum hafi lækkað
á síðustu misserum. Á það ber að líta
að hluti gististaða selur gistinguna í
erlendri mynt. Hlutfall þeirra á
markaðnum virðist ekki liggja fyrir.
Miklar sviptingar hafa orðið í
ferðaþjónustunni á árinu. Fram kom
í greiningu Arion banka í september
að eftir fall WOW air 28. mars hafi
tveir af hverjum þremur ferðamönn-
um komið til landsins með Icelandair
Hlutdeild Icelandair hafi verið
komin niður í um 40-50% þegar
WOW air var sem stærst.
Lækka verð vegna offramboðs
Formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir framboð gistingar vera umfram eftirspurn
Það þrýsti niður verði Verð á gistingu í krónum svipað og 2017 Að auki hefur gengið veikst
Versta sviðsmyndin rættist
Þrjár sviðsmyndir greiningardeildar Arion banka frá árinu 2018
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
2016 2017 2018 2019 2020 2021
Fjöldi ferðamanna til landsins, milljónir
Bjartsýn sviðsmynd Grunnsviðsmynd
Svartsýn sviðsmynd (17,8% samdráttur)
kr./nótt
Óðinn Reykjavík Skólavörðustígur
Apartments, Skólavörðustíg 2 8.142
Thor Guesthouse, Skólavörðustíg 16 7.648
Gerður Apartments, Spítalastíg 1 7.525
Hótel Brim, Skipholti 27 6.538
Guesthouse Andrea, Njarðargötu 43 6.415
Alba Guesthouse, Mjóuhlíð 3 6.168
101 Guesthouse, Laugavegi 101 5.921
Reykjavík Hostel Village, Flókagötu 1 5.798
Jónshús Hotel Apartments, Veltusundi 3b 5.675
Pávi Apartments, Brautarholti 4 4.318
Captain Reykjavík Guesthouse
Bergstaðastræti, Bergstaðastræti 60 4.318
Atlantic Apartments and Rooms,
Grensásveg 14 4.071
Dæmi um verð á gistingu í Reykjavík
Samkvæmt bókunarvefnum Expedia*
15% samdráttur – skv.
nýrri spá Greiningar-
deildar Arion banka
RA
U
N
TÖ
LU
R
RA
U
N
TÖ
LU
R
RA
U
N
TÖ
LU
R
SP
Á
*Leitað var lægsta verðs
fyrir gistingu 21.-22.
nóvember. Leitin fór
fram 18.11. 2019.
Heimild: Greiningardeild Arion banka
Morgunblaðið/Eggert
Hvert skal haldið? Þótt ferðamönnum fækki milli ára koma hingað margir.
Kristófer
Oliversson
Verðþróun á gistingu
Gengisvísitala
Samkvæmt samræmdri vísitölu
neysluverðs 2012-2019*
Meðalgengi nóv. 2017 - nóv. 2019
160
150
140
130
120
110
100
90
190
180
170
160
150
140
‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18 ‘19
‘17 ‘18 ‘19
Heimild: Hagstofa Íslands
Vísitala 2015=100
*jan.-sept. 2019
Meðaltal mánaðar
Heimild: Seðlabanki Íslands
160,3
181,7
145
150
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum
www.hekla.is/volkswagensalur
Vertu klár fyrir veturinn
Volkswagen atvinnubílar
Volkswagen Caddy
1.2 TSI beinskiptur
Tilboðsverð 2.690.000 kr.
Verðlistaverð 2.990.000 kr.
Volkswagen Transporter
2.0 TDI Beinskiptur
Tilboðsverð 4.390.000 kr.
Verðlistaverð 4.950.000 kr.
*Búnaður á mynd getur verið frábrugðinn bílum á tilboðsverði. Sjá staðalbúnað á volkswagen.is.