Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Karlar eru í meirihluta þeirra 128 starfsmanna sem Íslandspóstur sagði upp á tímabilinu frá septem- berbyrjun 2017 til jafnlengdar í ár. Alls voru karlarnir í þessum hópi 75 talsins eða 59% en konurnar voru 53 eða 41%. Á fyrrgreindu tímabili var mest um að fólki frá átján ára aldri til fertugs væri sagt upp. Í hópuppsögnum í ágúst sl. hjá Póstinum var hins vegar m.a. lagt upp með að starfsfólk sem var kom- ið að eða á lífeyrisaldur léti af störf- um, svo verja mætti störf yngra fólks. Alls var níu starfsmönnum á aldrinum 64-69 ára sagt upp í þeim aðgerðum Fyrrgreindar upplýsingar koma fram í svari Bjarna Bene- diktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnús- dóttur, þingmanns VG. Fram kem- ur í svari ráðherrans að ástæður uppsagna hafi verið misjafnar, stundum hafi fólki sem ekki stóð undir væntingum í starfi verið sagt upp, en í öðrum tilvikum vegna skipulagsbreytinga eða hagræð- ingaraðgerða. Reynt var að verja störf yngra fólks hjá Póstinum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akranes Pósthúsið á Skaganum.  128 manns var sagt upp 2017-2019 Póstmenn » Alls hættu 128 manns hjá Póstinum á tveimur árum. » Skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir » Sumir starfsmenn þóttu ekki standa sig sem skyldi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við í Ölfusi höfum alla burði til þess að reka áfram sjálfstætt sveitarfélag án þess að sameinast öðrum,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss. Á fundi sínum á fimmtu- dag lýsti bæj- arstjórn Hvera- gerðis vilja sínum til viðræðna við Ölfus um samein- ingu, enda kæmu bæjarfulltrúar í báðum byggð- unum að málinu fullir áhuga. Þetta var samþykkt eft- ir að hugmyndum Sveitarfélagsins Árborgar um sameiningu allra sveit- arfélaga í Árnessýslu var hafnað. Breyttar forsendur Samkvæmt þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað á lág- marksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga að verða 250 manns eftir kjör til sveitar- stjórna árið 2022 og 1.000 eftir kosn- ingarnar 2026. Þessar áherslur hafa komið málum á skrið og með samein- ingu Hveragerðis og Ölfuss yrði til sveitarfélag með um 5.000 íbúa. Landfræðilega má segja að samein- ing þessi liggi beint við, enda er Hveragerði undir Kömbunum, sem er frekar landlítil byggð, sem eyja í Ölfusinu miðju. Í bókun bæjarstjórnar Hvera- gerðis segir að með sameiningu við Ölfus yrði til öflugt sveitarfélag sem fengi 820 milljón króna meðgjöf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einnig megi minna á að árið 2014 hafi sam- eining við Ölfus verið hlutskörpust af þeim valkostum sem í boði voru þeg- ar Hvergerðingar voru spurðir um vilja til sameiningar við önnur sveit- arfélög. Ekki hafi þá verið áhugi á sameiningu í Ölfusi, sem nú sé kann- aður aftur í ljósi nýrra forsendna. Mikil fjölgun íbúa í Þorlákshöfn „Erindið úr Hveragerði hefur ekki borist okkur formlega ennþá, svo að málið hefur ekkert verið rætt á vett- vangi bæjarstjórnar hér,“ segir Gest- ur Þór. „Ölfusið stendur vel. Íbúarnir eru í dag 2.250 – þeir eru um 1.650 í Þorlákshöfn og hefur fjölgað mikið síðustu ár. Þessi þróun mun vænt- anlega halda áfram; margir sem vilja komast í ódýrara húsnæði en býðst á höfuðborgarsvæðinu eru að flytjast hingað í Þorlákshöfn. Hér er nú verið að reisa fjölda nýrra húsa og er sveitarfélagið í margvíslegum fram- kvæmdum.“ Eins og segir hér að framan var áhugi á sameiningu við Hveragerði ekki til staðar þegar málið var kann- að í íbúakosningum á netinu árið 2015. Þar var spurt hvort fólk væri hlynnt því að bæjarstjórn ræddi við annað eða önnur sveitarfélög um sameiningu, sem 304 voru fylgjandi og 308 andvígir. Gestur Þór Krist- jánsson segist þó ekki treysta sér til að dæma um hvort viðhorfin hafi breyst síðan þetta var, en almennt talað telji hann hljómgrunn í Ölfus- inu fyrir sameiningu ekki vera mikinn. Hvergerðingar vilja samein- ingu við Ölfus  Áhugi ekki gagnkvæmur  Væn meðgjöf frá Jöfnunarsjóði er í boði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Útgerðarbær sem er nú úthverfi höfuðborgarinnar. Sameining? » Hvergerðingar eru 2.260 og í Ölfusinu búa 2.250 manns. Samanlagt yrðu íbúar því 4.940. » Ölfusið er landmikið sveitar- félag sem umlykur Hvera- gerðisbæ á alla kanta. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Niðurstöður Framfaravogarinnar 2019 fyrir Kópavogsbæ, Reykja- nesbæ og Sveitarfélagið Árborg voru kynntar í gær. Markmið Framfaravogarinnar er að draga fram stöðu félagslegra framfara í samfélaginu og benda á hvað betur má fara. Fjöldi atriða eru metin og þeim gefnar einkunnir. Greint var frá vísitölu félagslegra framfara í sveitarfélögunum þremur og hvað má lesa út úr henni. Kópavogur fékk 72,89 stig í Framfaravoginni 2019. Það endur- speglar góða frammistöðu sam- kvæmt þeim viðmiðum sem höfð eru til hliðsjónar. Reykjanesbær fékk 57,78 stig sem endurspeglar veika frammistöðu. Samfélagið er í mikilli þróun, fólksfjölgun ör og áskoranir margar. Sveitarfélagið Árborg fékk 61,54 stig sem end- urspeglar meðal frammistöðu. Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi Soci- al Progress Imperative á Íslandi sem stendur að verkefninu, sagði að stóra niðurstaðan nú sé að sveit- arfélögin hafi ekki aðgang að nógu áreiðanlegum gögnum um ýmsa þætti einmitt nú. Í skýrslu um verk- efnið kemur m.a. fram að enn vanti töluvert á að gögn hér á landi séu þannig að auðvelt sé að safna sam- anburðarhæfum upplýsingum um einstök sveitarfélög. Þetta á jafnvel við um þætti sem lúta að atriðum eins og ástandi og gæðum umhverf- isins. Sama á við um aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og húsnæði. „Oftar en ekki er horft til lands- hluta eða heilbrigðisumdæma sem eru á skjön við þær stjórnsýsluein- ingar sem bera ábyrgð á mála- flokknum. Hér má gera bragarbót,“ segir í skýrslunni. Rósbjörg sagði að ýmsar stofnanir séu að þróa lausnir um þessar mundir til að bæta úr þessu. Hún sagði að Framfaravogin endurspegli stöðuna í sam- félögunum eins og hún er á hverjum tíma. Stjórnendur sveitarfé- laga geti séð af niður- stöðum hvar og hvern- ig sé best að forgangsraða verkefn- um til hagsbóta fyrir íbúana. Einnig geti þeir séð veikleika og styrkleika sveitarfé- laga sinna og leitað lausna út frá því. Morgunblaðið/Eggert Framfaravogin 2019 Fulltrúar sveitarfélaganna sem tóku þátt mættu og hlýddu á fyrirlestra og kynningu. Framfaravogin 2019 sýnir misjafna stöðu  Niðurstöður fyrir þrjú sveitarfélög voru kynntar í gær Framfaravogin byggir á að- ferðafræði Social Progress Imperative (SPI) um vísitölu félagslegra framfara (e. social progress index). SPI í Washington er ábyrgð- ar- og umsjónaraðili vísitölu félagslegra framfara - VFF/ SPI. Michael Green, forstjóri SPI og Matthew Bishop hjá The Economist áttu frum- kvæði að því að þessi vinna hófst eftir efnhagskreppuna 2008. Vísitalan hefur verið í stöðugri þróun. Prófessorarnir Michael Porter hjá Harvard Business School og Scott Stern hjá MIT komu til liðs við þá 2011. Fulltrúi SPI á Ís- landi er Rósbjörg Jónsdóttir, stofnandi Cog- nito ehf. Félagslegar framfarir VÍSITALA REIKNUÐ ÚT Rósbjörg Jónsdóttir Gestur Þór Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.