Morgunblaðið - 19.11.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ferðin gekk afar vel og góð stemning í
hljómsveitinni. Allt skipulag var til fyr-
irmyndar, “ segir Daníel Bjarnason tónskáld
og aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands (SÍ) um tónleikaferð sveitarinnar til
Austurríkis og Þýskalands sem lauk með tón-
leikum undir hans stjórn í Konzerthaus í Berl-
ín á sunnudagskvöld fyrir fullu húsi. Þegar
blaðamaður náði tali af Daníel í gær var hann
aftur kominn til Salzburgar til að eiga fund
með austurríska slagverksleikarann Martin
Grubinger sem Daníel er að semja einleiks-
konsert fyrir að beiðni Sinfóníuhljómsveitar
Gautaborgar sem frumflytur verkið í árslok
2020.
Lærdómsríkt að vera sífellt á tánum
„Við fengum hlýjar og góðar móttökur frá
áhorfendum í öllum borgunum þremur, ekki
síst í Berlín enda sterk tenging við Ísland í
Berlín,“ segir Daníel, en samkvæmt upplýs-
ingum frá SÍ lék Víkingur Heiðar, sem er
staðarlistamaður í Konzerthaus, tvö aukalög
og hljómsveitin eitt við mikinn fögnuð tón-
leikagesta. Tónleikarnir í Berlín voru há-
punktur á Íslandshátíð sem haldin var í Kon-
zerthaus og jafnframt lokatónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónleikaferðalagi
hennar um Austurríki og Þýskaland þar sem
haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum
undir stjórn Daníels. Tónleikaferðin er sú
fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er
með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan
einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö ís-
lensk tónverk eru í lykilhlutverki, þ.e. píanó-
konsertinn Processions eftir Daníel og Aer-
iality eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Aðspurður
segir Daníel uppselt hafa verið á alla tónleika
sveitarinnar í tónleikaferðinni. „Við spiluðum
þrisvar í röð fyrir fullu húsi í Großes Fest-
spielhaus í Salzburg, sem er ótrúlegt enda
tekur salurinn um tvö þúsund manns. Það er
mjög lærdómsríkt bæði fyrir hljómsveitina og
mig að fara í svona ferð þar sem tækifæri
gefst til að spila sama prógrammið nokkrum
sinnum í ólíkum húsum fyrir nýja áhorf-
endur,“ segir Daníel og tekur fram að því mið-
ur gefist fá tækifæri til þess á Íslandi að spila
sama prógrammið oftar en einu sinni á tón-
leikum. „Það var líka góður skóli að fara út úr
rútínunni og skipta milli prógramma án mik-
illa æfinga á staðnum, sem krefst þess að allir
séu sífellt á tánum og í góðu spilaformi. Það er
lærdómsríkt og gott fyrir hljómsveitina að
venjast slíku.“
Eldborg á pari við alla bestu sali í heimi
Daníel stjórnaði píanókonsert sínum á öll-
um þremur tónleikastöðu, þ.e. í Herkulessaal í
München, Großes Festspielhaus í Salzburg og
Konzerthaus í Berlín. „Það var mjög gaman
að fá tækifæri til að flytja konsertinn í þremur
mismunandi sölum og gaman að heyra eitt-
hvað nýtt í verkinu á hverjum nýjum stað,“
segir Daníel og fer ekki dult með að uppá-
haldstónleikarýmið hafi verið í Berlín. „Stóri
salurinn í Konzerthaus er dásamlegur. Maður
heyrir svo skýrt og vel á sama tíma og hljóm-
urinn er bæði hlýr og fallegur. Salurinn býður
líka upp á góða nálægð við áhorfendur,“ segir
Daníel og tekur fram að allir þrír tónleikastað-
irnir hafi verið góðir. „Þá fattar maður líka
hvað við erum ótrúlega heppin að eiga Eld-
borg sem er á pari við alla bestu sali í heimi,“
segir Daníel, sem auk einleikskonsertsins fyr-
ir Grubinger er um þessar mundir að semja
sönglagaflokk við texta eftir Kanadamanninn
Royce Vavrek fyrir írska sönghópinn Crash
Ensemble sem pantaði verkið í samvinnu við
Fílharmóníusveit Los Angeles sem frumflutt
verður í mars á næsta ári. Daníel og Vavrek
vinna einnig saman að óperu um síðustu aftök-
una á Íslandi sem Íslenska óperan pantaði.
Gleði Víkingur Heiðar Ólafsson og Daníel Bjarnason ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Berlín.
„Fengum hlýjar og góðar móttökur“
Fullt hús á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands með Víkingi
Heiðari í Konzerthaus
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Hugmyndin að verkinu kviknaði út
frá mínum eigin heimsenda- og um-
hverfiskvíða, og pælingum um stað
manneskjunnar innan þeirra tíma
sem við lifum á núna þar sem
heimsendir er orðinn áþreifanlegri
en hann var fyrir þrjátíu árum.
Mörgum líður eins og þeir séu að
horfa á lestarslys í fjarlægð og fólk
vill gera meira en kerfið sem við bú-
um í leyfir okkur. Við búum við
óvissu um hvað við getum gert sem
einstaklingar til að leggja lóð á vog-
arskálarnar í baráttunni gegn ham-
farahlýnun,“ segir Aron Martin Ás-
gerðarson, höfundur Heimsendis,
nýs leikverks sem Stúdentaleik-
húsið frumsýnir á morgun, miðviku-
dag, kl. 20. Aron er nýútskrifaður
leikstjóri af sviðshöfundabraut LHÍ
og segir að verkið sé svört kómedía.
„Þetta er grátbroslegt verk, en
mér finnst sú tilfinning einmitt vera
hluti af mínum heimsendakvíða.
Maður fer að hugsa um hvað skiptir
máli og hvað það er sem maður er
að halda í, hvort sem það eru ein-
hverjar fantasíur, draumar eða
leyndarmál. Hvers vegna maður lif-
ir lífinu eins og maður lifir því, þrátt
fyrir að heimurinn sé að fara til
andskotans. Í því eru einmitt fyndin
augnablik þar sem maður áttar sig á
því hvað skiptir máli og að maður sé
að halda í hluti sem skipta í raun
engu máli í stóra samhenginu.
Margt verður hjóm eitt við hliðina á
alheimsendaógn, sérstaklega í þess-
um aðstæðum sem sögupersónur
verksins eru í, afmælisveislu, þegar
nokkrir klukkutímar eru í raun-
verulegan heimsendi. Samt eru allir
að halda í eitthvað sem þeir ættu
kannski að sleppa.“
Frjór hópur sem gefur af sér
Aron lét Stúdentaleikhúsið á sín-
um tíma vita að hann ætti hugmynd
í fórum sínum að leikverki sem gæti
hentað því að setja upp og því var
tekið fagnandi. Heimsendi vann
hann síðan í samsköpun með leik-
hópnum í gegnum spuna og hvers
konar æfingar.
„Við héldum áheyrnarprufu-
námskeið og þar valdi ég fólk í hóp-
inn, en mörg þeirra sem ég valdi eru
útskrifuð af leikarabraut Kvik-
myndaskólans. Aðalmarkmið mitt
var að velja góðan hóp fyrir sam-
sköpunina, frjóan hóp sem gæti gef-
ið mikið af sér. Þessi hópur er frá-
bær og í vinnuferlinu hefur verkið
tekið þó nokkrum breytingum frá
grunnhugmyndinni. Þetta byggist á
sköpunarkrafti hópsins, sem hefur
verið magnaður, og komið hafa
fram alls konar nýir fletir. Við höf-
um farið á flug með heimspekilegar
pælingar um fyrirbærið heimsendi
og fléttað þær inn í verkið með
spuna og öðrum samsköpunar-
aðferðum. Vissulega getur það verið
flókið og svolítið erfitt að skapa
verk saman, en það er alltaf jafn
gefandi. Slík vinna er svo skemmti-
leg og til verður samheldni í hópn-
um þegar allir finna að það ríkir
fullkomið traust til þeirra sem lista-
manna til að skapa efnið sem þau
munu svo sýna. Þetta snýst um að
hlusta og virða og skoða allar til-
lögur. Við náum að samrýma það
sem við erum að gera svo úr verður
heild og öllum líður eins og þeir eigi
hluta í verkinu.“
Verk Arons, Heimsendir, er sýnt
að Sölvhólsgötu 13, í gamla LHÍ.
Verkinu er lýst sem gamanleikriti
sem gerist í afmælisveislu hins
eigingjarna Matthíasar en hún er
haldin sama dag og heimsendir á að
gerast. Gestirnir eru mættir, kökur
eru á borðum og veislustjórinn
reynir að halda uppi stemningunni
meðan gestirnir deila um minnstu
mál þrátt fyrir yfirvofandi endalok.
Miðasala á sýningar á verkinu er
á vefnum tix.is.
Heimsendir í afmæli
„Margir halda í eitthvað sem þeir ættu kannski að
sleppa,“ segir leikstjóri Heimsendis hjá Stúdentaleikhúsinu
Stúdentaleikhúsið Aron (fremstur fyrir miðju í hettupeysu) ásamt þeim
sem koma að sýningunni á leikritinu Heimsendi. Efst frá vinstri: Birgitta
Björk Bergsdóttir, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Iðunn Helgadóttir, Andri
Freyr Sigurpálsson og Sigurður Traustason. Sitjandi frá vinstri: Svanur
Pálsson, Birkir Sigurjónsson, Aron og María Jóngerð Gunnlaugsdóttir.
Á myndina vantar Vilhjálm Ólafsson og Natalíu Gunnlaugsdóttur.
HÁDEGIS-
TILBOÐ
Mánudaga-föstudaga
kl. 11.00-14.30
Borðapantanir í síma 562 3232
Verð frá 990
til 1.990 kr.