Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
SMÁRALIND – KRINGLAN
DUKA.IS
matarstell
NÝR LITUR
Metallic Brown
Ofnfast
Frostþolið
Tvíbrenndur leir
Slitsterkt yfirborð
Íslendingar hafa oft
stært sig af því að hafa
eitt besta heilbrigðis-
kerfi í heimi og víst er
að margt fer þar vel og
margir fá í gegnum
þetta kerfi bata við
heilsuvandamálum að
miklu eða einhverju
leyti. En ég held að í
nánast öllum fjöl-
skyldum hafi einhverjir
misst heilsuna eða dáið langt fyrir
aldur fram úr sjúkdómum sem heil-
brigðiskerfið virðist ekki ráða vel við.
Þar má fyrst nefna krabbamein en
svo virðist sem illa ráðist við mörg af-
brigði þess, eins og t.d. krabbamein í
brisi. Sjúklingar eru samt sem áður
sendir í meðferðir sem gefa litla
möguleika á að komast til almenni-
legrar heilsu og ef fólk spyr um aðra
möguleika er svarið alla jafna að það
sé ekki um aðra raunhæfa möguleika
að ræða.
En það er alls ekki rétt; það eru
aðrir möguleikar sem virðast í mörg-
um tilfellum mun árangursríkari. Ég
nefndi krabbamein í brisi af því að ég
fylgdist úr fjarlægð með meðferð
þriggja einstaklinga á Landspítalan-
um sem áttu í baráttu við þá tegund
krabbameins og þrátt fyrir rándýra
meðferð dóu þeir allir á tiltölulega
stuttum tíma. Um sama leyti rakst ég
á þáttaröð sem sýnd var á netinu og
einnig seldir diskar og bækur um
krabbamein og meðferð við því. Eitt
af því sem lögð var mikil áhersla á var
hollt mataræði en það virðist vera
aukaatriði í meðferð á Landspítalan-
um. Ein frásögn sem þarna kom fram
var um konu frá Alaska sem hafði
verið greind þar af læknum með
krabbamein í brisi og töldu þeir bata-
horfur mjög litlar og gáfu henni bara
von um að lifa sex mánuði í viðbót.
Hún frétti af meðferð hjá stofnun í
Mexíkó, Bio Medical Clinic (Hoxsey
Clinic), og henni var sagt að þar væri
góður möguleiki á bata. Hún átti litla
peninga á þessum tíma og var ekki
viss um að hún ætti nóg fyrir meðferð
þar, en hún var hvött til að hringja í
Mildred nokkra, sem
væri hjúkrunarkona þar
og í forsvari fyrir stofn-
unina. Konan gerði það
og sagði Mildred frá
greiningunni. Mildred
sagði henni að koma
strax en hún sagðist ekki
eiga mikla peninga og
varla nóg fyrir meðferð.
„Komdu samt,“ svaraði
Mildred, „við finnum út
með borgun seinna.“ Það
er skemmst frá því að
segja að hún náði algjör-
um bata og nú eru 33 ár síðan og hún
lifir enn góðu lífi.
Ég verð að segja að ég efast um að
meðferð á Landspítalanum hefði skil-
að slíkum árangri. Það eru því vissu-
lega aðrir möguleikar í krabbameins-
lækningum en því miður virðist sem
margir læknar og heilbrigðiskerfið
vilji ekki skoða þessi mál og opna á val
sjúklinga um annars konar meðferð en
skurðaðgerð, geisla- eða lyfjameðferð.
Ég hef ekkert á móti því að þessar
meðferðir séu í boði fyrir þá sem það
kjósa, en fyrir aðra þarf að vera í boði
annar kostur og þann kost ætti ríkið
að niðurgreiða eins og aðrar krabba-
meinsmeðferðir. Kostnaður af slíkum
meðferðum er yfirleitt mun lægri og
jafnvel bara brot af kostnaði við þær
meðferðir sem ríkið borgar nú, þannig
að það er bæði von um mikinn sparnað
og oft á tíðum meiri líkur á bata.
Það er mikill ábyrgðarhluti að loka
augunum fyrir þessu og stinga höfðinu
í sandinn og segja að það séu ekki aðr-
ir raunhæfir kostir í boði. Samt er auð-
vitað rétt að hafa varann á því margir
varasamir aðilar eru að bjóða dýrar og
oft vita gagnslausar meðferðir. En um
aðrar óhefðbundnar stofur þarf ekki
að efast eins og t.d. Bio Medical Clinic
sem sannarlega hefur náð góðum ár-
angri.
En óhefðbundnar meðferðir eiga
ekki bara við um krabbamein, þær
hafa virkað mjög vel við fjölmörgum
heilsuvandamálum. Leonard Melh-
mauer er náttúrulæknir, systir hans
er lyflæknir. Móðir þeirra leitaði alltaf
til dóttur sinnar ef eitthvað plagaði
hana í heilsunni af því að hún var al-
vörulæknir en sonurinn „bara“ nátt-
úrulæknir, þannig gekk þetta árum
og áratugum saman en dag einn kom
hún til sonarins og sagði: „Sonur, þú
verður að hjálpa mér, lyfin frá dóttur
minni duga ekki lengur.“ Eftir að
móðirin hafði fylgt ráðleggingum
sonarins um mataræði o.fl. varð
heilsan aftur mun betri.
Dr. Mehlmauer tók á móti fjölda
manns á heilsustofu sinni og notaði
augnlestur, litu- og hvítulestur til að
meta ástand fólks líkamlega og að
nokkru leyti andlega. Hann gaf síðan
nánast öllum sama heilsuráðið; að
fara á lifandi grænt fæði í einhvern
tíma, gjarnan í einn til þrjá mánuði,
og síðan halda sig við hollt fæði til
frambúðar þótt þar mætti líka vera
fiskur og létt kjötmeti í hófi.
Ég var á sínum tíma nemandi
Mehlmauers og hann sagði okkur
dæmi um sjúkling sem kom til hans
studd af tveimur mönnum, það var
kona sem var um það bil þrisvar
sinnum þyngri en æskilegt var.
Hann bauð henni sæti en hún af-
þakkaði og sagðist þá ekki geta stað-
ið upp aftur. Hún bað hann bara að
segja sér hvað hægt væri að gera til
að laga heilsuna. Hann sagði henni
að það væri bara um eitt að ræða og
það væri að fara á lifandi grænt fæði
um nokkurn tíma. Tveimur mán-
uðum síðar kom konan til hans aftur
og settist þá niður og stóð auðveld-
lega upp aftur. Þetta sýnir vel mikil-
vægi mataræðis.
Þeim sem vilja frekari upplýsingar
er velkomið að skrifa mér á heilsu-
lindheidars@simnet.is.
Hefðbundið heilbrigðiskerfi
og aðrir möguleikar
Eftir Heiðar
Ragnarsson » Það eru því vissulega
aðrir möguleikar í
krabbameinslækningum
en því miður virðist sem
margir læknar og heil-
brigðiskerfið vilji ekki
skoða þessi mál og opna
á val sjúklinga.
Heiðar Ragnarsson
Höfundur er matreiðslumeistari, en
stundar líka náttúrulegar heilsuráð-
leggingar, nudd, svæðanudd, augn-
lestur og dáleiðslu.
Banting og Best
tókst árið 1921 að ein-
angra insúlín í fyrsta
skipti og í framhaldi
af því þróa aðferð til
að framleiða það til
meðferðar á mönnum.
Fram til þess hafði
það að greinast með
sykursýki verið
dauðadómur.
Fjórtándi nóvember
er fæðingardagur Bantings og er
dagurinn í dag alþjóðadagur syk-
ursýki og baráttunnar við að finna
lækningu á henni.
Sykursýki er í dag gjarnan
skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru
nokkrar aðrar tegundir af syk-
ursýki en týpa 2 er algengust um
allan heim. Einkenni allra teg-
unda sykursýki er hækkun á blóð-
sykursgildum ef meðferð er ekki
hafin, orsakir ólíkar eftir týpum
og jafnvel óþekktar enn þann dag
í dag.
Mikið vatn er runnið til sjávar
síðan þeir Banting og Best hófu
sínar rannsóknir og í dag er hægt
að lifa fullkomlega eðlilegu lífi
með þennan lífsförunaut. Nýjustu
hjálpartækin sem í boði eru halda
blóðsykursgildum að einhverju
leyti sjálfvirkt innan réttra gilda,
en vissulega er á bak við góða
blóðsykursstjórnun fjöldi ákvarð-
ana sem einstaklingurinn þarf
sjálfur að taka dag hvern.
Í dag er á Íslandi ekki tryggt
aðgengi að besta búnaðinum sem
völ er á, og í því samhengi er rétt
að benda á að það sem hentar ein-
um passar öðrum mögulega alls
ekki. Hér á landi eru í dag tvær
leiðir til að meðhöndla sykursýki
af týpu 1. Það er meðferð með
stungupenna annars vegar og in-
súlíndælu hins vegar. Allir þurfa
að mæla blóðsykursgildi með
blóðdropa og/eða með blóðsykurs-
sírita. Þó svo að bið eftir insúlín-
dælu hafi styst mikið á síðast-
liðnum fimm árum (sem er sá tími
sem undirritaður hefur tilheyrt
þessum heimi) er enn í dag ein-
ungis boðið upp á eina tegund in-
súlíndælu og einn blóðsykurs-
nema. Að einhverju leyti skýrist
þetta af smæð Íslands sem mark-
aðssvæðis og nennu framleiðand-
ans til að sinna svo litlum kúnna-
hópi, en einnig ákvörðunum
Sjúkratrygginga Íslands.
Þetta er sorgleg staðreynd að
lifa við og margir einstaklingar
með sykursýki af týpu 1 hafa farið
þá leið að sækja sér hjálpartæki
eftir krókaleiðum án þess að þátt-
taka Sjúkratrygginga við kostnað
sé tryggð. Á þetta sérstaklega við
um eina vinsæla gerð sykurnema
(sírita) sem framleidd er hjá fyrir-
tækinu Abbot.
Abbot dreifir sínum vörum og
leyfum í gegnum dótturfélag sem
hefur aðsetur á Bermúda, en sam-
kvæmt heimildum Wikipedia er
enginn starfsmaður með aðsetur
þar. Þrátt fyrir að varan þeirra sé
góð gerir undirritaður ráð fyrir að
hér sé komist hjá gríðarlegum
skattgreiðslum. Sjúkdómur eins
og sykursýki (bæði 1 og 2) er
nefnilega risavaxinn viðskipta-
markaður. Þó svo að lækning við
sykursýki láti bíða
eftir sér og seina-
gangur þar á sé
mögulega viðskipta-
legs eðlis eru tækni-
framfarir hraðar hvað
varðar meðferð og
umönnun.
Nú á dögunum
heyrðum við í fjöl-
miðlum af ungri
stúlku sem var mein-
að áframhaldandi
nám í lögreglufræð-
um eftir læknis-
skoðun, en það kom á daginn að
lyfjameðferð, hvort sem það er in-
súlín eða annað, er útilokandi
þáttur. Ekki er langt síðan Kast-
ljós fjallaði um íslenska flugmenn
sem misstu réttindi sín eftir að
greinast með sykursýki. Skipti hér
engu hvernig þessir einstaklingar
stóðu sig í blóðsykursstjórnun.
Þó svo að velflestir einstakling-
ar með t1 líti á sig sem heilbrigða
einstaklinga og sykursýki sem
ástand en ekki sjúkdóm fellur
sjúkdómurinn undir lög um fötlun.
Í ljósi nýlegs dóms Hæstaréttar
um að ólöglegt sé að mismuna á
grundvelli fötlunar velti ég fyrir
mér skyldum yfirvalda til að setja
sig inn í mál sem ég nefni hér á
undan og taka ákvarðanir á
grundvelli heilsufars en ekki
greiningar. Nú eru þessar tak-
markanir ekki eins afgerandi í
BNA, Kanada og Ástralíu svo
dæmi séu tekin. Maður veltir fyrir
sér af hverju þetta gangi þar í
landi. Hvað er öðruvísi þar? Því
get ég ekki svarað að svo stöddu.
Þetta eru langt frá því einu
störfin sem fólki með sykursýki 1
og 2 er meinað að sinna um leið og
insúlínmeðferð hefst. Þessar tak-
markanir byggjast að miklu leyti á
mjög gömlum reglugerðum, sér í
lagi ef tekið er inn í reikninginn
hvað tækniframfarir hafa verið
miklar. Á tímum þar sem umræða
um innlimun (inclusion) er hávær
finnst mér það vera skylda okkar
að taka þessi mál til endurskoðun-
ar og gera það á faglegum grund-
velli en ekki með illa upplýstum
upphrópunum um að svona sé
þetta líka í Danmörku og hafi ver-
ið svona og svona lengi.
Það er einlæg von mín að rann-
sóknir á sykursýki stóraukist á
næstu árum og við förum að sjá
einhverjar blikur á lofti um að
raunveruleg lækning sé í sjónmáli.
Nú styttist í 100 ára afmæli insúl-
ínmeðferðar. Það væri vel við hæfi
að gefa henni lækningu við sykur-
sýki í afmælisgjöf og þakkir fyrir
vel unnin störf!
Eftir Leif
Gunnarsson
» 14. nóvember er al-
þjóðadagur syk-
ursýki og var dagurinn
tileinkaður réttindabar-
áttu fólks með syk-
ursýki og vitundarvakn-
ingu henni tengdri.
Leifur Gunnarsson
Höfundur er tónlistarmaður,
foreldri barns með sykursýki 1 og
formaður Dropans – styrktarfélags
barna með sykursýki.
leifurgunnarsson@gmail.com
Vangaveltur
formanns
Mér líst illa á hugmynd forsætisráðherra og formanns VG að lífeyris-
sjóðirnir kaupi græn skuldabréf af ríkinu. Þótt VG kenni sig við græna
litinn er alltaf stutt í ástina á rauða litnum. Ef þessi hugmynd næði
fram að ganga væru fjárfestingarkostir lífeyrissjóðanna skertir og þar
með frelsi þeirra. Munum ávallt að frelsið er dýrmætara en allar hallir
heimsins.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Græn skuldabréf