Morgunblaðið - 19.11.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
„FLJÓT, SJÁÐU! ÞAÐ ER EINHVER GAUR AÐ
BERA SJÓNVARPIÐ OKKAR ÚT ÚR HÚSINU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að prófa
glútenlausar, vegan-,
grænmetis- og alls
konar máltíðir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG EFAST STÓRLEGA UM AÐ
GRETTIR SÉ MEÐ EITTHVERT
LEYNIMAKK GEGN ÞÉR
Æ,
GOTT
ÞAÐ GLEÐUR
MIG AÐ
HEYRA ÞAÐ
NEMA AÐ ÉG
HAFI SAGT
HENNI AÐ
SEGJA ÞÉR ÞAÐ
HELLTU Í STAUP FYRIR MIG
ÞVÍ STERKASTA SEM ÞÚ ÁTT!
BÆKUR
VÆNTANLEGAR!
FYLGIR FRÍ ÁFYLLING
MEÐ?
NEI …
ÞAÐ FYLGIR ÞESSU VINUR SEM
TEKUR AF ÞÉR FALLIÐ!
Fyrsta skútan hét Hafgolan, við
stækkuðum síðan við okkur og
keyptum Evu. Við hættum sigl-
ingum og seldum fyrir u.þ.b. 10 ár-
um. Skútusiglingar krefjast mikillar
orku og maður verður að vera viss
um að ráða við allt það sem sigl-
ingar á seglskútu krefjast. Með okk-
ur sigldu okkar kærustu vinir og
þetta voru ógleymanleg og ómetan-
leg ár.
Við eigum afar góða vinahópa,
„gönguhóp“ sem samanstendur af
fernum hjónum úr Skátafélaginu
Kópum, við höfum hist vikulega í yf-
ir 25 ár, gengið um bæinn og ná-
grenni og notið samvista yfir góðum
veitingum í lokin. Einnig eigum við
annan mjög góðan vinahóp, líka fern
hjón, sem kynnst hafa í gegnum
Söngskólann í Reykjavík, við höfum
haldið hópinn og ferðast víða saman,
bæði hér heima og erlendis.
Fjölskylda
Eiginkona Haraldar er Ásrún
Davíðsdóttir, f. 24.11. 1946,
aðstoðarskólastjóri Söngskólans í
Reykjavík. Foreldrar hennar eru
hjónin Guðbjörg Kristjánsdóttir
húsmóðir, f. 7.11. 1918, d. 30.11.
1972, og Davíð Áskelsson, kennari
og skáld, f.,10.4. 1919, d. 14.7. 1979.
Systkini Haraldar eru Finnur Þór
Friðriksson, f. 7.6. 1951, maki Jó-
hanna Björnsdóttir og Dröfn Huld
Friðriksdóttir, f. 29.2. 1960, sam-
býlismaður Magnús Sigurðsson.
Foreldrar Haraldar eru Steina Mar-
grét Finnsdóttir, húsmóðir frá Upp-
sölum í Vestmannaeyjum, f. 10.6.
1926, d. 18.11. 2017, og Friðrik Har-
aldsson bakarameistari frá Sandi í
Vestmannaeyjum, f. 9.8. 1922, d.
21.3. 2014. Þau voru lengst af búsett
í Kópavogi.
Haraldur
Friðriksson
Margrét Albertsdóttir
húsfreyja í Viðvík og á Bakkafi rði, f. á Eiði á Langanesi
Einar Jóhannesson
bóndi í Viðvík og á Bakkafi rði,
f. á Leirlæk í Þistilfi rði
Þórunn Soffía Einarsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Steina Margrét Finnsdóttir
húsfreyja og verslunarkona í
Vestmannaeyjum og Kópavogi
Finnur Jósef Sigmundsson
verktaki í Vestmannaeyjum
Ragnheiður Sveinsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum,
f. í Háagerði í Eyjum
Sigmundur Finnsson
fi skmatsmaður í Vestmannaeyjum, f. í Álftagróf í Mýrdal
Ása Haraldsdóttir verslunarkona
Sigmundur Finnsson útgerðarmaður í Ástralíu
Haraldur Haraldsson vélsmiður
Kristján Einarsson meðhjálpari í Langholtskirkju
Flosi Finnsson skipasmiður í Vestmannaeyjum
Rúrik Haraldsson leikari
Valgerður Oddsdóttir
húsfreyja á Búðarhóli í Landeyjum, f.
á Rauðafelli undir Eyjafjöllum
Einar Nikulásson
bóndi á Krossi og
Búðarhóli í Landeyjum,
f. í Litlu-Hildisey
Guðný Kristjana Einarsdóttir
húsfreyja í Rvík og Vestmannaeyjum
Fjóla Guðbjörg
Haraldsdóttir
fulltrúi í Rvík
Óttar
Guðmundsson
geðlæknir
Haraldur Sigurðsson
trésmiður í Reykjavík og Vestmannaeyjum
Guðbjörg Sigurðardóttir
ljósmóðir, f. á
Barkarstöðum í Fljótshlíð
Sigurður Ólafsson
bóndi og trésmiður í Butru í Fljótshlíð, f. í Tjarnarkoti í Landeyjum
Úr frændgarði Haraldar Friðrikssonar
Friðrik Haraldsson
bakarameistari í Vestmannaeyjum og Kópavogi
Sigrún Haraldsdóttir yrkir áLeir:
Jens virtist léttur í lundu
er lallaði hjá fyrir stundu.
Hann kímdi á ská
komandi frá
þéttholda mömmu hennar Mundu.
Ólafur Stefánsson hélt áfram:
Hann sást fyrir sirkabát stundu,
er Sigrún leit út yfir grundu.
Með fullnægjubros,
en á fötunum los,
og lækar víst mömmu’ennar Mundu.
Sigrún svaraði og kvað: „Nei, nei,
þú misskilur þetta, Ólafur minn!“:
Jens hann var kampakátur
og kjagað líkt og bátur.
Hamingjan beið,
hann var á leið
heim til að gera slátur.
Sigurlín Hermannsdóttir bland-
aði sér í málið:
Þótt slappur og sloj væri Jens
slátri hjá mömmu gaf séns.
Einn vandi er hjá honum;
er kemur að konum
er auminginn öldungis lens.
Páll Imsland heilsaði leirliði í
haustrosanum: „Gleymið þið ekki
garminum honum Katli. Ógöngur
Jens eru vissulega alltaf að skjóta
upp kolli, en ekki á Jón bróðir hans
betra:
Jón bróðir Jens fyrir stundu,
jafngamall fyrrnefndri Mundu,
var skotinn í Dóru
hinni skelfingarstóru,
en foreldrar að þessu fundu.
Sigmundur Benediktsson kveður
sér hljóðs og heilsar eftir þriggja
vikna hlé: „Á heimleið úr Eyjafirði í
gær, 14. nóv. var sól, heiðríkt og
vægt frost sem jók á rakamyndun
með hélu og gaf einnig gott and-
rými í bjartviðrinu.
Létt og fjörug öndin ör
óðs í för um geiminn
svífur snör við kvæðakjör
kanna gjörir heiminn.
Heklar sólin hélukjól
hikar njólan svarta
glitrar sól á grund og hól
græðisbólin skarta.
Sigurður Breiðfjörð yrkir til
Skáld-Rósu:
Einatt glæðist vonin veik
viskuleynum mínum.
Skýl mér flæðarelda eik
undir greinum þínum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Jens og mömmu
hennar Mundu
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla