Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Óvenjulegar veðurfarslegar að-
stæður voru ríkjandi í Ölfusinu,
austan við Hveragerði, á sunnu-
dagsmorgun þegar þokuteppi lagð-
ist yfir svæðið allt frá Varmá að
Ingólfsfjalli. Á láglendi var skyggn-
ið ekki nema tvær til þrjár veg-
stikur. En hvað olli?
„Þetta er nokkuð sérstakt,“ segir
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur „Á þessum slóðum renna
víða ár og lækir fram til sjávar,
meðal annars Ölfusáin. Votlendi er
þarna einnig á flatlendinu. Jörð var
ekki frosin nema kannski að hluta.
Vatn gufar upp og þéttist köldu
lofti. Forsenda er líka stafalogn
sem var einmitt um þetta leyti og úr
varð þessi tilkomumikla hrím-
þoka.“
Á móts við bæinn Ingólfshvol var
eftirtektarvert að sjá kirkjuna á
Kotströnd, sem rétt djarfaði fyrir í
þéttum flókanum. „Svona þoku sér
maður ekki oft á Suðurlandi,“ segir
Einar Sveinbjörnsson um þetta
fyrirbæri. sbs@mbl.is
Óvenjulega viðraði í Ölfusinu og Kotstrandakirkja fór nánast í felur
Þokuteppið
lagðist yfir
láglendið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ekki náðist samkomulag um að
stöðva karfaveiðar á Reykjanes-
hrygg og banna þessar veiðar 2020
og 2021 eins og Íslendingar lögðu
til á ársfundi Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) í
London í síðustu viku. Tillagan var
í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóða-
hafrannsóknaráðinu (ICES) um að
engar veiðar skyldu stundaðar sök-
um alvarlegs ástands stofnanna, en
slík ráðgjöf hefur verið gefin út af
ICES síðan 2016.
Ekki náðist samkomulag um að
stöðva veiðarnar og veldur því
helst andstaða Rússa sem ekki við-
urkenna mat ICES á stöðu þessara
karfastofna, að því er fram kemur í
frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Mikil vonbrigði
Evrópusambandið (ESB) og
Danmörk (vegna Færeyja og
Grænlands) lögðu fram tillögu um
að heimila 5.500 tonna veiðar úr
neðri karfastofninum á Reykjanes-
hrygg árið 2020. Báðum tillögunum
var hafnað í atkvæðagreiðslu. Ís-
land greiddi atkvæði gegn þeirri
tillögu sem gengur gegn ráðgjöf
ICES.
Í ljósi þessarar stöðu þurfa ríki
sem ætla að heimila veiðar að setja
sér einhliða kvóta fyrir árið 2020.
„Niðurstaðan er mikil vonbrigði
fyrir Ísland og hvatti sendinefnd
Íslands aðildarríki NEAFC til að
setja ekki einhliða veiðiheimildir.
Rússar voru andsnúnir báðum til-
lögunum varðandi karfa á Reykja-
neshrygg og ljóst var að þeir
myndu setja sér einhliða kvóta
langt umfram 5.500 tonn, óháð því
hvaða stjórnun hefði verið sam-
þykkt,“ segir í frétt ráðuneytisins.
Ekki liggur fyrir samkomulag
strandríkja varðandi veiðar úr
deilistofnunum síld, kolmunna og
makríl. Því var ekkert samþykkt á
fundinum annað en að ríkin skyldu
setja sér takmarkanir og öðrum en
aðildarríkjum væri óheimilt að
veiða á stjórnunarsvæði NEAFC.
Auk þessa voru samþykktar
stjórnunarráðstafanir fyrir úthafið
varðandi langhala, ýsu á Rockall-
banka, ýmsa háfa og brjóskfiska og
nokkra aðra fiskistofna. aij@mbl.is
Ekkert samið um karfann
Morgunblaðið/Ómar
Karfi Ástand karfastofna á Reykjaneshrygg er talið alvarlegt.
Engar stjórnunaraðgerðir voru samþykktar á fundi NEAFC í London
Bolvíkingar virðast almennt vera
andsnúnir sameiningu við önnur
sveitarfélög og þá sérstaklega ef
ræða á sameiningu við Ísafjarðar-
bæ. Þetta er meðal þess sem fram
kemur í niðurstöðum íbúakönnun-
ar sem MMR gerði að beiðni Bol-
ungarvíkurkaupstaðar 23. og 24.
október.
Þegar spurt var um hversu já-
kvætt eða neikvætt fólk væri
gagnvart mögulegri sameiningu
Bolungarvíkur við annað sveitar-
félag voru 82% mjög eða frekar
neikvæð gagnvart sameiningu við
annað sveitarfélag. Einnig var
spurt hvað fólki þætti líklegt að
það myndi kjósa ef kosið yrði í dag
um sameiningu Bolungarvíkur við
Ísafjarðarbæ og sögðust 93%
myndu hafna slíkri sameiningu.
87% voru mjög eða frekar já-
kvæð gagnvart laxeldi í sjó í Djúp-
inu en 5% mjög eða frekar nei-
kvæð. 61% var mjög eða frekar
jákvætt gagnvart útsýnispalli á
Bolafjalli, en nýlega voru opnuð
tilboð í verkefnið. Þá vildi 61%
annan hámarkshraða en 50 km/
klst. á umferðargötum í Bolung-
arvík.
Lagðar voru fimm spurningar
fyrir 235 Bolvíkinga 18 ára og
eldri sem valdir voru handahófs-
kennt úr þjóðskrá, sem er 25%
íbúa, og svarhlutfall var 68%.
Bolvíkingar vilja
ekki sameiningu
Almennt jákvæðir gagnvart fiskeldi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dagskrá:
Staða og starfsemi Gildis
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis
Samspil ellilífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
Nýtt fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs
Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur Gildis
Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi
Vakin er athygli á að efni fundarins verður þýtt jafnóðum
á ensku og texta varpað á skjá
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.00
Gildi–lífeyrissjóður
Sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Þorsteinn Már
Baldvinsson hef-
ur óskað eftir
því að fara í
„ótímabundið
leyfi“ frá störf-
um sínum sem
stjórnarformað-
ur Síldarvinnsl-
unnar. Ingi Jó-
hann
Guðmundsson
tekur við stjórnarformennsku í
fyrirtækinu í stað Þorsteins Más
og Halldór Jónsson kemur nýr inn
í stjórnina. Samherji er stærsti
eigandi Síldarvinnslunnar og á
þar um það bil 45% hlut.
Ákvörðun þessi kemur í kjölfar
umfjöllunar um viðskipti Samherja
í Namibíu í sjónvarpsþættinum
Kveik á RÚV og í Stundinni.
Þorsteinn hefur sem kunnugt er
stigið til hliðar sem forstjóri Sam-
herja. Í gær var einnig greint frá
því í færeyskum fjölmiðlum að
hann hefði sagt sig úr stjórn út-
gerðarfélagins Framherja í Fær-
eyjum, þar sem hann var stjórn-
arformaður.
Þorsteinn Már í leyfi
hjá Síldarvinnslunni
Þorsteinn Már
Baldvinsson