Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Crohn’s og Colitis Ulcerosa-samtökin (CCU-samtökin) voru stofnuð 1995 og eru hagsmunasamtök ein- staklinga með Crohn’s- sjúkdóm (svæðis- garnabólga) og Colitis Ulcerosa (sáraris- tilbólga) en þeir eru langvarandi bólgu- sjúkdómar í melting- arvegi. Helstu markmið samtakanna eru að styðja við nýgreinda einstak- linga, stuðla að útgáfu fræðsluefnis og auka almenna þekkingu á hvað sam- tökin standa fyrir og hvað sjúkdóm- arnir geta haft mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga sem með þá greinast. Þó að skilning- ur manna sé sífellt að aukast á mikilvægi heil- brigðrar þarmaflóru og áhrifum hennar á líf og heilsu fólks er ekki enn vitað hvað veldur því að fólk veikist og helstu meðferðir í dag miðast við að halda sjúkdóms- einkennum niðri með lyfjagjöfum og skurðað- gerðum. Eitt af mörgum einkennum sjúkdóm- anna sem sumir glíma við er bráð og stundun fyrirvaralaus þörf á að nota salerni. Að hafa aðgang að salerni er ein af þeim grunnþörfum sem talin er til nauðsynja í nútímasamfélagi og hægt að fullyrða að flestir vilji hafa þau hrein og aðlaðandi þegar nýta þarf aðstöðuna. En eins og allir vita eru almenningssalerni mjög mismun- andi og oft á tíðum hvorugt af þessu þegar nauðsyn krefur ef þau eru yfir höfuð til staðar. Fyrir stuttu átti að bjóða út skipti á sex hefðbundnum al- menningssalernum í Reykjavík fyrir sjálfhreinsandi salerni og fagnaði stjórn CCU-samtakanna því innilega. Það er löngu kominn tími á að bæta aðstöðuna í þessum málum en rétt fyrir opnun tilboða var útboðið því miður dregið til baka. Ekki síður mik- ilvægt verkefni fyrir Reykjavík- urborg og sveitarfélög um land allt, væri að fjölga almenningssalernum og/eða gera þjónustusamning við að- ila sem reka salerni og opna þar með á aðgang fyrir almenna vegfarendur. Góðar merkingar á staðsetningu eru nauðsynlegar og aðgengi þarf að vera fyrir alla. Afar mikilvægt er fyrir okk- ar félagsmenn að hafa greiðan aðgang að salernum í neyðartilvikum og sjálf- hreinsandi salerni eru mjög góður kostur. En góður aðgangur skiptir ekki bara máli fyrir þennan eina hóp einstaklinga, hann skiptir máli fyrir alla; stómaþega, ónæmisbælda ein- staklinga, sjúka, heilbrigða, aldraða, foreldra og börn. Hver vill ekki hafa góðan aðgang að hreinu og vel lykt- andi almenningssalerni? Biðtími á milli salernisferða getur einnig skipt máli, þ.e. hve langan tíma tekur að hreinsa salernið milli notenda. Best er að hafa hann sem stystan, held að allir geti verið sammála um það, hvort sem sjúkdómar séu fyrir hendi eða ekki. Ferðamannastraumur eykst sífellt og góð almenningssalerni fyrir alla um allt land eru nauðsynleg uppbygging á grunnþjónustu sem þarf að veita í nútímasamfélagi. Sjálfhreinsandi og aðlaðandi al- menningssalerni um allt Ísland eru þjóðþrifamál! Eftir Eddu Svavarsdóttur Edda Svavarsdóttir » Alþjóðlegi salernis- dagurinn er 19. nóv- ember. Góð almennings- salerni fyrir alla um allt land eru nauðsynleg uppbygging á grunnþjónustu. Höfundur er formaður CCU- samtakanna. es@verkis.is Hrein og ilmandi almenningssalerni fyrir alla Hvalfjarðargöngin, sem bíleigendur borg- uðu með veggjöldum og ríkið lagði svo undir sig án þess að borga hinum raunverulegu eigendum krónu fyrir, eru nú orð- in einn varasamasti kafli vegakerfisins, að minnsta kosti hér á Suður- og Suðvestur- landi. Þarna er ekkert eftirlit lengur og menn æða áfram og stunda glannalegan framúrakstur á þeim hraða sem hverjum og einum finnst sér henta. Þarna eru að vísu myndavélar á ákveðnum stöðum sem klókir ökumenn hafa lært inn á og fara stundum yfir á mótakreinina til að forðast geislann. Þótt svindlarar séu klókir eru mynda- vélar ekki gagnslausar því þær ýta við þeim heiðarlegu sem misstíga sig á bremsum og inn- gjöf og safna því aurum í hálftóman ríkiskass- ann. Hann er það að minnsta kosti alltaf þeg- ar hækka þarf ellilífeyri. Eitt atriði er þó nauð- synlegt að skoða í sam- bandi við myndavélarn- ar, það er að geislinn frá myndavélinni fari ekki beint í augun á ökumanni, það getur valdið slysi því geislinn er það sterkur að bílstjórinn verður steinblindur í nokkrar sekúndur og á meðan æðir bíllinn áfram með blindan bílstjóra. Snögg hemlun getur einnig valdið ákeyrslu. Þetta atriði ætti að vera auðvelt að laga. Þarna er ég að tala sérstaklega um myndavélina í norð- anverðum göngunum í brattasta kafl- anum þegar ekið er í suðurátt. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að betri leið hefði verið að byggja brú yfir Hvalfjörð en göng svona djúpt undir fjörðinn. Það virð- ist ekki vera vandamál erlendis að byggja brú yfir sjó. Mengunin er einnig afar mikil eins og bent hefur verið á. Borgarstjórinn vill ólmur fjölga mikið þessum mengunar- svæðum í borginni. Samgönguráðherra virðist telja sig vera með átak í því að fjármagna hundraða milljarða vegafram- kvæmdir og jarðgöng á þjóðvegakerf- inu með veggjöldum. Ég hef að vísu skrifað um veggjöld áður en tel fulla ástæðu til að gera það aftur. Veggjöld eru greidd af útborguðum fram- færslulaunum. Framfærslulaun eru séreign þess sem launin fær útborg- uð, þess vegna hefur ráðherra enga heimild til að ákveða að ákveðinn hóp- ur greiði milljarða til vegafram- kvæmda með veggjöldum. Þar að auki er þjóðvegurinn þjóðareign. Þetta skerðir ekki bara framfærslu- laun launþega heldur er ekki síður verulegur gjaldaliður fyrirtækja. Þjóðvegurinn er eign þjóðarinnar og á að vera fjármagnaður í gegnum skattkerfið en ekki launaumslag ein- staklinga. Þess vegna er veggjaldið óheiðarlegur skattur framhjá skatt- kerfinu til að fela ofursköttun. Þar sem þessi skattur hefur einnig áhrif á fyrirtækin munu þau hækka vöruverð vegna þessa álags. Þarna kemur því fram mismunur á greiðendum því launþegar fá ekki neinn viðbótarlíf- eyri út á þennan vegaskatt en fá í staðinn skatt fyrirtækjanna í vöru- verði. Skatturinn mun heldur ekki vera gildur í kjarasamningi þegar hann er greiddur með þessum hætti. Einnig er rétt að benda á að þarna er verið að sérskatta ákveðinn hóp þjóð- félagsins með ofursköttun. Öryrkjar munu kvarta og hafa hátt, en forysta ellilífeyrisþega hefur hljótt um sig eins og vanalega. Þeir dorma bara. Þingmenn sem eru fylgjandi þessari sérsköttun eru ekki að gæta hagsmuna allra í þjóðfélaginu eins og þeir eiga að gera. Eiga ekki allir þjóðveginn? Eftir Guðvarð Jónsson » Þjóðvegurinn er eign þjóðarinnar og á að vera fjármagnaður í gegnum skattkerfið en ekki launaumslag ein- staklinga. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Öll erum við lífrænt ræktuð og flest eigum við það sameiginlegt að vilja njóta ávaxta sköp- unarinnar. Sólarinnar, tunglsins, stjarnanna, regnbogans, norður- ljósanna, gróðursins, fjallanna, sjávarins, náttúrunnar, umhverf- isins, hreins lofts og hvers annars. Og eins þráum við flest að fá að njóta ávaxta lífsins anda sem eru: Kærleikur og ást, friður og frelsi, gleði og góðvild, gæska og gjafmildi, langlyndi og trúmennska, hóg- værð, áreiðanleiki, skilningur og æðruleysi. Að á okkur sé hlustað og mið tekið af þörfum okkar. Gleymum ekki kjarnanum En allt of oft virðist það gerast að okkur hætti til að gleyma kjarnanum. Við viljum vel en virðumst einhvern veginn halda að þetta sé bara sjálfsagt og liggi bara einhvern veginn í loftinu og komi sjálkrafa til okkar án fyrir- hafnar og án þess að við leggjum eitthvað af mörkum sjálf. Ég hallast nefnilega að því að með því að gleyma kjarnanum eða hrein- lega henda honum þá þynnist ávext- irnir. Kærleikurinn tekur að skilyrð- ast og tekur að spyrja um þröngar þarfir sérhagsmuna út frá eigingirni. Friðurinn frýs og frelsið fyrnist. Gleðin fölnar og glatast. Góðvildin umhverfist, langlyndið styttist og hógværðin verður að hroka. Ég held að svo ávextirnir þynnist ekki og fjari ekki smám saman út þurfum við að neyta kjarnans. Taka mið af uppsprettunni og taka aftur að spyrja um gömlu göturnar og til- ganginn með þessu öllu saman án þess að hverfa til einhverrar fortíðar. Við þurfum að neyta kjarnans svo lífið og vistkerfið allt beri þann ávöxt sem því var ætlað að gera. Ávöxt sem varir svo við getum áfram notið og fegrað umhverfið og samskipti okkar með þeim. Þar sem við tökum mið af þörfum náttúrunnar og náungans og þar með okkar sjálfra svo við fáum lifað saman í sátt og samlyndi. Því þurfum við að huga að kjarnanum. Tilgangi lífsins. Við þurfum að standa vörð um okkur sjálf. Njótum lífsins og tilverunnar og ávaxta lífsins anda á því stutta ferða- lagi sem ævigangan er og gleymum ekki kjarnanum. Uppsprettunni. Lykillinn að lífinu Lykillinn að lífinu er ljósið sem forðum var blásið á en lifnaði aftur og logar nú blítt. Það lýsir okkur veginn. Er ljós leið okkar á. Lampi sem yljar og vermir. Hönd sem styður og leiðir, líknar og blessar. Faðmur sem gott er að hvíla í. Hjarta sem færir frið og lætur okk- ur sem þiggja viljum líða svo ljóm- andi vel. Þrátt fyrir alla skuggana og vonbrigðin. Og jafnvel þegar við virð- umst vera að því komin að tapa von- inni. Með einlægri kærleiks- og friðar- kveðju. – Lifi ljósið og lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Við þurfum að neyta kjarnans svo lífið og vistkerfið allt beri þann ávöxt sem því var ætlað. Annars frýs friðurinn, frelsið fyrnist og gleðin fölnar. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Útþynntir ávextir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.