Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Vatnsheldir
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Innbyggðir
broddar
í sóla
Verð 17.995
Stærðir 36 - 47
buxur
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Str. 36-52/54
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Það er álit embættis skipulagsfull-
trúa að staðsetning sameinaðs
Tækniskóla á Ártúnshöfða, einu
helsta þróunarsvæði borgarinnar,
myndi skapa feiknarlega spennandi
tækifæri fyrir heildarskipulag og
framtíðarþróun Reykjavíkur-
borgar.“ Þetta kemur fram í bréfi
skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember sl.,
sem lagt var fram til kynningar á síð-
asta fundi skipulags- og samgöngu-
ráðs Reykjavíkur.
Stjórn Tækniskólans ákvað haust-
ið 2018 að skoða þann möguleika að
byggt yrði nýtt skólahús á Reykja-
víkursvæðinu, sem hýsti alla starf-
semi skólans á einum stað. Skipuð
var byggingarnefnd sem ritaði
Reykjavíkurborg bréf um málið 10.
september 2018. Í bréfinu kom fram
að Tækniskólinn væri í dag starf-
ræktur í 10 aðskildum húsum á fjór-
um stöðum í Reykjavík og Hafnar-
firði. Starfsmenn skólans eru 250 og
nemendur um 2.500.
Stjórn skólans réð Eflu til að ann-
ast frumþarfagreiningu og gera
grófa kostnaðaráætlun nýbyggingar
og mat á núverandi húsnæði.
Skipulagsfulltrúinn telur í hinu
nýja bréfi það mjög jákvæða hug-
mynd að staðsetja Tækniskólann á
Ártúnshöfða. Sú staðsetning sé
heppilegri en Vatnsmýri, sem einnig
var talin koma til greina. Borgarlína
mun ganga í gegnum Ártúnshöfð-
ann, sem væri því heppileg staðsetn-
ing fyrir framhaldsskóla.
Embætti skipulagsfulltrúa fékk
ráðgjafa sem vinna að deiliskipulags-
tillögu Ártúnshöfða til að rýna
möguleika á lóð fyrir Tækniskólann.
Sú frumrýni leiddi í ljós að tækifæri
væru til staðar fyrir um 15.300 fer-
metra lóð innan marka rammaskipu-
lagsins sem gæti orðið nokkuð
stærri ef mörk rammaskipulags eru
endurskoðuð. Tillaga að deiliskipu-
lagi Ártúnshöfða gerir almennt ráð
fyrir meðalnýtingarhlutfalli um 2,0
og því væri hæglega hægt að gera
ráð fyrir um 30.000 fermetra bygg-
ingu fyrir Tækniskólann. Þar að auki
væri hægt að skoða uppbyggingu
námsmannaíbúða við skólann og
samnýtingu bílastæða í kjallara og/
eða bílastæðahúsi með aðliggjandi
byggingarreitum.
Stjórn Tækniskólans telur að með
stærra og betra húsnæði gæti nem-
endum fjölgað í allt að 5.000 og
starfsmönnum í rúmlega 300. For-
maður stjórnarinnar er Guðmundur
Kristjánsson útgerðarmaður,
kenndur við Brim. Hann er jafn-
framt formaður byggingarnefndar.
Verkefnastjóri nýbyggingar er Jón
B. Stefánsson, fyrrverandi skóla-
meistari Tækniskólans.
Landslag/Þráinn Hauksson
Ártúnshöfði Stefnt er að því að ýmis starfsemi tengd byggingariðnaði víki. Þá skapast tækifæri til uppbyggingar.
Flytur Tækniskólinn
á Ártúnshöfðann?
„Myndi skapa feiknarlega spennandi tækifæri fyrir borgina“
Flestir heimamenn í fjórum bæjar-
félögum á landsbyggðinni segjast já-
kvæðir í garð ferðamennsku og að
hún auki lífsgæði og lífskjör á þess-
um stöðum. Ferðaþjónustan hefur þó
einnig neikvæðar afleiðingar að mati
margra, s.s. átroðning, umferð-
arþunga og sóðaskap. Þetta er meðal
þess sem lesa má úr niðurstöðum ít-
arlegra kannana á viðhorfum heima-
manna til ferðamanna og ferðaþjón-
ustu í Reykjanesbæ, Stykkishólmi, á
Húsavík og Egilsstöðum, sem birtar
hafa verið í skýrslum á vef Ferða-
málastofu.
,,Einhugur var um efnahagslegt
mikilvægi atvinnugreinarinnar fyrir
samfélögin og að ferðaþjónusta hafi
bæði verið atvinnuskapandi og ýtt
undir fjölbreytni í atvinnulífi. Á öllum
stöðum hafði þjónustustig haldist
hátt að mati heimamanna. Á öllum
stöðunum kom fram að ferðaþjón-
usta hefði haft neikvæð áhrif á leigu-
markað,“ segir í umfjöllun um nið-
urstöðurnar.
Meðal jákvæðra þátta sem til-
teknir voru á Húsavík voru aukið
mannlíf, atvinnusköpun og fjölbreyti-
leiki vegna ferðaþjónustunnar. Þar
höfðu hvalaskoðunarfyrirtækin
margþætta þýðingu fyrir samfélagið
og voru íbúar á því að áhrifin væru
jafnvel enn meiri en menn gerðu sér
grein fyrir. ,,Í Stykkishólmi lögðu
menn áherslu á fjölbreyttara mannlíf
og aukna atvinnu enda var hrun í
hörpuskelfiskveiðum og afleiðingar
þess fólki ofarlega í huga,“ segir í
samantekt og fram kemur að í
Reykjanesbæ voru aukin atvinna, at-
vinnusköpun og auknar tekjur efst á
blaði.
Meðal neikvæðra þátta kemur m.a.
fram að í Stykkishólmi voru átroðn-
ingur, umferðarþungi og Airbnb nei-
kvæðustu þættirnir í huga íbúa. Í
Reykjanesbæ tengdust neikvæðustu
hliðarnar umferð, umferðarþunga og
skorti á tjaldstæði fyrir ferðamenn.
Einnig var vísað til mikillar umferðar
á Reykjanesbraut. Á Egilsstöðum
voru umferð, sóðaskapur og umferð-
armenning nefnd sem neikvæðustu
þættirnir og í „svörum Húsvíkinga
var vísað til aðstæðna þar sem þeir
voru jaðarsettir og komust ekki að
s.s. lengri biðtími í umferð og mat-
vöruverslun og húsnæðismál. Hús-
víkingar einblíndu jafnframt á skipu-
lagsmál í bænum þar sem stjórnvöld
voru gagnrýnd fyrir að standa ekki
undir væntingum heimamanna um
móttöku ferðamanna“.
Ferðamennskan
eykur lífsgæði
Umferð og umgengni neikvæðust
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hvalaskoðun á Húsavík Könnuð
voru viðhorf heimafólks til ferða-
mennsku í fjórum bæjarfélögum.
Böðvar Guðmundsson rithöfundur flytur fyrirlestur
um tilurð tveggja sagna, Híbýli vindanna og Lífsins tré
á næsta fræðslufundi Þjóðræknisfélags Íslendinga.
Bækurnar eru um íslenska Vesturfara og komu út
um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar. Böðvar fékk
Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Lífsins tré. Fyr-
irlesturinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís-
lands og hefst klukkan 16.30 fimmtudaginn 21. nóv-
ember næstkomandi. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Böðvar með fyrirlestur
Böðvar Guðmundsson
Sérfræðingur um tryggingar gegn
stafrænum árásum verður aðal-
ræðumaður á fundi sem vátrygg-
ingamiðlunin Consello stendur
fyrir á Grand hóteli á morgun,
miðvikudag, frá kl. 8.30 til 10.
Mikil umræða hefur verið
að undanförnu um stafræn-
ar árásir á íslensk fyrir-
tæki og stofnanir, svo-
nefnda netglæpi.
Lítið hefur hins
vegar komið
fram um mögu-
leika á að
tryggja sig
gegn þessari
vaxandi vá,
segir í tilkynningu
um fundinn.
Á fundinum mun Anthony Herr-
ing, yfirmaður stafrænna trygg-
inga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh
JLT í London, einni stærstu
tryggingamiðlun í heimi, tala
um þá möguleika sem bjóðast
fyrirtækjum og stofnunum
til að tryggja sig gegn
margvíslegum afleið-
ingum þess þegar
stafrænu varnirnar
bresta, eins og
það er orðað í
fréttatilkynn-
ingu um
fundinn. Að-
gangur er
ókeypis en
skráning er á con-
sello.is
Er hægt að tryggja
sig gegn netglæpum?
Blásið til morgunfundar á morgun
Netglæpir Stafrænar árásir á
tölvukerfi færast nú í vöxt.