Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 19.11.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í flóðinu sem olli miklum skemmdum í Feneyjum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku flæddi inn í íslenska sýn- ingarskálann sem er á eyjunni Giu- decca. Olli saltvatnið skemmdum á ljósum á gólfi sem eru hluti af hinni viðamiklu innsetningu Hrafnahildar Arnardóttur – Shoplifter sem hún kallar Chromo Sapiens. Þurfti að endurnýja ljósin og jafnframt þurrka salarkynnin og hluta verksins en það er úr litríku gervihári. Helga Björg Kerúlf, stjórnandi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar miðstöðvar (KÍM), segir að í flóðinu þessa umræddu nótt hafi verkið sjálft ekki skemmst heldur ljós sem lágu á gólfinu og lýsa það upp. „Það þurfti að hafa snör handtök, ný ljós voru sett inn nú um helgina og við opnum skálann aftur á morgun [í dag, þriðju- dag].“ Skálinn var því lokaður í fimm daga. Fram undan eru síðustu dagar Feneyjatvíæringsins, sem hefur stað- ið síðan í maí, en þá streymir ætíð fjöldi fólks að til að skoða sýning- arnar. Von er á listakonunni Hrafn- hildi, sem er búsett í New York, og segir Helga að hún verði á sýning- unni síðustu dagana, fram á sunnu- dag, ræði við gesti og verði með leið- sögn. Önnum kafin við að þurrka Helga segir það hafa komið í ljós á miðvikudagskvöldið var að tekið var að flæða upp á götur og torg Giu- decca, sem sé afar óvenjulegt. „Þá tókum við að undirbúa að mögulega gæti flætt inn í skálann, eins og gerð- ist,“ segir Helga. Fjórir starfsmenn annast yfirsetu og umsýslu skálans og hafa þeir síðan flæddi verið önnum kafnir við að hreinsa skálann og þurrka verkið. Helga segir að arkitekt búsettur í Feneyjum sem hafi unnið fyrir KÍM hafi tekið að sér að stýra verkinu. Þá hafi það flýtt fyrir endurbótunum að Michal Jurewicz, eiginmaður Hrafn- hildar, hafi verið staddur í Póllandi og hafi komið þaðan með ný ljós að setja upp í verkinu. Segir Helga aðstand- endur KÍM þakkláta fyrir þraut- seigju starfsmanna sinna og eins fyr- ir skjót viðbrögð Michal. Metaðsókn að skálanum Helga segir að metaðsókn hafi ver- ið í íslenska skálann í ár, en yfir 35 þúsund manns hafi séð verkið. Þegar mest var komu 643 á einum degi. „Þetta hefur gengið mjög vel og því borgaði sig að reyna að opna skálann aftur,“ segir hún. Framan af var sýningin opin sex daga vikunnar en Helga segir að eftir að í ljós kom að gestir mættu á stað- inn alla daga vikunnar og vildu skoða hafi verið ákveðið að auka þjónustuna og hafa opið alla daga. „Við höfum fengið mikil viðbrögð frá vonsviknu fólki sem hefur komið að skálanum síðustu daga og ekki getað séð verkið,“ segir Helga. „Margir hafa biðlað til okkar að opna aftur og hafa opið út næstu helgi, eins og alltaf stóð til.“ Helga segir að eftir flóðið hafi verið athugað hvort tryggingar bættu tjón- ið en svo reyndist ekki vera, þar sem um náttúruhamfarir var að ræða. „En sem betur fer skemmdust ljós- in bara og þau voru ekki stærsti kostnaðarliðurinn í verkinu,“ segir hún. Einkennisefni Hrafnhildar, hár- ið sem hún notar í verkið, er gervihár sem hægt er að þurrka. Helga segir að upplifun gesta af verkinu næstu daga verði þó mögulega eitthvað önn- ur en áður, þar sem nú muni þau ekki hvetja fólk til að leggjast á gólfið, „kúra og velta sér upp úr verkinu eins og það hefur notið að gera. Það er enn svolítið rakt en ekki skemmt,“ segir hún. Chromo Sapiens verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í janúar næstkomandi. Flóð ollu skemmdum á ís- lenska Feneyjaskálanum Morgunblaðið/Einar Falur Í verkinu Gestir hafa iðulega notið þess að láta fara vel um sig í verki Hrafnhildar, liggjandi á gólfinu. Gólfið er að líkindum rakt núna.  Hefur verið lok- aður í fimm daga en verður opnaður í dag Steinunn Önnudóttir myndlistar- kona tók í gær í Listasafni Íslands við styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Ei- ríksdóttur en styrkurinn nemur einni milljón króna. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega unga myndlistarmenn og er veitt úr honum á tveggja ára fresti. Steinunn er 19. listamaðurinn sem hlýtur styrk úr sjóðnum frá árinu 1995. Steinunn, sem er fædd árið 1984, nam bæði grafíska hönnun og myndlist við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Hún hef- ur tekið þátt í sýningum víða um lönd og jafnframt sett upp einka- sýningar, síðast í D-sal Listasafns Reykjavíkur. Þá rekur hún sýn- ingarýmið Harbinger við Freyju- götu. Steinunn segir afar ánægjulegt að veita þessum styrk viðtöku. Þá hafi hann komið á mjög góðum tíma fyrir sig. „Það er erfitt að vera listamaður á Íslandi og horfa fram á veginn því það er enginn hafsjór af tækifærum. Þá er gott að fá klapp á öxlina og hvatningu um að halda áfram,“ segir Stein- unn en framundan hjá henni er þátttaka í ýmsum samsýningum og vinna við leikmynd barnaleikrits. „Það er yljandi að finna svona tiltrú,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Íslands bárust 67 um- sóknir um styrkinn og „margar mjög góðar“. Verðlaunahafinn Matthías Matthíasson afhenti Steinunni styrkinn. Steinunn hlaut styrk Svavars og Ástu Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson »Útgáfu fimm nýrra verka í Pastel-ritröðinni var fagnað í Mengi á laugar- daginn var. Nú eru 19 rit komin út í röðinni, eftir ólíka rithöfunda og myndlistar- menn, en þau eru gefin út í 100 tölusettum eintökum. Höfundar nýju ritanna eru Áki Sebastian Frostason, Brynhildur Þórarinsdóttir, Haraldur Jónsson, Jónína Björg Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson. Margir kynntu sér fimm ný Pastelrit í Mengi Fjölbreytileg Áhugasamir gestir hlýddu á höfundana kynna rit sín og lesa upp. Í þeim nýju eru til að mynda örsögur, örleikrit og dagbókarbrot. Fjöllistamaður Magnús Þór Jónsson – Megas – var meðal gesta í Mengi, en hann var höfundur Pastel-rits númer fjögur. Höfundur Brynhildur Þórarins- dóttir las upp úr örleikritum. Morgunblaðið/Hari Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.