Morgunblaðið - 27.11.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Misty
Brjóstahaldararnir frá
Royce eru allir spanga-
lausir og með vasa.
Falleg og góð snið með
þægindi í fyrirrúmi.
Verð 7.850,-
Sótt er að íslenskum fjölmiðlum úrýmsum áttum og sumum óvænt-
um og ólíklegum. Í þessu efni er rík-
isfjölmiðillinn að vísu undanskilinn,
hann situr makindalega í skjóli
skattgreiðenda sem látnir eru dæla
inn í hann milljörðum króna á
hverju ári. Og eins og það sé ekki
nóg þá sýgur ríkismiðillinn einnig til
sín milljarða af auglýsingamarkaði.
En hið opinbera dælir ekki aðeinsskattfé í fjölmiðil ríkisins, það
sendir fé skattborgaranna einnig úr
landi til að halda uppi erlendum
samfélagsmiðlum, leitarvélum og
öðrum netrisum. Þeir sem ferðast
um netheima og falla í þá freistni að
fara inn á slíkar síður verða gjarnan
fyrir auglýsingum frá ríkisfyrir-
tækjum og ríkisstofnunum eða fyrir-
tækjum og stofnunum sveitarfélaga.
Flestir hafa lært að ýta hratt á„skip ad“ á einni af þessum síð-
um, en þeir fáu sem gleyma sér hafa
orðið fyrir því að sjá auglýsingu frá
dótturfélagi Orkuveitur Reykjavík-
ur.
Þar auglýsir borgarfyrirtækiðVeitur holræsakerfi borgar-
innar og helstu eiginleika þess og
æskileg samskipti borgaranna við
það.
Þetta er vitaskuld gríðarlegaáhugavert og að auki þýðing-
armikill þáttur í starfsemi hins op-
inbera, en hvernig ætli skatt-
greiðslum af þessum
huggulegheitum sé háttað? Og væri
ekki eðlilegra ef auglýsa þarf reyk-
vísk holræsi að það væri gert innan-
lands?
Úr ræsinu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki voru gefin nein fyrirheit um að viðskipta-
banni Rússa á tiltekin íslensk matvæli yrði aflétt,
að því er fram kom á fundi Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar utanríkisráðherra með Sergei Lavr-
ov, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í gær.
„Við höfum haldið okkar sjónarmiðum á lofti
hvað það varðar að viðskiptabannið er ekki í
neinu samræmi við þær refsiaðgerðir sem Vest-
urlönd standa að,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann
sagði ánægjulegt að sjá að viðskipti á milli Ís-
lands og Rússlands fari mjög vaxandi, sérstak-
lega á sviðum þar sem við þurfum að auka út-
flutning okkar.
Guðlaugur Þór sagði í samtali að viðskipta-
bannið hefði komið harkalega niður á Íslend-
ingum. Auk þess hafa ekki fengist heimildir til að
flytja íslensk matvæli, sem ekki eru á bannlist-
anum, til Rússlands vegna rússneska matvælaeft-
irlitsins. Hann ræddi hvort tveggja á fundinum.
Í lok fundarins færði Guðlaugur Þór rússneska
utanríkisráðherranum treyju íslenska karlalands-
liðsins í knattspyrnu. Treyjan var merkt föð-
urnafni utanríkisráðherrans á íslenskan hátt, það
er Viktorsson. gudni@mbl.is
Ræddi viðskiptabann við Lavrov
Engin fyrirheit um að
Rússar aflétti banninu
Ljósmynd/Utanríkisráðuneyti Rússlands
Viktorsson Guðlaugur Þór færði Sergei Lavrov
landsliðstreyju merkta föðurnafni hans.
Nýju línuskipi Vísis hf. í Grindavík
var formlega gefið nafnið Páll
Jónsson við hátíðlega athöfn í
Gdansk í Póllandi í gær. Fulltrúar
Alkor-skipasmíðastöðvarinnar og
Vísis fluttu ávörp, þjóðsöngvar Pól-
lands og Íslands voru leiknir þegar
fánaskipti áttu sér stað og síðan gaf
Svanhvít Daðey Pálsdóttir skipinu
nafn. Skipið ber nafn Páls Jóns-
sonar, afa systkinanna í Vísi, og
kemur í stað eldra skips, sem ber
sama nafn.
Skipið er 45 metra langt og 10,5
metrar á breidd og búið fullkomn-
um búnaði. Það er væntanlegt heim
fyrir jól og fer til veiða upp úr ára-
mótum. Skipið er fyrsta nýsmíði
Vísis af þessari stærð í yfir 50 ára
sögu fyrirtækisins. aij@mbl.is
Nafngjöf við hátíðlega
athöfn í Póllandi
Ljósmynd/Grímur Gíslason
Tímamót Systkinin í Vísi sem voru viðstödd: Páll Jóhann Pálsson, Pétur
Pálsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Sólný Pálsdóttir og Kristín Pálsdóttir.