Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 12

Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 París. AFP. | Ríki heims missa af tækifærinu til að koma í veg fyrir mjög alvarlegar afleiðingar lofts- lagsbreytinga ef ekki verður gripið til tafarlausra aðgerða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Um- hverfisverndarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Stofnunin segir að losun gróður- húsalofttegunda þurfi að minnka um 7,6% að meðaltali á hverju ári til 2030 til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar verði meiri en 1,5 stig miðað við áætlaðan hita á jörðinni fyrir iðn- byltinguna. Sú blákalda staðreynd blasi hins vegar við að losunin hafi aukist að meðaltali um 1,5% á ári á síðustu tíu árum. Metmagn gróðurhúsalofttegunda, eða 55,3 milljarðar tonna, mældist í andrúmsloftinu á síðasta ári, þremur árum eftir að 195 ríki undirrituðu Parísarsamninginn um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin, WMO, sagði í fyrradag að magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu hefði verið meira en nokkru sinni fyrr og 147% meira en það var fyrir iðnbyltinguna, samkvæmt rann- sóknum vísindamanna. Töf jók vandann Markmið Parísarsamningsins er að hlýnunin verði „vel undir“ tveim- ur stigum og helst 1,5 °C ef mögu- legt er. Stefnt er að því að losun gróðurhúsalofttegunda nái hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnki síðan. Umhverfisverndarstofnun SÞ segir að jafnvel þegar loforð aðildar- ríkja samningsins séu tekin með í reikninginn stefni í að hlýnun jarðar verði 3,2 stig. Vísindamenn hafa sagt að svo mikil hlýnun hafi mjög alvar- legar afleiðingar fyrir þjóðir heims. Stofnunin sagði að þótt horfurnar væru slæmar teldi hún enn mögu- legt að ná því markmiði að hlýnunin yrði ekki meiri en 1,5 stig en viður- kenndi að til þess þyrfti að gera for- dæmislausar breytingar á hagkerfi heimsins, sem byggðist enn að miklu leyti á notkun olíu og jarðgass. Í skýrslu umhverfisverndarstofn- unarinnar kemur einnig fram að ef ríki heims hefðu byrjað að minnka losun gróðurhúsalofttegunda árið 2010 hefði þurft að minnka losunina um aðeins 0,7% til að halda hlýnun- inni undir tveimur stigum og 3,3% til að ná 1,5 stiga markmiðinu. 200 250 300 350 400 20181005200095901984 230 250 270 290 310 330 20181005200095901984 1.400 1450 1.500 1550 1.600 1650 1.700 1750 1.800 1850 20181005200095901984 miðað við magnið fyrir iðnbyltinguna (1750) CO 2 CO 2 CH 4 CH 4 N 2 O N 2 O Koltvíoxíð Hundraðshluti lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifunum Metan Nituroxíð milljónahlutar Enginmerki eru um aðmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinuminnki, að sögnWMO milljarðshlutar milljarðshlutar 66% 17 6 aðrar lofttegundir Metmagn gróðurhúsalofttegunda á síðasta ári Heimild: Alþjóðaveðurfræðistofnunin,WMO 11 407,8 ppm 331,1 ppb1.869 ppb 344.3 1.653 303,5 +147% +259% +123% Losunin eykst enn og nú stefnir í 3,2 stiga hlýnun  Minnka þarf losun gróðurhúsalofttegunda um 7,6% á ári Windhoek. AFP. | Namibíumenn ganga að kjörborði í dag og talið er að stjórnarflokkurinn SWAPO og Hage Gottfried Geingob forseti haldi velli en missi fylgi vegna vaxandi óánægju með efnahagsástandið sem hefur versnað þótt landið sé á meðal þeirra Afríkuríkja sem eru með mestar náttúruauðlindir. Geingob, sem er 78 ára, hefur gegnt forsetaembættinu í eitt kjör- tímabil en vinsældir hans hafa minnkað meðal ungs fólks vegna mikils atvinnuleysis og versnandi lífskjara. Óánægjan hefur verið vatn á myllu Panduleni Itula, 62 ára fyrr- verandi tannlæknis, sem er í SWAPO en býður sig fram sem óháð forsetaefni. Stjórnmálaskýrendur segja að Itula kunni að taka fylgi af Geingob en einnig af forsetaefnum stjórnar- andstöðuflokka. Þeir telja að Gein- gob nái endurkjöri en fylgi hans verði minna en í síðustu forsetakosn- ingum þegar hann fékk tæp 87% at- kvæðanna. Fylgi helsta forsetaefnis stjórnarandstöðuflokkanna, Mc- Henrys Venaanis, var þá aðeins tæp 5%. Með tvo þriðju þingsæta SWAPO hefur verið við völd í Namibíu frá því að landið fékk sjálf- stæði frá Suður-Afríku árið 1990 og flokkurinn hefur verið með tvo þriðju sæta á þingi landsins frá 1994. Flokkur Venaanis, Lýðræðishreyf- ingin, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendunum vegna tengsla hans við stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku áður en Namibía fékk sjálfstæði. Hinir stjórnarandstöðu- flokkarnir eru veikir og sundraðir vegna deilna milli þjóðernishópa. Alþjóðabankinn spáði efnahags- bata í Namibíu í ár en sú spá rættist ekki og samdrátturinn hélt áfram á fyrri helmingi ársins. Hann hófst vegna lágs verðs á útflutningsvörum Namibíu og óvenju mikilla þurrka í landinu. Skuldir ríkisins jukust en Geingob hélt áfram að auka útgjöld- in og fjölga ríkisstarfsmönnum. Stjórnarandstæðingar hafa sakað hann um að búa aðeins til vinnu í ráðuneytunum handa félögum sínum í stjórnarflokknum. „Fólkið fær enga atvinnu,“ sagði Ndeshihafea Nghipandulwa, 18 ára framhaldsskólanemi sem bauð sól- gleraugu til sölu á götu í höfuðborg- inni Windhoek. „Við viljum nýjan forseta til að koma á breytingum.“ Afsagnir vegna mútumáls Traustið á Geingob minnkaði fyrr í mánuðinum þegar WikiLeaks birti gögn sem bentu til þess að embættis- menn stjórnarinnar hefðu þegið mútur af íslensku sjávarútvegsfyrir- tæki og tveir ráðherrar hennar sögðu af sér vegna málsins. Forset- inn hefur haldið því fram að upp- ljóstrunarvefurinn hafi birt gögnin svo skömmu fyrir kosningarnar til að skaða stjórnarflokkinn. Óttast kosningasvik Stjórnarandstaðan hefur áhyggj- ur af því að rafrænar kosningavélar, sem verða notaðar í stað kjörseðla, auki hættuna á kosningasvikum. Dómstóll hafnaði beiðni Itula um að vélarnar yrðu bannaðar. Namibía varð fyrst Afríkuríkja til að nota raf- rænar kosningavélar árið 2014. Íbúar Namibíu eru um 2,45 millj- ónir og um 1,4 milljónir eru á kjör- skrá. Valið stendur á milli ellefu for- setaefna og fimmtán flokkar bjóða fram í þingkosningunum. AFP Vilja breytingar Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins Lýðræðishreyf- ingarinnar, McHenrys Venaanis, á kosningafundi hans í Windhoek. Forsetinn talinn halda velli en missa fylgi  Þing- og forsetakosningar í skugga efnahagsþrenginga í Namibíu AFP Endurkjörinn? Hage Gottfried Geingob forseti á kosningafundi. Mikil misskipting » Namibía er á meðal þeirra ríkja í Afríku sem eru með mestar náttúruauðlindir. » Þar eru m.a. miklar úran- og demantanámur og gjöful fiski- mið eru við strendur landsins. » Namibía er í öðru sæti á lista yfir lönd þar sem efna- hagslegi ójöfnuðurinn er mest- ur, á eftir Suður-Afríku. » Um 40% þéttbýlisbúa í Namibíu búa í kofaskriflum, samkvæmt opinberum gögn- um frá árinu 2016. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.