Morgunblaðið - 27.11.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 27.11.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 ✝ Halldór GísliBriem fæddist í Reykjavík 15. sept- ember 1949. Hann lést á heimili sínu í Grikklandi 7. nóv- ember 2019. Foreldrar hans voru Gunnlaugur J. Briem, f. 27.9. 1917, og Zophanía G. Briem, f. 28.1. 1925. Halldór var kvæntur Líðu Briem frá Grikk- landi. Sonur þeirra er Dimitri Magnús Briem, f. 13.10. 1976. Systkin Halldórs eru Svanborg R. Briem, maki Bragi Ólafsson, og Einar J. Briem, maki Anna J. Jó- hannsdóttir. Halldór ólst upp í Hlíðunum. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla Ís- lands 1970 og lauk námi í hótelstjórn í Sviss 1974. Þar kynntist hann eig- inkonu sinni, Líðu Briem. Halldór var hótelstjóri hjá Hilton allan sinn starfsferil víða um heim. Jarðarför hans fór fram 9. nóvember 2019 í Aþenu á Grikk- landi. Leiðir okkar Halldórs lágu saman í Verzlunarskóla Íslands þar sem við lukum stúdentsprófi 1970. Á skólaárum þar myndaðist með okkur traust vinátta sem aldrei bar skugga á þótt við vær- um ólíkir einstaklingar. Halldór fór utan 1970 og nam hótelstjórn í virtum háskóla á því sviði í Sviss. Í námi sínu kynntist hann Líðu eiginkonu sinni, sem er frá Grikklandi. Halldór starfaði hjá Hilton allan sinn starfsferil sem hótelstjóri í mörgum löndum víða um heim. Halldór hafði til brunns að bera flest það sem hæfir góðum hótelstjóra. Hann hafði smekk fyrir góðum mat og þjónustu. Gestrisni var honum eðlislæg. Því kynntust gestir vel á hótelum hans og nutu. Halldór rak Hilton- hótel sín vel í flóknu samræmi góðrar þjónustu og aðhalds í til- kostnaði. Í starfi sínu sem hótelstjóri sýndi Halldór að hann hafði list- rænan smekk fyrir öllu sem laut að innréttingum og búnaði, upp- stillingu og samsetningu hluta niður í smæstu atriði. Sjálfur safnaði hann listmunum með Líðu eiginkonu sinni frá mörgum af þeim fjarlægu stöðum þar sem hann var hótelstjóri og þau bjuggu hverju sinni. Mestu mannkostir Halldórs voru þó að hann var drengur góð- ur, nærgætinn og tillitssamur og vildi að sem flestum liði vel, hvort sem um hótelgesti var að ræða eða vini og ættingja þegar þeir hittu hann á hótelum hans víða um heim, á Grikklandi eða í heim- sóknum þeirra Líðu á Íslandi. Á síðastliðnum áratugum heimsóttum við Erla eiginkona mín Halldór og Líðu á nokkra af þeim fjarlægu stöðum þar sem Halldór var hótelstjóri. Einnig til Grikklands þar sem við ferðuð- umst með þeim til margra staða, þ.m.t. eyjunnar Andros í gríska eyjahafinu þar sem þau áttu sum- arhús. Í öllum þessum ferðum styrktust vináttubönd okkar fjögurra. Í heimsóknum okkar sáum við góða eiginleika Hall- dórs og Líðu í vináttu þeirra hjóna og samheldni. Einnig gest- risni þeirra og kærleika til okkar, sem við gleymum ekki. Þá áttum við margar góðar samverustund- ir á Íslandi í heimsóknum þeirra til landsins. Við Erla þökkum fyrir vinátt- una, kærleikann og allar sam- verustundirnar hérlendis og er- lendis og biðjum Guð almáttugan að taka vel á móti Halldóri Gísla Briem inn í þjáningalausan heim sinn, vin okkar, sem við söknum nú. Um leið biðjum við hann að styrkja og styðja Líðu og Magn- ús son þeirra, aldraða móður, systkin hans og fjölskyldur í sorginni. Magnús Hreggviðsson. Halldór Gísli Briem Elsku amma Dollý. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinning- um sem hafa verið að brjótast um í mér undanfarna daga. En þakk- læti er mér efst í huga. Það sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera svona mikil ömmustelpa. Ég var heima hjá ykkur afa á Smyrló nánast daglega. Það sem ég fékk ekki að brasa heima hjá ykkur. Ef það var ekki að sulla í vaskinum, með þig að bardúsa í eldhúsinu á sama tíma, þá var það þegar ég fékk að aðstoða við upp- vaskið eða eldamennskuna. Þeg- ar við settumst niður í kaffitíma, þú með sullið þitt og ég kakó. Við tvær að drekka „kaffi“ og fengum okkur kex með. Stundum leyfðir þú mér að fá kaffi og dýfa mat- arkexi út í. Eða þegar ég hljóp út í Arnarhraun að kaupa kók í gleri og prinspóló, það var sparitíminn okkar. Stundirnar í garðinum, þegar þú varst að fara í vorverkin og ég fékk að vinna og fá laun. Það voru ófá skiptin sem ég stökk upp öskrandi undan flugum, köngulóm eða öðrum skordýrum. Alltaf hlóst þú að mér en gafst ekki upp á stelpunni þinni. Eða þegar þú varst að vinna í netunum. Ég fékk minn koll við netin og fékk að telja með. Síðan þegar ég varð eldri og hafði tök á þá kenndir þú mér aðferðina. Fyrir mig var Smyrló griða- staður. Fara heim til ömmu og afa. Eða á sumrin, að fara með ömmu og afa upp í bústað. Það voru farnar ófáar ferðirnar aust- ur fyrir fjall. Síðustu dagar hafa verið mér ólýsanlega erfiðir, þar sem sökn- uður, sorg, gleði, þakklæti og endalaus væntumþykja hafa ver- ið ríkjandi. Að hafa fengið það tækifæri að sitja hjá þér, sinna þér og vera hjá þér fram að sein- asta andardrætti er mér dýr- mætt. Þegar ég varð vör við breytinguna inni í herbergi og seinasti andardráttur þinn heyrð- ist. Sólveig litla sofandi mér við Sólveig Guðmundsdóttir ✝ Sólveig Guð-mundsdóttir fæddist 18. desem- ber 1934. Hún lést 11. nóvember 2019. Útför Sólveigar fór fram 22. nóv- ember 2019. hlið, Fríða sofandi þér við hlið. Þá fann ég hvað ég elskaði þig mikið, elsku amma mín. Þá hugs- aði ég til þess að núna væri afi búinn að endurheimta þig og væri að taka á móti þér með útrétt- an arminn. Elsku amma, ég mun aldrei getað skrifað allar okkar minningar, all- ar þær tilfinningar og það mikla þakklæti sem ég finn fyrir niður á blað. En ég veit að þú finnur þær og veist þær. Takk fyrir allt, takk fyrir að hafa verið sú amma sem þú varst. Ég vildi enda þetta á texta sem minnir mig alltaf á þig. Þegar við vorum að tala saman yfir kaffi- bolla og þú talaðir um þetta lag, að þegar þinn tími kæmi, þín ferðalok, þá hittir þú aftur afa. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigursson) Þín nafna, Sólveig Jóhannsdóttir. Elsku Dollý, amma mín, ég kveð þig með sorg og söknuði í hjarta. Ég á margar stórkostleg- ar minningar um þig og afa úr ferðum okkar í Grímsnesið, mikið var brallað og gert. Einnig fórum við í fullt af ferðum að skoða sveitina og í molakaffi út í móa. Tíminn sem þið bjugguð á Smyrlahrauni mun fylgja mér alla ævi þar sem það var mitt ann- að heimili, þú að fella net í dyr- unum og afi úti í skúr að fella net, á meðan sást í iljarnar á mér í ís- skápnum. Amma mín, mikið varst þú góð við mig, endalaus þolinmæði og gott skap sem gerði það að verk- um að ég vildi vera öllum stund- um í kringum þig, afa og Fríðu. Ég gæti skrifað margar bækur um okkar stundir saman en það sem skiptir mig mestu máli síð- ustu árin er að ég var svo heppinn vinnu minnar vegna að umgang- ast þig mikið og ræða við þig og segja þér hversu mikið ég elskaði þig og hvað þú hefðir mikil áhrif á mig og hvað þú og afi ættuð stór- an þátt í hver ég er í dag. Elsku amma, nú ert þú komin til afa sem örugglega tók á móti þér með útbreiddan faðminn eins og honum var einum lagið, eflaust eruð þið að njóta birtu og yls í sumarlandinu góða þar sem þið munuð vaka yfir mér og mínum. Amma mín, takk fyrir allt og guð geymi þig. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth) Baldur Jóhannsson. Elsku amma mín, þá ertu hald- in af stað í þitt síðasta ferðalag, í sumarlandið til elsku afa. Orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman og ekki voru þær fáar. Minningarnar sem ég á af þér og elsku afa mínum sitja mér efst í huganum þessa dagana, enda er söknuðurinn mikill. Það var ekk- ert skemmtilegra en að fá að koma til ömmu og afa á Eyrar- holti, því þar mátti nú allt. Syk- urlaus eplasvali, frostpinnar og brún lagterta einkenna æsku mína, að ógleymdu cocoapuffs og grillaðri samloku með osti og aro- mat. Á milli máltíða fórum við Svenni bróðir ósjaldan í búðaleik, þér til mikillar gleði, með allt puntið hennar ömmu. Þér leist nú ekkert alltof vel á það, en afi náði þér nú oft með orðunum „æ, leyfðu nú börnunum að leika sér“. Posinn sem ég notaðist við fær að skarta náttborðið mitt í komandi framtíð, þar sem lampinn sem þú fékkst í fermingargjöf gegndi lykilhlutverki í búðarleik alnöfnu þinnar. Stuðningurinn sem þið afi sýnduð mér alltaf í gegnum tíðina er mér ómetanlegur. Þið mættuð á hvert einasta fimleikamót og sátuð þar á glerhörðum bekkjum, en þó mættuð þið alltaf til þess að hvetja mig áfram og alltaf fengu knúsin að fylgja og orð um hversu stolt þið væruð af mér. Þegar ég fór í menntaskóla og loks háskóla minnkaði stoltið þitt alls ekki, það varð enn meira ef eitthvað var. Þegar ég kom síðustu árin á Hrafnistu til þín sparaðirðu aldr- ei stoltið, þú sagðir öllum sem við mættum á ganginum að þetta væri ekki bara barnabarnið þitt, heldur alnafna þín sem væri að læra mannfræði og væri sko orðin flugfreyja á milli þess sem hún hugsaði um gamla fólkið á Hrafn- istu í Garðabænum. Mér hefur aldrei liðið jafn vel með afrek mín í lífinu og þegar ég heimsótti þig, elsku amma mín, þú hefur alltaf verið minn helsti stuðningur í einu og öllu. Ég fékk þann heiður að fá að vera alnafna þín og hefur nafnið alltaf verið mér mjög kært. Nú er mikil pressa á mér að halda nafn- inu og feta í fótspor þín. Ég stefni að því að baka þyngd mína af lag- tertu fyrir jólin til þess að ná hvernig í ósköpunum þér tókst að baka þessa dásemd. Ég mun alltaf hugsa til þín, elsku Dollý amma mín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðustu metrana, liggja hjá þér dag og nótt, halda í hönd þína og faðma þig og kyssa. Takk fyrir að vera besta amma heims, takk fyrir samveruna síð- ustu 24 árin, takk fyrir allt. Sofðu rótt elsku amma mín, ég elska þig. Þín alnafna, Sólveig Guðmundsdóttir. Elsku systir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi minningu þína, góða nótt og guð geymi þig. Þín systir Guðríður M. Guðmunds- dóttir (Gógó). ✝ Guðjón MagnúsEinarsson fæddist 11. mars 1934 á Ólafsfirði. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 29. október 2019 eftir snörp veikindi. Foreldrar hans voru Jóna Gíslína Magnúsdóttir, f. 1915, d. 1995, og Óli Jónsson, f. 1909, d. 1981. Þriggja mánaða var Magnús gefinn til kjörforeldra sinna Einars Brynjólfssonar, f. 1906, d. 1990, og Margrétar Einars- dóttur, f. 1904, d. 1998, sem ólu hann upp eftir það. Systkini Magnúsar eru María Anna Óladóttir, f. 1932, d. 2016, býliskona Elsa Theódóra Bjarnadóttir, f. 1960, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 2) Soffía, f. 1964, maki Sveinn Pálsson, f. 1961, þau eiga þrjú börn. 3) Siggeir, f. 1965, sam- býliskona Guðný Gunnsteins- dóttir, f. 1967, þau eiga þrjú börn. Magnús átti einnig utan hjónabands dótturina Sigrúnu Ingu, f. 1959, maki hennar er Sigurður Þór Sigurðsson, f. 1959, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn Magnús ólst upp á Ólafsfirði til sjö ára aldurs en þá flutti hann til Akureyrar með foreldr- um sínum. Hann hóf sjómennsku á fjórtánda ári og var þá ýmist á fiskiskipum eða fraktskipum. Þegar sjómennsku lauk gerðist Magnús vörubílstjóri og vann við það meðan aldur leyfði. Síð- asta árið var honum erfitt vegna heilsubrests og lést hann á líkn- ardeild Landspítalans eftir snörp veikindi. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurbjörn Friðrik Ólason, f. 1937, Einar Marvin Óla- son, f. 1944, d. 1968, og Sigríður GB Einarsdóttir, f. 1941. Magnús eign- aðist tvær dætur í fyrra hjónabandi, þær eru: 1) Freyja, f, 1956, maki Pétur Þór Jónasson, f. 1952, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Jóna Magnea, f. 1960, maki Sigurður Óli Sum- arliðason, f. 1961, þau eiga eitt barn. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Gyða Sigríður Siggeirs- dóttir, f. 1941, börn þeirra eru: 1) Einar Bjarni, f. 1962, sam- Lífið er lærdómur og lífið er eilíft. Stundin rennur upp til að yfirgefa jarðvistina og skipta um íverustað. Lát föður okkar kom ekki á óvart. Ljóst var að hverju dró. Við höfðum átt með honum góðar stundir skömmu áður. Þó að líkaminn væri að gefa sig þá var hugsunin skýr og ekki hægt að merkja neinar gloppur í minninu. Það var raunar merkilegt hvað hann hafði oft í gegnum árin haft betur þrátt fyrir að heilsan fengi harða skelli. Foreldrar okkar skildu þegar við vorum ungar og samskiptin við pabba því minni en ella hefði orðið. Pabbi varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og kvæn- ast Gyðu sem er einstök kona og reyndist okkur systrum svo ein- staklega vel. Hún tók okkur sem eigin dætrum og vorum við alla tíð velkomnar. Minnisstæðar eru margar góðar stundir í eldhús- króknum í Teigagerðinu. Við minnumst líka ferða í vörubíln- um með pabba og áhuga hans á bílum, mótorhjólum, skipum og flugvélum. Nokkur af barna- börnunum hafa erft þann áhuga. Lengi ók pabbi eigin vörubíl en vann einnig á fleiri tækjum. Pabbi var stór og sterkbyggð- ur maður. Hann var skapmaður og gat verið snöggur upp en sá stormur stóð að jafnaði stutt. Hann var matmaður og óhjá- kvæmilega kemur orðið sælkeri upp í hugann. Við minnumst pabba með þessu litla ljóði eftir Davíð Stef- ánsson: Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Sendum hlýjar kveðjur til Gyðu og ættingja. Freyja og Jóna. Guðjón Magnús Einarsson Elsku maðurinn minn og besti vinur, faðir okkar og sonur, PÁLL HEIMIR PÁLSSON Jörfagrund 9, Kjalarnesi, lést að heimili sínu sunnudaginn 24. nóvember. Útförin auglýst síðar. Bryndís Skaftadóttir Unnur Aníta Stefán Birgir Benedikt Arnar Hrafn Jökull Regína Gréta Páll Jökull Páll Friðriksson Yndislegur faðir okkar, sonur og bróðir, SIGMAR ÖRN PÉTURSSON lést mánudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. desember klukkan 13.30. Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir Hafsteinn Ingi Láruson Daníel Þór Láruson Anna Guðbjörg Sigmarsd. Hallgrímur Harðarson Pétur Ásgeir Steinþórsson Guðrún Þorbjarnardóttir og systkini hins látna Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.