Morgunblaðið - 27.11.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.11.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Okkur er minn- isstætt er Hjörtur gekk til liðs við ORF Líftækni árið 2010, settist í stjórn félagsins og gerðist síðar afar farsæll stjórn- arformaður þess. Óhætt er að segja að Hjörtur hafi skipað stóran sess í vexti félagsins enda skarpgreindur, nákvæmur og talnaglöggur. En það sem skipti þó meira máli var brennandi áhugi hans á félaginu, fórnfýsi og baráttu- kraftur fyrir velgengni þess auk þess að vera traustur samstarfs- maður. Ennfremur vakti aðdáun okkar hversu fljótt hann gat sett sig inn í líftæknina, hagfræðing- urinn sjálfur. Hjörtur J. Hjartar ✝ Hjörtur Jóns-son Hjartar fæddist 11. júní 1948. Hann lést 17. nóvember 2019. Útför hans var gerð 23. nóvember 2019. Þetta skynjuðum við starfsmenn fé- lagsins og þessa nut- um við ríkulega; undir hans stjórn hélt þetta litla ný- sköpunarfélag áfram að vaxa og dafna og þegar Hjörtur lét af störfum vegna heilsubrests skilaði hann góðu búi, fyrir- tæki komið í rekstr- arhagnað og með sterka innviði. Þessi árangur var ekki sjálf- sagður og á þessum grunni, sem hann hafði átt svo stóran þátt í að leggja, hefur félagið haldið áfram að eflast. Þótt Hjörtur gæti stundum verið beinskeyttur og harður í horn að taka kunnum við þó allt- af að meta að það var gert af heiðarleika og með hagsmuni fé- lagsins að leiðarljósi. Því gleym- um við aldrei. Megir þú hvíla í friði, Hjörtur. Björn Örvar og Júlíus B. Kristinsson. Það var seinnipart sumars 97. Ég stóð í eldhúsinu í Gautaborg og var að ganga frá eftir matinn þegar bankað var á hurðina. Ég fór til dyra og fyrir utan stóðu kona og maður sem ég hafði aldrei séð áður. Konan segir: „Hæ, við erum nýflutt í hverfið og fréttum að það byggju hérna Íslendingar, áttu nokkuð kaffi á könnunni?“ Þar og þá unnum við fjöl- skyldan í Lottó. Fólkið sem ég þekkti ekki skil á voru Hjörtur og Jagga og þennan dag byrjaði vinskapur sem hefur verið okkur ómetanlegur. Hjálpsemi, óeigin- girni, velvilji og jákvæðni ein- kenndi Hjört og Jöggu. Svo mikið að á stundum hvarflaði það að mér að það hefði ekki verið slæmt að vera ættleidd af þeim. En ættleidd eða ekki þá hafa börnin okkar alltaf litið á Hjört og Jöggu sem afann og ömmuna sem þau aldrei hafa átt. Við fjölskyldan búum áfram í Gautaborg en Hjörtur og Jagga fluttu heim til Íslands. Það hindraði samt ekki að vinskap- urinn hélst og hélt áfram að vaxa. Þegar Bragi spilaði fótbolta á Íslandi var heimili þeirra honum opið í hvert sinn sem hann vildi og þyrfti hann einhverja aðstoð voru þau boðin og búin til að- stoðar, oft áður en maður vissi af, aldrei nein vandamál, bara möguleikar. Hjörtur var sá jákvæðasti maður sem ég hef kynnst. Það eina ég man eftir að hann klag- aði yfir var þegar Bragi gerði langtímaleigu á bíl. Hirti fannst bíllinn frekar ljótur og mikil drusla og tjáði sig óspart um það, hann hafði út af fyrir sig al- veg rétt fyrir sér. En því miður vann ekki Hjörtur í Lottó þegar hann greindist með MND. Hræðileg- ur, ólæknandi sjúkdómur, sem Hjörtur tókst á við með því jafn- lyndi og æðruleysi sem ein- kenndi hann. Þessi sjúkdómur var svo langt frá því að vera ein- hver ljót langtímaleiga sem tæki enda. Við kveðjum Hjört með sorg í hjarta, en miðað við alvarleika sjúkdómsins og allt sem honum fylgdi, þá vann kannski Hjörtur í Lottó að lokum, ég vil sjá það svo. Því ef það er til annað líf, þá vil ég trúa því að núna líði Hirti vel, að hann geri það sem hann ekki gat gert síðustu árin, kannski spilar hann einn og ann- an golfhring, gengur á fjöll eða grillar, hvað veit ég. Hjörtur og Jagga! Ég og við fjölskyldan viljum þakka fyrir að þið bönkuðuð á dyrnar hjá okk- ur hér um árið í Gautaborg. Þið hafið gert líf okkar ríkara. Ingibjörg, Bergur, Bragi, Aron og Andrea. Engan hef ég þekkt sem tekið hefur örlögum sínum af slíku jafnaðargeði sem Hjörtur. Jak- obína var hans stoð og stytta og gerði honum kleift, eftir að hann veiktist, að lifa lífinu lifandi, þrátt fyrir meiri skerðingu lík- amlegra lífsgæða en hægt er að gera sér grein fyrir. Heilinn var alltaf sterkasta vopn Hjartar, þótt hann væri reyndar góður í flestu sem hann tók sér yfir hendur, ekki síst golfi, „en það er reyndar fyrst og fremst heilaleikfimi“ eins og hann sagði einhvern tímann við mig. Það sem segir að mínu mati mest um hve einstakur Hjörtur var er hjónaband hans og Jöggu, börnin þeirra og hve farsæll hann var í lífi og starfi, öll hans skyldmenni og vinir; allt fólkið sem hann elskaði og elskaði hann, valinn maður og kona í hverju rúmi. Fram á síðustu stundu vildi Hjörtur diskútera alla skapaða hluti; pólitík, atvinnumál, mann- skepnuna, veröldina og himin- geiminn, í fortíð, nútíð og fram- tíð. Það var óendanlega gaman og þroskandi að ræða þessa hluti við hann. Þegar við í haust lásum bók Stefans Zweig; Undir örlaga- stjörnu, var Hjörtur í stuði eftir hverja sögu og við ræddum inni- haldið og þær djúpu andlegu vangaveltur sem þar lágu að baki hjá höfundinum. Það fannst Hirti skemmtilegt. Hann vissi þá vel hvert hans örlagastjarna stefndi, en lífið var honum svo mikil ástríða að hann lét hvergi undan uns yfir lauk. Við Helga Lísa vottum Jak- obínu, börnum, barnabörnum og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Páll Kr. Pálsson. Það er komið að því að kveðja þig, elsku hjartans mamma. Það er svo sárt að engin orð fá lýst því hvernig okkur líður. Þú hefur verið svo stór þáttur í lífi okkar og haft svo mikla þýðingu fyrir okkur, börnin okkar og barna- börn. Þú varst kletturinn, akker- ið og límið. Gjafmildi, vingjarn- leiki, hlýleiki, innsæi, hjarta- gæska, traust, hjálpsemi, óeigin- girni, reglusemi, lítillæti og húmor. Við sem þekktum þig vit- um að þessi orð lýstu þér svo vel. Þegar betur er að gáð eru þetta allt saman persónulegir eigin- leikar sem vert er að sækjast eft- ir. Fólk fer á alls kyns námskeið til að bæta sig í mannlegum sam- skiptum, verða betri manneskjur, vinna í sjálfum sér, en þetta var þér allt svo eðlislægt. Í vinahópi, á vinnustað, innan fjölskyldunnar hefur þú alltaf gert þér far um að koma vel fram við alla, kærleiks- rík móðir, amma og langamma, traustur félagi, og í vinnu varstu vinsæl og eftirsótt. Og nú myndir Margrét Guðmundsdóttir ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist 21. janúar 1934. Hún lést 6. nóvember 2019. Útför Margrétar fór fram í kyrrþey 14. nóvember 2019. þú örugglega segja okkur að hætta þessu bulli, því þú kunnir því illa að láta skjalla þig. Hræðileg veik- indi höfðu herjað á þig í nokkur ár, en það var merkilegt hvað þú hélst tign- inni og reisninni þrátt fyrir að það hallaði hratt undan fæti. Þú varst ekki þekkt fyrir að gefast upp, kveinkaðir þér aldrei og vildir lítið um sjúkdóma tala. „Eigum við ekki að tala um eitt- hvað skemmtilegra,“ sagðir þú ef verið var að spyrja þig um veik- indin. Drungalegt ský dró fyrir sólu þegar við misstum pabba fyrir tólf árum. Söknuðurinn var þér óbærilegur og tómið svo ógnar- stórt, því þið höfðuð alltaf verið svo samstiga í lífinu. Þið héldust í hendur hvort sem þið sátuð í stofunni heima eða voruð úti að ganga. Þú sagðir að þú hefðir aldrei komist yfir þetta áfall, aðeins lært að lifa með því, æðrulaus og með reisn. Við vitum að pabbi hefur sótt þig þegar tím- inn var úti og nú haldist þið í hendur í Sumarlandinu fagra og njótið ykkar þar, laus við þján- ingu og pínu. Hendurnar þínar, fallegu vinnusömu hendurnar þínar, allt- af að. Þú byrjaðir snemma að vinna fyrir þér, passa börn í hverfinu, unglingur í mjólkur- búðunum, fimm barna móðir, allt gert í höndunum, mikið gert úr litlu, traust vinnuafl. Myndbrot sem koma upp í hugann þegar leitast er við að finna hvað snýr upp eða niður þegar svo þýðing- armikil persóna hverfur frá manni. Ekkert verður aftur eins, ekki hægt að heimsækja þig aftur, ekki hægt að heyra röddina þína aftur. Það er svo margt sem manni áður fannst svo sjálfgefið sem ekki er hægt að njóta lengur. Þetta er auðvitað gangur lífsins og ætti að kenna okkur að meta betur lífið og þá sem við elskum. Talandi um að elska, þá ætti nú ekki að vera nokkur vafi á að við afkomendur þínir elskuðum þig afar heitt, öll erum við beygð og brotin, lútum tárvot höfði og söknum þín. Elsku mamma, innilegar þakkir fyrir að hafa verið okkur kærleiksrík og góð móðir. Þú skilur eftir þig óendanlegt tóm í lífi okkar. Við hefðum svo sann- arlega óskað þess að fá að hafa þig lengur, en lífsgæðin þín voru orðin að engu og þá er dauðinn líkn. Minningarnar lifa í hjarta okkar. Hvíldu í friði, elsku mamma. Hulda og Margrét. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, Sóleyjarima 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. nóvember klukkan 13. Sigurjón Einarsson Kristín Einarsdóttir Frosti Gunnarsson Aron Arnarson Snæfríður Birta Björgvinsd. Karen Arnardóttir Alexander Sigurðsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ELÍASDÓTTUR, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Nesvöllum og Lionessuklúbbs Keflavíkur. Jóhann Pétursson Elías Ásgeir Jóhannsson Margrét Hrönn Emilsdóttir Pétur Jóhannsson Sólveig Einarsdóttir Margrét Sigrún Jóhannsd. Werner Kalatschan Kristín Jóhannsdóttir Jón Þorsteins Jóhannsson Jóhann Ingi Jóhannsson Mariana Tamayo barnabörn og barnabarnabörn Bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTMANN GUÐMUNDSSON Lyngheiði 18, Selfossi, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 29. nóvember klukkan 13.30. Jón Guðmundsson María Helga Guðmundsd. Sigurður Guðmundsson Eygló Gunnlaugsdóttir Bjarni Guðmundsson Rannveig Jónsdóttir og frændsystkini Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. ă Ástkær eiginmaður minn og bróðir okkar GISSUR ÖRN GUNNARSSON Háteigsvegi 3, Reykjavík, lést laugardaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 30. nóvember klukkan 13. Við þökkum fjölskyldu og vinum hlýhug og stuðning á þessum erfiðu tímum. Florentina Fund teanu Kristinn Már Gunnarsson Anna Lilja Gunnarsdóttir Eva Björk Gunnarsdóttir a Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.