Morgunblaðið - 27.11.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019
50 ára Brynjar er frá
Eskifirði en býr í Vest-
urbænum í Reykjavík.
Hann er sjómaður hjá
Brimi á Víkingi AK-100.
Hann er núna á kol-
munnaveiðum við Fær-
eyjar. Brynjar á einnig
trilluna Freyju RE-69. Áhugamálin eru
útivist og hjólreiðar og hann er mikið í
sumarbústaðnum sínum í Hvítársíðunni.
Maki: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, f.
1971, bókmenntafræðingur og starfar
hjá Reykjavíkurborg.
Sonur: Óskar Freyr Brynjarsson, f.
1993.
Foreldrar: Ingvi Rafn Albertsson, f.
1939, d. 1994, skipstjóri á Eskifirði, og
María Hjálmarsdóttir, f. 1942, húsfreyja
og vann á pósthúsinu á Eskifirði. Hún er
búsett í Reykjavík.
Brynjar Rafn
Ingvason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er kominn tími til þess að tala út
um hlutina við sína nánustu. Reyndu að
temja þér þolinmæði og gleymdu ekki að
sýna umhyggju þína í verki.
20. apríl - 20. maí
Naut Settu sjálft þig ofar á forgangslistann.
Ýmislegt kemur upp úr dúrnum þegar kafað
er ofan í hlutina. Þú vefur einhverjum um
fingur þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert hjálpsamur/söm að eðlis-
fari og átt því inni margan greiðann. Hug-
myndirnar hreinlega flæða fram hjá þér.
Sperrtu eyrun þegar þú heyrir af spennandi
tækifæri.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst þú vera utangátta en
þorir ekki að láta til þín taka. Lærðu að gefa
eftir og sleppa, því þó það sé erfitt er það
þér fyrir bestu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Dagdraumar eru skaðlaus skemmtun
svo framarlega sem við missum ekki
tengslin við raunveruleikann. Láttu það
endilega eftir þér að fara í nudd.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt þér marga talsmenn og þarft
því ekki að örvænta þegar ákvarðanir verða
teknar um framtíðarstöðu þína. Gerðu
hreint og komdu heimilinu í röð og reglu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hlustaðu á vandamál vinar í kvöld, ekki
reyna að leysa þau öll í einu. Samband þitt
stendur föstum fótum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gamansemi þín gengur vel í
aðra svo þú ert vinsæl/l meðal vina og
samstarfsmanna. Launaðu illt með góðu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Deilur við maka þinn krefjast
málamiðlunar af þinni hálfu. Börn þurfa
skilyrðislausa ást, sýndu þolinmæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Tækifærin bíða þín. Hugaðu að
mataræðinu og því hvaða ósið þú getur
helst hugsað þér að gefa upp á bátinn.
Slakaðu á í einrúmi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki gráma hversdagslífs-
ins ná tökum á þér. Kryddaðu daginn með
smá dekri, farðu í sund eða fáðu þér kakó-
bolla. Einhver mun slá þér gullhamra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú veist nákvæmlega hvernig þú vilt
hafa hlutina. Þú hefur reyndar allt of mörg-
um hnöppum að hneppa og gott væri ef þú
gætir ráðið tíma þínum meira.
áhuginn við mig og það er gaman að
takast á við ómengaðan íslenskan lax.
Þá skal viðurkennt að ég er krónískur
kartöfluræktandi.“
Fjölskylda
Eiginkona Sveinbjörns er Inga
Vildís Bjarnadóttir, f. 17.1. 1964, fé-
lagsmálastjóri í Borgarbyggð og hár-
greiðslumeistari. Þau eru búsett í
Hvannatúni í Andakíl. Foreldrar
Vildísar: Bjarni Kristjón Skarphéð-
insson, frá Þingeyri við Dýrafjörð,
rafveitustjóri, f. 1.1. 1927, d. 22.6.
2018 og Sigrún Dagmar Elíasdóttir
frá Drangsnesi á Ströndum, félags-
málafrömuður, f. 7.2. 1939. Þau gift-
ust 26.10. 1959 og bjuggu mestan sinn
feril í Borgarfirði.
tíma, þar af sem formaður í 6 ár.
Hann var í stjórn hestamannafélags-
ins Faxa um skeið og sat Landsþing
hestamanna fyrir það félag og einnig
fyrir hestamannafélagið Hörð í
Kjalarnesþingi. Nokkrum sinnum var
Sveinbjörn þingforseti á þeim
þingum.
„Hestamennska hefur lengi verið
helsta áhugamálið og ég er svo hepp-
inn að öll fjölskyldan hefur gaman af
því að fara á bak. Þá var ég ákafur
bridsspilari og hef stundum náð að
verða Vesturlandsmeistari, bæði í tví-
menningi og í sveitakeppni. Helsta
viðurkenningin var þó er við Lárus
Pétursson urðum í öðru sæti í tví-
menningskeppni Bridgehátíðar nú
fyrir nokkrum árum. Þá loðir veiði-
S
veinbjörn Eyjólfsson er
fæddur 27. nóvember 1959
á Sólvangi í Hafnarfirði og
telst því innfæddur Gafl-
ari. Hann gekk í Lækjar-
skóla og tók stúdentspróf frá Flens-
borgarskóla 1979. Hann hóf nám við
Bændaskólann á Hvanneyri sama ár
og útskrifaðist sem búfræðikandídat
1983. Hann lauk endurmenntun við
Landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn vorið 1993.
„Ég var öll sumur í sveit, fyrst í
Þingnesi í Bæjarsveit hjá Petrúnu
Ellu Magnúsdóttur og næstu 6 sumur
þar á eftir við tilraunabú Búnaðar-
sambands Suðurlands í Laugar-
dælum undir leiðsögn Einars Ein-
arssonar ráðsmanns frá Nýja-Bæ
undir Fjöllunum. Síðustu sumrin við
nám, stundaði ég heyskap í Þingnesi
og heysölu og fékkst auk þess við leið-
sögn veiðimanna í hinum ýmsu ám,
mest þó í Grímsá í Borgarfirði.“
Að loknu námi réðst Sveinbjörn til
Búnaðarsambands Kjalarnesþings
sem ráðunautur og framkvæmda-
stjóri Ræktunarsambandsins. Hann
var þar í rúmt ár en fór þá til starfa í
landbúnaðarráðuneytinu þar sem
hann vann sem fulltrúi, deildarstjóri
og skrifstofustjóri fram á mitt ár
1996. „Árið 1991 var ég sendur norður
í Hjaltadal til að stýra Bændaskól-
anum á Hólum einn vetur meðan Jón
Bjarnason var í námsleyfi. Það var
sérlega gaman að vera með Skagfirð-
ingum. Allan tímann í ráðuneytinu
togaði sveitin í mig og 1996 gat ég
ekki meir. Þegar ég sá auglýsta stöðu
forstöðumanns Nautastöðvar Bænda-
samtaka Íslands sótti ég um þá stöðu
og fékk. Þar hef ég verið síðan, fyrir
utan fjögur ár, þar sem ég starfaði
sem aðstoðarmaður Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra. Ánægju-
leg ár og gaman að vera með Guðna.“
Sveinbjörn var oddviti sveitar-
stjórnar Borgarfjarðarsveitar 2002 til
2006, formaður sameiningarnefndar í
Borgarfirði, í stjórn SSV og í ýmsum
ráðum og nefndum tengdum því.
Hann sat í sveitarstjórn Borgar-
byggðar 2006 til 2010 og í byggð-
arráði á sama tíma. „Ég var í minni-
hluta lengstum þann tíma og líkaði
illa.“ Hann sat í stjórn Veiðifélags
Grímsár og Tunguár í töluverðan
Börn Sveinbjörns og Vildísar eru
1) Ragnheiður, f. 18.11. 1981, kennari
og langhlaupari, búsett í Reykjavík,
gift Þorkeli Guðjónssyni rafeinda-
virkja. Þau eiga þrjár dætur, Ingu
Vildísi, f. 25.9. 2003, Huldu, f. 21.5.
2006 og Iðunni f. 26.12. 2010; 2) Sig-
rún, f. 6.4. 1987, húsmóðir í Reykja-
vík, sambýlismaður er Breki Mar
Barkarson rafvirki. Þau eiga þrjár
dætur, Ragnheiði Hrund, f 15.8. 2008,
Hrafnhildi Evu, f. 25.8. 2009 og Dag-
mar Rut, f. 10.12. 2010; 3) Kristrún, f.
29.9. 1992, líkamsræktarfrömuður,
búsett í Hafnarfirði, gift Gunnari
Kristófer Pálssyni verktaka. Þau eiga
tvo syni, Úlfar Loga, f. 15.8. 2014 og
Erni Stein, f. 29.12. 2016; 4) Klara, f.
29.3. 1994, tamningamaður og reið-
kennari, búsett í Hjarðartúni í Rang-
árþingi eystra, sambýlismaður er
Ágúst Gestur Guðbjargarson nemi.
Systkini Sveinbjörns eru Þórdís
Birna Eyjólfsdóttir, f. 24.12. 1955,
leikskólakennari í Hafnarfirði, og
Þorsteinn Eyjólfsson, f. 20.12. 1957,
togaraskipstjóri í Hafnarfirði.
Foreldrar Sveinbjörns: Eyjólfur
Þorsteinsson, f. 8.11. 1933, fv. stýri-
maður og verkstjóri í Hafnarfirði, og
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, f.
29.12. 1936, d. 23.3. 1993, skrifstofu-
og stjórnmálamaður. Þau skildu,
sambýlisfólk þeirra síðar voru
Sigurlaug Guðjónsdóttir skrifstofu-
maður og Eðvarð Vilmundarson
sjómaður.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands – 60 ára
Gaflari gerðist sveitamaður
Kartöflubóndinn Sveinbjörn. Hjónin Vildís og Sveinbjörn.
Í Þingnesi í Bæjarsveit
Hluti fjölskyldunnar á leið í
reiðtúr á Þingsleikum 2017.
40 ára Hólmfríður ólst
upp að mestu leyti í Ár-
bænum en býr í Hlíð-
unum. Hún er MA í
blaðamennsku frá UAB í
Barcelona. Hólmfríður er
blaðamaður á Stundinni.
Maki: Jón Oddur Guð-
mundsson, f. 1971, hugmynda- og texta-
smiður á auglýsingastofunni Brandenburg.
Börn: Þröstur Flóki Klemenzson, f. 2008,
Þórunn Birna Klemenzdóttir, f. 2010, og
Guðmundur Hólmar Jónsson, f. 2017.
Stjúpbörn eru Valgerður Jónsdóttir, f.
2002, og Kolbeinn Jónsson, f. 2005.
Foreldrar: Sigurður Grímsson, f. 1955, raf-
magnstæknifr. og einn eigenda verkfræði-
stofunnar EFLU, og Birna Þórunn Páls-
dóttir, f. 1948, viðskiptafræðingur, MS og
fjármálastjóri á skrifstofu forseta Íslands.
Þau eru búsett í Árbænum.
Hólmfríður Helga
Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is