Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 24

Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 24
AFREKSKONA Kristján Jónsson kris@mbl.is Sprengju var varpað inn í knatt- spyrnuheiminn á Íslandi í gær þegar Valur sendi frá sér tilkynningu þess efnis að landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hefði ákveðið að láta staðar numið í knattspyrnunni eftir sérlega glæsilegan feril. „Mér finnst þetta vera góður tíma- punktur. Ég varð Íslandsmeistari á árinu. Ég snéri aftur á völlinn eftir meiðsli og náði að vinna mér aftur sæti í landsliðinu auk þess að vera fyrirliði landsliðsins. Mér finnst þetta vera flottur tímapunktur vegna þess að ég átti frábært sumar,“ sagði Margrét Lára þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. Allur gangur er á því hvernig okk- ar besta knattspyrnufólk hefur hag- að því að ljúka ferlinum. Sumir velja að spila eins lengi og þeir hafa ánægju af eins og feðgarnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen sem spiluðu fram undir fertugt. Sveitungi Margrétar, Ásgeir Sigurvinsson, hætti til dæmis sem atvinnumaður og lék ekki hér heima eftir að at- vinnumennskunni sleppti. Ásthildur Helgadóttir hætti aðeins 31 árs sem atvinnumaður í Svíþjóð en þar spiluðu meiðsli líklega inn í. Margrét Lára hafði myndað sér skoðun á því hvernig hún vildi segja skilið við knattspyrnuna sem leik- maður. Hún vildi hætta áður en hún færi að gefa verulega eftir en vildi einnig geta tekið þá ákvörðun á eigin forsendum. Vildi ekki hætta þegar hún væri á sjúkralistanum. „Ég hef alltaf viljað enda ferillinn á góðan hátt. Ekki sem meiddur leikmaður eða útbrunnin leikmaður. Ég held að ég hafi náð því þokkalega vel. Það skiptir ofboðslega miklu máli að kveðja sem Íslandsmeistari. Þetta var erfitt sumar að því leytinu til að það var erfitt að vinna titilinn en við stóðumst pressuna. Við sýndum að við vorum besta lið á Íslandi og það er rosalega gott að kveðja með þá til- finningu.“ Skoraði 15 mörk í deildinni Ekki þarf að liggja lengi yfir stað- reyndum frá sumrinu 2019 til að sjá að Margrét Lára kveður ekki sem farþegi á vellinum. Hún var fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Vals og skoraði 15 mörk í 17 leikjum á Íslands- mótinu. Aðeins marki minna en markahæstu konur deildarinnar. Hún er einungis 33 ára gömul en bendir á að hún þurfi að hafa talsvert fyrir því að vera í leikhæfu ástandi núorðið. Margrét sleit krossband í hné í júní 2017 og hefur tvívegis tek- ið sér frí vegna barneigna. Þá lék hún kvalin árum saman í atvinnu- mennskunni vegna meiðsla sem langan tíma tók að fá botn í. „Líkaminn er orðinn dálítið lúinn. Hann þarf mikla umönnun og ég þarf að hafa mikið fyrir því að þetta gangi allt saman upp og ég geti náð góðu keppnistímabili. Það er ekki sjálfgefið vegna þess að ég hef barist við langvarandi meiðsli sem hafa arið 2017 og hún missti úr sumarið 2018. Spurð hvort hún hafi fundið fyrir hnémeiðslunum í sumar segir Margrét þau ekki hafa háð henni að ráði. „Ég náði að hrista meiðslin ágæt- lega af mér en þurfti að hafa fyrir því. Ég fór í sprautur, sinnti sjúkra- þjálfun og gerði aukaæfingar utan fótboltans. Ég fékk gríðarlegan stuðning og hefði aldrei getað snúið aftur með þessum árangri hefði ég ekki fengið þann stuðning. Bæði frá fjölskyldu minni en einnig frá þjálf- arateymi Vals. Pétur Pétursson (þjálfari Vals) er einstakur maður sem skilur leikinn og skilur út á hvað þetta gengur. Hjálpaði hann mér mikið í endurkomunni því ég var ekki bara að koma til baka eftir krossbandsslit heldur einnig að koma til baka eftir að hafa eignast mitt annað barn. Það var áskorun út af fyrir sig. En það var eiginlega lyg- inni líkast hvernig þetta gekk allt saman í sumar og fyrir það er ég þakklát,“ sagði Margrét Lára Við- arsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Tíminn leiðir í ljós hvernig titil- vörnin mun ganga hjá Val næsta sumar án fyrirliðans. Í liðinu eru marksæknir leikmenn eins og Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir sem skoruðu 16 mörk hvor á Íslands- mótinu. Einnig er fjöldi reyndra leik- manna í hópnum sem geta tekið við fyrirliðastöðunni. Vildi hætta áður en hún gefur eftir Morgunblaðið/Hari Meistarar Margrét Lára fagnar Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda í haust ásamt liðsfélögum sínum. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Galatasaray – Club Brugge..................... 1:1 Real Madrid – París SG........................... 2:2 Staðan: París SG 5 4 1 0 12:2 13 Real Madrid 5 2 2 1 11:7 8 Club Brugge 5 0 3 2 3:9 3 Galatasaray 5 0 2 3 1:9 2  París SG og Real Madrid áfram. B-RIÐILL: Rauða stjarnan – Bayern München........ 0:6 Tottenham – Olympiacos......................... 4:2 Staðan: Bayern München 5 5 0 0 21:4 15 Tottenham 5 3 1 1 17:11 10 Rauða stjarnan 5 1 0 4 3:19 3 Olympiacos 5 0 1 4 7:14 1  Bayern og Tottenham fara áfram. C-RIÐILL: Atalanta – Dinamo Zagreb...................... 2:0 Manchester City – Shakhtar Donetsk ... 1:1 Staðan: Manchester City 5 3 2 0 12:3 11 Shakhtar Donetsk 5 1 3 1 8:10 6 Dinamo Zagreb 5 1 2 2 9:9 5 Atalanta 5 1 1 3 5:12 4  Manchester City er komið áfram. D-RIÐILL: Lokomotiv Moskva – Leverkusen .......... 0:2 Juventus – Atlético Madrid..................... 1:0 Staðan: Juventus 5 4 1 0 10:4 13 Atlético Madrid 5 2 1 2 6:5 7 Bayer Leverkusen 5 2 0 3 5:7 6 Lokomotiv Moskva5 1 0 4 4:9 3  Juventus er komið áfram. England B-deild: Millwall – Wigan...................................... 2:2  Jón Daði Böðvarsson var á varamanna- bekk Millwall. Cardiff – Stoke.......................................... 1:0 Fulham – Derby ....................................... 3:0 Huddersfield – Swansea.......................... 1:1 Luton – Charlton...................................... 2:1 Reading – Leeds....................................... 0:1 Staða efstu liða: Leeds 18 11 4 3 24:10 37 WBA 17 10 6 1 31:18 36 Fulham 18 9 5 4 29:18 32 Preston 17 9 4 4 31:18 31 Swansea 18 8 6 4 23:18 30 Nottingham F. 16 8 5 3 20:13 29 Bristol City 17 7 8 2 25:21 29 KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höll: Grindavík – Skallagr. .... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Valur.......... 19.15 DHL-höllin: KR – Breiðablik.............. 19.15 Blue-höllin: Keflavík – Haukar ........... 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Grill 66 deild karla Fjölnir U – Stjarnan U ........................ 26:22 Staðan: Þór Ak. 8 6 2 0 241:216 14 Valur U 8 5 1 2 236:229 11 Haukar U 8 5 1 2 235:204 11 Grótta 8 5 0 3 227:228 10 Þróttur 8 3 2 3 243:227 8 KA U 8 4 0 4 250:233 8 FH U 8 4 0 4 239:235 8 Víkingur 8 2 1 5 204:217 5 Fjölnir U 9 2 0 7 228:252 4 Stjarnan U 9 1 1 7 220:282 3 Spánn Ademar León – Barcelona ................. 28:35  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Barcelona. Svíþjóð Sävehof – Alingsås ...............................30:35  Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot í marki Sävehof.  Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Alingsås. Ungverjaland Pick Szeged – Eger ............................. 45:32  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla. Þýskaland Bonn – Alba Berlín .............................. 87:90  Martin Hermannsson skoraði 11 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Alba. NBA-deildin Cleveland – Brooklyn....................... 106:108 Detroit – Orlando ............................... 103:88 Indiana –Memphis ........................... 126:114 Atlanta – Minnesota......................... 113:125 Boston – Sacramento ....................... 103:102 Miami – Charlotte ............................ 117:100 Toronto – Philadelphia ...................... 101:96 Chicago – Portland............................. 94:117 Milwaukee – Utah ............................ 122:118 San Antonio – LA Lakers................ 104:114 Golden State – Oklahoma City.......... 97:100 KÖRFUBOLTI Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði fjögur mörk fyrir Bayern München í 6:0-útisigri á Rauðu stjörnunni Meistaradeild Evrópu í gær og gerði það á innan við kort- eri sem er met í keppninni. Mörk- in komu á 53., 60., 64. og 68. mín- útu. Lewandowski og Lionel Messi eru þeir einu sem skorað hafa fjögur mörk eða fleiri í leik í Meistaradeildinni oftar en einu sinni. Pólverjinn er markahæsti maður bæði Bayern og Dortmund í sögu Meistaradeildarinnar. Lewandowski setti met AFP Ferna Robert Lewandowski fór mikinn í Belgrað í Serbíu í gær. Enska knattspyrnufélagið Brighton hefur framlengt samning sinn við knattspyrnustjórann Graham Potter. Potter er nú samningsbund- inn til ársins 2025, en hann tók við Brighton í sumar og skrifaði þá undir fjögurra ára samning. Forráðamenn Brighton eru hæst- ánægðir með Potter en Brighton er sem stendur í 12. sæti ensku úrvals- deildarinnar eftir 13 leiki. Potter tók við Brighton eftir eitt tímabil hjá Swansea í B-deildinni. Þar á undan náði hann stórkostleg- um árangri með Östersund. Ráðinn til sex ára eftir sex mánuði AFP Vinsæll Graham Potter er í miklum metum hjá Brighton. Ár/félag/deildarleikir og mörk: 2000-2004: ÍBV 40/48 2005-2008: Valur 62/127* 2009: Linköping 13/2 2009-2011: Kristianstad 51/27 2011-2012: Potsdam 7/1 2012-2015: Kristianstad 50/22** 2016-2019: Valur 41/32** A-landsleikir: 124/79 *Var einnig hjá Duisburg í lok árs 2006. Lék þar þrjá bikarleiki en ekki deildarleik. ** Tók sér frí 2014 og 2018 vegna barneigna. Ýmis afrek í meistaraflokki: Íslandsmeistari fimm sinnum með Val. Bikarmeistari með ÍBV og Val. Sænskur meistari með Linköping. Þýskur meistari með Potsdam. Markadrottning Íslandsmótsins fimm ár í röð. Flest mörk á einu keppnistímabili í efstu deild hérlendis: 38. Markadrottning sænsku úrvalsdeild- arinnar 2011. Þrívegis markahæst í Meistaradeild Evrópu. Markahæst í undankeppni EM 2009. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Ýmsar viðurkenningar: Tvívegis efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins. Fimm sinnum knattspyrnukona ársins hjá KSÍ. Íþróttamaður Vestmannaeyja 2004. Íþróttamaður ársins 2007. Ferill Margrétar Láru  Margrét Lára Viðarsdóttir lýkur glæsilegum ferli á góðum nótum vissulega truflað mig. En ég náði góðu tímabili í sumar og tek það ekki sem sjálfsagðan hlut. Þess vegna finnst mér þetta vera góður tíma- punktur.“ Fékk góða aðstoð Eins og fram kemur hjá Margréti hafa meiðslin sett sinn svip á ferilinn. Krossbandsslitið gerði það að verk- um að verkum að hún lék lítið sum-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.