Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kraftmikil ný-sköpun erein af for-
sendum þróttmikils
efnahags- og at-
vinnulífs. Í Morg-
unblaðinu í gær var
fjallað um athyglisverða tækni,
sem tvö íslensk fyrirtæki eru að
hanna, þróa og framleiða og lof-
ar góðu. Í fyrradag var sjósett-
ur rafmagnsbáturinn Magnea,
sem er hannaður þannig að raf-
hleðslan er inni í byggingarefn-
inu og hluti af bátsskrokknum,
eins og sagði í frétt blaðsins.
Hér er metnaðarfullt verk-
efni á ferð hjá íslenska fyrir-
tækinu Greenvolt. Fyrst á að
framleiða bát sem gengur fyrir
liþíum-rafhlöðum. Stefnt er að
því að smíði þeirra hefjist á
næsta ári. Næsta skref er tækn-
in sem prófuð var í vikunni á
eins metra löngu frumgerðinni
að Magneu. Þar er notuð nanó-
tækni og örefni og verður
skrokkurinn allur að risastórri
rafhlöðu. Við það verður bygg-
ingarefnið að rafhlöðu og mögu-
leikarnir að geyma orku snar-
aukast. Þess utan sparast pláss,
sem ella hefði farið undir raf-
hlöður.
Á heimasíðu Greenvolt kem-
ur fram að byggingarefnin sem
á að nota séu ekki skaðleg.
„Virkni þeirra er ekki efna-
fræðileg eins og í liþíumjóna-
rafhlöðum og þau menga ekki
umhverfið þegar þeim er farg-
að,“ segir á heimasíðunni. „Þau
eru líka fullkomlega
örugg og springa
hvorki né hitna.“
Þetta hljómar
eins og ævintýri og
sjá forsprakkar
Greenvolt fyrir sér
að sömu byggingarefni megi
nota í hvers kyns farartæki
þannig að „húddið á bílnum,
grindin á rafmagnshjólinu, eða
jafnvel heill flugvélavængur“
geti verið rafhlaða.
Þetta er ekki eina dæmið um
að á Íslandi sé leitað vistvænna
leiða til að knýja skip. Hér hafa
verið gerðar tilraunir til að nota
íslenska repjuolíu til að knýja
fiskiskip. Þar var notuð repju-
olía í stað jarðdísils til þess að
knýja fiskiskip frá útgerðar-
félaginu Skinney-Þinganesi.
Repjan er lífræn afurð sem
leysist upp í náttúrunni á innan
við þremur vikum og veldur
ekki neinum spjöllum á náttúru.
Þá er hægt að nota hana án þess
að breyta vélum.
Það er sennilega ekki tilviljun
hvað nýsköpun og útgerð eru oft
nefnd í sömu andránni hér á
landi og kemur Marel þar fyrst
upp í hugann, á öðrum sviðum
má nefna fyrirtækin Össur og
CCP.
Þessi þrjú fyrirtæki sýna
frumkvöðlum í fyrirtækjum á
borð við Navis og Greenvolt
hversu langt er hægt að ná, þótt
litla frumgerðin sem sjósett var
í Reykjavíkurhöfn á miðvikudag
láti ekki mikið yfir sér.
Íslenskt fyrirtæki
rannsakar bylting-
arkennda tækni
í rafhleðslum}
Nýsköpun
Á síðustu áratug-um voru tekin
skref í þá átt að efla
sjálfstæði opin-
berra stofnana,
sem lög hafa þó
fært verulegt vald.
Um leið er leitast við að höggva
á raunverulega lýðræðislega
tengingu. Þetta hefur að
nokkru gerst á heimsvísu en
auðvitað í raun einungis í lýð-
ræðisríkjum. Vissulega hefur
verið látið heita hjá yfirvöldum í
ríkjum sem búa við takmarkað
lýðræði og jafnvel ekkert að
slíkar breytingar gerist einnig
hjá þeim, en það er þá eingöngu
að formi til.
Seðlabankar og fjármála-
eftirlit voru ofarlega á blaði í
þessari þróun og á Íslandi voru
breytingar gerðar í þá átt um
síðustu aldamót. Fylgdi Ísland
þar tískunni í þessum efnum.
Tískan sem fylgt var við að-
skilnað fjármálaeftirlits og
seðlabankastarfsemi reyndist
illa eins og bent var á opin-
berlega á árunum fyrir hrun.
Þeim athugasemdum var ekki
sinnt. Hér á landi var þó látið í
umræðu eins og seðlabanki
hefði eftir sem áður eftirlits-
hlutverk þótt heimildir bankans
hefðu algjörlega
verið felldar úr lög-
unum sem römm-
uðu inn það vald.
Nú hafa verið stigin
skref til baka, en
reglurnar um vald
og ábyrgð eru fjarri því að vera
nægjanlega ljósar.
Þessu til viðbótar hafa verið
gerðar hæpnar breytingar í
sömu átt á öðrum sviðum, þótt
rökin fyrir breytingunum hafi
ekki verið sambærileg. En verst
er að vald er fært frá kjörnum
fulltrúum til svokallaðra „fag-
aðila“ eins og það heitir og þar
með dregið úr lýðræðislegum
áhrifum almennings. Jafnvel
embætti sem kennt er við Al-
þingi hefur verið ákafur tals-
maður skrifræðis á öllum svið-
um þar sem búrókratar og
embættismenn skuli hafa hið
eiginlega vald en ekki æðstu
menn í lýðræðiströppunni. Þeir
megi þó áfram sitja uppi með
alla ábyrgð!
Þessi þróun hefur gengið allt
of langt og virðist enginn hafa
burði eða vilja til að taka svari
fulltrúa almennings.
Opinber einkahlutafélög eru
ein skrípamyndin til og ekki sú
geðfelldasta.
Hin andlýðræðislega
þróun stjórn-
sýslunnar er í senn
skaðleg og hættuleg}
Lýðræðisleg afturför
V
ið viljum öll að það sé farið eftir lög-
um. Við viljum líka að lög séu rétt-
lát og sanngjörn sem gerist að
sjálfsögðu ekki alltaf. Annaðhvort
af því að samfélagið og aðstæður
breytast hraðar en úreld lög eða af því að ein-
hver mistök eru gerð í lagasetningu. Hvort
tveggja er algengt, við erum til dæmis með úr-
elta stjórnarskrá og nýlega var afturvirk laga-
setning, vegna mistaka, um skerðingu lífeyris
dæmd ólögleg. Einnig er hægt að tína til lands-
réttarmálið, lagfæringar á nýjum umferð-
arlögum og svo framvegis. Auðvitað er fólk ekki
endilega alltaf sammála um hvað er úrelt og
hvað ekki en erfiðara er að þræta um mistök í
lagasetningu.
Almennt séð, ef við horfum fram hjá undan-
tekningartilfellum og tilefnum til borgaralegrar
óhlýðni, þá viljum við öll að farið sé að lögum. Við viljum sér-
staklega að hið opinbera fari eftir lögum, ráðuneyti og ráð-
herrar. Þess vegna hefur töluverð umræða verið um það
hvort ráðherrar séu að fara eftir lögum um opinber fjármál í
fjárlögum því miðað við texta laganna og innihald fjárlaga
þá er misræmið augljóst.
Í fjárlögum er ákveðið hvað er gert við skattana okkar,
sem er ekkert smámál. Heilar byltingar hafa brotist út
vegna skattlagningar. Það skiptir því máli hvað ráðherrar
segjast ætla að gera við peninginn okkar og hvaða kröfur
Alþingi gerir um gagnsæi hvað það varðar. Þær kröfur birt-
ast í lögum um opinber fjármál, nánar tiltekið 20. gr. sem
fjallar um stefnumótun stjórnvalda. Þar kemur
fram að í stefnunni skal lýsa áherslum og mark-
miðum, þ.m.t. gæða- og þjónustumarkmiðum,
um fyrirkomulag, þróun og umbætur á þeirri
starfsemi sem fellur undir viðkomandi mál-
efnasvið. Í stefnunni skal gerð grein fyrir hvern-
ig markmiðum verði náð, ábyrgðarskiptingu,
tímasetningum, nýtingu fjármuna og áherslum
við innkaup. Hvað þetta þýðir er nánar útskýrt í
greinargerð með formlegri greiningu og mati á
stöðu þjónustu og starfsemi, þar þarf meðal
annars að huga að kostnaði, áhrifum og ávinn-
ingi, markmið séu endanlega mótuð og séu hlut-
læg og mælanleg. Þetta er allt krafa Alþingis
um það gagnsæi sem ráðherrar þurfa að upp-
fylla í beiðnum sínum um fjárheimild. Það er
hins vegar skýrt að allt þetta vantar í þeim fjár-
lögum sem nýlega er búið að samþykkja.
Þetta er mjög kaldhæðnislegt vegna þess að flokkurinn
sem leggur fram fjárlagafrumvarpið tönnlast ítrekað á fras-
anum „en engin lög voru brotin“. Það er því ekki skrítið að
ráðherra móðgist og hlaupi á dyr þegar hann veit upp á sig
sökina, enda hefur hann engar málsbætur og getur því ekki
gert neitt annað en að flýja. Svo situr þjóðin uppi með gölluð
ógagnsæ fjárlög, þökk sé meirihluta Alþingis sem sinnir
ekki vinnunni sinni og er greinilega slétt sama þó lögum um
opinber fjármál sé ekki fylgt.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Að fara að lögum
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Árangurinn er í mínumhuga langt umfram vonir.Sérstaklega rannsóknir áfornleifum og menningar-
landslagi. Þá hefur tekist vel að koma
öllu þessu efni í bókarform,“ segir
Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður
Snorrastofu í Reykholti, um Reyk-
holtsverkefnið svokallaða en því lauk
formlega með málþingi sl. þriðju-
dagskvöld.
Reykholtsverkefnið er þverfag-
legt, alþjóðlegt miðaldarannsókn-
arverkefni á sviði bókmennta, forn-
leifafræði, landafræði og sagnfræði.
Það hefur í raun staðið í 21 ár því
fornleifarannsóknir á vegum Þjóð-
minjasafnsins hófust að nýju í Reyk-
holti á árinu 1998 með sérstökum
fjárveitingum fjárlaganefndar Al-
þingis. Bergur segir að síðar hafi ver-
ið ákveðið að gera rannsóknina þver-
faglega. Grunnurinn var lagður á
alþjóðlegum vinnufundi sumarið 1999
þar sem Reykholtsverkefnið var skil-
greint, markmið sett og sameiginleg
rannsóknarspurning ákveðin.
Merkilegar fornminjar
„Reykholtsverkefnið hefur skil-
að mikilli þekkingu um Reykholt
miðaldanna, ævi Snorra Sturlusonar
og starfsemi hans hér á staðnum.
Einnig þróun íslenskrar bókmenn-
ingar á miðöldum. Galdurinn í sam-
bandi við verkefnið er að það var
þverfaglegt. Þátt tóku sagnfræð-
ingar, fornleifafræðingar, bók-
menntafræðingar, landfræðingar, líf-
fræðingar og jarðfræðingar. Mér
fannst umræður um
menningarlandslag og lands-
nytjar einna áhugaverðastar á mál-
þinginu. Með nútímatækni er hægt
að sjá með skýrum hætti hvernig
gróðurfar, nýting lands til búskapar
og fleira hefur þróast,“ segir Bergur.
Fornleifarannsóknirnar leiddu í
ljós merkilegri fornleifar en reiknað
var með í upphafi. „Í ljós kom að þær
byggingar sem voru í Reykholti voru
allt öðruvísi að gerð en aðrar sam-
bærilegar byggingar á þessum tíma á
Íslandi. Þetta voru sjálfstæð timbur-
hús, hugsanlega í norskum stíl, innan
virkisveggja en ekki langhús sem
einkenndu landnámsbæi. Að vísu
vantar samanburðarefni vegna þess
að ekki hafa miklar minjar frá 13. og
14. öld verið grafnar upp. Engu að
síður tel ég að niðurstöður fornleifa-
rannsóknanna hafi verið framar von-
um,“ segir Bergur.
Snorrastofa kom í samvinnu við
Þjóðminjasafnið og Sagnfræðistofn-
un Háskóla Íslands að útgáfu bóka
með niðurstöðum rannsóknarinnar,
alls 12-14 bóka. Þannig hafa niður-
stöður fornleifarannsóknarinnar ver-
ið birtar í tveimur veglegum bókum á
ensku sem eru farnar að nýtast við
rannsóknir. Þriðja bókin var kynnt á
málþinginu, bók Guðrúnar Svein-
björnsdóttur: Reykholt í ljósi forn-
leifanna en í henni er samantekt á ís-
lensku um fornleifarnar í heild. „Það
er lykill að árangri þessa verkefnis,
að við skyldum í góðri samvinnu við
Þjóðminjasafnið fara alla leið í úr-
vinnslu þess,“ segir Bergur.
„Markmiðið er að læra af Reyk-
holtsverkefninu, nýta það sem gekk
vel við rannsóknir á öðrum ritmenn-
ingarstöðum á Íslandi,“ segir Berg-
ur. Vísar hann til verkefnisins „Rit-
menning íslenskra miðalda“ sem
kynnt var fyrr á árinu. Snorrastofa
hefur umsjón með því enda var góður
árangur Reykholtsverkefnisins
hvatning að því nýja.
Auglýst eftir styrkjum
Ríkissjóður ver 175 milljónum í
verkefnið sem gjöf til íslensku þjóð-
arinnar vegna 75 ára afmælis lýð-
veldisins. Til stendur að verja 35
milljónum á ári til verkefna. Verið er
að móta reglur og fyrirkomulag og á
allra næstu vikum verða auglýstir
styrkir til rannsókna á ritmenning-
arstöðum.
Skilaði mikilli þekk-
ingu um ævi Snorra
Ljósmynd/Björn Húnbogi Sveinsson
Miðaldakirkjan Unnið að fornleifarannsókn í Reykholti á árinu 2007.
Hún var undir stjórn Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur fornleifafræðings.
„Sameinaðar verða rannsóknir á sviði hug- og raunvísinda. Varpa skal
ljósi á ritmenningarstaðina og tengsl þeirra við landsnytjar, byggðar-
þróun og bókmenntasköpun,“ sagði Björn Bjarnason, formaður stjórnar
Snorrastofu, meðal annars í ávarpi á málþinginu sl. þriðjudag. Hann
bætti við: „Þá verða kannaðar norrænar og vesturevrópskar hliðstæður.
Meginathyglin beinist ekki að því sem stendur í handritunum heldur hag-
rænum hliðum samfélagsins á ritunartíma þeirra.“
Stefnt er að útgáfu rits með þverfaglegum heildarniðurstöðum. Vonir
standa til að hægt verði að gera nákvæmar lýsingar á þeim bókmennta-
stöðum sem verða fyrir valinu og að frekari rök verði færð fyrir menning-
arlegu vægi þeirra handrita og bókmenntaverka sem ritstofunum tengj-
ast, að því er fram kom hjá Birni.
Athygli beint að ritunartíma
BJÖRN BJARNASON, FORMAÐUR STJÓRNAR SNORRASTOFU