Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019
LESBÓK
SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu
götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun-
verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun.
Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35
NÝTT BYLTINGARKENNT
ÆFINGAHJÓL
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
MÁLMUR Bassafanturinn David Ellefson úr Megadeth
situr ekki auðum höndum enda þótt band hans sé í leyfi
um þessar mundir vegna veikinda söngvarans og gítar-
leikarans, Dave Mustaines. Ellefson gaf í sumar út ann-
að bindi endurminninga sinna, More Life With Deth, og
nú er fyrsta sólóskífa kappans komin út, Sleeping Gi-
ants. Hann fylgir henni eftir með tónleikaferð sem hefst
í Wolverhampton á Englandi í dag. Gestur á þeim tón-
leikum verður KK Downing, fyrrverandi gítarleikari
Judas Priest. Spurður af veftímaritinu Photo Groupie
hvort Mega Priest-plata sé í burðarliðnum kveðst Ell-
efson njóta samstarfsins en best sé þó að taka eitt skref í
einu. Þá lofar hann þriðja bindi endurminninganna, My
Life After Deth, sem koma muni út að honum gengnum!
Annir hjá Ellefson
David Ellefson er
maður fjölhæfur.
SJÓNVARP Breska leikkonan Ruth Wilson
hefur farið mikinn á sjónvarpsskjánum
undanfarin ár og misseri í þáttum á borð við
Luther, The Affair og nú síðast Mrs. Wilson,
þar sem hún lék ömmu sína. Ekkert lát er á
önnum hjá Wilson en í kvöld frumsýnir
breska ríkissjónvarpið, BBC, glænýja átta
þátta seríu eftir verðlaunabókum Philips
Pullmans, His Dark Materials. Þar er hermt
af ungri konu af öðrum heimi sem kynnist
dularfullri konu (sem Wilson leikur) í Oxford
og kemst í framhaldinu á snoðir um rán á
börnum í Lundúnum. Af öðrum leikendum
má nefna Dafne Keen og James McAvoy.
Enn birtist Ruth Wilson á skjánum
Wilson í hlutverki sínu í His Dark Materials.
BBC
Morrissey í Laugardalshöll árið 2006.
Hjólar í
dagblað
PIRRINGUR Íslandsvinurinn
Morrissey tróð upp í Los Angeles á
dögunum í bol með áletruninni
„Fuck the Guardian“ eða „Til
fjandans með the Guardian“ en
söngvarinn hefur verið í stríði við
breska blaðið undanfarin misseri
og meðal annars sagt það vera
„rödd alls þess sem amar að í Bret-
landi samtímans“. The Guardian
greinir frá þessu. Morrissey er
opinber stuðningsmaður flokksins
For Britain, sem er einna lengst til
hægri í breskum stjórnmálum nú
um stundir, og er sannfærður um
að the Guardian hafi til langs tíma
dreift um sig hatursáróðri. „Kaupið
ekki þennan haturssnepil,“ sagði
hann á heimasíðu sinni í maí.
Hver kannast ekki við að hafahent eldgamalli kvikmynd ítækið, sett hana undir
geislann eða sótt hana stafrænt til
að létta lundina á grámyglulegu síð-
kvöldi? Mynd eins og Casablanca,
The Godfather, Jaws, Grease, ET,
Back to the Future, Rain Man, Pulp
Fiction eða Með allt á hreinu.
Hvað veldur þessari tilhneigingu
þegar til er miklu meira en nóg af
nýju efni sem við höfum aldrei séð
og mun aldrei endast aldur til að sjá?
Breska ríkisútvarpið, BBC, velti
þessu fyrir sér í forvitnilegri grein á
vefsíðu sinni á dögunum.
Máli sínu til stuðnings bendir
blaðamaðurinn, Clare Thorp, á að
Netflix hafi á síðasta ári hlaðið upp
8.500 mínútum af kvikmyndum, sem
efnisveitan hefur sjálf framleitt, en
eigi að síður hafi það ekki verið fyrr
en kunngjört var að Dirty Dancing
væri orðin aðgengileg að Twitter fór
á hliðina. Segir sína sögu.
BBC spurði meðlimi í kvikmynda-
klúbbi sínum hvað ylli því að þeir
horfðu aftur og aftur á sömu mynd-
ina og voru svörin af ýmsu tagi.
Sumir sögðu að myndirnar væru
einfaldlega það góðar að þær kölluðu
á reglulegt áhorf; fólk væri alltaf að
uppgötva eitthvað nýtt. Aðrir svör-
uðu því til að þeir tengdu svo sterkt
við söguna en enn aðrir að þeir
þekktu myndirnar svo vel að þeir
gætu byrjað hvar sem er á þeim. Þá
nefndi fólk að sumar myndir væru
einfaldlega þeirrar gerðar að auðvelt
væri að týna sér í þeim. Gleyma stað
og stund. Jafnvel fengust svör þess
efnis að klassísk kvikmynd jafnaðist
á við „huggunarmáltíð“ – auk þess
að vera líklega heldur hollari.
Sjálfri þykir Thorp ekkert óeðli-
legt að horfa fjórum eða fimm sinn-
um á kvikmynd, sérstaklega séu þær
krefjandi. Eftir það ætti fólk á hinn
bóginn að vera búið að ná utan um
myndina og hún hættir að koma á
óvart. Hvers vegna höldum við samt
áfram að horfa? spyr hún.
Ein skýringin gæti verið sú að það
að horfa aftur og aftur á sömu
myndina, sem við þekkjum út í gegn,
krefjist minni andlegrar orku.
Flestir horfa á kvikmyndir síðdegis
eða á kvöldin og þá er sjaldnast eins
mikið á tankinum og fyrr um daginn
og mögulega búið að vera í mörgu að
snúast. Þess vegna getur verið fínt
að slaka á fyrir framan skjáinn og
vita við hverju er að búast; heilabúið
þarf m.ö.o. ekki að fara á yfirsnún-
ing vegna flókins söguþráðar eða
ráðgátu sem á borð er borin.
Ef við erum illa fyrirkölluð getur
verið mun öruggara að leita á náðir
kvikmyndar sem við þekkjum vel og
mun örugglega ekki valda okkur
vonbrigðum. Þess utan hafa sumar
kvikmyndir auðvitað gamla góða
„fílgúdd-faktorinn“ og geta fyrir vikið
auðveldlega hresst okkur við ef á þarf
að halda.
Sumar myndir vinna á
Heldur má ekki útiloka að kvikmynd
vinni á eftir því sem við horfum oftar á
hana, eins og gjarnan tíðkast með góð
lög og tónverk. Thorp nefnir sem
dæmi mann sem fannst jólamyndin
The Holiday með leiðinlegri myndum
sem hann hafði á ævinni séð þegar
hann sá hana fyrst en nú líður aðvent-
an ekki án þess að hann horfi á hana.
Það leiðir okkur að árstíðamynd-
um; jólamyndum, sumarmyndum og
svo framvegis. Myndum sem við
elskum en gætum ekki hugsað okk-
ur að horfa á nema undir vissum
kringumstæðum. Þannig er óvíst að
White Christmas myndi hitta í mark
á Jónsmessunni og Cat on a Hot Tin
Roof milli jóla og nýárs. Engin leið
er þó að útiloka þetta. Sumir þrá
sumarið aldrei eins heitt og um jólin.
Jólamyndir eiga auðvelt með að
verða hluti af hefðum; þannig þekkj-
um við öll fólk sem getur ekki hringt
inn jólin án þess að hafa horft á
Love, Actually eða Christmas Vaca-
Humphrey Bogart og
Ingrid Bergman í einni
frægustu og vinsælustu
kvikmynd sögunnar,
Casablanca.
Einu sinni var
... eða oftar
Hvað gerir það að verkum, á tímum þegar við
getum auðveldlega horft á nýja kvikmynd á
hverjum einasta degi og þess vegna margar á dag,
að við leitum alltaf annað veifið í eldgamalt efni?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Uma Thurman sem hin dulúðuga Mia Wallace í Pulp Fiction.