Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 S krifstofa Rúnars Rúnarssonar er á heimavelli enska knattspyrnu- félagsins Liverpool – það er að segja einum fjölmargra í Reykja- vík. Í húsnæðinu hittist stór hópur manna meðan á leikjum stendur og gerir sér glaðan dag – og óhemjuvel hefur legið á mann- skapnum á þessu hausti. „Það eru ekki bara Púlarar, heldur stuðningsmenn annarra liða líka; það er alltaf mesta fjörið á Liverpool- leikjum,“ upplýsir Rúnar sposkur á svip en sjálfur fylgir hann Rauða hernum að málum. Þarna er stórt tjald á veggnum, borð og stólar líkt og á ölstofu og billjardborð inn af aðalrým- inu fyrir þá sem þurfa að róa taugarnar þegar atgangurinn er mestur og hjartað byrjar að missa úr slög. Í húsinu eru líka leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn sem Rúnar fær reglulega inn á gafl til sín. Alla jafna leiðréttir hann misskilninginn og vísar gestunum á annan inngang. Einu sinni hljóp þó púki í kvikmyndagerðarmann- inn. Án þess að depla auga tjáði hann fólkinu að það væri á hárréttum stað; menn yrðu bara að velja hvort þeir vildu sofa á billjardborðinu, í stólum eða á beru gólfinu. Angistin skein úr augum aumingja fólksins. En það eru hvorki enski boltinn né ferða- mannaleigumarkaðurinn sem eru á dagskrá fundar okkar Rúnars á þessum kalda morgni, heldur nýja kvikmyndin hans, Bergmál, sem frumsýnd verður hér á landi í næstu viku, nán- ar tiltekið 20. nóvember. Óhætt er að fullyrða að Bergmál sé óvenju- leg kvikmynd en hún er sett saman úr 58 ör- sögum sem eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi á aðventunni og yfir jól og áramót með- an þjóðin er í óðaönn að gera sig klára fyrir há- tíðirnar. Annað tengir sögurnar ekki með beinum hætti nema hvað þær eru auðvitað spegill á samfélagið; spegill á þá tíma sem við lifum á. Ef til vill má orða það þannig að Rúnar hafi um stund verið fluga á samfélags- veggnum. Eyðibýli brennur í sveitinni Víða er borið niður. Eyðibýli brennur í sveit- inni, kjötiðnaðarmenn dansa við jólalög yfir skrokkunum, amma leiðir dótturson sinn í grimman sannleikann um lífið í kirkjugarð- inum, á miðju safni stendur kona og rífst í sím- ann, athafnamaður reynir að sannfæra bank- ann sinn um að hann þurfi að halda gleðileg jól með börnunum sínum, áramótaræða forsætis- ráðherra kallar á ólíkar tilfinningar veislu- gesta, kona lætur meintan dónakall hafa það óþvegið í umferðinni og fortíðin skýtur óvænt upp kollinum í strætóskýli – af öllum stöðum. Svo fátt eitt sé nefnt. Þarna er líka áhrifamikið atriði á vettvangi Frú Ragnheiðar en þess má geta að efnt verður til sérstakrar styrktarsýn- ingar á Bergmáli fyrir það fórnfúsa starf sem þar er unnið. En hvernig blasir hin nýja mynd við höfund- inum sjálfum? „Ég hef farið í nokkur viðtöl út af þessari mynd erlendis, þetta er það fyrsta á íslensku, og mér vefst alltaf tunga um tönn þegar ég er beðinn að lýsa henni,“ byrjar Rúnar, þegar við höfum komið okkur fyrir. „Ætli það hafi ekki bara verið komin svolítil þreyta í mig. Það er búið til svo mikið af bíómyndum í heiminum og áhorfendur eru orðnir svo menntaðir í forminu að erfitt er að koma þeim á óvart. Það var eng- in ein saga sem kallaði á mig að þessu sinni og þess vegna hef ég sennilega farið þessa leið; að segja allar þessar örsögur og skeyta þær sam- an í eina heild.“ Rúnar viðurkennir að á pappír virki Berg- mál sem tilraunamynd. „Samt segir fólk sem hefur séð hana erlendis að þetta sé aðgengileg- asta myndin mín til þessa,“ segir hann bros- andi. „Hún verður til dæmis sýnd í 25 húsum í Hollandi núna í desember.“ Heimurinn ekki svart-hvítur Að sögn Rúnars hefur það verið þema í hans kvikmyndagerð að heimurinn er ekki svart- hvítur. „Kvikmyndir fjalla mest annaðhvort um svartnætti eða hamingju en sjaldan um það sem er þarna á milli. Sjálfur glími ég gjarnan við það sem ég hef gengið í gegnum sjálfur eða fólk sem stendur mér nærri. Bíómyndir eru dýr útgerð og yfirleitt þarf samstarf nokkurra landa en það sem sameinar alla í þeirri vinnu er sagan. Aristóteles greindi nákvæmlega hvernig segja á sögu fyrir þúsundum ára og þau fræði eru ennþá tungutakið í dag. Ef ein- hver er skotinn í bíómynd þá þurfum við að sýna byssu á fimmtándu mínútu upp á sam- hengið. Og síðan er spurt í lokin: Hvort fer að- alpersónan til hægri eða vinstri? Ég var satt best að segja orðinn dálítið þreyttur á þessu. Eðli bíómynda með aðalpersónum er það að maður hefur tíu til fimmtán mínútur til að byggja persónuna upp; hvort sem hún er hetja eða andhetja. Fólk heldur ekkert síður með vonda kallinum, sjáðu bara Jókerinn. Aðal- söguhetjan í Bergmáli er samfélagið sjálft.“ Margt er iðulega á seyði innan hverrar og einnar svipmyndar í Bergmáli. „Fáir atburðir hafa bara eitt lag. Það getur verið fegurð í sorginni og sorg í fegurðinni enda þótt við ein- blínum oft á annað hvort í stað þess sem er þarna á milli. Það getur verið svo mikil fegurð í hversdagsleikanum.“ Við finnum tímann líða Enda þótt sögurnar séu margar, stuttar og ólíkar þá finnur áhorfandinn fyrir tímanum líða í myndinni; hann er ekki fastur í óræðum tíma. Við fáum aðventu, jól og áramót. Rúnari þótti tilvalið að láta myndina gerast um jólin enda séu þau eins og magnari á sam- félag okkar og tilfinningar, auk þess sem fólk þekki aðstæðurnar vel. „Flest höfum við sterk- ar tilfinningar til jólanna og áramótanna; þá komum við saman og lítum gjarnan yfir farinn veg og horfum til framtíðar. Það er alltaf ein- hver Richter-skali sem fer í gang um jólin.“ Við lifum á 21. öldinni og tæknin er að von- um aldrei langt undan. Farsímar eru til dæmis „Fáir atburðir hafa bara eitt lag. Það getur verið fegurð í sorginni og sorg í fegurðinni enda þótt við einblínum oft á annað hvort í stað þess sem er þarna á milli. Það getur verið svo mikil feg- urð í hversdagsleikanum,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri. Morgunblaðið/Eggert Fluga á samfélagsveggnum Í Bergmáli, nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sem frumsýnd verður í næstu viku, er samfélagið í aðalhlutverki en í mynd- inni eru ofnar saman 58 örsögur sem allar eiga sér stað á aðventunni og um jólin. Skýringin á þessari óvenjulegu nálgun er sú að Rúnar var orðinn leiður á hinni hefðbundnu leið við kvikmyndagerð og langaði að prófa eitthvað nýtt. Og hann nálgaðist Berg- mál eins og aðrar myndir sem hann hefur gert – á þeim forsendum að hún kynni að verða hans seinasta mynd. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Það er búið til svo mikið afbíómyndum í heiminum ogáhorfendur eru orðnir svomenntaðir í forminu að erfitt er að koma þeim á óvart.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.