Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 24
Eitt af því sem stendur í sátt-mála Sameinuðu þjóðannaum réttindi barnsins er að ríkisstjórnir eigi að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að virða lögin og felur það meðal annars í sér að leyfa börnum að tjá sig, hafa skoð- anir og að rödd þeirra verði tekin al- varlega. Þá er ekki einungis átt við rétt einstaklingsins heldur einnig rétt þeirra til að hafa áhrif á lög og stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég er sér- fræðingur í þessum málum og hef búið til líkan til að fara eftir sem ég kalla Lundy-módel,“ segir Lundy og hyggst hún kynna þetta líkan fyrir íslenskum ráðamönnum. „Ég hef verið ráðgjafi fyrir ríkis- stjórnir í þessum málum og sums staðar hefur verið búin til stefnu- mörkun um samvinnu við börn og ungmenni. Íslensk stjórnvöld eru að íhuga að setja í gang slíka stefnu. Ég er því hingað komin til að ræða við stjórnmálamenn, fulltrúa sveitar- félaga og fleiri um hvernig sú stefna gæti litið út og hvað það þýði í raun fyrir ríkisstjórnina og skólana.“ Ísland er tilbúið Heldur þú að heimurinn sé tilbúinn til að hlusta á raddir barna? „Ég held að margar ríkisstjórnir heims séu alls ekki tilbúnar. Við- brögð sumra fullorðinna við Gretu Thunberg sýna það. En ég held að Ísland sé algjörlega tilbúið. Hægt er að líta til nokkurra landa og nota sem fyrirmyndir, eins og til Írlands, en þar er fimm ára reynsla af sam- vinnu ríkisstjórnar við börn og ung- menni. Hér er áhugi stjórnmála- manna og hér er sterkur umboðsmaður barna. Auk þess er landið lítið og fjöldi ungmenna ekki mikill þannig að það er mjög mikil- vægt að þau fái að taka þátt í stefnu- mótun um málefni framtíðarinnar,“ segir hún. „Ég held að barnaþingið hérlendis gæti orðið frábært fordæmi fyrir önnur lönd. Og það merkilega við þetta þing er að hér voru börn valin af handahófi úr þjóðskrá.“ Af hverju telurðu mikilvægt að raddir barna heyrist? „Í fyrsta lagi er það þeirra laga- legi réttur,“ segir Lundy, en í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi, óháð réttindum fullorðinna. „Í öðru lagi þá verndar það börn. Við vitum að börn hafa oft komið og sagt fullorðnum frá einhverju sem kom fyrir þau en þeim er ekki trúað. Í þriðja lagi stuðlar það að afkasta- meiri þjónustu. Við höldum oft að þjónustan sé nógu góð fyrir börn í skólum eða í heilbrigðisþjónustu, en þar til við hlustum á börn vitum við ekki hvort þjónustan er í raun nógu góð. Það verður að ræða þessi mál við börnin,“ segir Lundy. „Ég hef heimsótt í ferð minni Barnahús en það frábær fyrirmynd fyrir önnur lönd. Ég var heilluð af starfinu þar og þeirra stefna kallast á við mitt Lundy-líkan. Ísland er þarna brautryðjandi og hafa barna- hús verið opnuð, eða er verið að opna, víða um heim.“ Loftslagsmál og einelti Hvaða málefni brenna helst á börn- um heimsins? „Almennt í vestrænum sam- félögum hafa ungmenni áhyggjur af því að enginn hlusti á þau. Þau hafa áhyggjur af loftslagsmálum en einn- ig af aðgengi að stöðum þar sem þau geta stundað sínar tómstundir. Ég veit ekki hvernig málum er háttað hérlendis en í mörgum löndum hafa ungmenni ekki frelsi til að fara út eftir skóla. Sum hafa áhyggjur af námi sínu. Einelti er mikið áhyggju- efni,“ segir hún. „Það er ekki nóg að raddir barna heyrist. Ég gagnrýni einmitt það í mínu líkani. Það þarf að leita eftir þeirra viðhorfum; leyfa þeim að tjá sig á þann hátt sem þau velja, ekki á þann hátt sem þú vilt að þau tjái sig. Það þarf að sjá til þess að réttir að- ilar heyri í þeim, að einhver með völd heyri í þeim. Það er því ekki nóg að hlusta heldur þarf að gefa því gaum og taka þau alvarlega. Ég er hér á landi til að miðla því til ykkar hvað þetta þýðir í raun og hvernig hægt er að framkvæma. Það er ekki nóg að hlusta á skoðanir barnanna og gera svo það sem við hefðum gert hvort sem er.“ Hvað með rétt barna til einkalífs, til dæmis hvað varðar myndbirt- ingar á netinu? „Þetta er stórt mál og börn vilja oft ekki að foreldrar birti myndir af þeim á samfélagsmiðlum. Í Frakk- landi er það bannað með lögum; for- eldrar mega ekki setja myndir af börnum sínum inn á netið. Auðvitað ef barnið er orðið nógu gamalt til að samþykkja myndbirtinguna finnst mér að það ætti að vera í lagi. En ef við horfum á stærstu góðgerðar- samtök heims þá birta þau oftar en ekki myndir af börnum og mér finnst það vafasamt. Þessi börn hafa alls ekki veitt sitt samþykki og mynd- irnar eru notaðar til þess að afla fjár. Við spyrjum ekki, og það er vanda- málið. Við myndum alltaf spyrja full- orðna. Við þurfum að sýna börnum sömu virðingu og fullorðnum en það gerum við ekki í dag,“ segir hún. „Það hefur margt áunnist en það er alltaf hægt að gera betur.“ Morgunblaðið/Ásdís Ekki nóg að hlusta á börn Laura Lundy er prófessor á Norður-Írlandi og rekur miðstöð í Belfast sem sérhæfir sig í þátttöku barna. Hún kom nýlega til Íslands til að ræða kenningar sínar, einkum Lundy-módelið. Í Hörpu í næstu viku verður skapaður vettvangur fyrir samráð við börn. ’Við spyrjum ekki, ogþað er vandamálið.Við myndum alltaf spyrjafullorðna. Við þurfum að sýna börnum sömu virð- ingu og fullorðnum en það gerum við ekki í dag. Hér má sjá Laura Lundy-módelið um þátttöku barna. Laura Lundy er prófessor sem sérhæfir sig í málefnum barna. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 LÍFSSTÍLL Fyrir hrein eyru Einföld og áhrifarík leið til að mýkja og fjarlægja eyrnamerg á náttúrulegan háttmeð ólífuolíu fæst í öllum helstu apótekum Sváfnir, sem er ellefu og hálfs árs,segist spenntur fyrir þinginu.Hann segist vera búinn að íhuga hvað hann vilji ræða um á því. „Það er rosa mikilvægt að stjórnvöld hlusti á börn. Stundum hafa börn eitt- hvað mikilvægt að segja.“ Hverju myndir þú vilja breyta til batnaðar? „Ég myndi vilja sjá rafmagnsbíla sem nota ekki kopar í batteríin sín,“ segir Sváfnir og segist hugsa mikið um um- hverfismál. „Á mínu heimili flokkum við plast, pappa, batterí, gler og ál.“ Hvað fleira myndir þú vilja ræða? „Mér finnst vera mikið af auðu svæði á Íslandi sem mætti nota. Eitt af því sem við gerum hér, og það heitir vist- heimtuverkefni, er að endurheimta auða meli sem ekki er hægt að gróðursetja á. Við reynum að hjálpa svo hægt sé að gróðursetja og reynum að finna góðar lausnir,“ segir hann. „Svo er eitt sem við gerum hér í skól- anum sem ég veit ekki hvort aðrir skól- ar gera. Mig langar að hvetja aðra skóla til að hafa moltutunnu. Maturinn verður að mold og hægt er svo að nota mold- ina.“ Heldur þú að stjórnvöld hlusti og að það verði einhverju breytt jafnvel? „Já, það er mjög líklegt myndi ég segja. Þetta er mikilvægt skref. Ég er líka að vonast til að önnur lönd taki eftir þessu og haldi sín eigin barnaþing.“ Hvernig sérðu framtíðina? „Ef við gerum ekkert er hún frekar grimm verð ég bara að segja.“ „Þetta er mikilvægt skref“ Sváfnir vonast til að Ísland verði fyrirmynd annarra landa. Ljósmynd/Aðsend Sváfnir Ragnarsson býr á Laugum í Þingeyjarsveit. Hann hefur áhyggjur af framtíðinni ef ekkert verður gert í umhverfismálum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.