Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 15
17.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Floti austurevrópskra bíla nýkominn til landsins í ársbyrjun 1960. Ekki fylgir sögunni hvort „ölvaðir unglingar“ stálu einhverjum þeirra. Reykjavíkurdeild Bindindisfélags ökumanna stóð ekki á sama. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Úr því minnzt var á hreint land, langar mig rétt að minna á, að sumir virðast misskilja dálítið hvatningu um að henda ekki rusli úti í náttúrunni. Þeir vefja ruslinu snyrtilega í plastpoka, sem þeir stinga undir stein eða í holu, þar sem þeir standa út undan eða þvælast. En í þessum plastpokum nær rusl, sem annars hefði rotn- að yfir veturinn, ekki að rotna á mörgum árum. Það er því síður en svo bót í því að henda drasli í plastpoka, jafnvel þó hann líti snyrtilegar út meðan safnað er í hann í bílnum. Plastumbúðir, svo hreinlegar sem þær geta verið, eru satt að segja líka mestu vandræðagripir vegna þess hve erfitt er að eyða þeim.“ Eru Íslendingar skrælingjar? Íslendingum hefur löngum verið annt um ímynd lands og þjóðar, eins og glögglega kom fram í bréfi sem Haraldur Blön- dal sendi Velvakanda sumarið 1975. Þá var dálkurinn af einhverjum ástæðum kominn aftar í blaðið. „Á dögum Arngríms lærða var það útbreidd skoðun meðal Evrópubúa, að Íslendingar væru skrælingjar eða eskimóar. Vinsælar bækur fluttu mönnum þessi fræði og varð Blefken einna frægastur blekiðnaðarmaðurinn. Þá sett- ist Arngrímur lærði niður og skrifaði hvert verkið á fætur öðru til þess að hrekja þessi ósannindi og sýna hvaða fólk byggi hér,“ skrif- aði Haraldur. „Þrátt fyrir þessi skrif Arngríms og þrátt fyrir mun vinsamlegri skrif annarra út- lendinga en Blefkens, er það furðu útbreitt enn, að Íslendingar séu eskimóar. Er illt að una því, enda uppruni Íslendinga allur annar. Þó held ég, að upp á síðkastið hafi þeir verið orðnir anzi fáir, sem enn héldu að eskimóar byggðu Ísland. En sannleikurinn fékk ekki lengi að vera í friði. Í vetur er leið, finna nokkrir Íslendingar upp á því að velta sér upp úr vandamálum eskimóa í stað þess að leysa sín eigin. Samið er leikrit eða eitthvað slíkt, sem sýna á eskimóa, og rokið með þetta út í lönd. Vitanlega verða allir yfir sig hrifnir: En hvað villimennirnir eru sætir og líkir venjulegum mönnum, – ég sem hélt að eskimó- arnir væru eins og Kínverjar í framan. Og þar með er nærri fjögur hundruð ára barátta runnin út í sandinn vegna þessara íslenzku Blefkena.“ Kulnaður eldur menningar Árið 1982 var hægt að hringja í Velvakanda og það nýtti 7167-6625 sér til hins ýtrasta enda ekki lítið í húfi: „Þúsundir manna spyrja sig undrandi hvað sé að gerast í tónlistarflutningi ríkisútvarpsins,“ sagði nafnnúmerið. „Ekki er annað sýnna en kulnaður sé sá eldur menningar sem þeirri stofnun var í öndverðu ætlað að kynda. Þar tröllríður úr öllu hófi svokallað popp, rokk og nýbylgjurokk, bárujárns- og gaddavírspopp og hver fj ... allt þetta heitir. Þetta er ömurlegt. Sami síbyljutakturinn, sömu öskrin og óhljóðin, tröllslæti sem misþyrma öllu skynsamlegu viti. Fjármögnuð múgsefjun auvirðilegs pen- ingavalds sem einskis svífst að trekkja fé frá lítt þroskuðum unglingum. Þarna er ekki hógværð- inni fyrir að fara, ekki siðmenntaðri gleði, allt höfðar þetta til ofstækis, múgsefjunar, tryllings og ærandi heyrnarskemmdahávaða. Alltaf virðast vera til nægir peningar til að kaupa frá útlöndum hverja afskræmisöskur- sveitina á fætur annarri, þá vantar ekki gjald- eyrinn. En hverjum þykist ríkisútvarpið vera að þjóna? Varla menningunni – eða er hún virki- lega komin niður á þetta stig? Þeir segja: Fólkið vill þetta, fjöldinn vill þetta. Er ekki nokkuð þungur dómur að stimpla þær tugþúsundir full- þroska miðaldra og eldra fólks, sem hefur skömm á þessum tröllslátum sem áhangendur þessara fíflaláta. Vitanlega á sá hópur sem á skömmu aldursskeiði dýrkar þessi firn sinn af- markaða rétt – en hann á engan rétt til að mis- þyrma og ofbjóða öðr- um hlustendum langt umfram allt hóf og sanngirni.“ Frábær þjónusta Skýrt skal tekið fram að nöldrið hefur ekki verið sérvalið fyr- ir þessa grein; það er bara ein- faldlega fyrirferð- armeira á vettvangi Velvak- anda gegn- um tíðina. Eins og gengur. Hleypum þó einni uppbyggilegri að en vorið 1989 sló Rang- hildur nokkur á þráðinn til Velvakanda. Það er að líkindum rangnefni. Eða hvað? „Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Jóns og hans manna í Álfaborg í Reykjavík fyrir frábæra þjónustu. Ég bý á Akureyri og á því langt að sækja en starfsliðið í Álfaborg hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn til að leysa sem best úr mínum málum. Fyrir slíka þjónustu ber að þakka, hún er mikils virði og ekki síst fyrir okkur sem búum utan Reykjavíkur.“ Bjarni Valdimarsson var ekki eins hress í sama blaði enda í basli: „Mér sýndist fljúga fiðr- ildi í norðanveðrinu um daginn. Póstbílstjóri vakti athygli mína á ófrímerktu bréfi frá mér. Óviðunandi er lélegt lím íslenskra frímerkja. Fái skapmikla elskan mín miða um að hún eigi vanborgað bréf á pósthúsinu getur hún orðið æf og sagt mér upp. Er það þá allt Pósti og síma að kenna.“ Breytt hlutverk Snemma á tíunda áratugnum breyttist hlutverk Velvakanda í Morgunblaðinu. Nýr þáttur „Bréf til blaðsins“ fór að taka við lengri umvöndunum, kvörtunum og öðrum afgerandi sjónarmiðum en undir hatt Velvakanda féllu smærri tilkynn- ingar og athugasemdir. Á þeim árum var til dæmis mikið lýst eftir týndum köttum, hjólhest- um og fatnaði í dálkinum. Ekki var þó alveg skrúfað fyrir tilmæli, svo sem sjá má á þessum texta sem birtist vorið 1994. Þarna voru kenni- tölur komnar til sögunnar og 201242-2669 var í símanum: „Hringt var til Velvakanda og hann beðinn að koma þeirri ábendingu til borgaryf- irvalda að nú væri tími til kominn að taka til hendinni og gera borgina hreina. Það er ekki nóg að senda unglinga út um bæinn á sumrin og hreinsa götur. Það þarf að efla hreinsun borg- arinnar, hún er mjög óhrein, svo og fjörur og sveitir í kring. Hreinsunin þarf að vera skilvirk- ari og þurfa borgaryfirvöld að taka sig mjög á í þessum málum.“ Ógæfa íslensku þjóðarinnar Aldamótaárið 2000 rataði svo hápólitísk ádrepa inn í dálkinn. Þar var á ferð 030929-4899: „Ég vil þakka Aðalheiði Jónsdóttur fyrir grein hennar í Morgunblaðinu 18. október sl. Þar koma staðreyndir fram, því það er stað- reynd að framsóknarbatteríið er ógæfa íslensku þjóðarinnar. Við látum ekki valta yfir okkur lengur. Aftengjum úldna batteríið. Ódaunninn frá því finnst á hverju einasta byggða bóli á landinu. Stöndum gegn því að verða enn meira bananalýðveldi en núna er, með gjörspillt stjórnmálabatterí. Svo þarf að standa vörð gegn því að spilliefni komist í ástkæra móður jörð. Verst hvað það er langt í næstu kosningar. Læt ég fylgja lýsandi ljóð eftir Indriða Aðalsteinsson frá Skjaldfönn á Ísafirði: Framsóknar er lítið lán landsmenn gerir blanka að eiga þessa eymdarsmán upp í Seðlabanka.“ Látum þetta gott heita í bili, kæru lesendur. Mögulega tökum við upp þráðinn síðar. Af nægu er að taka. Lesandi lenti í vandræðum með óviðunandi lélegt lím íslenskra frímerkja árið 1989 – svo lá við sambandsslitum hjá karlanganum. „Er það þá allt Pósti og síma að kenna?“ spurði hann í bréfi sínu. Morgunblaðið/Jim Smart Strax árið 1969 varaði Velvakandi lesendur Morgunblaðsins við því að henda rusli í plastpoka.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.