Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 LÍFSSTÍLL ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar Lift Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar Morgunblaðið/Ómar Raddir barna heyrast Barnaþingið sem haldið verður í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember er fyrsta þing sinnar tegundar hér á landi. Börn hvaðanæva af landinu taka þátt í þinginu en því er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau. Tillögur barnaþingsins munu hafa bein áhrif á aðgerðaáætlun sem nú er í undirbúningi um aukna þátttöku barna í stefnumótun. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Um 160 börn voru valin meðslembiúrtaki úr þjóðskrátil þess að taka þátt í barnaþingi sem haldið verður dag- ana 21. og 22. nóvember í Hörpu. Morgunblaðið náði tali af Matthíasi Loftssyni, tólf ára, Elínu Salbjörgu Agnarsdóttur, þrettán ára, og El- ínu Eddu Arnarsdóttur, tólf ára. Undirbúningur hefur staðið síðan í maí en börnin hafa fundað á net- inu. „Við höfum rætt um hvað við viljum tala um á þinginu og hvern- ig við getum verið tilbúin,“ segir Elín Edda. „Við ætlum að tala um hvað sé hægt að bæta fyrir börn,“ segir El- ín Salbjörg. „Og um réttindi barna,“ segir Elín Edda en hún segist hafa hugs- að um réttindi barna eftir að skól- inn fékk heimsókn frá UN Women. „Ég vissi fyrst ekki hvað það var en ég heyrði þá um börn sem voru látin giftast og eignast börn.“ Hverju mynduð þið vilja koma á framfæri við stjórnvöld? „Ég myndi vilja fá betri mat í skólanum,“ segir Matthías. Stelpurnar segjast vilja setja loftslagsmálin á oddinn og fylgjast þær með baráttu Gretu Thunberg. „Mér finnst hún frábær mann- eskja því þótt hún sé svona ung er hún að breyta svo miklu. Hún sýnir að það er létt að breyta hlutunum en stjórnvöld láta eins og það sé rosa erfitt,“ segir Elín Edda. „En það er örugglega hægt,“ segir hún. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framtíðina? „Það fer eftir því hvort við ger- um eitthvað í loftslagsmálum hvort við getum bjargað einhverju,“ seg- ir Elín Edda. Hafið þið áhyggjur af heiminum? Börnin svara öll játandi. „Ef við grípum ekki inn í þá eyðileggjum við allt líf á jörðinni,“ segir Elín Salbjörg. Finnst ykkur að það sé hlustað á börn? „Það mætti vera meira því börn eru mjög hugmyndarík og með meira ímyndunarafl,“ segir Elín Edda. „Þetta er líka framtíðin okkar,“ segir Elín Salbjörg. „Þetta er fram- tíðin okkar“ Reykjavíkurbörnin Elín Edda, Matthías og Elín Sal- björg taka þátt í barnaþingi í næstu viku. Þau segj- ast spennt fyrir að fá að láta raddir sínar heyrast. Elín Salbjörg, Elín Edda og Matthías ætla að taka þátt í barnaþingi en þau hafa öll áhyggjur af heiminum. Morgunblaðið/Ásdís 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.