Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Side 2
Eru Þorri og Þura komin í jólaskap? Heldur betur. Þorri og Þura eru rosalegir jóla- álfar og á hverju ári í kringum jólin kíkja þau í heimsóknir á leikskóla úti um allt land. Núna í desember verða þau í Tjarnarbíói með sýninguna Jólaævintýri Þorra og Þuru. Þessi splunkunýja sýn- ing er uppfull af jólagleði og skemmtilegri tónlist. Afi hans Þorra er í heimsókn og biður þau Þuru að passa jóla- kristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim því þau slökkva óvart á honum. Þorri og Þura leggja af stað í ævintýraferð til að finna leið til að kveikja aftur á kristalnum og finna jólagleð- ina í hjarta sínu. Þau lenda í ýmsum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Hvernig kviknaði hugmyndin að jólaleikritinu? Álfarnir Þorri og Þura eru búin að vera starfandi í 11 ár en í hugmyndin af þessu leikriti kviknaði í kjölfar jólaþáttanna Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV í fyrra. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna með börnum? Börn eru hugmyndarík og opin. Þau eru bestu gagnrýnendurnir því þau segja það sem þeim finnst. Börn eru gjarnan fordómalaus og forvitin. Hvað er svo framundan hjá þér? Við í leikhópnum Miðnætti, sem stendur fyrir Jólaævintýri Þorra og Þuru, erum að fara í leikferð til Japans á heimsþing ASSITEJ með sýninguna okkar Á eigin fótum. Einnig erum við með fleiri verkefni í bígerð en Djákn- inn á Myrká, Sagan sem aldrei var sögð verður sýnd í samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í febrúar og mars. Morgunblaðið/Árni Sæberg AGNES WILD SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 Eitt skemmtilegasta nýyrðið sem heyrist nánast daglega er orðið áhrifa-valdur. Töff orð sem felur bæði í sér völd og áhrif, hvorki meira néminna. Fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiði, eins og undirrituð, þá þýðir það í stuttu máli sá sem er notandi samfélagsmiðla og hefur fjölda fylgj- enda, oftast nokkur þúsund eða fleiri. Áhrifavaldar fá oft tekjur af að kynna vöru og geta haft ágætt upp úr krafsinu. Hjá sumum er þetta alvöru starf! En fyrir hvað er þetta fólk þekkt og hvaða áhrif vill það hafa? Fyrst og fremst virðist vera nauðsynlegt að hafa útlitið með sér. Eða að vera að gera eitthvað spennandi, eins og að bjarga fálkum, sörfa í sjónum eða ferðast um heiminn. Nú eða bara að þrífa húsið sitt, eins og Sólrún Diego gerir. Verst er að ég veit yfirleitt ekkert hvaða fólk þetta er! Um daginn var til dæmis frétt um einhverja Sunnevu sem er víst áhrifavaldur og er þekkt fyrir stæltan rass. Hún gefur fólki góð líkamsræktarráð og er það gott og blessað. Fleiri fréttir af áhrifavöldum birt- ast á netinu: „Aðalsteinn á tvo syni úr fyrra hjónabandi sínu með áhrifa- valdinum Ernu Hrund Her- mannsdóttur.“ „Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, virðist vera alveg brjálaður í kærustu sína, áhrifavaldinn Sunnevu Einarsdóttur.“ Líklega er það sama Sunneva og gefur okkur stælta rassinn. Eða? Og svo er það áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir sem segir okkur að það sé ekki bara gamalt fólk á Kanarí. Flott hjá þeim, en hvaða fólk er þetta eiginlega? Ég hef að minnsta kosti ekki orðið fyrir neinum áhrifum frá áhrifavöldum þessum, eða nokkrum öðrum ef því er að skipta. Ekki svo ég viti alla vega. Ég er hins vegar að stefna að heimsyfirráðum kattarins míns. Hann Herra Gullbrandur minn er með sinn eigin Instagram-reikning undir nafninu Mr. Goldenstripes. Við ákváðum að hafa nafnið á ensku, enda á hann nánast bara erlenda vini. Og svo er einhver James Bond-bragur yfir nafninu. Hann er kominn með 1.035 fylgjendur sem hann hefur gríðaleg áhrif á dag- lega með sínu sniðuga lífi. Verst er að flestir vinir hans eru kettir, þannig að ég veit ekki hversu mikið það skilar sér. Og ég er enn ekkert farin að græða á kettinum! Áhrifavaldurinn Mr. Goldenstripes Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hann er kominn með1.035 fylgjendur semhann hefur gríðaleg áhrifá daglega með sínu snið- uga lífi. Verst er að flestir vinir hans eru kettir. Helgi Sigurbjartsson Nei, enga. Eða jú, eina! Keypti barnahjól handa yngsta barna- barninu. SPURNING DAGSINS Ertu búin(n) að kaupa margar jólagjafir? Íris Kara Heiðarsdóttir Þrjár. Handa frænkum mínum. Sævar Stefánsson Nei, nú fer ég að huga að því. Ása Viðarsdóttir Enga. Ég þarf að kaupa svo fáar að það liggur ekkert á. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Jólaævintýri Þorra og Þuru er frumsýnt 1. desember í Tjarnarbíói. Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir semja handrit og leika í verkinu. Miðasala er hafin á tjarnarbio.is. Leitin að jólagleðinni Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.