Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019
LÍFSSTÍLL
deildum. Skólinn er og hefur alltaf
verið opinn jafnt kristnum og mús-
limum.
„Við byrjum hvern dag á helgi-
stund í kapellunni, bæði múslimar og
kristnir, og biðjum saman. Dag einn
var ég alveg að gefast upp. Þá var hér
kennimaður sem mér fannst tala til
mín. Hann sagði að ég skyldi ekki ör-
vænta og minnti á orð Jesú sem sagði:
Biðjið og yður mun gefast, knýið á og
fyrir yður mun upplokið verða. Eftir
að ég heyrði þetta fór ég inn í skrif-
stofuna mína og hugsaði hvers vegna
ég væri hvergi að knýja dyra? Ég fór
að knýja á dyr og biðja um hjálp. Mér
fannst allar dyr opnast og Guð gaf
okkur meira en við áttum skilið. Á
tveimur árum greiddum við upp úti-
standandi skuldir og gátum gert upp
laun starfsfólksins,“ sagði Saba.
Áhersla á friðarfræðslu
Hann sagði að á þessum morg-
unsamverustundum sé alltaf hug-
vekja og oft rætt um þjóðfélagsmál
eins og sambúð Araba og Gyðinga,
umburðarlyndi, að elska hvert ann-
að, að fyrirgefa og önnur góð gildi.
„Við erum líka með sérstaka frið-
arfræðslu. Tilgangurinn er að upp-
ræta ofbeldi í skólaumhverfinu. Við
líðum ekki ofbeldi, hvorki af hálfu
kennara né nemenda, sama í hvaða
mynd það birtist. Þegar ég kom að
skólanum voru kennararnir með
kennaraprik. Ég sagðist ekki vilja
sjá þau. Sumir nemendur skildu það
svo að fyrst skólastjórinn fjarlægði
kennaraprikin gætu þeir farið sínu
fram. Það tók smátíma að ná aftur
jafnvægi og við komum á frið-
armenningu í hugum og hjörtum
nemenda. Það er mjög mikilvægt.
Það er einfalt mál að halda uppi aga
með kennarapriki en flóknara að
gera það með hugarfarsbreytingu.“
Bæta við skólastigum
Saba setti af stað tólf verkefni til að
afla skólanum tekna. Unnið var með
nemendum, kennurum, foreldrum
og fulltrúum nærsamfélagsins. Sett
voru markmið til þriggja ára og
áætlun til að ná þeim. Hlustað var á
raddir allra. Ákveðið var að fjölga
nemendum. Þeir eru nú 150, þar af
dvelja 15 á heimavistinni. Flytja á
heimavistina í nýtt húsnæði og þar
verður pláss fyrir 38.
Leikskóla var bætt við fyrir þrem-
ur árum. Börn sem útskrifast úr
honum ganga svo upp í 1. bekk og
síðan 2. og 3. bekk eftir því sem þau
eldast. Á endanum verður samfelld
kennsla frá leikskóla og upp í 12.
bekk. Einnig er hafin kennsla í
handíð fyrir nemendur sem lokið
hafa 12. bekk.
Nemendur skiptast nokkuð jafnt í
múslima og kristna. Skóli von-
arinnar er eini einkarekni skólinn á
svæðinu þar sem skiptingin milli
trúarbragða er svo jöfn. Kristnir eru
aðeins 1-2,5% allra íbúa á Vest-
urbakkanum og minna en 1% íbúa á
Gaza. Meirihluti 15 kennara og tíu
annarra starfsmanna skólans er
kristinnar trúar en hinir múslimar.
Kynjahlutföllin eru nokkuð jöfn hjá
starfsfólkinu eða 13 karlar og 12
konur. Stúlkur eru um þriðjungur
nemenda.
Hagræðing og sjálfsaflafé
Reynt hefur verið að hagræða í
rekstri skólans. Einn liður í því var
að setja upp sólarrafhlöður sem sjá
skólanum fyrir rafmagni og fékk
skólinn styrk frá sveitarfélaginu til
að kaupa þær. Útbúinn var knatt-
spyrnuvöllur við skólann sem nem-
endur nota en auk þess leigir sveit-
arfélagið völlinn til æfinga. Skólinn
rekur hænsnabú með um 4.000 varp-
hænum og eru eggin seld. Eggja-
framleiðslan og önnur fjáröflun út-
vega um 10-15% af rekstrarfé
skólans. Skólinn er einnig farinn að
fá styrk frá sveitarfélaginu. Að öðru
leyti er hann háður stuðningi vel-
unnara.
Aðeins eru ráðnir menntaðir
kennarar í kennarastöður við skól-
ann. Auk þess hefur skólinn boðið
upp á símenntun og námskeið fyrir
kennara sína og starfslið.
Mörgum hefur vegnað vel
Fyrrverandi nemendum hefur
mörgum vegnað vel. Saba nefndi
þrjá íslamska nemendur sem dvöldu
á heimavistinni og búa nú í Banda-
ríkjunum. Einn starfar hjá banda-
rísku geimferðastofnuninni NASA,
annar er verkfræðingur og sá þriðji
er læknir. Þeir hafa komið í heim-
sóknir í gamla skólann sinn. Þegar
sá sem starfar hjá NASA sá gamla
rúmið sitt á heimavistinni faðmaði
hann kojuna og beygði af.
Margir nemendanna hafa átt
stuðningsmenn í Bandaríkjunum
eða Evrópu sem hafa kostað skóla-
vist þeirra. „Þessi stuðningur hefur
bjargað framtíð margra barna,“
sagði Saba. „Við gerum engan grein-
armun á kristnum og múslimum. Ég
beini styrkjunum til þeirra sem
þurfa mest á þeim að halda. Það
skiptir engu hver trúarlegi bak-
grunnurinn er.“
Fátækar fjölskyldur eru yfirleitt
ekki rukkaðar um skólagjöld. Al-
gengt er að börn úr fátæku fjöl-
skyldunum stundi vinnu að loknum
skóla, þótt það sé bannað, og það
komi niður á námsárangri. Fjöl-
skyldunum er boðið að skólagjöldin
verði felld niður með því skilyrði að
nemendurnir þurfi ekki að vinna eft-
ir skóla.
Saba sagði að 90% af tekjum skól-
ans væru styrkir og gjafir. Það get-
ur verið stopul tekjulind og sveiflast
eftir efnum og ástæðum gefenda.
Það er enginn einn stór styrktaraðili
sem stendur að baki skólans. Oft er
því þröngt í búi. Engar launaskuldir
eru núna en stundum dregst að
borga út. Saba sagði að óvissan sé
lýjandi og hann hætti aldrei að biðja
um styrki.
Leikskólann vantaði bíl og gömul
blind kona gaf peninga sem nægðu
til að kaupa notaðan bíl. Stjórnvöld
gáfu eftir opinber gjöld af bílnum og
þannig hafðist það. Eitt af verk-
efnum Skóla vonarinnar er að veita
háskólanemum námsstyrki, en til
þess þarf að afla stuðnings.
Lifandi steinar að fara
Saba kvaðst vilja að kristnir búi
áfram á þessu svæði. „Biblían kallar
þá lifandi steina í Landinu helga. En
þeir eru að fara héðan. Það er mikil
bylgja innflytjenda til Bandaríkj-
anna, Evrópu og Suður-Ameríku.
Fólkið fer fyrst og fremst vegna fá-
tæktar og ástandsins hér í leit að
betra lífi. Ef svo fer sem horfir þá
verða engir lifandi steinar eftir í
Landinu helga þegar fram líða
stundir. Þá verða bara dauðir stein-
ar, ég meina kirkjubyggingar, eftir.
Það verða að vera lifandi steinar hér
í Landinu helga því hér er vagga
kristindómsins. Við þurfum að
hvetja þá lifandi steina sem eftir eru
til að dvelja hér í stað þess að yfir-
gefa landið.“
Við skólann er kennt allt upp í 12. bekk og framhaldsnám undirbúið.
Ljósmynd/hopesschoolbeitjala.co
Nokkrir nemendur kusu að dvelja á heimavistinni í páskafríinu.
Morgunblaðið/GE
Bakhlið skólans þar sem sjást gluggar á heimavistinni sem á að stækka. Heimilislausir piltar hafa fengið þar inni.
Morgunblaðið/GE
Nemendur skólans koma aðallega frá Beit Jala og svæðinu í kringum Betlehem.
Ljósmynd/hopesschoolbeitjala.co
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt