Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2020, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.02.2020, Qupperneq 18
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var stirt. Þetta fór fyrir brjóstið á öðrum þjóðum og ákvað landslið Kanada að sniðganga Ólympíu- leikana árin 1972 og 1976. Það kom ekki í veg fyrir að Sovétríkin mættu bestu liðum heims, lið þeirra var skipað bestu leikmönnum heims og sýndi að Sovétríkin áttu í fullu tré við þau lið sem voru skipuð NHL- leikmönnum. Drengir gegn mönnum Leikmenn sovéska liðsins voru því hálfgerð vélmenni en Herb Brooks, þjálfari Bandaríkjanna, boðaði 68 leikmenn á æfingar og náði að mynda tuttugu manna hóp drengja úr háskólum víðs vegar frá Banda- ríkjunum. Níu leikmenn höfðu áður unnið með Brooks, þegar hann var háskólaþjálfari og aðeins einn hafði farið á Ólympíuleika áður og meðal- aldur bandaríska liðsins var aðeins tuttugu og eitt ár. Bandaríska liðið lék alls 61 æfingaleik í aðdraganda Ólympíu- leikanna en í síðasta leiknum fyrir Ólympíuleikana var bandaríska liðið niðurlægt af Sovétríkjunum 10-3 í Madison Square Garden í hjarta New York. Það áttu því ekki margir von á að bandaríska liðið myndi gera atlögu að gullverðlaunum á heimavelli. Jöfnunarmark á lokasekúndum fyrsta leiksins, gegn Svíþjóð, vakti liðið ekki til lífsins á sama tíma og Sovétríkin unnu 16-0 sigur á Japan.  Öruggur 7-3 sigur Banda- ríkjanna á Tékkóslóvakíu sem var talið næststerkasta lið heims, vakti athygli. Sigrar á Rúmeníu, Noregi og Vestur-Þýskalandi, stilltu upp leik Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum þar sem Sovétríkjunum dugði jafn- tefli. Trúin á bandaríska liðinu var ekki meiri en svo að leikurinn var ekki sýndur í beinni í Bandaríkj- unum, heldur upptaka af honum, tveimur tímum síðar. Sovétríkin komust þrisvar yfir í leiknum, en með síðbúnu áhlaupi og frábærum varnarleik og mark- vörslu  tókst Bandaríkjunum að halda aftur af sóknarlotum Sovét- ríkjanna á lokamínútum leiksins, skora síðustu tvö mörk hans og innsigla sigurinn. Þegar leikmenn- irnir komu inn í klefa beið símtal frá Jimmy Carter, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sem vildi hylla hetj- urnar sem unnu Sovétríkin. Þetta áfall stöðvaði ekki sov- éska liðið, sem vann gull á næstu þremur Ólympíuleikum og sex gull á HM, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun, áður en Sovétríkin liðuðust í sundur og liðið keppti fyrir hönd Rússlands. kristinnpall@frettabladid.is SAGAN Á þessum degi fyrir fjöru- tíu árum áttu sér stað einhver óvæntustu úrslit íþróttasögunnar þegar bandaríska liðið, skipað háskóladrengjum, vann 4-3 sigur á Sovétríkjunum í íshokkíi, sem lagði grunninn að því að Banda- ríkin unnu gullverðlaunin í Lake Placid það árið. Leikurinn er titl- aður Kraftaverkið á skautasvellinu (e. Miracle on ice) og var valinn íþróttaviðburður aldarinnar af Sports Illustrated fyrir aldamót og einn merkilegasti leikur sögunnar af Alþjóða íshokkísambandinu árið 2008. Bandaríska liðið þurfti að vinna lokaleik sinn gegn Finnum til að tryggja sér gullverðlaunin og tókst það með frábærri spila- mennsku í lokaleikhlutanum. Þetta reyndist annað Ólympíugull karla- landsliðs Bandaríkjanna í ís hokkíi, en besti árangur þeirra síðan eru silfurverðlaunin í Kanada árið 2010. Ekkert fékk Sovétríkin stöðvað Óhætt er að segja að fæstir hafi átt von á að nokkuð myndi stöðva hið óstöðvandi lið Sovétríkjanna. Sovéska liðið var búið að vinna gullverðlaunin fjórum sinnum í röð og fimm sinnum á síðustu sex Ólympíuleikum þegar komið var til Lake Placid. Á þessum fernum Ólympíuleikum höfðu Sovétríkin unnið 27 leiki af 29, gert eitt jafn- tefli og aðeins tapað einum leik með markatölunni 175-44. Það sama var uppi á teningnum á HM í íshokkíi. Á tuttugu ára tímabili frá 1963-1983 unnu Sovétríkin fimmtán gullverð- laun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á HM. Á þessum tíma var atvinnu- mönnum ekki leyft að keppa, hvorki á HM né á Ólympíuleikum og tef ldu þjóðir því fram áhuga- mönnum, nema Sovétríkin. Stjórn- völd í Sovétríkjunum voru með fremstu íshokkíleikmenn landsins samningsbundna hernum, en þeir æfðu íshokkí daglega. Með því var komið í veg fyrir að þeir færu í atvinnumannadeildirnar þegar kalda stríðið stóð yfir og samband Þegar Davíð felldi Golíat Fjörutíu ár eru síðan lið Bandaríkjanna skipað háskóladrengjum vann 4-3 sigur á hinu óstöðandi liði Sovétríkjanna í íshokkíi á Ólympíuleikunum. Sovéska vörnin verst einni af fáum sóknum bandaríska liðsins í leiknum. Markvörður Bandaríkjanna ver eitt af 39 skotum Sovétríkjanna. Bandaríska liðið fagnar sigrinum í leikslok. Stirt samband stjórnvalda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gerði það að verkum að andrúmsloftið var magnað þetta kvöld. MYND/GETTY 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Markvörður Banda- ríkjanna, Jim Craig varði 36 skot af 39 í úrslitaleiknum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.