Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 20

Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 20
Söngvarinn Matti Matt seg-ist hafa tekið því fagnandi þegar kollegi hans Heiða Ólafsdóttir kom að máli við hann um að syngja lögin með henni í Salnum. „Heiða hefur gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og þegar hún bað mig að vera með varð ég himinlifandi. Það er svo gaman að vera með aðeins annan vinkil á svona tónleikum, þar sem Þorsteinn Eggertsson á yfir 300 texta við íslensk dægurlög og það er alltof sjaldgæft að öðrum en lagahöf- undum eða flytjendum sé gert hátt undir höfði á heiðurstónleikum.“ Óskalög sjúklinga og sjómanna Matti segir Þorstein hafa tekið vel í hugmyndina. „Hann hefur verið á svona „til í allt basis“ í þessu ferli, yndislegur maður og sögurnar sem hann man úr þessum bransa eru óviðjafnanlegar. Þessi lög og þessir textar eru tón- listin sem ég ólst upp við. Hvort sem það voru Óskalög sjúklinga eða Óskalög sjómanna þá var Þorsteinn Eggertsson aldrei langt undan. Þetta eru allt lög sem voru sungin í partíum hjá foreldrum minnar kyn- slóðar og við þekkjum öll þessi lög og þessa texta,“ segir Matti. Aðspurður hvert sé hans uppá- hald segir Matti nokkur lög koma upp í hugann: „Himinn og jörð, Er ég kem heim í Búðardal, Ástarsæla, Söngur um lífið og ég gæti haldið endalaust áfram,“ svarar Matti sem fær að syngja mörg af sínum uppá- haldslögum. Þorsteinn sem nú nálgast áttrætt er annálaður sögumaður enda af nægu að taka hjá manni sem hefur verið viðriðinn tónlistarbransann hér á landi og erlendis allt frá sjötta áratugnum og auðvitað á Matti sína uppáhaldssögu. „Ég hef mjög gaman af sögunni um textann Betri bílar, yngri konur, eldra whiskey, meiri pening. Þar syngur Björgvin Hall- dórsson um Paul McCartney með mjög íslenskum hreim eins og gert var á þeim árum þar sem Paul rímar ekkert sérstaklega vel við handa- skol nema með enskum hreim. Það er kannski erfitt að segja þessa sögu á prenti, en hún verður frábær á tón- leikunum,“ segir Matti og hlær. ÞESSI LÖG OG ÞESSIR TEXTAR ERU TÓNLISTIN SEM ÉG ÓLST UPP VIÐ. Óviðjafnanlegar bransasögur Í kvöld, laugardaginn 22. febrúar, munu þau Matti Matt og Heiða Ólafsdóttir stíga á svið í Salnum og syngja vel valdar perlur Þorsteins Eggertssonar, auk þess mun hann sjálfur segja sögur. Heiða Ólafsdóttir, Þorsteinn Eggertsson og Matthías Matthíasson koma fram í Salnum í kvöld þar sem perlur Þorsteins verða fluttar og einhverjar sögur fá að fljóta með. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Merk ártöl í lífi Þorsteins Eggertssonar 1942 Fæddist eina mestu óveðursnótt ársins, 25. febrúar, á grænum dívan í húsi afa síns og ömmu í Keflavík. 1952 Samdi fyrsta ljóðið sitt með stuðlum, höfuðstöfum og endarími. 1954 Seldi fyrsta málverkið sitt og fékk sérsaumaðan frakka fyrir það. 1955 Var tekinn inn í Leiklistar- skóla Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann, þá 13 ára, þrátt fyrir sextán ára aldurstakmark. 1957 Söng opinberlega í fyrsta sinn og hafði sjálfur samið texta við lögin sem hann flutti. 1958 Flutti í nýtt herbergi á Héraðsskólanum á Laugarvatni og varð herbergisfélagi Ingimars Eydal. 1960 Valinn í dægurlagasöngv- arakeppni K.K. sextettsins. Vann keppnina og varð fastráðinn söngvari með hljómsveitinni í hálft ár. 1961 Stofnaði hljómsveitina Beatniks ásamt nokkrum kunn- ingjum sínum úr Keflavík og Hafnarfirði. 1964 Gerðist fréttaritari Alþýðu- blaðsins í Kaupmannahöfn og tók viðtal við The Beatles í júní. 1965 Tók viðtal við The Rolling Stones í apríl. Samdi sinn fyrsta dægurlagatexta sem kom út á plötu, lagið Ást í meinum, fyrir Savannatríóið. 1966 Ferðaðist með hljómsveit- inni Dátum í hringferð um landið sem eins konar hirðskáld þeirra. 1968 Valinn textahöfundur ársins af gagnrýnendum dag- blaðanna. 1973 Skrifaði undir samning sem söngtextahöfundur fyrir Orange Records í London. 1975 Vinsælasti söngtexti Þor- steins, fyrr og síðar, kom út, Heim í Búðardal, og var á Topp 10 listanum í 84 vikur. 1976 Vann eingöngu sem söng- textahöfundur og samdi 67 texta. 1989 Skrifaði og setti upp þrjár sýningar fyrir Broadway og Hótel Ísland. 1994 Þýddi söngtexta fyrir kvik- myndina Aladdin. 1995 Flutti til Dublin. 1996 Leigði stúdíó í Dublin og málaði þar myndir daglega, 1999 Sýndi teikningar sínar á alþjóðlegri listahátíð í Ankara, Tyrklandi. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.