Fréttablaðið - 22.02.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 22.02.2020, Síða 38
MS-námsstyrkur við Hafrannsóknastofnun og Háskóla Íslands Markmið námsverkefnisins er að rannsaka útbreiðslu dýrasvifs og lífræns reks (e. marine snow) í Suðurdjúpi og í Grænlandshafi í tengslum við umhverfisþætti. Verkefnið tengist evrópska rannsóknaverkefninu MEESO (Ecologi- cally and economically sustainable mesopelagic fisheries) sem Hafrannsóknastofnunin er aðili að og beinist að lífríki miðsjávarlaga. Verkefninu fylgir námsstyrkur, sem veitist til tveggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokið B.S. gráðu í líffræði eða sam- bærilegri gráðu. Umsóknir skulu sendar á póstfangið umsokn@hafogvatn. is og innihalda (a) kynnisbréf (1-2 bls.) og (b) afrit af próf- skírteini B.S. gráðu Athugið að áður auglýstur umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 28. febrúar 2020. Nánari upplýsingar veita Ástþór Gíslason, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun (575200/8945091; astthor.gislason@hafogvatn.is) og Jörundur Svavarsson (5254610/8966739; jorundur@hi.is), Öskju, Háskóla Íslands. Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist al þjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofn unin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. Við leitum að liðsauka STARFSKRAFTUR Í ÁHÆTTUMAT LÍF- OG HEILSUTRYGGINGA Vörður leitar eftir öflugum einstaklingi í áhættumat líf- og heilsutrygginga. Starfið felur í sér yfirferð og mat á umsóknum um líf- og heilsutryggingar, samskipti við lækna og heilbrigðisstofnanir og yfirferð læknagagna sem berast félaginu ásamt almennri þjónustu til viðskiptavina. Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 100 starfsmenn og 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju. Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 hjá VR. Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Ósk Björnsdóttir, forstöðumaður, í netfanginu unnur@vordur.is. Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu félagsins www.vordur.is. Umsóknarfrestur: 02.03.2020 Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda er æskileg. • Vandvirkni og nákvæm vinnubrögð. • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti. • Framúrskarandi þjónustulund. • Almenn stafræn færni. Starfssvið: • Yfirferð og mat á umsóknum um líf- og heilsutryggingar. • Samskipti við lækna og heilbrigðisstofnanir. • Samvinna við trúnaðarlækni félagsins. • Yfirferð læknagagna sem berast félaginu. • Almenn þjónusta og svörun til viðskiptavina. Farice ehf leitar að öflugum framkvæmdastjóra til að leiða fyrirtækið áfram á áhugaverðum tímum en framundan eru mikilvæg verkefni í viðskiptaþróun og stefnumótun. Leitað er að leiðtoga með mikla reynslu af stjórnun og rekstri félaga, framúrskarandi félagslega færni, getu til tengslamyndunar og traust orðspor. Í boði er krefjandi og spennandi framtíðarstarf þar sem unnið er að stefnumótun og þróunarverkefnum í fjarskipta- og gagnaflutningum. FRAMKVÆMDASTJÓRI Starfs- og ábyrgðarsvið: • Daglegur rekstur félagsins • Samskipti við opinbera aðila • Fjárfestingar og viðskiptaþróun • Yfirumsjón með fjármálum • Starfsmannamál • Virkur þátttakandi í gerð samninga við stærstu viðskiptavini og birgja • Stefnumótun í samvinnu við stjórn Menntun og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Mikil stjórnunar- og rekstrarreynsla • Góð reynsla af samningum • Framúrskarandi samskiptahæfni • Reynsla af samstarfi við opinbera stjórnsýslu • Ákveðni og kraftur • Fagleg vinnubrögð • Góð enskukunnátta nauðsynleg (tala/skrifa) • Reynsla og þekking úr fjarskiptageiranum æskileg • Reynsla af alþjóða viðskiptum • Fáguð framkoma Farice ehf var stofnað árið 2002 til að veita þjónustu á sviði fjarskipta- og gagnaflutninga. Fyrirtækið rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, FARICE-1 og DANICE, sem tengja Ísland við önnur gagnaflutningskerfi. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru fjarskiptafyrirtæki hvers konar og stærri viðskiptavinir gagnavera. Upplýsingar veita: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 9. mars nk. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.