Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 90
Nú er tæplega ár liðið frá því að Hatari vann undankeppni Eurovision og þre-m e n n i n g a r n i r að baki sveitinni stimpluðu sig rækilega inn á sjónar- svið Íslendinga. Frændurnir Matthí- as Haraldsson og Klemens Hannig- an stofnuðu Hatara árið 2015, þegar Klemens byrjaði að fikta við raftón- listargerð og Matthías tók að sér að öskra yfir taktana. Stuttu síðar gekk trommarinn Einar Stefánsson til liðs við sveitina, en hún vakti f ljót- lega mikla athygli fyrir einstaka og frumlega sviðsframkomu. Hatari tilkynnti opinberlega að hljómsveitin væri hætt í desember 2018, en staðfesti stuttu seinna að hún tæki þátt í undankeppni Euro- vision. Keppnina sigruðu þeir með yfirburðum og héldu til Ísraels þar sem þeir kepptu fyrir Íslands hönd. Hljómsveitin vakti athygli um allan heim þar sem erlendir fjölmiðlar fjölluðu ekki bara um atriðið, sem var ólíkt nokkru sem áður hafði sést í keppninni, heldur líka um hugmyndir þeirra, hugsjónir og stuðningsyf irlýsingu við sjálf- stæðisbaráttu Palestínumanna. Í kvöld fara fram útgáfutónleikar sveitarinnar fyrir nýjustu plötu hennar, Neyslutrans, en hún kom út í janúar. Á tónleikunum koma fram margir góðir gestir og ber þar helst að nefna palestínska listamanninn Bashar Murad, sem gerði lagið Klefa með hljómsveitinni. Hann kom sérstaklega til landsins til að koma fram á tónleikunum. Sjálfsmynd í molum Hvernig hefur líf ykkar breyst síðan þið sigruðuð keppnina hérna heima? „Sjálfsmyndin er að sjálfsögðu í molum, enda finnum við fyrir frá- hvarfseinkennum eftir Eurovision og frægðina sem á eftir fylgdi. Við reynum að fylla tómið með litríkum drykkjum, andlitsfarða og neyslu af ýmsu tagi,“ svarar Klemens. Einar segir nýjustu plötu þeirra, Neyslutrans, hafa verið tekna upp í Panama í Mið-Ameríku. „Platan er tekin upp í höfuð- stöðvum Svikamyllu ehf. í Panama. Hún hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir styrktarað- ila okkar, sem lögðu dygga hönd á plóg. Við erum þeim einstaklega þakklátir. Á plötunni koma fram listamenn sem fengu ekki greitt fyrir vinnu sína, en þar á meðal má nefna Bashar Murad, Cyber, GDRN, Svarta Laxness, Pétur Björnsson, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og kór Listaháskóla Íslands.“ Örlagarík kveðjustund Matthías segir plötuna vera ákveð- inn óð til mannkynsins. „Platan er óður til mannkyns á örlagaríkri kveðjustund og vöggu- vísa, enda er dómsdagur í nánd eins og tekið er fram í lagatexta. Klem- ens kannar líka kynhneigð sína, spyr hana dónalegra spurninga og kafar einnig á persónuleg mið.“ Hvaðan fenguð þið innblástur? „Við lítum í kringum okkur og sjáum kynþokkafulla samborgara, þjáningu, f lotta tísku, bælda karl- menn, eldsvoða á forsíðum blaða, hlustendaverðlaun FM957, óáfeng- an Cosmopolitan og nístandi til- gangsleysi. Innblásturinn er að finna víða,“ svarar Klemens. Hvaða listamenn mynduð þið helst vilja eiga í samstarfi við? „Fy r ir ut an skatt sv ikarana sem við nefndum áðan þá myndum við gjarnan vilja vinna með Loreen eða Rammstein," segir Matthías. Kviknaði í tónleikastaðnum Þeir viðurkenna að nokkrir ókostir fylgi þeirri velgengni sem hljóm- sveitin hefur upplifað síðasta árið. „Við erum iðulega andvaka og borgarbúar benda gjarnan á okkur og hlæja. Þá bætir ekki úr skák að eigandi hugverksins Hatara er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki í Panama,“ segir Klemens. Nýverið þurfti hljómsveitin að af lýsa tónleikum sínum í Dan- mörku í kjölfar þess að eldur kvikn- aði í tón leik astaðnum. „Skömmu eftir komu Hatara til Danmerkur kviknaði eldur í tón- leikastaðnum Vega í Kaupmanna- höfn með þeim afleiðingum að allir leysigeislar Svikamyllu ehf. brunnu til kaldra kola. Fjöldi áhyggjufullra borgarbúa var svikinn um kvöld- vöku,“ segir Einar. „Nú er úrvalslið lögfræðinga að kanna lagalegar afleiðingar brun- ans, sem kviknaði á annarri hæð fyrir ofan sviðið og smaug með veggjum án þess að brunabjalla léti til sín taka. Ef starfsmaður í ljósa- deild Svikamyllu ehf. hefði ekki komið auga á eldinn hefði þakið bókstaflega hrunið á áhorfendur á dómsdagstónleikum Hatara,“ bætir Matthías við. Dómsdagskveðskapur Við hverju má búast á tónleikunum? „Dystópískri fagurfræði, þaul- æfðum teknógjörningi og íslensk- um dómsdagskveðskap í f lutningi verðlaunasveitarinnar Hatara,“ svarar Matthías. „Eftir vel heppnaða útgáfutón- leika förum við í annan legg tón- leikaferðalagsins „Europe Will Crumble“, ásamt rappsveitinni Cyber og fylgjumst með hruni Evr- ópu og setjum litlar regnhlífar í sér- blandaða drykki,“ segir Klemens. Einar segir þá hafa skýra sýn á framtíðina, ekki bara fyrir Hatara, heldur almennt. „Við sjáum fyrir okkur endalok í náinni framtíð. Það er auðveldara að sjá fyrir sér dómsdag en endalok kapítalismans. Matthías er líka að safna sér fyrir fríi í Mexíkó.“ Útgáfutónleikarnir fara fram í Austurbæjarbíói og húsið verður opnað klukkan 20.00. Tónlistar- konan Guðlaug Sóley, einnig þekkt sem gugusar hitar upp. Örfáir miðar eru eftir en þá er hægt að nálgast á tix.is. steingerdur@frettabladid.is Óður til mannkyns á örlagaríkri kveðjustund Í kvöld eru útgáfutónleikar Hatara í Austur- bæ. Í janúar kom út platan Neyslutrans en á henni eru margir góðir gestir. Hljómsveit- in þurfti að aflýsa tónleikum í Danmörku eftir að það kviknaði í tónleikastaðnum. Klemens Hannigan, Einar Stefánsson og Matthías Tryggvi Haraldsson, meðlimir Hatara, kunna svo sannarlega að halda landsmönnum á tánum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Gestir Hatara í kvöld Bashar Murad GDRN Óháði kórinn Sólveig Vaka Eyþórsdóttir Svarti Laxness ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ SJÁ FYRIR SÉR DÓMSDAG EN ENDALOK KAPÍT- ALISMANS. MATTHÍAS ER LÍKA AÐ SAFNA SÉR FYRIR FRÍI Í MEXÍKÓ. Einar +PLÚS 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.