Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Fyrsta umræða um fjölmiðla-frumvarp menntamálaráð- herra, sem ætlað er að styðja við einkarekna miðla, fór fram á Al- þingi í fyrrakvöld og fram á nótt. Umræðan var ekki mjög bitastæð en varð þó til þess að nú fer frumvarpið í nefnd þar sem von- andi verða sniðnir af því helstu agnú- ar sé á annað borð ætlunin að það verði að lögum.    Í máli Bergþórs Ólasonar komfram gagnleg ábending um að á einkamarkaði í dag væru í raun aðeins þrjár stórar rit- stjórnir, hjá Árvakri, Sýn og Torgi. „Fleirum er ekki til að dreifa,“ sagði hann og gerði at- hugasemd við það þak sem er að finna í frumvarpinu.    Bergþór sagðist vonast til aðnefndin lagaði þetta og sagði að „ef að þetta þak verður til staðar, þá held ég að spil- unum sé býsna ójafnt skipt.“ Hann benti réttilega á að hverfa þyrfti frá hugmyndinni um þakið sem er augljóst út frá jafnræð- issjónarmiðum.    Ef ætlunin er að styðja við al-menna fjölmiðlun hér á landi og tryggja að út komi miðlar sem hafa burði til að halda úti almennum fréttaflutn- ingi og vera annað en vett- vangur fyrir starfsmenn þeirra til að halda til haga helstu áhugamálum sínum, þá hljóta burðugir miðlar að fá jafna sneið af þeirri köku sem til skipta er.    Þetta er meðal þess sem aug-ljóst er að nefndin verður laga áður en frumvarpið kemur til afgreiðslu. Bergþór Ólason Býsna ójafnt skipt STAKSTEINAR Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls mun taka talsverðum útlitsbreyting- um. Stjórn OR hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdir við endur- byggingu hluta skrifstofuhúsnæðis- ins. Útveggir hússins verða réttir af en þrír af fjórum útveggjum hins skemmda vesturhúss slúta nú fram yfir sig. Gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka. Heild- arflatarmál hússins verður svipað eftir breytingarnar og það var. Unn- ið er að lokafrágangi útboðsgagna. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar 2020. Framkvæmd- um gæti verið lokið 2022. Miklar rakaskemmdir fundust í hluta skrifstofuhúsnæðis OR, svo- nefnds vesturhúss, síðsumars árið 2017. Húsnæðið var strax rýmt og kostir til úrbóta skoðaðir. Niðurstað- an varð að endurbyggja útveggi vesturhússins og nota áfram það sem heilt er, þ.e. burðarvirki, gólf, lyftur og loftræstibúnað. Verkfræðihönnun endurbygging- arinnar var boðin út haustið 2018. Verkís annast verkfræðihönnun en Hornsteinar eru arkitektar hússins. gudni@mbl.is Slútandi veggir OR verða beinir  Endurbygging vesturhúss OR við Bæjarháls boðin út í febrúar 2020 Tölvuteikning/Hornsteinar OR Vesturhúsið mun líta öðruvísi út eftir endurbyggingu en nú. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Betur virðist hafa farið en útlit var fyrir þegar þakið fauk af skála Ferðafélags Íslands á Valgeirs- stöðum í Norðurfirði í Ströndum í óveðrinu í síðustu viku. Þekjan af viðbyggingu vestan við húsið fór af, en milliloft er óskemmt. Allt innan- dyra er óbrotið og snjór og raki hafa ekki komist inn, en óttast var í fyrstu að flest í húsinu hefði skemmst í þessari gjörningahríð. Ágætlega tryggt „Okkur er létt að vita að skemmd- ir séu ekki meiri og að milliloftið hafi ekki farið. Eigi að síður er þetta verulegt tjón og þá er bót í máli að við erum ágætlega tryggð. Núna hefur aðeins hlýnað fyrir norðan svo raki nær inn í húsið og því höfum við áhyggjur af,“ segir Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri FÍ, í samtali við Morgunblaðið. „Viðgerðaflokkur er í startholum og er tilbúinn að fara á svæðið þegar landleiðin í Árneshrepp, sem nú er ófær, verður opnuð. Núna erum við að kanna færar leiðir í stöðunni. Meðan landleiðin er lokuð kemur til greina að fara sjóleiðina í Norður- fjörð frá Hólmavík eða taka flug. Við erum bara að meta stöðuna,“ segir Páll og ennfremur: Í óveðrinu eyðilagðist rafmagns- taflan í húsinu á Valgeirsstöðum svo enginn straumur er á því núna. Páll segir að því þurfi að sameina krafta margra iðnaðarmanna úr ýmsum greinum þegar viðgerðarliðið nær á staðinn. Mikilvægt sé þá ef hægt er að ljúka fullnaðarviðgerð á bygging- unni strax. Þakið fauk en annað í húsinu óskemmt  Mikilvægt að fara strax í fullnaðarvið- gerð í Norðurfirði Ljósmynd/Halldór Halldórsson Norðurfjörður Þak fór af viðbygg- ingu en milliloftið er óskemmt. Þessir mögnuðu ofnar/grill eru byggðir á hinni ævafornu „komado“ leirofna eldunaraðferð sem gefur gæfumuninn í allri eldamennsku. Þeir sem einu sinni prófa Big Green Egg grillin skipta aldrei aftur yfir. Ofnarnir eru til í ýmsum stærðum. Til sýnis í sýningarsal Draghálsi 4 Sýningarsalur Draghálsi 4 - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is TA K T IK 5 5 3 8 # Jólagjöf fagmannsins Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.