Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Hatursglæpir og -tjáning hefur á undanförnum árum fengið aukna athygli í Evrópu, en haturstjáning er orðræða sem er almennt beint gegn einhverju, t.a.m. trúarbrögðum, kynhneigð eða uppruna. Ákveðið fordæmi hefur verið gefið í ís- lensku samfélagi sem skapar rými fyrir tjáningu nei- kvæðra viðhorfa gegn minnihluta- hópum sem kynda á undir hatri milli hópa og mismunun. Eru þetta m.a. niðurstöður rann- sóknar sem birt er í fræðiritinu Stjórnmál & stjórnsýsla undir heit- inu „„Grýta þetta pakk“: Haturs- tjáning í íslensku samhengi“. Var rannsóknin unnin af Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akur- eyri, og Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. „Þessi orðræða er notuð til að stilla minnihlutahópum upp sem ógn gegn íslenskri menningu, „hvíta kyn- stofninum“, konum og öryggi sam- félagsins. Orðræðan beinist að mestu leyti gegn múslimum. Ein- staklingar sem halda úti orðræðu sem þessari hafa í sumum tilfellum beinan aðgang að fjölmiðlum í gegn- um eignarhald og stjórnun miðlanna þar sem falsfréttum er meðal annars miðlað,“ segir í rannsókninni. Sagðir hafa aðgang að Sögu Rannsakendur halda því einnig fram að sömu orðræðu sé að finna innan stjórnmálanna hér á landi, en stjórnmálaflokkarnir Íslenska þjóð- fylkingin og Frelsisflokkurinn eru meðal annars stofnaðir „sérstaklega gegn innflytjendum, múslimum og fólki sem leitar alþjóðlegrar vernd- ar. Jafnvel þótt fylgi þessara flokka hafi ekki náð miklu flugi hingað til hafa þeir góðan aðgang að fjölmiðl- inum Útvarpi Sögu til að dreifa hat- ursáróðri,“ segir í rannsókn, en einn- ig eru fulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins bendlaðir við haturs- tjáningu í umræddri rannsókn. Þá sýnir uppgangur haturshópa á borð við Norðurvígi og Vakur að grundvöllur sé fyrir starfsemi hér. Grundvöllur fyr- ir hatri á Íslandi  Hatursglæpir og -tjáning rannsakað Hæli Mótmæli hælisleitenda. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfisstofnun (UST) telur að svo mikil efnistaka sem ráðgerð er úr námu við Brúarhlöð [E71] vegna vegagerðar „gæti haft veru- lega neikvæð sjónræn áhrif í för með sér á svæði sem er fallegt og landþröng mikil þannig að allt rask verður mjög sýnilegt og þar með haft neikvæð áhrif á vernd- argildi svæðisins“. Þá telur UST að þarna ætti al- farið að hætta efnistöku eða draga verulega úr því magni sem ráð- gert er að taka. Einnig ætti að leggja að landeiganda að hætta efnistöku til eigin nota á þessum stað. Þetta kemur fram í „frekari um- sögn“ UST vegna mats á umhverf- isáhrifum Skeiða- og Hruna- mannavegar – Gígjarhólskots. Ráðgert er að taka allt að 40 þús- und rúmmetra úr námunni. Efn- istakan er innan svæðis nr. 737 á náttúruminjaskrá. Verndargildi svæðisins er talið vera: Tilkomu- mikið gljúfur með kjarri- og skógi- vöxnum bökkum. Umsögnin kom á óvart Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, sagði að umsögn UST hefði komið þeim á óvart miðað við það sem kom fram í vettvangsferð. Náma E71 er í landi Gígjarhólskots ná- lægt vesturbakka Hvítár við þjóð- veg 30, Skeiða- og Hrunamanna- veg, og rétt ofan við brúna yfir Hvítá. Svanur sagði að efni hefði lengi verið sótt í námuna. Svanur sagði að náman við Hvítá væri á verndarsvæði sem er alltaf meðfram ám. Þess vegna þurfi að spyrja um matsskyldu framkvæmdarinnar. Skipulags- stofnun óskaði eftir umsögn UST sem hér var vitnað í. Vegagerðin mun svo gefa umsögn um hana áð- ur en Skipulagsstofnun gefur álit sitt. Efnið á að nota til að byggja upp veginn frá Einholtsvegi upp að Biskupstungnabraut og setja á hann bundið slitlag. „Þetta er eini malarkaflinn sem er eftir á Skeiða- og Hruna- mannavegi,“ sagði Svanur. Þá á að sækja allt að 20 þúsund rúmmetra í námu E72 við Einholtsveg. UST segir að hún hafi talið í fyrri umsögn að leggja ætti meiri metnað í áætlun um efnistöku og umgengni á þessu svæði. Í stað þess að vísa til samráðs við land- eiganda ætti Vegagerðin að leggja fram „metnaðarfulla áætlun um efnistökuna og hvernig viðskilnaði við svæðið verður háttað.“ Þá segir UST að ekki hafi bor- ist ný áform um að draga úr áhrif- um efnistökunnar, hvorki með vandaðri hönnun námunnar né með því að minnka það efnismagn sem ráðgert er að taka. Meiri kostnaður og óvissa Svanur telur að hægt sé að ganga þannig frá námunni eftir efnistöku að hún verði ekki til lýta. Ekki er ljóst hvert þyrfti að sækja efni megi ekki taka það úr námu E71. Hann sagði að það verði kostnaðarsamara að sækja efnið lengra. Þá skapi það óvissu um hvenær verður hægt að hefja verkefnið megi ekki nýta námuna auk þess að valda óvissu um kostnaðar- áætlun. Í fundargerð skipulagsnefndar Umhverfis- og tæknisviðs Upp- sveita (UTU) frá 13. nóvember að er fjallað um umsókn Vegagerð- arinnar um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna við Skeiða- og Hrunamannaveg ásamt efnistöku úr umræddum námum. Nefndin mæltist til þess að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti að gefa út fram- kvæmdaleyfið. Neikvæð umsögn UST um efnisnám við Hvítá  Vegagerðin vill fá að taka efni úr námu við Brúarhlöð vegna Skeiða- og Hrunamannavegar  Umsögn Umhverf- isstofnunar kemur Vegagerðinni á óvart Efnistökusvæði í Bláskógabyggð Loftmyndir ehf. Efnistökusvæði E71 Gýgjarhólskot, set- náma, allt að 2 ha. Efnistökusvæði E72 Gýgjarhólskot 3, grjót- og sandnáma, allt að 2 ha. Gullfoss Gey sir Hvítá Tungu- fljót B I S K U P S T U N G U R Fl úð ir Laugarvatn Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Til jóla fyrir dömur og herra Gjafakassar | Ilmir | Treflar | Silkislæður | Töskur | Hanskar Skart | Peysur | Buxur | Velúrgallar | Gjafakort 1988 - 2018 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN John Snorri Sigurjónsson fjalla- garpur lét staðar numið síðdegis í gær eftir átta ferðir upp og niður Esjuna. Hann hóf gönguna klukkan 18:00 í fyrrakvöld. Jón Snorri fór að kenna til í hægra hné þegar hann var í átt- undu ferðinni upp fjallið. Hann fer til Pakistans 2. janúar til að klífa K2 og þótti honum ekki skynsam- legt að leggja í óþarfa áhættu. Í til- kynningu kemur fram að ferðirnar í gær og fyrradag hafi fyrst og fremst verið hugsaðar sem æfing og í fjáröflunarskyni til að vekja at- hygli á verkefninu. John Snorri telur sig vera undir það búinn að takast á við K2 í jan- úar. Hann segir að verkina megi rekja til hraða- álags. Ferðin upp K2 sé allt annars eðlis og hafi lítið með hraða að gera. John Snorri stefnir að því að klífa K2-tindinn í Pakistan fyrstur manna í heiminum að vetrarlagi. K2 er næsthæsta fjall í heimi og hingað til hefur enginn komist á tind þess að vetrarlagi. John Snorri komst á tindinn sumarið 2017. gudni@mbl.is Gekk átta sinnum upp og niður Esjuna John Snorri Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.