Morgunblaðið - 18.12.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
✝ GunnhildurBjörnsdóttir
fæddist 5. janúar
1928 á Kleppjárns-
stöðum í Hróars-
tungu. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Dyngju á Eg-
ilsstöðum 8. desem-
ber 2019.
Foreldrar Gunn-
hildar voru Björn
Árnason, f. 14.5.
1888, d. 8.5. 1962, og Anna Þur-
íður Hallsdóttir, f. 25.4. 1895, d.
16.7. 1989. Alsystkini Gunn-
hildar voru átta. Guðrún María,
f. 1917, dó barnung. Hallfríður,
f. 1920, d. 1993; Guðlaug, f.
1922, d. 2008; Oddur, f. 1926, d.
2001; Sveinn, f. 1930, d. 2011;
Óskírður drengur, f. 1931, dó
sama ár.; Gísli, f. 1933, og
Soffía, f. 1936, d. 2000.
Gunnhildur giftist Gunnlaugi
Gunnlaugssyni Oddsen, f. 2.11.
1915, d. 11.3. 1991. Gunnhildur
Barnabörnin eru 21, barna-
barnabörnin 28 og barnabarna-
barnabörn eru 2.
Gunnhildur bjó fyrstu æviár-
in á Kleppjárnsstöðum í Hróars-
tungu, en þegar hún var á
fimmta aldursári fór hún í fóst-
ur í Heiðarsel í sömu sveit. Í
Heiðarseli kynntist Gunnhildur
eiginmanni sínum og hófu þau
búskap þar árið 1947 og bjuggu
þar saman þar til Gunnlaugur
lést árið 1991. Björn sonur
þeirra tók þá alfarið við bú-
skapnum. Árið 1996 flutti
Gunnhildur í Egilsstaði og bjó
þar til dauðadags. Gunnhildur
tók virkan þátt í félagsstarfi í
sveitinni. Hún var stofnfélagi í
Kvenfélagi Hróarstungu, hún
tók þátt í sveitastjórnarmálum
og söng í Kirkjukór Kirkjubæj-
arkirkju um áratugaskeið. Eftir
að Gunnhildur flutti í Egilsstaði
tók hún þátt í starfi eldri borg-
ara og nýtti sér þjónustuúrræði
í Hlymsdölum, félagsmiðstöð
eldri borgara. Síðustu æviárin
bjó Gunnhildur á Hjúkr-
unarheimilinu Dyngju á Egils-
stöðum.
Útförin fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 18. desember
2019, klukkan 14.
og Gunnlaugur
eignuðust saman
átta börn. Þau eru:
1) Guðrún, f. 1948,
gift Sigurði Ingv-
arssyni. 2) Gunn-
laugur, f. 1949,
kvæntur Þuríði
Arnórsdóttur. 3)
Björg Sigrún, f.
1951, gift Þóri
Bjarnasyni 4) Anna
Guðbjörg, f. 1953,
gift Agnari Eiríkssyni. 5) Björn
Guttormur, f. 1954, kvæntist
Guðfinnu Auðunsdóttur, þau
slitu samvistir. 6) Reynir Sig-
urður, f. 1956, kvæntur Sigur-
laugu Gísladóttur. 7) Helga Sig-
ríður, f. 1962, giftist Ingjaldi
Ragnarssyni, þau slitu sam-
vistir. 8) Kári Sigmar, f. 1965,
kvæntur Sólveigu Pálsdóttur.
Einnig ólu þau upp dótturdótt-
ur sína Huldu Dagbjörtu, f.
1968, hún er gift Árna Stein-
þórssyni.
Elsku amma. Þú ert mín fyr-
irmynd í lífinu. Þú hefur verið
stoð mín og stytta frá því ég man
eftir mér. Þú tókst mig smábarn-
ið að þér og varst í raun móðir
mín. Ekki hefur það verið auðvelt
að bæta við níunda barninu á
stórt heimilið, en þig virtist nú
ekki muna um eitt í viðbót. Ég lét
þig þó alveg hafa fyrir því. Var
oft óþæg og erfið, hefði eflaust
verið greind í dag með ADHD.
En þú hjálpaðir mér að takast á
við lífið, kenndir mér að beisla
eirðarleysið, til dæmis með
handavinnu.
Þú varst hreinskilin, lést okk-
ur heyra hvað þér fannst. Fé-
lagslynd, tókst þátt í kvenfélag-
inu, kirkjustarfi og sveitarstjórn
svo fátt eitt sé talið.
Dugnaður var þér í blóð bor-
inn, hjálpsöm og greiðvikin, en
stjórnsöm á stundum.
Þú hafðir mikla hæfileika og
sköpunargáfu. Það lék allt í hönd-
unum á þér.
Hafðir mikinn áhuga fyrir
handverki, fatasaumi sem þú
varst snillingur í, prjóni, útsaumi,
bókbandi og fleira. Hvað þú varst
búin að sauma af fatnaði og
prjóna á fjölskyldu og vini. Gafst
okkur dýrindis útsaum, rúmföt
og útprjónaða vettlinga. Fyrsta
hugsunin þegar ég klára handa-
vinnu er að þetta þurfi ég að sýna
ömmu.
Alveg fram á síðasta dag hafð-
irðu áhuga á nýjungum. Þér
fannst sniðugt þegar ég var að
basla við í sumar að læra að
prjóna tvo vettlinga á einum
hringprjóni. Ef þú hefðir verið
yngri hefðirðu gleymt þér á you-
tube að læra eitthvað nýtt. Man
þó eftir því hvað þér þótti mat-
seld og þessi endurteknu heim-
ilisverk leiðinleg. En þú leystir
þetta allt saman með prýði. Töfr-
aðir fram dýrindis máltíðir og
bakkelsi oft úr litlu. Þú varst fróð
og kunnir hafsjó af vísum og
kvæðum. Hafðir gaman af því að
ferðast og fórst til allnokkurra
landa.
Þú tókst Árna manninn minn
að þér eins og hann væri sonur
þinn. Það var svo yndislegt að þú
skyldir treysta þér til að vera við-
stödd þegar við loksins giftum
okkur í fyrra.
Aðdáunarvert var hvernig þú
tókst á við veikindin sem hófust
fyrir sex árum þegar þú misstir
málið. Þú tókst á því með ró þó
svo að þetta hefði verið erfiðasta
fötlunin fyrir þig, sem hafðir svo
gaman af söng og að vera innan
um fólk.
Þótt ég samgleðjist þér að
komast í langþráð sumarlandið
til afa þá er hjarta mitt fullt af
söknuði og trega. Kveð með ljóði
eftir Jón Inga Arngrímsson:
Langur dagur að kvöldi kominn er
kærar minningar ylja okkur hér.
Okkur kenndir það lífsins leyndarmál
að lífsgleðin er sótt í eigin sál.
Þá stóru brimskafla og boðaföll
sem buldu á, þú tókst á við þau öll.
Á æviskeiðinu lagðir mörgum lið
nú loks þú hvílist, öðlast ró og frið.
Þitt Sólarlag, svo er komin nótt
Þitt Sólarlag, þú hvílir vært og rótt
Þitt Sumarland, bjart nú bíður þín
Þitt Sumarland, bæna þinna sýn.
Senn vaknar þú á björtum betri stað
sem bíður þín, þú sagðir okkur það.
Þar læknast allt sem áður þjáði þig
þú ert komin á nýtt tilverustig.
Við söknum þín en vitum það víst öll
að vegurinn í þína draumahöll
liggur beinn, þar brosir allt þér við
brátt þar finnur vini þér við hlið.
Þitt Sólarlag, svo rís sólin hlý
Þitt Sólarlag, við tekur veröld ný
Þitt Sumarland, sem að þráðir þú
Þitt Sumarland, sem þig faðmar nú
Kveðja
Hulda Dagbjört.
Ég var fjölmörg sumur í sveit
hjá ömmu. Það voru forréttindi
að fá að kynnast sveitinni og nátt-
úrunni, hlaupa áhyggjulaus um
holt og hæðir, það var alltaf hægt
að finna sér eitthvað að gera og
ímyndunaraflið nýtt til hins ýtr-
asta því lítið var um leikföng. Ég
var sérlegur hænsnahirðir,
þekkti allar hænurnar og gaf
þeim nöfn. Einnig átti ég forystu-
kind.
Ég fór oft á hestbak og í reið-
túra og það fannst mér frábært.
Einnig hafði ég mikið dálæti á
hundunum. Það voru margir í
heimili og alltaf eitthvað um að
vera. Gestagangur var mikill og
amma var höfðingi heim að
sækja.
Amma söng oft við verkin sem
hún vann og hún söng mjög vel og
virkilega gaman að heyra hana
syngja. Amma var alla tíð vel inni
í öllu því sem gerðist í umheim-
inum og gat tekið þátt í samræð-
um um allt mögulegt. Hún hafði
mjög gaman af því að ferðast og
ferðaðist um mörg lönd og gaman
að heyra frásagnir hennar af
þeim ferðalögum. Amma var
mikil hannyrðakona og eftir hana
liggja ófá listaverk. Amma var
mjög gjafmild og fór maður yfir-
leitt ekki frá henni án prjónaðra
listaverka.
Amma var einhver magnað-
asta og sterkasta kona sem ég
hef kynnst. Hún þurfti að glíma
við mikla erfiðleika sem ung kona
en varð aldrei bitur, var alltaf já-
kvæð, sterk og sjálfstæð. Hún
var mögnuð fyrirmynd sem ég
mun ávallt reyna að fylgja.
Dagmar Sigurðardóttir.
Gunnhildur
Björnsdóttir
✝ Ingibjörg Guð-rún Gunnlaugs-
dóttir fæddist í
Ólafsfirði 6. sept-
ember 1923. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 7. desem-
ber 2019.
Foreldrar
Ingibjargar voru
Gunnlaugur Frið-
finnsson vélstjóri, f.
20.9. 1894, d. 19.2. 1927, og
Gunnhildur Gunnlaugsdóttir
húsfreyja, f. 10.5. 1902, d. 16.7.
1972. Stjúpfaðir Ingibjargar var
Sigursveinn Árnason, f. 8.8.
1903, d. 13.10. 1980. Ingibjörg
átti eina alsystur, Önnu, f. 15.3.
1926, d. 29.11. 2011, og einn
bróður sammæðra, Gunnlaug
Sigursveinsson, f. 22.12. 1929, d.
22.11. 1967.
Ingibjörg giftist 4.12. 1943
Haraldi Kr. Jóhannssyni sölu-
stjóra, f. 16.1. 1921, d. 6.9. 2004.
Ingibjörg og Haraldur bjuggu
kennara, f. 26.3. 1961. Börn
þeirra eru a) Arna endurskoð-
andi, f. 19.5. 1983, í sambúð með
Hilmari Agli Jónssyni, f. 22.9.
1978, og eiga þau Elfu Ísold, f.
9.6. 2013, og Skírni Örn f. 26.5.
2017. b) Elfur, sölumaður, f. 8.2.
1985, hennar sonur er Ólíver
Blær, f. 12.8. 2005. c) Rafn Andri
verkfræðingur, f. 10.4. 1989, í
sambúð með Jessicu Vanessu
Sotelo, f. 27.8. 1987. d) Hlynur, f.
4.9. 1992.
Ingibjörg bjó í Ólafsfirði þar
til hún fluttist suður árið 1943.
Ung starfaði Ingibjörg á sím-
stöðinni í Ólafsfirði. Í Reykjavík
vann hún utan heimilis í tæp 20
ár, fyrst í Saumaverksmiðjunni
Dúki í Skeifunni og síðar á
saumastofu Landakotsspítala.
Eftir starfslok gætti hún meðal
annars barnabarnanna á Lang-
holtsveginum. Ingibjörg hafði
mikla unun af því að prjóna og
var hún enn að orðin 96 ára göm-
ul. Prjónaskap Ingibjargar mátti
meðal annars finna hjá Hand-
prjónasambandinu. Ingibjörg og
Haraldur voru lengi í fram-
varðasveit Eyfirðingafélagsins í
Reykjavík.
Úför hennar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 18. desember
2019, klukkan 15.
fyrstu árin á Lauga-
vegi 101 en frá
árinu 1953 í Hólm-
garði 66. Ingibjörg
fluttist á Grund í
byrjun árs 2018.
Ingibjörg og Har-
aldur eignuðust
þrjá syni: 1) Jóhann
Ævar, f. 24.12.
1941, d. 25.8. 1958.
2) Þorvaldur Rafn
tannsmið, f. 4.8.
1947, d. 27.5. 1981. Hann var
kvæntur Kolbrúnu Jarlsdóttur, f.
30.1. 1955. Sonur þeirra er Ævar
Jarl, smiður, f. 4.12. 1980. Ævar
Jarl er kvæntur Tinnu Rós, f.
18.7. 1980, og eiga þau Diljá, f.
14.9. 2008 og Þorleif Ara, f. 10.5.
2014. Þorvaldur Rafn eignaðist
áður Sunnu Björgu hugbúnaðar-
sérfræðing, f. 11.11. 1968 , sonur
hennar er Gabríel Mikko f. 16.5.
2008. 3) Haraldur Kristófer
byggingatæknifræðingur, f.
16.9. 1957. Haraldur er kvæntur
Guðnýju Soffíu Marinósdóttur
Elsku amma Inga. Í dag erum
við þakklát fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem við eigum um þig.
Þú sagðir okkur margar sögur og
varst alltaf svo stolt af þínu fólki.
Þegar við töluðum saman fengum
við fréttir af hinum og þessum og
skákaðir þú okkur öllum hvað
minni varðaði, orðin 96 ára göm-
ul.
Þú varst svo myndarleg með
prjónana og sást til þess að okkur
öllum ásamt vinum og vanda-
mönnum væri alltaf hlýtt á hönd-
um og fótum. Hvert einasta smá-
barn í kringum okkur fékk
fallega sokka með stjörnu-
mynstri frá þér. Hlógum við mik-
ið þegar þú rifjaðir upp nýlega að
þú hafir enn verið í „bisness“
seinasta vetur þegar þú seldir
sokka og vettlinga á basarnum á
Grund.
Við systkinin fórum oft með
þér og afa í Rjóður þegar við vor-
um yngri og þótti okkur gaman
að fara með þér í lautarferð og
upp á Skolla. Þú útbjóst nesti fyr-
ir okkur og völdum við okkur
hvert sína lautina sem við heim-
sóttum þegar komið var í Rjóður.
Karamellukakan sem þú bakaðir
er í miklu uppáhaldi og var í
hverju afmæli. Þá reyndi maður
iðulega að ná endasneiðinni með
mestu karamellunni og svo að
skafa karamelluna af hliðunum.
Við bökuðum karamelluköku í
dag, þér til heiðurs.
Þegar við komum til þín og afa
í Hólmgarðinn varstu yfirleitt
klár með pönnsur eða annað góð-
gæti handa okkur. Fyrir stuttu
rifjuðum við það upp þegar þú
komst til okkar á Langholtsveg-
inn með kjötbollur í krukku að
heiman og þú hlóst mikið þegar
þá kom upp í hugann eitt skiptið
þegar þú labbaðir alla leiðina til
okkar með fullan súpupottinn í
fanginu.
Þú hafðir svo gaman af því að
hitta langömmubörnin þín og fá
fréttir af þeim inn á milli. Elfa Ís-
old og Skírnir komu með mikið
fjör inn á herbergi til þín og í
matsalinn á Grund þegar við fór-
um með þér í kaffi. Þegar Ólíver
kom í heimsókn varstu alltaf jafn
hissa á hve mikið hann hefði
stækkað og vissi Elfur ekki hvað-
an á sig stóð veðrið þegar þú til-
kynntir henni hlæjandi að hún
byggi nú með manni og áttirðu þá
við Ólíver.
Þú varst kletturinn hans afa og
höfðuð þið upplifað mikinn missi
saman.
Hlýjan frá þér leyndi sér ekki
og alltaf varstu kát og glöð í sam-
skiptum. Þú nefndir það fyrir
ekki svo löngu hversu frábært
þér þætti að við fjölskyldan vær-
um dugleg að hittast og munum
við halda því áfram. Að missa þig
eru mikil viðbrigði fyrir pabba en
við systkinin, mamma og afa-
börnin munum halda utan um
hann og styðja.
Hvíldu í friði, elsku amma
Inga, við söknum þín.
Þín ömmubörn
Arna, Elfur, Rafn Andri
og Hlynur.
Í minningu mágkonu okkar
Ingibjargar G. Gunnlaugsdóttur
er margs að minnast frá liðnum
árum.
Glæsileg kona alla tíð. Hún
giftist bróður okkar Haraldi Kr.
Jóhannssyni 6. september 1943.
Ingibjörg og Haraldur hófu
búskap í Reykjavík á Laugavegi
101. Heimili þeirra varð fljótlega
fjölsótt af vinum og vandamönn-
um.
Við systkinin áttum ætið at-
hvarf þar á bæ, er við tókum að
tínast til Reykjavíkur í skóla og
til annarra starfa.
Ingibjörg vann mikið að fé-
lagsmálum, var virkur félagi í
Eyfirðingafélaginu í mörg ár.
Stóð við hlið manns síns í Odd-
fellowreglunni og fleiri félögum.
Viðmót Ingibjargar var ætíð
ljúft og allt vildi hún fyrir okkur
gera og leiðbeina.
Við systkini Haraldar kunnum
Ingibjörgu G. Gunnlaugsdóttur
mágkonu okkar þakkir fyrir liðnu
árin og kveðjum hana með sökn-
uði þá ferð hennar hefst er
stjörnur lýsa bláan geiminn, að
grænum grundum, að vötnunum
þar sem sálin hvílist.
Samúðarkveðjur til sonar og
afkomenda,
Heimir Brynjúlfur Jóhanns-
son og fjölskyldur,
Sigríður Hafdís Jóhanns-
dóttir og fjölskyldur.
Ingibjörg G.
Gunnlaugsdóttir
Við skyndilegt
fráfall tengdaföður
míns, Erlings
Ólafssonar, koma
margar góðar minningar upp í
huga minn sem ekki verða frá
mér teknar. Frá fyrstu kynnum
okkar kom hann mér fyrir sjón-
ir sem reynslumikill maður sem
hafði sögu að segja. Glaðværð
og yfirvegun voru honum í blóð
borin og grunnt á skopskyni
sem hann bjó yfir til hinsta
dags.
Erlingur og eiginkona hans
Helga Kristjánsdóttir höfðu
rekið saman garðyrkjustöðina
Reykjadal í Mosfellsdal af
áræðni og eljusemi í tæp 30 ár
þegar ég og dóttir þeirra Ólöf
Ágústa fórum að draga okkur
saman.
Ófáar samverustundirnar
áttum við á heimili þeirra
hjóna. Blómlegur og vel hirtur
skrúðgarður, gróðurhús þar
sem rósir, nellikur og aðrar
tegundir voru ræktaðar af
miklum myndarskap, stór bíl-
skúr/bílaverkstæði og glæsileg-
ir fararskjótar á hlaðinu. Allt
bar þetta vott um snyrti-
mennsku og sóma sem þau hjón
höfðu tamið sér.
Erlingur gerði við alla sína
bíla sem og annarra en margir
leituðu til hans um hjálp og
hafði Erlingur ráð undir rifi
hverju í bílskúrnum. Erlingur
sýndi Mercedes Benz mikla
hollustu í gegnum tíðina, átti
þá marga, gerði við, endur-
bætti, endursmíðaði, sprautaði
og hirti vel um.
Að kveldi voru um allan bíl-
skúr íhlutir og verkfæri að
ógleymdum bílnum sem stóð á
gólfinu og ekkert fararsnið var
á.
Morguninn eftir voru allir
hlutir komnir á sinn stað í bíln-
um og hann ökufær. Erlingur
unni sér ekki hvíldar fyrr en
verkefninu var lokið með sóma.
Erlingur Ólafsson
✝ Erlingur Ólafs-son fæddist 23.
desember 1942.
Hann lést 15. nóv-
ember 2019.
Erlingur var
jarðsunginn 4. des-
ember 2019.
Það var ánægju-
legt að eiga við
hann samtöl um
liðna tíma, s.s. um
hjálparstarf með
Björgunarsveitinni
Kyndli í Mosfells-
sveit sem hann
stofnaði ásamt
fleirum. Við erfiðar
aðstæður í foráttu-
vitlausu veðri var
hann ávallt til
þjónustu reiðubúinn til að
verða öðrum að liði sem voru í
háska.
Um hálendisferðir og um
jeppabreytingar ræddum við en
hann var einn af þeim fyrstu
hérlendis sem breyttu jeppa
sérstaklega til að auka aksturs-
getu þeirra um vegleysur. Ófáir
voru greiðar og snúningar Er-
lings í þágu fjölskyldu minnar
sem ég vil þakka fyrir. Einnig
fyrir góð ráð og leiðbeiningar
um viðgerðir og viðhald.
Við 65 ára aldurinn fór Er-
lingur að finna fyrir sjúkleika
sem var á alvarlegu stigi og
varð til þess að hann fór í stóra
hjáveituaðgerð sem ekki var
hægt að slá á frest.
Hann gerði sér grein fyrir
því að brugðið gæti til beggja
vona.
Aðgerðin gekk vel sem betur
fer, hann komst fljótt til heilsu
á ný og náði undraverðum bata
að lokinni endurhæfingu á
skömmum tíma. Örfáum árum
síðar hrakaði heilsu Erlings
verulega og stóð líf hans nánast
á bláþræði um tíma. Hann
komst þó yfir þetta tímabil af
æðruleysi og stóð tengdamóðir
mín eins og klettur við hlið
hans.
Erlingur og Helga hættu
starfsemi garðyrkjustöðvar
sinnar fyrir um 6 árum eftir
tæplega 50 ára rekstur, þá
bæði komin á áttræðisaldur.
Þau fóru í nokkrar utanlands-
ferðir, m.a. til Svíþjóðar og til
Tenerife á allra síðustu árum
og áttu þar góðar stundir með
fjölskyldunni.
Við leiðarlok vil ég þakka
Erlingi Ólafssyni fyrir tryggð
og samfylgdina í gegnum árin.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Helgi Már Karlsson.
Elsku móðir mín, vinkona og amma,
BJARNHEIÐUR EINARSDÓTTIR
frá Ólafsfirði,
Austurbrún 6, Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 10.
desember. Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13.
Kristján Már Hilmarsson
Elín G. Magnúsdóttir
Bjarnheiður Ninja Sigmundsdóttir
Sæunn Árný Sigmundsdóttir