Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 23

Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 „ÉG BÆTTI VIÐ ÞJÓRFÉ.” „ERT ÞETTA ÞÚ? ÞÚ VARST BARA Í BURTU Í FIMM MÍNÚTUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú átt nú þegar meistaraverk. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KÆRA „SPYRÐU HUNDINN” GREFURÐU BEIN Í BAKGARÐINUM? EF SVO ER, ÞÁ HVAR? MÁTTI REYNA, HVUTTINN HENNAR LÁRU! ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ KOMAST HEIM! ÉG ER GLORSOLTINN!! Æ, NEI!! KVÖLDMATURINN VERÐUR AFTUR SEINN! Ellen Kristjánsdóttir kom og söng í afmælinu. Svo ætla ég út að borða með börnunum mínum og fóstur- börnum í dag.“ Fjölskylda Börn Svanhildar með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Sævari Erni Sigurbjartssyni, eru 1) Ellen Sif Sævarsdóttir, f. 7. október 1984, sálfræðingur, búsett í Kópavogi; 2) Davíð Sævarsson, f. 28. mars 1989, forritari, búsettur í Kópavogi. Fóst- urdætur Svanhildar eru Alena Elísa, f. 27.3. 1996, og Kara Nótt, f. 7.3. 2000. Systkini Svanhildar eru Mínerva Margrét Haraldsdóttir, f. 2. júní 1955, tónlistarkennari og músík- þerapisti, búsett í Reykjavík; Guð- ríður Haraldsdóttir, 12. ágúst 1958, blaðamaður og prófarkalesari, bú- sett á Akranesi; Guðmundur Jónas Haraldsson, f. 28. janúar 1962, leik- ari, búsettur í Reykjavík. Hálfsystir samfeðra er Helga Arnfríður Har- aldsdóttir, f. 7. nóvember 1967, sál- fræðingur, búsett í Reykjavík. Foreldrar Svanhildar: Haraldur Jónasson, f. 1. desember 1930, d. 9. júlí 2001, lögfræðingur í Reykjavík, og Bryndís Jónasdóttir, f. 5. maí 1934, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. Svanhildur Sif Haraldsdóttir Elín Jónsdóttir húsfr. á Helluvaði, f. í Vestmannaeyjum Jónas Ingvarsson bóndi á Helluvaði á Rangárvöllum, f. á Hóli í V-Landeyjum Jónas Jónasson skósmiður í Reykjavík Bryndís Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík Jónas Jósteinsson yfi rkennari Austurbæjarskóla Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV og fv. fréttastjóri Mínerva Margrét Haraldsdóttir tónlistar- kennari og músíkþerapisti Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur Mínerva Málfríður Jósteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Theódóra Guðmundsdóttir húsfreyja í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd og í Rvík, f. á Felli í Sléttuhlíð Jósteinn Jónasson bóndi í Vatnskoti í Hegranesi, faðir hans var Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal, smáskammtalæknir og yfi rsetumaður og tók á móti yfi r 600 börnum Svava Jósteinsdóttir húsfreyja á Akureyri Jóhann Konráðsson gæslumaður og söngvari á Akureyri Kristján Jóhannsson óperusöngvari Emilía Guðmundsdóttir húsfreyja í Útibæ, f. á Steindyrum á Látraströnd Jónas Jónsson verslunarstjóri í Útibæ í Flatey á Skjálfanda, f. á Finnastöðum á Látraströnd Jónas Jónasson ritstjóri Íslendings á Akureyri, síðar hreppstjóri og kennari í Flatey á Skjálfanda Guðríður Kristjánsdóttir kennari og húsfreyja lengst af í Flatey á Skjálfanda Dóróthea Friðrika Stefánsdóttir húsfreyja á Skeiði, f. í Grímsnesi á Látraströnd Kristján Sigurðsson bóndi á Skeiði í Svarfaðardal, f. í Kollugerði í Eyjafi rði Úr frændgarði Svanhildar Sifjar Haraldsdóttur Haraldur Jónasson lögfræðingur í Reykjavík Ólafur Stefánsson hefur settþetta skemmtilega og bjart- sýna ljóð, Nauðþurftarhyggja og mínimalismi“, á vefinn: Aldrei framar opna flösku, ekki væti þurran góm. Heldur sit í sekk og ösku, sífrandi’ yfir lekum skóm. Iðinn ruslið áfram flokka, ekki snæði meira kjöt, Hjóla yfir steina’ og stokka, stoppa þægur sokkagöt. Hætti við að horfa’ á bolta, hokinn geng ég stíft á fjöll. Held svo munni, hvíli skolta, hugsa’ um lífsins skakkaföll. Tóbaksnautn svo niðurtrappi, nægja læt mér vindilstúf. Netflix forðast, neita appi, nóg er að hafa gamla Rúv. Ekki fleiri eiga krakka, alltof þröngt er hér á jörð. Nýti snjáðan nankinsjakka, nota ekki loðskinnsbörð. Þannig lötra lífsins göngu, laus við nautn og óhóf mest. Reyni að gera allt úr öngu, og enda dauður fyrir rest. Pétur Stefánsson yrkir á Boðn- armiði – en er fullhógvær að minni hyggju: Margir eru mótgangsbyrir margt sem byrgir gleðisýn. Aldrei verð ég frægur fyrir ferskeytlur og ljóðin mín. Það styttist í jólin segir Guð- mundur Arnfinnsson: Dimm er nótt í desember, dauft er líf í sveitum, horfin sumarsólin er, en sárabót ég veit um: Hátíð, eins og hún er vön, hér er nú í vændum, hrútar fara að fýla grön, og fiðringur í bændum. Á dögunum dró Gylfi Þorkelsson upp þessa vetrarmynd, sem við þekkjum mörg: Nú er fönn á Fróni, freðin jörð. Klakaklárinn Skjóni krafsar börð. Páll Jónsson skáldi orti: Hnossin geymum þessi þrenn – það ríður á að muna – frið við guð og frið við menn og frið við samviskuna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nauðþurftarhyggja og mínimalismi Pantaðu borð í síma 483 4700 | hverrestaurant.is ÞÚ BORÐAR VEL Á HVER OPIÐ 11:30–22:00 ALLA DAGA Fjölbreyttur og spennandi matseðill, notaleg þjónusta og hagstætt verð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.