Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Nútíminn er nærri í Austri,fyrstu skáldsögu BragaPáls Sigurðarsonarblaðamanns. Bókin segir
af bældum hagfræðingi, Eyvindi,
þjökuðum af félagsfælni, sem stend-
ur á krossgötum eftir að honum er
sagt upp í vinnunni.
Umfjöllunarefnið er alþýðlegt,
laust við alla tilgerð og stíllinn í
samræmi við það, með ógrynni sam-
tímavísana. Eyvindur hagnast á
bitcoin, leitar að konu á Tinder,
horfir á Útsvar og iðrast þess að
hafa keypt disk með Jóni Jónssyni,
svo enginn velkist í vafa um að sag-
an gerist nú örugglega á Íslandi árs-
ins 2019. Slíkar
vísanir geta verið
hressandi og
verða sagnfræð-
ingum framtíð-
arinnar vafalaust
ómetanleg sam-
tímaheimild, en
fyrir lesandann
verða þær þreyt-
andi til lengdar. Dálítið eins og að
vera staddur á instagramsíðu
áhrifavalds og renna í gegnum kost-
aðar umfjallanir hans, svo ég leiki
sama leik. Má veitingastaðurinn
ekki stundum bara heita veitinga-
staður?
Því verður þó ekki neitað að lest-
urinn er skemmtilegur. Í hverju
ölæðinu á fætur öðru kemur sögu-
hetjan sér í lygilegar aðstæður og
vílar ekki fyrir sér að skipta um
starfsvettvang, hvort sem er á sjó
eða í sveit, þrátt fyrir að vera að eig-
in sögn með „líkamlega dyslexíu“,
sjúkdóm sem ég hef nú sjálfgreint
mig með. Vanhugsuð ákvarðanatak-
an minnir að vissu leyti á hinn aldna
Allan Karlsson, hundrað ára elli-
heimilisbúann í sögu Jonas Jonas-
son, sem ákvað að strjúka að heiman
því hann hafði ekkert betra að gera
þann daginn. Helsti munurinn er sá
að Eyvindur er alltaf í glasi.
Innan um grínið leynist þó alvara,
og auðvelt er að greina sterkar
skoðanir samfélagsrýnisins Braga
sem lauma sér inn í frásögnina og
gæða hana lífi.
Meginstraumsstjórnmála-
flokkum, kvótakerfinu, tilgerðarleg-
um lögfræðinemum og Morgunblað-
inu sjálfu bregður fyrir á hressandi
hátt í samræmi við sannfæringu
höfundar, og þótt einhverjum kunni
að þykja sumar vísanirnar fullþving-
aðar skyggja þær ekki á hispurs-
lausa frásögnina, hrakfallasögu
fyrrverandi hagfræðingsins Eyvind-
ar.
Bókin er léttmeti, á köflum
sprenghlægileg, og tilvalin handa
þeim sem vilja gefa raunveruleika-
sjónvarpi eða íslenskum grínþáttum
kærkomið frí og reyna sig við ígildi
þess í bókarformi.
Íslenskt sjónvarp
í bókarformi
Morgunblaðið/Eggert
Skáldsaga
Austur bbbnn
Eftir Braga Pál Sigurðarson.
Sögur útgáfa, 2019. Kilja, 212 bls.
ALEXANDER GUNNAR
KRISTJÁNSSON
BÆKUR
Á krossgötum Nútíminn eftir
Braga Pál Sigurðarson segir
af bældum hagfræðingi sem
stendur á krossgötum eftir að
honum er sagt upp störfum.
Jólatónleikar Dómkórsins verða
haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík
í kvöld kl. 22. Flutt verða hefð-
bundin jólalög í bland við ný, erlend
sem innlend. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis.
Kári Þormar dómorganisti hefur
stjórnað kórnum frá árinu 2010 og
annast kórinn messusöng í Dóm-
kirkjunni en einnig er fastur liður í
starfi kórsins að syngja við opin-
berar athafnir, m.a. innsetningu
forseta Íslands.
Kórinn hefur haldið fjölda tón-
leika hér á landi sem erlendis og
hefur verkefnavalið verið fjöl-
breytt, að því er fram kemur á vef-
síðu kórsins.
Ljósmynd/Pétur Jóhannes Guðlaugsson
Dómkórinn Kórinn tók þátt í kórakeppni í Salzburg í sumar.
Dómkórinn heldur jólatónleika
Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir og
Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og
ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur sem hefst
á aðfangadag, í dag kl. 12.15 í Gerðarsafni, listasafni
Kópavogs.
Þær hefja kynninguna á að tala um verk sín á sýning-
unni og hvernig þau urðu til, meðal annars í tengslum
við eigin drauma, segir í tilkynningu, og tengja þær inn
á kenningar Rudolf Steiners og geðlæknisins umdeilda
Carls Gustav Jung og ljúka viðburðinum á því að kynna
sínar persónulegu draumadagbækur.
Hinar þrettán heilögu nætur
Guðrún Vera
Hjartardóttir
Írska rokksveitin U2 hélt tónleika á D.Y. Patil-
leikvanginum í hverfinu Navi í Mumbai sunnudaginn
síðastliðinn og var þar mannmergð mikil. Bono og fé-
lagar hafa ekki komið þar fram áður og vottuðu merk-
um baráttukonum virðingu sína, þeirra á meðal rithöf-
undinum Arundhati Roy og blaðakonunni Gauri
Lankesh.
Tónleikarnir voru liður í hinni löngu tónleikaferð U2
sem kennd er við breiðskífu þeirra The Joshua Tree
sem kom út árið 1987 og naut gríðarmikilla vinsælda.
Bono, The Edge, Larry Mullen og Adam Clayton hófu
leik í Mumbai á einum þekktasta smelli sveitarinnar,
„Sunday Bloody Sunday“, og enduðu með myndasyrpu
af merkum baráttukonum. Indverski tónlistar-
maðurinn A.R. Rahman og dætur hans voru gestir U2
og fluttu með sveitinni lagið „Ahisma“.
AFP
Skuggamynd Írska rokksveitin U2 á sviði D.Y. Patil-leikvangsins í Mumbai 15. desember síðastliðinn.
U2 í jólarauðum bjarma