Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Niðurröðun dómaraefna við Lands-
rétt breyttist milli umsagna dóm-
nefnda árin 2017 og 2019. Kann það
að endurspegla breytta aðferðafræði
dómnefndanna.
Stöður 15 dómara við nýjan
Landsrétt voru auglýstar til um-
sóknar 10. febrúar 2017. Alls bárust
37 umsóknir en síðar drógu fjórir
umsækjendur umsóknir sínar til
baka. Dómnefnd skilaði umsögn
sinni 19. maí sama ár og 29. maí
sama ár afhenti Sigríður Á. Ander-
sen, þáverandi dómsmálaráðherra,
Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Al-
þingis, tillögu um skipun 15 dómara
við Landsrétt sem var samþykkt á
Alþingi tveimur dögum síðar.
Sem kunnugt er breytti dóms-
málaráðherra frá lista dómnefndar
og færði fjóra umsækjendur ofar á
kostnað jafn margra sem ekki voru
skipaðir. Horfði ráðherrann meðal
annars til kynjasjónarmiða og
fjölgaði konum á listanum.
Flokkað eftir tólf matsþáttum
Niðurröðunin byggðist á stigagjöf
út frá 12 matsþáttum sem sýndir eru
á grafi hér á síðunni. Þar má sjá
hversu mörg stig fjórir umsækjend-
ur fengu hjá dómnefndinni og hvar
þeir urðu í röð 33 umsækjenda.
Skiptar skoðanir voru meðal al-
þingismanna um tillögu ráðherrans.
Til dæmis kom fram í máli þing-
mannsins Katrínar Jakobsdóttur,
sem nú er forsætisráðherra, að ráð-
herra hefði átt að vinna málið betur.
„Minni hlutinn á Alþingi hefur
gert athugasemdir við rökstuðning
ráðherra og telur ekki sýnt út frá
rökstuðningnum að rannsóknar-
skylda hafi verið uppfyllt. Þeir sér-
fræðingar sem beðnir voru um álit á
því atriði töldu að þeir hefðu ekki
nægjanlegan tíma til að leggja raun-
verulegt mat á þessi atriði,“ sagði
Katrín m.a. Síðar átti Hæstiréttur
eftir að komast að þeirri niðurstöðu
að ráðherra hefði ekki sinnt rann-
sóknarskyldu í málinu.
Ólíkir þættir lagðir að jöfnu
Þegar dómsmálaráðherra lagði
fram tillögu að dómaraefnum fylgdu
með sjónarmið hennar vegna valsins.
Ráðherra benti á að í umsögn
dómnefndar væri reynsla af dómara-
störfum lögð að jöfnu við reynslu af
lögmannsstörfum og reynslu af
störfum í stjórnsýslunni. „Ef lögð er
saman reynsla af fræðistörfum og
kennslu ásamt menntun vegur það
jafn þungt og þrír fyrrgreindu þætt-
irnir. Þrír matsþættir … eru hins
vegar látnir liggja milli hluta með því
að gera ekki upp á milli umsækjenda
hvað þá þætti varðar. Um er að ræða
matsþætti er lúta að stjórn þing-
halda, samningu og ritun dóma og al-
menna starfshæfni. Með því að gera
ekki tilraun til þess að leggja tvo
fyrrnefndu þættina til grundvallar
heildarmati verður ekki annað ráðið
en að reynsla dómara fái ekki það
vægi sem tilefni er til og gert er ráð
fyrir í reglum nr. 620/2010,“ skrifaði
ráðherra. En eins og sjá má hér til
hliðar fengu þrír umsækjendur allir
10 í matsþáttum 5.8., 5.9.2. og 5.9.3.
Gagnrýni tekin til greina?
Athyglisvert er að bera þessi
sjónarmið ráðherrans saman við
niðurstöðu dómnefndar vegna um-
sókna um stöðu dómara við Lands-
rétt síðastliðið sumar. Dómnefndin
vék þá í fyrsta lagi frá skorblaðinu,
lýsti kostum umsækjenda með al-
mennum orðum. Þá tiltók dómnefnd-
in sérstaklega að tveir efstu um-
sækjendurnir, Eiríkur Jónsson og
Ásmundur Helgason, hefðu verið
jafnir og efstir vegna matskafla
5.9.2., samning og ritun dóma. Veitir
það vísbendingu um að dómnefndar-
menn hafi talið þennan matsþátt
þýðingarmikinn. Það samræmist
áðurnefndum sjónarmiðum ráð-
herrans um matið. Kunna slík sjón-
armið að eiga þátt í því að dómnefnd
vegna dómarastöðu við Landsrétt
raðaði nokkrum umsækjendum með
öðrum hætti síðastliðið sumar en
dómnefndin sem starfaði 2017.
Á það ber að líta að umsækjend-
urnir kunna að hafa aflað sér mis-
munandi reynslu frá árinu 2017.
Til dæmis var Ástráður Haralds-
son skipaður héraðsdómari hinn 9.
janúar 2018. Loks sótti Ásmundur
Helgason, dómari við Landsrétt, um
lausa stöðu dómara við réttinn vegna
óvissu sem hann taldi vera um um-
boð sitt eftir dóm Mannréttindadóm-
stóls Evrópu gegn íslenska ríkinu.
Ósamræmi í mati dómaranefnda
Síðasta dómnefnd vegna dómarastöðu við Landsrétt raðaði umsækjendum í aðra röð en sú fyrri
Dómsmálaráðherra taldi of lítið gert úr dómarareynslu Nýja nefndin lagði áherslu á það atriði
Umsagnir vegna dómaraefna við Landsrétt bornar saman
Skorblað vegna skipanar dómara við nýjan Landsrétt 2017 Niðurröðun umsækjenda vegna
skipanar dómara við Landsrétt
2019
Þáttur
Eiríkur
Jónsson
Jón
Höskuldsson
Ástráður
Haraldsson
Ásmundur
Helgason
5.1. Menntun og framhaldsmenntun 9 2 1 4
5.2. Reynsla af dómstörfum 3,5 5,5 1 6
5.3. Lögmannsreynsla 3 6 9 0
5.4. Stjórnsýsla 6,5 8 5 8,5
5.5.1. Kennsla 8 1 6 3
5.5.2. Fræðistörf 9 0 2 5
5.6. Stjórnun 3,5 3,5 7,5 1
5.7. Frumvörp o.fl . 7,5 2,5 5 4
5.8. Almenn starfshæfni 10 10 10 10
5.9.1 Réttarfar 6 8 7 8
5.9.2. Samning og ritun dóma 10 10 10 10
5.9.3. Stjórn þinghalda 10 10 10 10
Einkunn 6,2 5,75 5,525 5,4
Sæti númer (af alls 33) 7 11 14 17
Sæti
nr.
Vegna kafl a
5.1-5.8 og 5.9.1
Vegna
kafl a
5.9.2
1 Eiríkur Jónsson Jafnir
og efstir2 Ásmundur Helgason
3 Jón Höskuldsson
4 Ástráður Haraldsson
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Verð kr. 13.940
Verð kr. 3.970
Verð kr. 6.770
Fæst svartur eða hvítur
Fæst rauður eða hvítur
Jólas ning
SMIÐJAN
Listhús - Innrömmun
Þorvaldur Skúlason Karólína Lárusdóttir Hafsteinn Austmann
Gunnlaugur Blöndal
Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890
Muggur Kjarval
Kjarval
Verið
velkominSmiðjunnar
Karl Kvaran Kristján Davíðsson
Sverrir
Haraldsson
Sama ósamræmi virðist hafa komið
upp við umsagnir vegna stöðu dóm-
ara við Hæstarétt í haust. Embættið
var auglýst til umsóknar 6. sept-
ember sl. og skilaði dómnefndin
umsögn 9. desember. Átta umsókn-
ir bárust um stöðuna en ekki hefur
verið skipað í dómarastöðuna.
Þrír umsækjendur voru metnir
hæfastir en þeir voru Davíð Þór
Björgvinsson, Ingveldur Einars-
dóttir og Sigurður Tómas Magn-
ússon. Treysti nefndin sér ekki til
að gera upp á milli þeirra. „Eðli
máls samkvæmt er því saman-
burður á verðleikum þeirra flókinn
og telur nefndin af þeim sökum
ekki efni til að gera greinarmun á
þeim […] Ekki eru því efni til að
gera upp á milli hæfni þeirra til að
gegna embætti hæstaréttardóm-
ara,“ sagði í niðurlagi umsagnar
nefndarinnar. Vekur þessi niður-
staða athygli í ljósi niðurstöðu
dómnefndarinnar vegna Lands-
réttarmálsins.
Þá var Davíð Þór Björgvinsson
metinn langhæstur með 7,35 stig.
Næstur kom Sigurður Tómas
Magnússon með 6,775 stig og
fimmta varð Ingveldur Einarsdóttir
með 6,3 stig. Munaði því 1,05 stig-
um á Davíð Þór
og Ingveldi en til
samanburðar
munaði 1,025
stigum á Ingveldi
og Arnfríði Ein-
arsdóttur sem
fékk 5,275 stig
18. sæti. Í nýju
umsögninni
vegna Hæsta-
réttar hefur
þessi afgerandi munur á Davíð Þór
og Ingveldi í Landsréttarvalinu
hins vegar jafnast út.
Öll voru þau Davíð Þór, Sigurður
Tómas og Ingveldur skipuð dóm-
arar við Landsrétt 2017.
Við fyrstu sýn virðist því ekki
hafa orðið mikil breyting á reynslu
þeirra eða hæfni sem skýrt gæti
breytt hæfnismat nefndarinnar.
Bilið hvarf í Hæstaréttarvali
Davíð Þór
Björgvinsson
Sigurður Tómas
Magnússon
Ingveldur
Einarsdóttir
Í blaðinu síðustu
daga hefur verið
fjallað um athug-
un umboðsmanns
Alþingis á stiga-
gjöf við ráðn-
ingar. Af því til-
efni skal áréttað
að athugunin
varðar almenna
notkun slíkrar
stigagjafar við
hæfnismat hjá hinu opinbera. At-
hugunin einskorðast þannig ekki
við stigagjöf vegna dómaravals.
Fram kom í umsögn dómnefndar
vegna landsréttar 2017 að hún
hefði „í mati sínu á hæfni umsækj-
enda að því er varðar röðun innan
einstakra þátta beitt eins mikilli
nákvæmni og kostur er, en mats-
grundvöllurinn [væri] bæði fjöl-
þættur og margbrotinn“. Síðar var
horfið frá reiknileiðinni.
Árétting vegna
umboðsmanns
Tryggvi
Gunnarsson