Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
✝ ÞorsteinnÁgústsson
fæddist á Brúna-
stöðum í Hraun-
gerðishreppi hinn
26. apríl 1956.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu Syðra-Velli í
Flóahreppi þriðju-
daginn 10. desem-
ber 2019.
Foreldrar hans
voru Ingveldur Ástgeirsdóttir
húsmóðir, f. 15. mars 1920, d.
6. ágúst 1989, og Ágúst Þor-
valdsson, bóndi og alþm. á
Brúnastöðum, f. 1. ágúst 1907,
d. 12. nóvember 1986. Systkini
Þorsteins eru: Ásdís, f. 1942,
gift Guðjóni Axelssyni, Þor-
valdur, f. 1943, Ketill, f. 1945,
kvæntur Þórunni Pétursdóttur,
Gísli, f. 1946, d. 2006, Geir, f.
1947, kvæntur Margréti Stef-
ánsdóttur, Hjálmar, f. 1948,
kvæntur Ingibjörgu Einars-
dóttur, Guðni, f. 1949, kvæntur
Margréti Hauksdóttur, Auður,
f. 1950, gift Jens Jóhannssyni,
Valdimar, f. 1951, Bragi, f.
1952, Guðrún, f. 1954, gift Guð-
jóni Skúla Gíslasyni, Tryggvi, f.
urnir eru báðir í foreldra-
húsum.
Þorsteinn ólst upp á Brúna-
stöðum í stórum systkinahópi.
Hann sótti skólagöngu sína í
Barnaskólann í Þingborg og
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Selfoss og varð síð-
an búfræðingur frá Bændaskól-
anum á Hvanneyri 1976.
Þorsteinn reri í nokkrar vertíð-
ir frá Þorlákshöfn, vann við tré-
smíðar og við sauðfjárslátrun
nokkur haust auk þess sem
hann vann á búi foreldra sinna
á Brúnastöðum. Árið 1982 hófu
þau Margrét búskap á Syðra-
Velli í Gaulverjabæjarhreppi á
æskujörð hennar, endurreistu
kúabúið þar og bjuggu auk þess
með sauðfé og stunduðu hrossa-
rækt. Þorsteinn var formaður
Búnaðarfélags Gaulverja frá
2013 og allt til síðustu stundar.
Deildarstjóri Gaulverjabæj-
ardeildar Sláturfélags Suður-
lands um árabil. Auk þess var
hann virkur í ýmsum félögum í
sveit sinni og tók þátt í félags-
starfi bænda í héraðinu. Var
mikill áhugamaður um stjórn-
mál og starfaði og naut trún-
aðar í Miðflokknum frá stofnun
hans. Hann hafði unun af fjall-
ferðum og smalamennskum á
Flóamannaafrétti á haustin.
Útför hans fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 20. desember
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
1955, kvæntur
Helgu Bald-
ursdóttur, Hrafn-
hildur, f. 1957,
gift Oddi Bjarna-
syni, Sverrir, f.
1959, kvæntur
Helgu Sveinsdótt-
ur, og Jóhann, f.
1963, kvæntur
Olgu Sveinbjörns-
dóttur.
Þorsteinn
kvæntist hinn 27. júní 1987
Margréti Jónsdóttur, f. 11. júlí
1964, frá Syðra-Velli í Gaul-
verjabæjarhreppi. Foreldrar
hennar eru Gunnþórunn Hall-
grímsdóttir, f. 1937, og Jón
Ólafsson, f. 1931. Systur Mar-
grétar eru: Þóra Bjarney, f.
1959, gift Elíasi Þór Baldurs-
syni, og Anna Dóra, f. 1962,
gift Hilmari Þór Pálssyni.
Börn Þorsteins og Mar-
grétar eru: 1) Guðbjörg Anna,
f. 21. september 1984, d. 12.
september 1994. 2) Ingveldur,
f. 15. ágúst 1994, í sambúð
með Andrési M. Haraldssyni,
búsett á Selfossi. 3) Jón Gunn-
þór, f. 12. september 1998. 4)
Ágúst, f. 23. ágúst 2004. Bræð-
Á þriðjudagsmorgni þann 10.
desember áður en risið var úr
rekkju sögðum við hjónin hvort
öðru draumfarir næturinnar.
Þorstein dreymdi að hann væri í
eftirleit inni í afrétt, frekar óljós
draumur sem hann hálfhló að
en var mjög ánægður með. Mín-
ar draumfarir þessa nótt voru á
annan máta, úti fyrir húsinu
stjákluðu svartir kettir. Þetta
var ekki eins fallegur draumur
og hjá Þorsteini.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag. Enn og aftur er ég
minnt á hverfulleika lífsins, í
annað sinn kveð ég hluta af
sjálfri mér. Árin sem við Þor-
steinn áttum saman eru orðin
mörg og við ólum hálfpartinn
hvort annað upp. Það er skrýtið
að þessi hluti skuli allt í einu
vera horfinn. Við höfum gengið
veg gleði og sorgar, staðið sam-
an í gegnum þykkt og þunnt og
reynt að gera lífið að leik.
Höggið stóra við dótturmissinn
gekk nærri okkur, en við héld-
umst í hendur í gegnum það og
komum út úr því vonandi sterk-
ari manneskjur. En dýrt var
það.
Sólskinsdagar lífsins eru sem
betur fer fleiri en þeir dökku og
gleðin yfir lífinu hefur alltaf
haft yfirhöndina. En nærri er
höggvið þegar ástvinur er kall-
aður burtu aldeilis óvænt og
ótímabært. Það verða ekki aftur
kjarnyrtar pólitískar skammir
skrifaðar í Moggann við eldhús-
borðið á Syðra-Velli, ekki lesið
upphátt eitthvað merkilegt úr
blöðunum yfir kaffibollanum á
morgnana, ekki meira rabbað
um pólitíkina, ekki vangaveltur
um hitt og þetta hversdagslegt
og ekki þagað saman eða kúrt.
Söknuðurinn er sár.
Þorsteinn var alltaf heldur að
flýta sér, vildi gera hlutina hratt
og vera ekkert að drolla við
verkin. Lífinu lauk hann líka
hratt, dó standandi og ég held
hann hafi einmitt viljað hafa það
þannig þó það hafi auðvitað ver-
ið alltof snemmt.
En það er ljós við enda gang-
anna. Í þeirri vissu að Sum-
arlandið bíði okkar allra birtist
vonin um endurfundi og nú hef-
ur Guðbjörg Anna fengið pabba
sinn til sín, það hafa verið mikl-
ir fagnaðarfundir, svo náin sem
þau voru. Þráin og söknuðurinn
eftir barninu sem lést hverfur
aldrei og nú eru þau sameinuð á
ný. Það var mín fyrsta hugsun
þegar ég gerði mér grein fyrir
því hvernig komið var.
Lífið heldur áfram hvernig
sem allt veltist og við sem eftir
lifum höldum minningunni á
lofti. Við gleðjumst yfir lífinu
sem var og yfir því að við erum
til, lifum í samræmi við hálf-
gerðan hippastíl Þorsteins og
tökum einn dag í einu og reyn-
um að hafa ekki of miklar
áhyggjur af þeim næsta.
Margrét.
Þessir undanförnu dagar hafa
verið mjög daufir síðan pabbi
fór. Hann var alltaf fljótur að
öllu þó það kæmi sér ekki alltaf
vel og hafði aldrei tíma í eitt-
hvert slór.
Ég man eftir honum sem
meinlausum grínista, alltaf
fyrsta apríl tók hann upp kíkinn
og leit út um gluggann á úti-
dyrahurðinni og hrópaði að
Hekla væri byrjuð að gjósa, en
við löbbuðum aldrei yfir þrösk-
uldinn. Alltaf þegar við keyrð-
um framhjá hrossum flautaði
pabbi til að gá hvort það væri
eitthvað líf í stóðinu. Hann
sagði okkur sögu af því þegar
hann var lítill, þá ætlaði hann
og bræður hans að senda einn
strák út á sjó á ísjaka eftir
áveituskurðinum.
Oft þegar ég kom heim úr
skólanum spurði hann mig hvað
hefði verið í matinn í skólanun
og mitt álit á fæðunni, enda
vildi hann mikilvægustu upplýs-
ingarnar fyrst og fremst.
En nú er hann farinn og ekk-
ert getur breytt því, núna verða
bara allir að halda sínu striki og
halda áfram lífinu. Núna er
hann sennilega með Guðbjörgu
og Gísla í útreiðatúr.
Ágúst.
Hálf er nú tómleg tilveran
þessa dagana, að pabbi skuli
ekki vera hér lengur á meðal
vor er skrýtið.
Samband mitt við föður minn
var eilítið öðruvísi en hjá systk-
inum mínum, við vorum ekki
bara feðgar, hann var líka minn
lærimeistari frá fyrstu tíð.
Hann kenndi mér flest sem ég
kann. Hann kenndi mér fljótt á
vélar, kenndi mér að sitja hest,
keyra bíl, mjólka kýr og fóðra
skepnur. Alltaf vildi ég vera
með pabba í verkum, sama hvað
það var, hvort það var að sitja
við hlið hans í traktornum eða
að gefa fénu, alltaf vildi ég vera
með.
Við brölluðum margt saman,
fórum á hestbak, stundum fór-
um við forvitnisrúnt um sveitina
á jeppanum. Margar góðar
minningar hafa rifjast upp núna
síðustu daga. Oft var það að
pabbi var að flýta sér, ég man
vel eftir því t.d. fyrir rúmum tíu
árum að við pabbi vorum við
rúllubindingu þegar allt í einu
að rúllunetið klárast. Þá voru
snarir snúningar hjá föður mín-
um, gamli pallbíllinn (geim-
skutlan) var settur í gang. Ég
held bara að ég hafi aldrei verið
svona fljótur í ferðum héðan frá
Syðra-Velli á Selfoss og til
baka. Svo mikil var ferðin á
pabba.
Pabbi lifði í núinu og gerði
einfaldlega það sem honum datt
í hug og langaði til. Eins og síð-
asta vor þegar hann sér auglýs-
ingu í Bændablaðinu á John
Deere-tækjum, þá spyr hann
hvort við ættum ekki bara að
kaupa traktor og bindivél. Ég
varð hálf hissa, sagði bara jújú.
Ekki leið á löngu frá þessu að
við feðgar keyrðum í Kópavog-
inn og festum kaup á þessum
tækjum. Skyndiákvörðun var
það eins og svo oft áður.
Eftir mjaðmaaðgerðina fyrir
tæpum tveimur árum yngdist
pabbi um fjöldamörg ár. Það
var mikill hugur í þeim gamla
og lífsgleði. Aldrei féll honum
verk úr hendi, gerði allt hratt
og örugglega. Meira að segja
þegar yfir lauk var hann með
verk í hendi.
Minningin um pabba lifir og
verður hann alltaf í hjarta
manns hvert sem maður fer.
Líkast til er hann núna kominn
inn á Flóamannaafrétt, sker þar
niður dýnur á hörðu trébekkina
milli þess sem hann þeysir um á
Þokka sínum með kíkinn á nef-
inu að gá til kinda.
Jón Gunnþór.
Norðan stormur 24 metrar á
sekúndu, –2° gráður.
Svona byrjar alltaf dagbókin
hans pabba, hann skrifar veðrið
niður þó það sé ekki annað.
Hann skrifaði stundum ef hann
fór í klippingu eða ef mamma
var heima allan daginn. Svo
skrifaði hann alltaf neðst á blað-
ið svona þetta helsta eins og ef
einhver kýrin hefði borið.
Uppáhaldsliturinn hans
pabba var grænn, allt er vænt
sem vel er grænt, sagði hann
við mig stundum, nema það sé
búið að standa of lengi uppi á
borði. Grænn er litur náttúr-
unnar en pabba leið best þar.
Þegar pabbi hellti upp á kaffi
þá taldi hann eina skeið sem vel
kúfaða, enda þegar hann sendi
mig inn einu sinni úr fjárhúsinu
og sagði mér að hella upp á
kaffi þá taldi ég eina skeið sem
slétt fulla og þá sagði hann;
„Ingveldur litla, kallarðu þetta
kaffi? Þetta er hálfgert piss“,
svo hellti hann upp á nýja
könnu.
Pabbi gerði allt hratt. Hann á
hraðamet í að borða hádegis-
mat. Hann kom inn og fékk sér
skyr með rjóma, drakk kaffi-
bolla og lagði sig í stólnum sín-
um, allt á undir 5 mínútum.
Þetta var algengt á sumrin,
enda heyskapur og mikið að
gera.
Hann hafði líka mjög gaman
af því að æsa mig upp. Hann
vissi nákvæmlega hvað hann
ætti að segja til að fá mig til að
rjúka upp og svo þegar ég gekk
í burtu þá sat hann eftir og hló.
Við áttum það til að sitja og
rökræða allhressilega, enda með
andstæðar skoðanir á mörgum
hlutum. Ég náði, held ég, aldrei
að snúa honum en hann náði
stundum að fá mig til að skipta
um skoðun.
Pabbi rakaði af sér skeggið
veturinn 2013. Það fór nefnilega
að vera í tísku að vera með
skegg, hann vildi alls ekki fylgja
straumnum. Við systkinin
þekktum hann varla enda hafði
hann verið meira og minna með
skegg í 30 ár.
Ég er yfirleitt í ósamstæðum
sokkum, stundum eru þeir út-
hverfir og jafnvel götóttir líka.
Pabbi stóð alltaf með mér þegar
mamma og Jón Gunnþór voru
að hneykslast á mér því hann
var svo oft í götóttum sokkum,
sagði að það loftaði svo vel um
táfýluna.
Við áttum það sameiginlegt
að elska ljóð, en á meðan Drápa
eftir Gerði Kristnýju er í uppá-
haldi hjá mér þá var ljóðið Fák-
ar eftir Einar Benediktsson eitt
af hans uppáhalds. Pabbi vitnaði
oft í seinasta erindið, sérstak-
lega þegar við vorum í útreiðar-
túr saman;
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og
hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist
og bætist,
ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei
kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku
tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns
hjarta rætist.
(Einar Benediktsson)
Þetta ljóð er pabbi í hnot-
skurn, hvar sem hann er stadd-
ur núna þá veit ég að hann og
Þokki eru sameinaðir á ný með
Guðbjörgu á Skjóna sér við hlið
og Snata gamla á eftir sér.
Ég mun alltaf sakna pabba
og eins og hann sagði svo oft,
það kemur dagur eftir þennan
dag og sólin rís alltaf á ný.
Ingveldur litla.
Látinn er alltof fljótt og
óvænt mágur minn og vinur,
Þorsteinn á Syðra Velli, eða
eins og flestir þekktu hann
Steini á Velli.
Það eru orðin um fjörutíu ár
frá okkar fyrstu kynnum. Þau
voru strax eftirminnileg, þar sá
ég og kynntist ungum manni
sem var fæddur bóndi, hugsaði
og vann eins og góður bóndi,
skjótráður og gat verið nokkuð
fljótfær. Á þessum fyrstu árum
sem ég kynntist honum var
hann í ýmsum störfum sem til
féllu eins og almennt var áður
en menn fundu sitt framtíðar-
starf. Þá kynnist hann Steini
henni Margréti sinni á Syðra
Velli og var svo heppin að hún
var af bújörð og ekki var það
verra að jörðin var í Flóanum
sem honum var alltaf svo kær.
Fljótlega fóru þau að koma
undir sig búi á Velli sem var
strax myndarlegt, skepnurnar
fallegar og afurðasamar, það lá
í loftinu að þarna væru góðir
bændur á ferðinni, enda grónir
góðbændur í ættum þeirra
beggja. Þau bættu húsakostinn,
bústofninn og ræktuðu landið.
Steini var alla tíð ímynd hins
íslenska bónda, duglegur, hygg-
inn, vandaður skepnumaður
ásamt því að vera vel læs á
landið sem hann hafði fyrir sitt
bú. Steini var skemmtilegur,
fylgdist vel með þjóðmálum og
hafði alla tíð fastar skoðanir á
mönnum og málefnum, nokkuð
hvatvís í máli ef honum fannst
það þurfa, sagði sínar skoðanir
afdráttalaust, enginn gat gengið
sár frá samtali við hann, Steini
var þannig persóna að menn
hlustuðu á hann með athygli.
Margar eftirminnilegar
stundir höfum við hjón áttum
með þeim Steina og Möggu.
Síðastliðið sumar fórum við
ákaflega skemmtilega ferð með
þeim ásamt Tryggva og Helgu
um hálönd Skotlands. Magga
skipulagði þessa ferð með mik-
illi snilld. Ferðin tók okkur ell-
efu daga og er okkur ógleym-
anleg í alla staði fyrir margra
hluta sakir. Svona ferð verður
ekki endurtekin, Steini verður
ekki með. Gaman var að heyra í
Steina þegar við fórum um fal-
legt landbúnaðarland í Skot-
landi þá sagði hann oft „hér er
svo fallegt, þetta er eins og í
Flóanum“. Það var gaman hjá
okkur Steina í aftursætinu því
margt var skrafað og tókum við
oft eftir því að það var komin
þögn í fremri sætin og lagðar
við hlustir um það sem skrafað
var hverju sinni því margt bar
á góma okkar á milli. Á ég góð-
ar minningar frá þessu tali okk-
ar.
Að leiðarlokum minnumst við
Steina sem góðs drengs sem fór
allt of snemma frá okkur, minn-
umst hans sem góðs manns sem
ekkert mátti aumt vita, við
minnumst hans sem hjálpsams
dugnaðarmanns sem hvarvetna
var tilbúinn að leggja öðrum lið
ef með þurfti.
Það er gott fyrir Möggu og
börnin Ingveldi, Jón Gunnþór
og Ágúst að eiga svo góðar
minningar um góðan eigin-
mann, föður og uppalanda sem
Þorsteinn Ágústsson var.
Við hjónin sendum ykkar
okkar dýpstu samúðarkveðjur,
ykkar er missirinn.
Oddur Guðni og
Hrafnhildur.
„Svo örstutt er bil milli blíðu
og éls, og brugðist getur lánið
frá morgni til kvelds.“
Þegar stóra bylnum slotaði
spurðist sú fregn að Þorsteinn
bróðir minn hefði orðið bráð-
kvaddur þá um kvöldið við
venjulegt eftirlit til mjólkur-
kúnna sinna í fjósinu. Svo
óvænt, því að hann var hraust-
ur og djarfur og hafði ekki
kennt sér meins. Fregnin fór
sem elding um héraðið með
fjallanna hring og nú drúpir
sorg og söknuður.
Við hugsum til Margrétar og
barna þeirra Þorsteins. Lífssól
ykkar hefur sortnað um stund
og myrkur grúfir yfir þar sem
birta jólanna og gleðin virtist
framundan. Enn man ég þegar
Þorsteinn fæddist, en þá vorum
við rétt flutt í nýja húsið á
Brúnastöðum, úr þrengslum
litlu baðstofunnar, þar sem
tveir sváfu í hverju rúmi. Arn-
dís amma okkar, sem var ljós-
móðir, var komin og byrjuð að
Þorsteinn
Ágústsson
Fyrst kynntumst við á til-
raunadagheimilinu Ósi við
Dugguvog. Þar var dóttir þeirra
Sonju Andrea og strákarnir okk-
ar Nínu Benni og Gestur. Svo
urðu það hestar sem tengdu okk-
ur saman, síðan margvísleg
verkefni og skemmtun, einkum
ódýrar heimagerðar skemmtan-
ir. Helgi var allra manna greið-
viknastur. Þegar þurfti að flytja
fyrst af Brekkustíg á Holtsgötu,
svo þaðan í Drápuhlíð og svo
seinna í Ártúnsblett og austur á
Eyrarbakka þá var Helgi þar að
flytja, bera, mála, tengja og setja
í samband. Þegar það þurfti að
undirbúa veislur eða jól þá var
Helgi Brynjar
Þórisson
✝ Helgi BrynjarÞórisson fædd-
ist 19. janúar 1942.
Hann lést 18. nóv-
ember 2019.
Útför Helga fór
fram 13. desember
2019.
Röng útgáfa
greinarinnar birtist
á útfarardag en þar
vantaði síðustu
málsgreinina og er
hún því endurbirt í held sinni.
Helgi þar að hátta
rjúpurnar og gera
þeim til góða. Þegar
þurfti að sækja kjöt
af heimaslátruðu út
á land þá mætti
hann og við keyrð-
um saman nátt-
langt. Þá var margt
rætt, til dæmis
hestar. Við fórum
saman á landsmót
hestamanna í Skóg-
arhólum 1978 og horfðum stór-
eygir að ekki sé meira sagt á
Náttfara frá Ytra-Dalsgerði
liggja flatan á skeiði. Um það var
oft rætt mikið og lengi með við-
eigandi hlátrum, kumri og gleði.
Þegar við urðum matarlaus og
veðurteppt að drepast úr kulda í
hestaferð uppi á Kaldadal þá ók
bíll framhjá okkur og ég lét bíl-
stjórann hafa miða með síma-
númeri Helga og Sonju. Ótrú-
lega skömmu seinna kom rauður
sendiferðabíll með mat, föt og
lífsvökva. Helgi og Sonja.
Helgi Þórisson var allra
manna skemmtilegastur. Á
löngum ferðum okkar sagði hann
sögur úr Grímsey en ég af Fells-
ströndinni. Endaði með því að
okkur fannst báðum að við
þekktum þessi pláss utan að og
mundum ekki alveg hvor okkar
var frá Grímsey og hvor af Fells-
ströndinni. Hitt man ég hvað
okkur fannst báðum að við vær-
um ofboðslega skemmtilegir.
Þegar sögurnar þraut var sung-
ið; er ekki viss um að við hefðum
verið teknir í Metrópólitan en til-
þrifin voru gríðarleg. Ekki síst
var það fyrsta plata Megasar
sem varð fyrir barðinu á þessum
geigvænlegu hljóðum. Sumir
gagnrýnendur hefðu kannski tal-
að um óhljóð; skilningslausir á
inntakið sem var gleðin. Stuðið.
Aðallega voru það samt hest-
arnir. Venus og Perla og Stóri-
Blesi sem Sonja átti. Þvílíkt fólk,
þvílíkir hestar. Og krakkarnir
þeirra Sonju:
Andrea snemma skýr blandaði
sér í umræður og vildi tafarlaus
svör: Ertu hommonisti Svavar,
og Ómar lagði gjörva hönd á
margt, til dæmis minkabú í Fló-
anum sem hann vildi opna eins
og eðlilegt var fyrir innilokuðum
dýrunum.
Ég vil fyrir mína hönd og
þeirra sem næst mér standa
þakka fyrir að hafa átt Helga að
vini og hjálparhellu. Flyt með
þessum línum samúðarkveðjur
okkar til Sonju og allra krakk-
anna.
Helgi Þórisson var drengur
góður.
Svavar Gestsson.