Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 29

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 ragast í okkur systkinunum að vera stillt, því að mamma þyrfti frið. Við biðum spennt þegar hár barnsgrátur barst úr svefn- herberginu. Þá vissum við að fjölgað hefði og von bráðar kom amma til okkar með þær gleði- fréttir að drengur væri fæddur, stór og hraustlegur og dökkur á brún og brá. Ég rauk út til föður okkar sem var norðan við bæinn að sinna verkefnum og flutti hon- um fyrstur fréttina. Hann kom strax inn til að líta á tíunda son- inn og þrettánda barnið sitt. Síðan kom hann til okkar krakkanna og sagði að þessi drengur væri hetjulegur, annað hvort yrði hann að heita Brúni eða Grettir. En mamma og amma réðu nafninu. Þorsteinn langafi á Berustöðum var gæfu- maður og Steini bar nafnið hans. Steini varð glaðvært barn og elskaður í systkinahópnum og aldrei fór leynt hvert hugur hans stefndi. Í honum bjó bóndi sem vildi rækta búfé og erja jörð. Hann gat sér strax orð sem hugmikill og duglegur ung- ur maður, sem fór á vetrarver- tíðir í Þorlákshöfn og vann hin ýmsu störf. En tvítugur að aldri lauk hann skólagöngu við Bændaskólann á Hvanneyri. Lánið lék við Steina þegar hann varð ástfanginn af glæsilegri heimasætu, eins og segir í æv- intýrunum. Þau Margrét tóku við jörð og búi foreldra hennar á Syðra-Velli. Þau byggðu jörð- ina upp, stækkuðu og bættu húsakost og voru bændur í fremstu röð. Þorsteinn studdi vel við bakið á konu sinni sem hefur tekið mikinn þátt í fé- lagsmálum. Þau Þorsteinn og Margrét urðu fyrir mikilli sorg þegar þau misstu elstu dóttur sína, Guðbjörgu Önnu, tíu ára gamla. Sorgin þá var þeim þungbær en sólin reis á ný með hverju nýju barni þeirra hjóna. Þorsteinn var heljarmenni að burðum, fljóthuga og þoldi illa órétt. Hann var þó skjótur til sátta. Steini var mikill áhuga- maður um hrossarækt og á hans fyrstu búskaparárum gerðist það að Þorlákur Björnsson í Eyjarhólum bað mig að bjarga Stóru-Rauð sinni undan hnífn- um, en hún var með fyli undan Gassa frá Vorsabæ. Ég fór til Steina og bað hann að taka merina en folaldið yrði hans. Seint gleymi ég ferð okkar Þor- láks til Steina og Möggu til að gefa trippinu nafn. Og Þorlákur sagði með sinni djúpu röddu: Hún verður gæfuhryssa og á að heita Harpa. Harpa varð svo formóðir glæsilegrar hrossa- ræktar fjölskyldunnar. Á kveðjustund er margs að minnast en efst ber þakklæti. Við Margrét þökkum fyrir allt og allt. Ferðalokin komu óvænt, kæri bróðir, en lífssól þín, sem var svo skær og leiðandi, liggur til lífsins á ný. „Öll él birtir upp um síðir.“ Innilega samúð, kæra Margrét og fjölskylda. Guðni Ágústsson. Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. (Stephan G. Stephanson) Björt sumarkvöld og sumar- nætur eru ofarlega í huga er við kveðjum elskulegan mág og svila, Þorstein Ágústsson. Hey- skapur á Syðra-Velli, töðuangan og sól, Steini að rúlla með nýju vélinni og traktorinn fullur af krökkum, allir fengu að vera með og sjá hvernig þessi undra- tæki virkuðu, eftir góðan dag kveikt upp í grillinu og grillað lambakjöt að sjálfsögðu. Og mörg að þessum kvöldum og jafnvel fram á nætur var farið í útreiðartúra og bestu hestar landsins teknir til kostanna, þá voru menn kóngar um stund. Málin voru rædd og stundum rifist um pólitík og þá gat há- vaðinn í körlunum heyrst á milli bæja, alltaf líf og fjör. Við vitum að núna eru Steini og Guðbjörg Anna saman í Sumarlandinu og eflaust eru Þokki, Skjóni (sá skjónótti) og Snati ekki langt undan. Minn- ingarnar og myndir liðins tíma lifa með okkur alla tíð. Elsku Magga, Ingveldur, Jón Gunnþór og Ágúst, þið vitið hvar við erum. Anna Dóra og Hilmar. Með nokkrum minningarorð- um viljum við fjölskyldan í Gerðum kveðja bróður, mág og frænda, Þorstein Ágústsson, bónda á Syðra-Velli, sem hrif- inn var frá fjölskyldu sinni svo miklu fyrr en nokkurn grunaði að verða mundi. Auk þess að tengjast Þorsteini fjölskyldu- böndum liggja jarðir okkar að Syðra-Velli og því tíður sam- gangur milli bæjanna. Þor- steinn var góður granni, hjálp- fús og greiðvikinn með eindæmum. Alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef þörf var á og ekki voru viðhöfð nein vettlingatök þegar hann gekk að verki. Hvort sem það var að svipta skrokkum slát- urlamba úr gærunni, slá niður girðingarhæla með stóru sleggjunni eða strekkja gadda- vírinn berhentur fór Þorsteinn fremstur. Þorsteinn var mikill ræktunarmaður á allt sitt búfé, lagði sig fram um að eiga góðan fjárstofn og hátt dæmda hrúta, stórar og verklegar mjólkurkýr og síðast en ekki síst viljug og skrefmikil reiðhross. Þegar Steini lagði hnakk á hest var sjaldan riðið fetið og fóru reið- hestar hans jafnan greitt með miklu fasi og er þá Þokki þeirra eftirminnilegastur. Þorsteinn var jafnan glaðvær maður og fasmikill, glettinn í viðræðum og hnyttinn í tilsvör- um en kæmi til ágreinings lét hann ekki eiga inni hjá sér. Skoðanafastur var hann og gat verið nokkuð harðvítugur í dómum sínum á mönnum og málefnum. Ýmis félagsmála- störf innan sveitar gengu í hlut Þorsteins og sinnti hann þeim öllum af þeirri drift og trú- mennsku sem hann var þekktur að. Þegar hann lést sinnti hann bæði formennsku í Búnaðar- félagi Gaulverja og stöðu deild- arstjóra Gaulverjabæjardeildar Sláturfélags Suðurlands svo eitthvað sé nefnt. Það var lán Þorsteins að kynnast henni Möggu sinni og stofna með henni heimili og fjölskyldu á Syðra-Velli. Steini var góður og umhyggjusamur faðir og sár var honum miss- irinn þegar elsta dóttir þeirra hjóna, Guðbjörg Anna, dó tæpra tíu ára. Þá var þeim Margréti nýfædd dóttirin Ingv- eldur, fjórum árum síðar fædd- ist Jón Gunnþór og yngstur er Ágúst. Nú á sorgarstundu vottum við Margréti og börnunum okk- ar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lif- ir. Fyrir hönd fjölskyldnanna Gerðum 1 og 2, Stefán Geirsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“ (Úr Hávamálum) Höggvið er skarð í bænda- samfélagið í Flóanum sem og systkinahópinn frá Brúnastöð- um. Steini frændi minn á Syðra-Velli er fallinn skyndi- lega frá. Steini fór oft mikinn og með hraði þar sem hann kom. Steini hafði miklar og sterkar skoðanir á hlutunum og honum voru ekki allir sammála og gátu því myndast við eldhús- borðið á Syðra-Velli eða á ætt- armótum harðar rimmur um hin ýmsu málefni. Hann hikaði ekki við að andmæla fólki hvort sem það var í ræðu eða riti ef honum mislíkaði það sem fólkið hafði fram að færa. Þá gilti engu hvort það væru systkini hans eða ráðamenn þjóðarinn- ar. Steini var bóngóður og á ég honum og fjölskyldu hans margt að þakka. Þegar skorið hafði verið niður við riðu árið 2006 og átti að taka fé á nýjan leik haustið 2008, leitaði ég til Steina hvort ég mætti eiga eins og tvær kindur hjá honum og þannig stundað áfram áhuga- mál mitt, sauðfjárrækt. Það var alveg sjálfsagt og nokkrum ár- um síðar þegar ég vildi fjölga ánum, þá var það einnig sjálf- sagt. Í staðinn hef ég gert mitt besta við að leggja þeim feðg- um, Þorsteini og Jóni, lið við þau störf sem til falla í kringum féð, þó svo að Þorsteinn hafi á stundum litið svo á þegar ég bauð fram aðstoð mína að hana þyrfti ekkert, þetta væri ekkert mál fyrir þá feðga. Þannig var Þorsteinn, hann var bóngóður en krafðist oftast einskis í stað- inn. Steini var góður bóndi, hann ræktaði jörð sína og búpening af kostgæfni og var eftirtekt- arvert hversu fallega fóðraðir gripir hans voru. Mig langar að láta hér fylgja að loknum ljóð- línur úr ljóði Einars Ben, Fák- um, því ég efast ekki um að Steini er nú kominn á bak hin- um föllnu gæðingum sínu, á engjum sumarlandsins, þar sem hann geysist um eins og hans var von og vísa. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Það verður skrítið að koma að Syðra-Velli í framtíðinni og engin Steini í hægindastólnum í eldhúshorninu. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Megi all- ir góðir vættir veita ykkur styrk. Baldur Gauti Tryggvason. Þau voru þung skrefin að morgni 11. desember þegar ég frétti af ótímabæru fráfalli eins af mínum bestu frændum. Það var margt brallað með karlinum á Velli í gegnum tíðina. Þá að- allega í kringum hross og sauðfé. Ég gat oft skemmt mér við að stríða Steina frænda og hann skemmti sér ekki síður ef hann náði skoti á mig. Eftir því sem árin liðu jókst okkar vinskapur og hittumst við oft og töluðum saman í síma. Hross voru hugleikin okkur báðum og voru þau oft til um- ræðu okkar á milli. Svo gerist það vorið 2012 að Steini eignast hátt dæmda hryssu sem heitir Spöng og var með þeim hæst dæmdu í sínum aldurflokki yfir landið. Þá var sem frændi svifi um á skýi af gleði, ánægju og stolti. Árið 2019 komu tvö fyrstu afkvæmi Spangar frá Syðra-Velli til dóms og hlutu góð 1. verðlaun. Ekki minnkaði tiltrúin hjá Steina á sína rækt- un þá. Söknuðurinn er mikill að Steina gengnum en minning lif- ir um góðan vin, frænda og samferðamann. Nú taka börnin við keflinu að viðhalda og rækta gæðinga frá Syðra-Velli. Elsku Margrét, Ingveldur, Jón Gunnþór og Ágúst megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni um frábæran mann. Ármann Sverrisson. Eldhuginn Þorsteinn frændi minn kvaddi með hvelli og er kominn á æðra tilverustig. Sum- arið 1981 vorum við samtíða á Brúnastöðum og heillaðist ég strax af kraftmiklu fasi Þor- steins og fjöri. Þessi aðdáun varð til þess að ég fylgdi frænda hvert fótmál þetta sumar til að nema handtökin og mest spenn- andi var nú að komast í bíltúr með frænda þar sem hann not- aði hvert einasta hestafl og rúmlega það. Þetta sumar lærði ég að sitja hest og þegar leið á sumarið fékk maður að fara í lengri túra þar sem Þorsteinn var fremstur í flokki. Hann hafði nýlega eignast léttbyggð- an og háreistan hest er hét Garpur frá Egilsstaðakoti í Flóa og var það engu líkara en þota væri að takast á loft þegar hann lét gamminn geisa. Þorsteinn var sveitamaður í húð og hár og kom því ekki á óvart þegar hann hóf búskap á Syðra-Velli í Flóa 1982 með Margréti sinni. Saman hafa þau byggt upp myndarlegt blandað bú með börnum sínum. Lífið hefur þó ekki verið alltaf dans á rósum hjá þeim hjónum en þau misstu Guðbjörgu Önnu dóttur sína á tíunda ári 1994. Það að missa barn er eitthvað það þungbær- asta sem hægt er að ímynda sér og enginn ætti að þurfa lenda í. Þá um haustið buðum við Sverr- ir Ágústsson frændi minn fram krafta okkar og tömdum nokkur trippi fyrir þau hjón. Það var þroskandi fyrir ungan mann að finna hvernig þau hjón stóðu saman í sorgarferlinu og lífið hélt áfram. Þorsteinn lagði mik- ið upp úr því að vera vel ríðandi og komast sem hraðast yfir. Þessar óskir uppfyllti hinn grái Þokki frá Syðra-Velli sem var einstaklega fótviss og fimur gæðingur. Hrossarækt var Þor- steini hugleikin og hafði hann náð umtalsverðum árangri á því sviði. Flaggskipið Spöng frá Syðra-Velli, frábær mýktar- og afkastahryssa sem hefur skilað tveim fyrstu afkvæmunum í 1. verðlaun. Enda var sláttur á kallinum þegar hann vildi sýna manni vonarstjörnur framtíðar- innar, stökk upp í bíl og maður átti fullt í fangi með að hoppa upp í framsætið áður en jeppinn spólaði af stað. Síðustu ár höf- um við frændur oft farið í hrossarekstrarferðir um Flóann og oftar en ekki áð á Syðra- Velli yfir nótt. Gestrisni þeirra hjóna var einstök og þá varð oft mikið fjör við eldhúsborðið enda sagði Þorsteinn skoðanir sínar umbúðalaust og oftar en ekki í gamansömum tón. Það sem stendur upp úr þegar maður minnist Þorsteins er hreinlyndi hans og þessi kröftuga fram- ganga, hann var einstaklega hjartahlýr og vildi allt fyrir alla gera. Elsku Margrét og börn, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur frá Læk. Blessuð sé minning Þorsteins á Syðra-Velli. Ágúst Guðjónsson. Mig langar til að minnast í fáeinum orðum Þorsteins Ágústssonar bónda á Syðra- Velli í Flóa. Þorsteinn var vænn maður og vörpulegur. Búmaður góður, glöggur og skarpgreind- ur. Vígfimur í ræðu og riti í þjóðmálaumræðu. Hann var raddsterkur og ákveðinn í framgöngu. Hann kom úr stórum systkinahópi, af hinu þekkta Brúnastaðakyni í hinum gamla Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu. Eftirminnileg er heimsókn Þorsteins og Margrétar, í tilefni af sextugsafmæli hans, til okkar Önnu Rutar í Jerúsalem, þar sem ég starfaði um tíma. Það var okkur mikil ánægja að geta sýnt þeim helstu gersemar hinnar gamalfrægu borgar og sækja heim helga sögustaði. Þorsteinn fór í heimsókninni á kostum í frásögnum sínum af mönnum og málefnum. Betri gesti er vart hægt að hugsa sér. Andlát Þorsteins var óvænt og ótímabært. Í önnum bústarfa og undirbúningi jóla var hann fyrirvaralaust kallaður burt. Hans er sárt saknað. Að leið- arlokum þakka ég Þorsteini ánægjuleg og eftirminnileg kynni. Mér þykir vænt um þann stuðning og hvatningu sem hann sýndi mér á vettvangi stjórnmálanna. Elsku Margrét og fjölskylda, við Anna Rut færum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Lífið getur stundum verið ósann- gjarnt og sárt. Megi Guð styðja ykkur og styrkja á erfiðum tím- um. Birgir Þórarinsson. „Hann Þorsteinn dó í kvöld.“ Þessi orð Möggu vinkonu minn- ar og nágranna hljóma í huga mínum, svo ótrúleg, svo óraun- veruleg, lífið er stundum svo ósanngjarnt. Hugurinn reikar á minninga- slóðir; ég ligg á hnjánum í kart- öflugarðinum að reyta arfa og sendi þá ósk út í tómið að ein- hver komi nú og frelsi mig úr þessari leiðindavinnu. Viti menn ... ég heyri hófadyn í fjarska, rétt næ að snúa mér við til að skynja eitthvað þjóta framhjá, greini útlínur stinnra gæðinga hverfa í rykmekki, feðgarnir á Velli á ferð. Aldursforsetinn ræður ferðinni, það er farið hratt yfir. Ég snara mér inn og set í könnuna, líta kannski við í bakaleiðinni, eftir svona tvær mínútur, þá búnir að ríða út að Skógsnesi og aftur til baka. Hann var hugmaður hann Þorsteinn bóndi, svipmikill yst sem innst, duglegur og vinnu- samur, týpískur íslenskur bóndi sem unni landinu sínu, skepn- unum sínum og fólkinu í kring- um sig, bóngóður og samkvæm- ur sjálfum sér. Það gekk stunum mikið á þegar við rædd- um þjóðmálin, ýmist yfir kaffi- bolla eða þegar hann gegndi hlutverki fláningsmanns hjá okkur, hratt og örugglega. Það varð stundum hávaði, við vorum ekki alltaf sammála en ágrein- ingurinn risti aldrei djúpt og glettnin var skammt undan. Það var gestkvæmt á Syðra-Velli, gott að sækja þau hjónin heim. Þar réð léttleikinn ríkjum og oft glatt á hjalla. Skemmst er að minnast að eitt sinn þegar okk- ur bar að garði hafði Steini til- kynnt vinnumönnunum að nú þyrftu þeir að fara út og færa skítahauginn sem þeir voru að enda við að moka út úr fjárhús- unum. Á erfiðum stundum sækjum við styrk hvert til annars og eins í reynslubrunn okkar og þroska. Að missa maka og for- eldra er erfitt, að missa barn er óbærilegt. Þá reynslu gengu þau Magga og Steini í gegnum þegar Guðbjörg dóttir þeirra dó aðeins 10 ára gömul. Sorgin var djúp og áþreif- anleg en með styrk og skynsemi hefur Vallarfjölskyldan náð að lifa með sorginni og yngri systkinin lært að dauðinn er hluti lífsins, lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Skömmu eftir að Guðbjörg dó dreymdi mig hana á hraðferð upp Þjórsárbakka. Mér varð hugsað til þess þegar Magga færði mér fréttirnar um andlát Steina. Nú eru þau saman feðg- inin einhvers staðar í Sumar- landinu ríðandi á gráum og skjóttum og fara mikinn. Stefanía Geirsdóttir. Traustur og hreinskiptinn ná- granni er fallinn frá, snöggt og óvænt. Harmur upp kveðinn hjá góðum nágrönnum okkar og vinum, sem ýmislegt hafa þurft að reyna. Við Þorsteinn hófum búskap um svipað leyti fyrir allnokkr- um áratugum. Hann varð strax sem algjör heimamaður hér í sveit þó uppalinn væri á hinum enda Flóans við bakka Hvítár. Af dugnaði byrjuðu hann og Magga aftur með kúabúskap á Syðra- Velli sem hafði legið niðri um skeið. Byggðu upp á hófstilltan og myndarlega hátt. Með sínar kýr, kindur og hross var Þorsteinn heill og áhuginn alltaf óskiptur, sannarlega bóndi af lífi og sál. Ætíð áhugi á ræktun búfjár og árangur vel að skila sér. Vélar sem fylgja nútímabúskap voru honum sem fleirum nauðsyn en hins vegar fráleitt áhugamál. Hann Þorsteinn hvíslaði ekki. Háum djúpum rómi og með Brúnastaðahljómbotn ræddi hann um daginn og veginn. Lesinn og vel að sér um sín áhugasvið og málefni líðandi stundar. Ávallt inni í öllum fréttum og með skoðanir sem var ekki hans stíll að byrgja inni heldur lét hann þær í ljós umbúðalaust. Um sumt í mis- jöfnum tegundum pólitíkur í okkar nærumhverfi greindi okkur á en það skyggði aldrei á góð samskipti. Við virtum skoð- anir hvor annars. En í flestu vorum við reyndar hjartanlega sammála. Morgungjöfin í fjárhúsið var nálægt því að vera heilög stund. Hann grínaðist sjálfur með hve afleitt var ef tímasetning funda raskaði því. En færi hann á fund, hvort sem hann var mætt- ur sem fulltrúi bænda hér í sveit eða af áhuga, gekk hann ekki með veggjum. Tæki hann til máls vöknuðu allir og enginn sónaði út. Skýrt og meitlað kom hann sinni skoðun á framfæri og eng- um var hlíft. Þó alltaf á hátt sem hæfði góðum dreng og að- eins um málefni sem hann þekkti eða hafði kynnt sér. Kæra fjölskylda og vinir, blessun fylgi ykkur. Við Stína vottum ykkur samúð á erfiðum og óvæntum tímamótum. Valdimar Guðjónsson. Svo fer um kletta Veturinn barði grimmur á brjóst, baldinn á eyjuna góndi. Rólyndur vann og veðrinu bjóst, vanur hinn íslenski bóndi. Stoltur hann hafði staðið um ár, styrkur á velli sá klettur. Aðfaranótt þessa óveðursdags, yljuðu draumsýnir hugans. Hófarnir spyrntu, hlykkjaðist fax, hjalaði sálarró fjallmanns. Er morgunsár gleypti draumanna glóð, grunaði engan þann vilja, að inn yfir sand á ættfeðra slóð, áfram hélt sál milli gilja. Óttalaus barðist því beljanda við, brattur þótt hríðina þétti. Vanur þeim íslenska vígreifa sið, vanga sinn óhræddur rétti. Uns frækinn hneig bóndi mót for- lagaröð, við fótskör að ævinnar starfi. Engum til mæðu, einskis manns kvöð, einarður varðist þeim arfi. Svo fer um kletta sem kafaldsins byl, kraftur að endingu lætur. Nú völlurinn krýpur og kveður sinn yl, kalinn og einmana grætur. En von er á birtu sem þíðir hans ból, hún brjóstið af þreki hans fyllir. Og völlur minn, líttu nú vetrarsól, sem vindsorfinn klettinn þinn gyllir. Í haustlitum fjallasal hjalar svo þýtt, hjörðin sem glaður má sinna. Og sírjóðan vanga hans strýkur svo blítt, sú, sem hann þráði að finna. Fanney Hrund Hilmarsdóttir frá Hamarshjáleigu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.