Morgunblaðið - 20.12.2019, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
✝ Rúrik NevelSumarliðason
fæddist í Bolung-
arvík 8. febrúar
1932. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 15. desm-
ber 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Sum-
arliði Guðmunds-
son frá Miðhúsum í
Vatnsfjarðarsveit,
f. 30. september 1888, d. 11.
nóvember 1959, og María Frið-
gerður Bjarnadóttir frá Látra-
koti í Mjóafirði, f. 7. október
1892, d. 23. febrúar 1966. Rúrik
var næst yngstur níu systkina,
þau eru: Pétur Guðmundur
Sumarliðason, f. 24. júlí 1916, d.
5. september 1982, Bjarni
Hólmgeir Sumarliðason, f. 4.
febrúar 1921, d. 25. maí 1994,
Magnús Pétur Kristján Sum-
arliðason, f. 12. júlí 1922, d. 17.
ágúst 2008, Elín Guðmunda
Sumarliðadóttir, f. 25. nóv-
ember 1923, d. 27. júní 2014,
Björg Sumarliðadóttir, f. 17.
júní 1925, d. 14. júní 2014, Guð-
jóna Sigríður Sumarliðadóttir,
Hulda Rós, f. 2. mars 1964,
maki Lárus Finnbogason, synir
þeirra eru Lárus Sindri og Arn-
ar Heimir.
Rúrik var fæddur í Bolung-
arvík en bjó fyrstu æviárin í
Skálavík. Fjölskyldan fluttist
svo til Bolungarvíkur þar sem
hann bjó fram á unglingsár.
Hann vann alltaf mikið, fór að
beita 10 ára gamall, var sendur
í sveit á sumrin, fór í síld til
Siglufjarðar kornungur og
vann í frystihúsi í Hafnarfirði.
Hann gerðist sjómaður og sigldi
meðal annars til Danmerkur 18
ára gamall. Rúrik lærði svo
húsgagnasmíði hjá Snæbirni
Jónssyni um tvítugt og vann
eftir það við smíðar þar til hann
réði sig sem húsvörð við
Menntaskólann á Ísafirði og svo
í Fjölbrautarskólanum í Breið-
holti. Rúrik og Guðlaug bjuggu
á Ísafirði frá árinu 1960 og til
ársins 1988 þegar þau fluttu til
Reykjavíkur. Þau hafa búið í
Kópavogi frá árinu 2010 og átt
þar ánægjulegt ævikvöld. Rúrik
var mikill tónlistarunnandi og
söng í mörgum kórum bæði á
Ísafirði og í Reykjavík. Hann
gekk í Oddfellow-regluna og
var í henni til dánardags. Rúrik
var hagur í höndunum og féll
aldrei verk úr hendi.
Útför Rúriks fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
20. desember 2019, klukkan 14.
f. 7. október 1927,
d. 15. nóvember
2002, Kjartan
Helgi Sum-
arliðason, f. 22.
september 1929, d.
9. júní 2012, Krist-
ján Björn Hinrik
Sumarliðason, f.
28. nóvember 1933
d. 18. nóvember
2015.
Eftirlifandi
eiginkona Rúriks er Guðlaug
Björnsdóttir, f. 21. september
1939. Foreldrar hennar voru
Ólafía S. Einarsdóttir frá Bíldu-
dal, f. 22. ágúst 1899, d. 30.
mars 1990, og Björn Metúsal-
emsson frá Vopnafirði, f. 25.
maí 1894, d. 3. desember 1953.
Dætur Rúriks og Guðlaugar
eru 1) María Friðgerður, f. 21.
mars 1958, maki Hilmar A. Al-
freðsson, dætur hennar eru
Þuríður og Ástríður. Synir Þur-
íðar og Benedikts Einarssonar
eru Ernir, Rúrik Pétur og Birk-
ir Alfreð. 2) Helena Snæfríður,
f. 29. júlí 1960, maki Jón Pétur
Kristjánsson, börn þeirra eru
Rúrik Fannar og Guðrún. 3)
Pabbi minn var fæddur í Bol-
ungarvík þar sem foreldrar hans
bjuggu svo lengi sem ég man í
gamalli verbúð í Hafnargötu 6b.
Hann var næst yngstur níu
systkina sem öll eru nú látin. Ver-
búðin þeirra taldi eldhús og
svefnloft og þangað heimsótti ég
ótal sinnum ömmu mína með
pabba og mömmu. Eldhúsið var
hlýlegt og þegar ég hugsa til
baka fullt af hlýju og andlegu
ríkidæmi. Veraldleg gæði voru af
skornum skammti utan þess að
amma var mjög bókelsk kona og
átti safn bóka. Nafnið hans
pabba, Rúrik Nevel, er einmitt
komið úr skáldsögunni Valdimar
munki sem amma las og skírði
strákinn eftir byssusmiðnum í
sögunni.
Þegar við fórum til Bolungar-
víkur frá Ísafirði á sunnudögum
sátu pabbi og systur hans í eld-
húsinu í Hafnargötunni, göntuð-
ust og ræddu á háværan hátt um
pólitík og dægurmál, svo hátt að
mamma segist aldrei hafa komist
að. Pabbi fór í búrið og náði sér í
svið og súrmat og amma setti á
kaffiborð fyrir okkur hin. Þetta
eru eftirminnilegar stundir.
Fátæktin og þetta ríkidæmi
andlegra gæða og væntumþykju
mótuðu pabba eins og þau öll
systkinin. Þetta veraldlega fá-
tæka fólk bar sig vel, var glað-
vært og einstaklega duglegt og
hlýlegt. Ég held að þau hafi auk
þess öll verið afar vinstri sinnuð.
Pabbi var engin undantekning,
þessir sömu eiginleikar og póli-
tíska sýn einkenndu hann alla tíð.
Pabbi var léttlyndur og tón-
elskur. Hlustaði mikið á kórsöng,
tenórana þrjá og Ivan Rebroff.
Söng með Sunnukórnum og
kirkjukórum auk margra ann-
arra kóra. Hann elskaði að sitja
inni í stofu með tónlistina á
hæsta, að ég tali nú ekki um með
saltkjöt eða hangikjöt skorið í
teninga hjá sér á diski, eða skötu-
stöppuna eftir Þorláksmessu.
Fyrir jólin keypti hann fyrir okk-
ur fulla kassa af súkkulaði beint
úr heildsölu og marga kassa af
gosi. Við gátum borðað sælgæti
og drukkið gos eins og okkur
lysti. Á Þorláksmessu fórum við
saman í bæinn og máttum við all-
ar systurnar kaupa eins mikið
jólaskraut og við vildum. Hann
elskaði fallegt jólaskraut og var
mjög duglegur að skreyta.
Pabbi naut sín með fullt hús af
fólki, drakk mikið kaffi og reykti
mikið þar til hann hætti því alveg.
Var alltaf með hárið fullt af spæni
og vasabókhaldið í brjóstvasan-
um. Vann mikið og endaði vinnu-
ferilinn í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti þar sem nemendur
gáfu honum bikar sem á stóð
„Besti Rúrik í heimi“.
Pabbi skammaði ekki. Hann
vakti mann með snúð í menntó.
Söng manna hæst í fjölskyldu-
samkomum og öðrum samkom-
um. Stundaði fimleika í æsku og
var í fimleikaflokki. Gekk hratt
og kvartaði aldrei. Hann var ein-
staklega góður pabbi og afi sem
lét aldrei deigan síga þótt á móti
blési. Var mikið á móti auðvald-
inu, þoldi ekki stéttaskiptingu og
vildi almannahagsmuni í fyrsta
sæti. Var alþýðumaður eins og
þeir gerast bestir.
Ég vitna í frænda hans Stein
Steinarr þegar hann sagði „það
vinnur aldrei neinn sitt dauða-
stríð“.
Nú er líf hans hér á jörð á enda
runnið og hann kominn til engl-
anna og ömmu og afa og systk-
inanna sem hann unni svo mjög.
Blessuð sé minning pabba.
María Friðgerður
Rúriksdóttir.
Hann pabbi er jarðsunginn
dag.
Hann var sá síðasti af átta
systkina hópi til að kveðja þenn-
an heim. Systkinahópurinn var
alinn upp í litlu húsi í Bolungar-
vík og var alltaf mjög náinn.
Pabbi, eins og hin systkinin,
þurfti snemma að fara að sjá fyrir
sér enda þungt heimili. Systkinin
voru alltaf mjög samheldin og í
uppvexti okkar systkina-
barnanna þekktumst við öll vel
enda mikill samgangur, eða eins
mikill og aðstæður leyfðu.
María mamma pabba var fötl-
uð og eyddi því oft góðum tíma í
bóklestur. Þegar hún átti pabba
ákvað húna að hann yrði skírður í
höfuðið á sögupersónu úr Valdi-
mar munki, rússneskri skáldsögu
eftir Sylvanus Cobb. Þar var
byssusmiðnum Rúrik Nevel lýst
sem afar fallegum manni, ekki
hávöxnum en með góða líkams-
burði, sterka andlitsdrætti og
hreinan svip. Ennið var hátt og
breitt og ofan á það liðaði sig
hrokkið ljósjarpt hár hans. Aug-
un voru blíðleg og skörp. Hann
hafði alla þá mannkosti sem helst
mátti hugsa sér. Skáldsagan var
afar vinsæl hér á landi í byrjun
20. aldarinnar.
Pabbi var afskaplega blíður og
góður maður. Sem ungur maður
var hann mikill fimleikakappi og
góður í íþróttum almennt. Hann
hafði afar góða söngrödd og var
hár tenor og vakti rödd hans eft-
irtekt alls staðar. Hann var að
lágmarki í tveimur kórum og
stundum þremur hverju sinni og
lífið snérist um kórastarfið. Hann
hlustaði mikið á tónlist og kunni
ógrynni af allskonar lögum.
Í minningunni var pabbi alltaf
í góðu skapi, sagði alltaf „já elsk-
an mín“ef manni datt eitthvað í
hug og studdi við flestar hug-
myndir sem við fengum. Hann
var mikill fagurkeri, gekk bara í
vönduðum fötum og hafði mjög
ákveðinn smekk á þeim. Sama má
segja um fallegt handverk, hann
bar mikla virðingu fyrir því.
Pabbi var líka mikið jólabarn og
hafði ótrúlega gaman af því bæði
að kaupa sér nýtt jólaskraut sem
hann gerði hver jól og hann sá um
skreytingar fyrir jólin.
Pabbi var handlaginn og allt
handverk lék í höndunum á hon-
um. Það var ávallt þannig að ef
við báðum hann um að smíða fyr-
ir okkur eða gera við eitthvað þá
var hann byrjaður á verkinu áður
en varði og lauk því áður en hægt
væri að snúa sér við.
Nú er tími hans liðinn og við
þökkum fyrir það að hann átti
góð efri ár, fylgdist með fram á
síðasta dag og var einstaklega
sæll með veru sína í Vogatung-
unni þar sem hann hafði aðstöðu í
bílskúrnum og gat sinnt þar sín-
um hugðarefnum.
Takk fyrir allt.
Helena og Hulda.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá honum Rúrik tengdaföður
mínum og mikið er ég þakklátur
fyrir að hafa fengið að eiga sam-
leið með honum sl. liðlega þrjá
áratugi. Rúrik var einstaklega
lífsglaður maður og alltaf léttur
og kátur. Mér er óhætt að full-
yrða að öllum sem kynntumst
honum þótti vænt um hann og
þeir sem stóðu honum næst og
þekktu hann best elskuðu hann
og dáðu.
Hann tengdafaðir minn var
sérlega bóngóður maður og það
var nánast sama hvað hann var
beðinn um, ávallt var hann tilbú-
inn að hjálpa til og aðstoða. Hann
var menntaður húsgagnasmiður
og afar handlaginn og leituðum
við því mikið til hans ef eitthvað
þurfti að laga eða smíða, en hann
hafði komið sér upp aðstöðu í bíl-
skúrnum til slíkra verka. Það átti
ekki við hann að vera að drolla við
hlutina, heldur var drifið í því að
gera það sem þurfti gera, hvort
sem það var að smíða eitthvað,
ramma inn mynd eða pússa upp
og laga húsgögn. Stundum fannst
mér sem að maður væri varla
kominn frá honum með það sem
þurfti að lagfæra eða smíða þegar
hann lét vita að hann væri búinn
að ljúka verkinu.
Við höfum í gegnum árin notið
góðs af því hversu einstaklega
góð afi og amma þau Rúrik og
Lauga eru. Allt frá fyrsta degi
hafa þau umvafið syni okkar ást
og kærleika og þeir hafa sóst eftir
því að heimsækja þau og vera hjá
þeim. Það var jafnan auðsótt mál
af þeirra hendi að passa drengina
þegar þeir voru litlir og mikið
þótti þeim gaman að fara með afa
sínum og leigja vídeóspólur,
kaupa nammi og sitja svo með
honum og horfa á myndirnar í
sjónvarpinu. Rúrik fylgdist alla
tíð vel með barnabörnum sínum,
studdi þau, leiðbeindi og hvatti
þau áfram í námi og starfi.
Við ferðuðumst töluvert mikið
með þeim Laugu og Rúrik bæði
innanlands og erlendis og voru
þau sérlega góðir ferðafélagar.
Rúrik hafði mikið yndi af söng
og var í kórum lengstan hluta ævi
sinnar. Hann söng með Sunnu-
kórnum og kirkjukórnum á Ísa-
firði og eftir að þau hjónin fluttu
þaðan söng hann í nokkrum kór-
um í Reykjavík, á tímabili var
hann í a.m.k. tveimur kórum á
sama tíma. Hann hafði fallega
tenórrödd og var sérlega lagviss
og því eftirsóttur söngmaður.
Það hefur jafnan mikið verið
sungið þegar fjölskyldan kemur
saman svo sem um jól og áramót
og í þorrablótum og leiddi Rúrik
jafnan sönginn.
Rúrik var í Oddfellow-regl-
unni, fyrst á Ísafirði í stúkunni
Gesti og síðar í stúkunni Snorra
Goða eftir að hann flutti að vest-
an. Ég á honum það að þakka að
hafa kynnt mig fyrir Oddfellow-
reglunni og því góða starfi sem
þar fer fram.
Síðustu vikur og mánuðir voru
honum tengdaföður mínum erf-
iðir vegna veikinda en honum lán-
aðist þó að dvelja á sínu heimili
allt fram undir það síðasta. Hon-
um hefði ekki hugnast að þurfa
að dvelja síðustu æviárin annars
staðar en á sínu heimili með
henni Laugu sinni og fyrir það
ber að þakka.
Ég kveð hann tengdaföður og
efst í huga mér er þakklæti fyrir
hversu góður maður hann var og
fyrir allt sem gerði fyrir mig og
mína fjölskyldu. Hvíl í friði.
Lárus Finnbogason.
Í dag kveðjum við afa Rúrik.
Afi var alltaf í góðu skapi, hlýr,
fyndinn og skemmtilegur, söng-
elskur og handlaginn. Afi sem öll
börn óska sér að hafa í sínu lífi.
Þegar barnabörnin komu í heim-
sókn var hann tilbúinn með úrval
af sjónvarpsefni og veitingar eftir
pöntun. Ef húsgagn þarfnaðist
umhyggju, þá sá afi um það.
Hann gegndi hlutverki einkabíl-
stjóra þegar við þurftum að kom-
ast um borgina á tónlistar- eða
íþróttaæfingar, enda naut hann
þess að keyra. Hann var byrjaður
að gera ráðstafanir um endurnýj-
un ökuleyfis á næsta ári, enda
stóð ekki til að leggja bílnum.
Jólaskrautið var afa ávallt efst
í huga á aðventunni. Áhugi hans á
jólaskrauti var ekki amalegur
fyrir litla stelpu sem fannst fátt
skemmtilegra en að koma í heim-
sókn til ömmu og afa fyrir jólin og
dást að ljósunum og glingrinu.
Það var ekki öðruvísi þessa að-
ventuna þótt hún hafi verið með
öðru sniði. Hann lagði mikið upp
úr því að heimilið væri skreytt að
innan sem utan og verkstýrði því
eins og herforingi allt fram að
síðustu stundu. Margir myndu
segja það vera úr karakter fyrir
hann að kveðja okkur á þessum
árstíma en raunin er sú að nú
höldum við fyrstu jólin okkar án
hans.
Afi naut þess að vera til og
hafði gaman af lífinu. Með sínum
hvella hlátri var hann hrókur alls
fagnaðar og auðvitað lykilmaður
þegar kom að fjöldasöng í fjöl-
skyldunni. Hann var mikill ten-
órsöngvari en okkar vandamál
var að tónhæðin sem hann valdi
var yfirleitt alltof há fyrir sam-
söngvara hans, sem þá uppskar
hlátrasköll og nú sælar minning-
ar.
Afi átti aldrei erfitt með að
hrósa öðrum, ólíkt mörgum körl-
um af hans kynslóð. Hann þreytt-
ist ekki á að segja hve stoltur
hann væri af okkur. Hann fylgd-
ist grannt með öllu sem afkom-
endur hans voru að eiga við og
hvatti okkur til dáða. Hann var
alltaf ánægður með fjölskylduna
sína en amma og afi eiga að
mestu leyti heiðurinn af sam-
heldninni sem einkennir hana og
velsældinni sem meðlimir hennar
hafa notið.
Fyrir stuttu áttum við afi sér-
lega skemmtilegan fund á bar
einum í Hafnarfirði. Þá sagði
hann mér frá því þegar hann
sendur einn frá Bolungarvík til
Siglufjarðar, 13 ára, til að fá sér
vinnu við síldina. Þar vann hann
um stund þar til hann fékk far
með skipi til Reykjavíkur, eftir
viðkomu á Akureyri, en hann átti
systkini á báðum stöðum. Hann
fékk stöðu á togara á leið til
Kaupmannahafnar þegar hann
var 18 ára, þar fór hann í land og
keypti tvo hægindastóla sem enn
prýða stofuna hjá ömmu og afa. Í
þeirri ferð áttaði hann sig á að
honum væri ekki ætlað að vera
sjómaður og eftir heimkomu hóf
hann nám í húsgagnasmíði í
Reykjavík. Það var dýrmætt að
fá að heyra þessar sögur, ég fann
um leið hve breitt kynslóðabilið
var en hann lét það aldrei á sig fá.
Eftir öll hans ævintýri gat hann
samt hlustað á kvartanir okkar
forréttindabarnanna á 21. öld af
þolinmæði og umhyggju.
Í dag kveð ég afa minn Rúrik
með þakklæti en minning hans
lifir í hjörtum okkar. Honum
fannst gaman að lifa en að lokum
var dauðinn honum líkn, rödd
hans er hljóðnuð en hláturinn og
söngurinn mun óma um ókomna
tíð.
Ástríður Pétursdóttir.
Erfitt er að koma í orð því
þakklæti og þeirri væntumþykju
sem kemur upp í hugann þegar
hugsað er til Rúriks afa. Í þeirri
miklu sorg sem nú ríkir er hugg-
un í öllum þeim góðu minningum
sem við áttum saman. Afi var
mikill fjölskyldumaður og ein-
staklega góður afi. Dyrnar hjá
honum og ömmu voru alltaf opn-
ar og alltaf gaman að fara til
þeirra heimsókn. Það var ein-
staklega gott að eiga stund með
afa, hvort sem það var í kaffi í
Hvassaleitinu eða Vogatungu, í
sveitinni eða á ferðalagi innan-
lands eða utan. Alltaf var
skemmtilegra þegar afi var með.
Hann setti barnabörnin alltaf í
fyrsta sæti og gerði allt sem í
hans valdi stóð til að áhugamál og
nám væri stundað og hvatti okk-
ur áfram í því sem við gerðum.
Þegar við bræður hugsum til
afa eru ótal margar minningar
sem koma upp og mikið sem
hægt er að skrifa um. Við eigum
það sameiginlegt að hafa verið
mikið hjá honum, líkt og öll
barnabörnin. Á yngri árum var
sérstaklega gott að fara til afa
þegar maður var „veikur heima“
og gat, í staðinn fyrir að vera
heima með mömmu eða pabba,
fengið mömmu til að skutla okkur
til hans. Þá lá leiðin í kjölfarið oft-
ar en ekki á Vídeóheima þar sem
við leigðum mynd, auðvitað kú-
rekamynd, og keyptum okkur
snakk með.
Á menntaskólaárunum var
mjög þægilegt að hafa ömmu og
afa í göngufæri við skólann. Eftir
skóla röltum við til þeirra og kíkt-
um á þau í kaffi og pönnukökur.
Sátum við þá oft tímunum saman
og spjölluðum um daginn og veg-
inn, nema auðvitað þegar afi var
upptekinn á söngæfingum eða
syngjandi á viðburðum tengdum
þeim fjölda kóra sem hann var í.
Alltaf var afi í góðu skapi og
létti upp á daginn. Húmorinn var
aldrei langt undan. Við bræður
getum sammælst um það að fyrir
okkur var hann ekki bara alltaf
besti maður og afi í heiminum,
hann var líka besti smiður og
söngvari sem fyrirfannst. Hann
gat smíðað allt og var fljótur að
uppfylla allar þær óskir sem hon-
um bárust, hvort sem það var að
smíða sverð fyrir okkur til að
leika okkur með í sveitinni eða
laga mynd í myndaramma fyrir
mömmu. Verkinu var nánast lok-
ið áður en maður vissi af.
Nú þegar jólin nálgast hratt er
erfitt að hugsa sér þau án afa.
Hann var alltaf mikið „jólabarn“,
vildi hafa vel skreytt í kringum
og var engin breyting þar á þrátt
fyrir hækkandi aldur hans. Söng-
ur var alltaf í fyrirrúmi og mikill
söngur um hátíðir hjá fjölskyld-
unni og á öðrum stundum þegar
mögulegt var. Afi var alltaf í for-
ystu í söngnum. Yfirleitt söng
hann svo vel, hátt og skýrt, að
hann hefði getað tekið öll lögin í
einsöng, eins og honum einum
var lagið.
„Við tökum því sem að höndum
ber,“ sagði afi í síðastliðinni viku
og er það víst það eina sem nú er
hægt að gera. Á sama tíma og
missirinn er mikill munu minn-
ingar okkar saman lifa áfram og
erum við þakklátir fyrir hverja
stund okkar saman.
Elsku afi, takk fyrir að hafa
alltaf verið til staðar fyrir okkur
og hafa verið eins góður við okk-
ur og þú varst. Við munum alltaf
muna eftir þér og því sem þú
gerðir fyrir okkur og halda minn-
ingu þinni á lofti um ókomna tíð.
Þínir,
Arnar og Lárus.
Afa Rúrik man ég fyrst eftir í
Aðalstræti 33 á Ísafirði, á
Heklunni. Mér finnst eins og
hann hafi verið með svuntu að
berja harðfisk í kjallaranum.
Ekki langt undan var pípan hans,
stríðnin og dillandi hláturinn. Ég
og Rúrik Fannar frændi minn
vorum svo heppin að fá að kynn-
ast því að vera hjá ömmu og afa á
Ísafirði, en þar leyndust óteljandi
ævintýri. Þuríður Þorskabítur og
Rúki Rófustappa, það kallaði
hann okkur alltaf með stríðni í
röddinni. Við vorum elstu barna-
börnin og afi var alltaf til í að
leika. Þegar afi og amma fluttu
suður í Hvassaleitið þá leyndust
ævintýrin þar. Afi átti alltaf harð-
fisk að vestan og lakkrís sem
hann hafði keypt í Kolaportinu.
Hann smurði fyrir okkur vel af
smjöri á harðfiskinn og batt fyrir
okkur svartar lakkrísreimar í
marga hnúta, sem við kjömsuð-
Rúrik Nevel
Sumarliðason
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar