Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 37

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 37
ÍÞRÓTTIR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019  Teitur Örn Einarsson, landsliðs- maður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Kristianstad til ársins 2022. Teitur kom til Kristianstad frá Selfossi fyrir síðustu leiktíð og hefur leikið stórt hlutverk með liðinu. Hefur Teitur skorað 78 mörk í sænsku deildinni í vetur. Ólafur Andrés Guðmundsson leikur einnig með liðinu.  Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Jón Arnór Stefánsson, leikmann KR og einn besta leikmann Íslandssögunnar, í eins leiks bann vegna reiðikasts hans er KR mætti Grindavík í Geysisbikarnum fyrr í mánuðinum. Jón Arnór missti stjórn á skapi sínu í 3. leikhluta og var vikið út úr húsi fyrir vikið.  Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi hafnaði í 8. sæti í stórsvigi á al- þjóðlegu móti í St. Moritz í Sviss en mótið er hluti af EC-mótaröð ólymp- íuhreyfingar fatlaðra. Hilmar skíðaði á 55,13 sekúndum í fyrri ferðini og 56,25 sekúndum í síðari ferðinni. Samanlagður tími var því 1:51,38 mínútur. Frakkinn Arthur Bauchet sigraði á 1:26,56 mínútum. Hilmar bætir stöðu sína á heimslistanum í stórsvigi töluvert með þessari frammistöðu. Hann hefur sannað sig sem á meðal þeirra bestu í svigi en sækir nú í sig veðrið í stórsviginu einnig.  Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er í 39. sæti af 210 þjóðum á heims- lista FIFA í árslok en síðasti listi árs- ins var gefinn út í gær. Engin breyt- ing er á 39 efstu sætunum en Belgía, Frakkland og Brasilía eru í þremur efstu og Belgar eru því á toppnum við áramót í annað skiptið í röð. Ís- land var í 37. sæti listans á sama tíma fyrir ári, 2018, en besta staða liðsins í árslok var í desember 2016 þegar landsliðið var í 21. sæti á list- anum.  Fabian Wiede, skyttan öfluga frá Füchse Berlín, leikur ekki með þýska landsliðinu í handknattleik á Evr- ópumótinu í janúar. Hann þarf að gangast undir uppskurð á öxl á milli jóla og nýárs. Wiede var í Evr- ópumeistaraliði Þjóðverja undir stjórn Dags Sigurðssonar árið 2016, þá aðeins 21 árs gamall, en hann hef- ur verið í röðum Füchse frá 15 ára aldri og var þar einnig með Dag sem þjálfara.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrr- verandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og leikmaður ÍBV um árabil, er kominn í sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Gunnar hefur verið ráðinn þjálfari KFS í Vestmannaeyjum fyrir næsta tímabil og mun þar vinna með mörgum ungum leikmönnum frá ÍBV sem spila með liðinu í 4. deild- inni til að öðlast meistaraflokks- reynslu. Í til- kynningu frá KFS segir að mark- miðið sé að koma liðinu strax upp um deild og skapa efnilegum leik- mönnum í Eyjum betri vett- vang. Eitt ogannað KÖRFUBOLTI Skúli B. Sigurðsson Jóhann Ingi Hafþórsson Njarðvíkingar rúlla í jólafríið með bros á vör eftir að hafa unnið Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi með 101 stigi gegn 77, en leikið var í Njarðtaksgryfju þeirra Njarðvík- inga. Njarðvíkingar leiddu með átta stigum í hálfleik og náðu mest 26 stiga forskoti í leiknum. Fyrirfram var búist við nokkuð jöfnum leik þar sem Njarðvíkingar hafa verið á bullandi siglingu og fyrir þennan leik unnið fimm leiki í röð og Þórsarar voru að koma frá þungavigtarsigri á toppliði Keflvík- inga í síðustu umferð. Framan af virtist stefna í hörkuleik en í seinni hálfleik tóku Njarðvíkingar frum- kvæðið algjörlega í sínar hendur. Þórsarar jusu eins og þeir gátu vatni úr bátnum en að lokum gáfust þeir upp og stungu sér til sunds þegar Njarðvíkingar sökktu þeim endanlega. Eftir nokkuð brösuga byrjun í deildinni í ár hafa Njarðvíkingar nú unnið sex leiki í röð í deildinni og sigurinn í gær gríðarlega mik- ilvægur. Mikilvægur fyrir þær sakir að hver sigur leikur í deildinni virð- ist vega ansi þungt og hver umferð getur kastað liðum upp eða niður um fjögur til sex sæti. Deildin í ár er að spilast þannig að allir virðast geta unnið alla og því til sönnunar er einmitt fyrrnefndur sigur Þórs- ara á Keflavík. Njarðvíkingar halda í jólafríið í fjórða sæti deildarinnar en Þórsarar verma áttunda sætið. Eftir stendur að tvö mót eru eft- ir: Seinni hluti deildarinnar og svo auðvitað úrslitakeppnin. Bæði þessi lið hafa burði og getu til að fara í úrslitakeppnina að öllu jöfnu, en sem fyrr segir, eins og deildin er að spilast, gæti einbeitingarleysi hæg- lega slökkt vonir beggja liða um þann draum. „Flott frammistaða hjá mínum mönnum og þetta var bara virkilega góð jólagjöf til okkar stuðningsmanna sem áttu það inni hjá okkur,“ sagði Einar Árni Jó- hannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. Stjarnan aftur á toppinn Stjarnan er enn í toppsætinu eft- ir erfiðan 95:88-sigur á Fjölni á heimavelli. Fjölnir náði mest 19 stiga forskoti í fyrri hálfleik en Stjörnumenn voru betri í síðari hálfleik. Stjarnan hefur lent í vand- ræðum gegn liðum sem eru neð- arlega í töflunni og rétt marið sigra gegn Fjölni, Val og Þór Akureyri, þremur neðstu liðunum. Það er eins og ákveðið kæruleysi grípi um sig hjá Stjörnunni gegn lakari and- stæðingum, en hingað til hafa Stjörnumenn sloppið með skrekk- inn. Einhvern daginn verður Stjörnunni refsað nái þeir ekki að gíra sig betur í þá leiki sem flestir búast við að liðið vinni örugglega. Nikolas Tomsick er búinn að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa og hefur hann hjálpað Stjörnunni að grafa sig úr nokkrum holum í vetur. Tomsick skoraði 31 stig í gær. Hlynur Bæringsson er allur að koma til eftir meiðsli fram- an af leiktíð og skoraði gamli lands- liðsfyrirliðinn 18 stig og tók 21 frá- kast. Stjörnumenn fara kampakátir í jólafrí á toppnum og með sjö sigra í röð. Fjölnismenn verða hins vegar að fara rólega í jólasteikina og koma öflugri til baka eftir frí. Líður vel í Skagafirði Tindastóll sýndi sitt rétta andlit er liðið vann 106:88-heimasigur á Grindavík. Tindastóll er með 16 stig, rétt eins og Keflavík, tveimur stigum frá toppliði Stjörnunnar. Tindastóll tapaði á útivelli fyrir ÍR í síðasta leik, en Skagfirðingum líður vel á heimavelli þar sem liðið hefur unnið fimm sinnum og aðeins tapað einu sinni. Gerel Simmons, sem átti mjög slakan leik gegn ÍR í síðustu um- ferð, er greinilega orðinn heimakær á Króknum en hann skoraði 31 stig og hitti mjög vel. Jaka Brodnik, Pétur Rúnar Birgisson og Sinisa Bilic léku allir vel og var allt annað að sjá til Tindastóls. Fyrir leikinn hafði Grindavík unnið þrjá leiki í röð, gegn Val, ÍR og Þór Akureyri, en það er ljóst að Grindavík á nokkuð í land þegar liðið mætir bestu liðum landsins. Sigtryggur Arnar Björnsson og Ingvi Þór Guðmundsson áttu góða leiki, en Grindavík verður að fá meira framlag frá fleiri leik- mönnum. Björgvin Hafþór Rík- harðsson og Ólafur Ólafsson verða t.a.m. að sýna meiri stöðugleika ef liðið ætlar sér stærri hluti en á síð- ustu tímabilum, þar sem það hefur fallið úr leik í átta liða úrslitum Ís- landsmótsins. Keflavík aftur á sigurbraut Í Keflavík sýnu heimamenn styrk sinn og unnu sannfærandi 93:70- sigur á ÍR. Keflavík tapaði nokkuð óvænt fyrir Þór Þorlákshöfn í síð- ustu umferð en ÍR vann sterkan sigur á Tindastóli og bjuggust margir við jöfnum leik. Keflvík- ingar mættu hins vegar miklu sterkari til leiks og var staðan snemma orðin 19:2. Tókst ÍR- ingum aldrei að jafna eftir það. Dominykas Milka sýndi allar sínar bestu hliðar og skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Milka er góður í svo gott sem öllu á körfuboltavellinum og þegar hann spilar vel spilar Keflavík oftast vel. Ágúst Orrason skoraði svo 23 stig af bekknum á aðeins rúmum ellefu mínútum og svaraði kalli margra sem höfðu gagnrýnt Keflavík fyrir að of fáir legðu í púkkið í stiga- skorun. Keflvíkingar vonast til að þeir séu komnir á rétta braut á ný eftir þrjú töp á skömmum tíma. ÍR-ingar eru ólíkindatól. Þeir hafa unnið góð lið á borð við Tinda- stól og KR en í gær fór allt í baklás og liðið leit alls ekki vel út. ÍR er í sjöunda sæti og þarf mun meiri stöðugleika til að lyfta sér upp töfl- una eftir jól og ná þeim hæðum sem liðið gerði á síðustu leiktíð. Jólagleði hjá Njarðvíkingum  Sjötti sigur Njarðvíkinga í röð kom gegn Þórsurum  Stjarnan lenti 19 stig- um undir gegn nýliðunum  Keflavík og Tindastóll aftur á sigurbraut eftir töp Morgunblaðið/Árni Sæberg Vörn Nikolas Tomsick, sem skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna, verst Róberti Sigurðarsyni úr Fjölni. Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í PAOK höfðu betur gegn Panionios á útvelli í grísku úrvals- deildinni í fótbolta í gær, 2:0. Sverr- ir skoraði fyrra mark PAOK í upp- hafi seinni hálfleiks. Sverrir hefur spilað afar vel upp á síðkastið, en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu sex leikjum og Sverrir skorað tvö í síðustu fjórum. PAOK er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig, eins og Olympiacos, sem er með betri markatölu. Sverrir og fé- lagar leika við Atromitos á Þorláks- messu, áður en liðið fer í jólafrí. Sverrir skoraði og hélt hreinu AFP Ánægja Sverrir Ingi Ingason skor- aði, hélt hreinu og er við toppinn. Oddur Gretarsson var markahæst- ur í liði Balingen sem mátti þola 26:36-tap fyrir toppliði Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Oddur skoraði átta mörk, en það dugði skammt. Gísli Þorgeir Krist- jánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla. Kiel náði tveggja stiga for- skoti á toppi deildarinnar, þar sem Flensburg tapaði óvænt fyrir Lud- wigshaven, 23:25. Þá var Alexand- er Petersson ekki með RN Löwen sem vann 32:28-sigur á lærisveinum Geirs Sveinssonar í Nordhorn. Kristján Andrésson þjálfar Löwen. Markahæstur gegn toppliðinu Heimasíða Balingen Átta Oddur Gretarsson var marka- hæstur hjá Balingen með átta mörk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.