Morgunblaðið - 20.12.2019, Síða 41

Morgunblaðið - 20.12.2019, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Hæfileikabúnt í hjálparhellinum Rosalingarnir – Kristjana Friðbjörns- dóttir  JPV, 2019. 104 bls. innb. Ýktur og hress- andi stíll í Rosa- lingunum eftir Kristjönu Frið- björnsdóttur ger- ir það að verkum að það er leikur einn að bruna í gegnum bókina. Rosalingarnir fjalla um Sólberg7 sem dreymir um að vera rappari og gleymir að hlusta á það sem kennarinn segir, Mel- korku Marsibil vill helst vera bæði syngjandi og dansandi og Artúr sem sér heiminn í myndum þegar bók- stafirnir fara á flug. Ekkert af þessu kemur sér vel í hefðbundinni kennslustofu og því eru nemendurnir sendir í sér- kennslu í hjálparhellinn til herra Halla, nýs sérkennslukennara sem þráir að gerast töframaður. Þegar hann hverfur einn daginn eru góð ráð dýr. Þremenningarnir komast á sporið og úr verður snörp en spenn- andi leit að Halla. Rosalingarnir eru fjörug og heillandi frásögn sem öll börn ættu að tengja við á einhvern hátt, hvort sem það tengist draumum um að gerast rappari, dansari eða mynda- söguteiknari, eða einfaldlega vilj- anum til að virkja hæfileika sem við búum jú öll yfir. Herra Halli, eða hækjan, er góðmennskan uppmáluð og hlý og góð persóna sem dregur það besta fram í börnunum sem glíma við alls konar hindranir í dag- legu lífi. Rosalingarnir eru sömuleiðis til- valin bók fyrir börn sem eru að byrja að lesa sér til gamans. Bókin er upp- full af fjöri og það er nóg að gerast á hverri síðu. Myndskreytingar skop- meistarans Halldórs Baldurssonar lífga enn frekar upp á frásögnina og hrósa verður honum og Kristjönu fyrir túlkun og framsetningu á per- sónu Sólberg7, sem kemur rækilega á óvart, svo ekki sé meira sagt. Myndskreytingarnar vöktu löng- un hjá undirritaðri til að draga fram blýantinn, eða að minnsta kosti tré- litinn og lita inn í myndirnar og það er því gaman að segja frá því að á heimasíðu bókarinnar, rosalingar.is, er hægt að nálgast teikningar úr bókinni, auk þess sem þar má hlusta á höfundinn lesa fyrstu kaflana í bókinni. Það er svo sannarlega til fyrirmyndar. Ævintýri Randalínar og Munda halda áfram Randalín, Mundi og leyndarmálið – Þórdís Gísladóttir bbbnn Benedikt, 2019. 112 bls. innb. Randalín, Mundi og leyndarmálið er fjórða bókin um vinina Randalín og Munda, sem trú- lega eru á yngsta stigi grunnskólans en skólaganga kemur þó hvergi við sögu í nýjustu bókinni, frekar en þeim fyrri. Vin- irnir eru of upptekin við að eignast nýja vini, njósna um nágranna sinn og stofna rapphljómsveit. Frásögnin er skemmtilega upp byggð og útdráttur í upphafi hvers kafla er snjöll leið til að ná til yngstu lesenda. Bókin er ætluð allra yngstu lesendum og áheyrendum til 12 ára aldurs. Þrjár af aðalpersónum; Andrés, Jakob Múhameð og Tinna Binna, eru töluvert og mikið eldri en Randalín og Mundi og þó svo að þau nái vel saman er erfitt að sjá hverjum frá- sögnin er í raun og veru ætluð. Randalín er drifkrafturinn í sög- unni og þegar hún skráir nýstofnuðu rapphljómsveitina í hæfileikakeppni grunnskólanna kemst fátt annað að. Auðvitað þarf að finna nafn á sveit- ina og þar sem pabbi Andrésar er með viðurnefnið skyndibitakóng- urinn kýs Andrés að kenna sig við prins og úr verður að hljómsveitin fær nafnið Prins Andrés, sem er kannski ekki heppilegasta hljóm- sveitanafnið í dag. En hvað um það. Í frásögninni er einnig tekið á viðkvæmum málum og sýnir nágranni Randalínar og Munda á sér óvænta hlið og læra þau mikilvæga lexíu að hlutirnir eru ekki alltaf eins og fólk heldur í fyrstu. Í frásögninni má finna fjölmargar vísanir í samtímann sem fær full- orðna lesendur oftar en ekki til að skella upp úr, líkt og samræður um Tinder, en í önnur skipti er tilfinn- ingin stundum eins og verið sé að reyna um of, það fer ekkert á milli mála að Hatari og Salka Sól eru í guðatölu hjá börnum í dag. Þórarinn M. Baldursson mynd- skreytir og ferst vel úr hendi. Teikn- ingarnar eru einfaldar en gæða frá- sögnina lífi, ekki síst þegar man bun-in er kominn í hárið og rapp- dressið er klárt. Randalín, Mundi og leyndarmálið er hin ágætasta bók þó það sé svolít- ið á reiki hvaða lesendahópi hún er ætluð, en vonandi nær hún til breiðs hóps. Lausnin við loftslagsvánni? Nærbuxnanjósnararnir – Arndís Þórarinsdóttir bbbbn Mál og menning, 2019. 112 bls. innb. Nærbuxnanjósn- ararnir er önnur bókin um vinina Gutta og Ólínu og sjálfstætt fram- hald Nær- buxnaverksmiðj- unnar, þar sem tvíeykið bjargaði verksmiðjunni Brókarenda þar sem nú er líf og fjör alla daga. Þegar amma Lena, sem ræður öllu í nærbuxnaverksmiðjunni, fer til útlanda fara skrítnir hlutir að gerast og kona sem segist vera húsvörður harðneitar að hleypa Gutta og Ólínu inn. Þegar þau komast loksins inn er ýmislegt horfið, til dæmis kan- ínumamman Snæfríður og blúndu- brók sem danski kóngurinn átti árið 1874. Ljóst er að þau þurfa að grípa til sinna ráða og upp hefst æsispenn- andi atburðarrás þar sem brækur og vélmenni koma við sögu. Það voru einmitt svörin sem Arndís Þórarins- dóttir, höfundur bókarinnar, fékk þegar hún spurði son sinn um hvað hann langaði að lesa. Arndísi tekst stórvel til og frá- sögnin er bráðfyndin og uppfull af húmor, orðaleikjum og skemmti- legum tilvísunum í íslenskan raun- veruleika. Vinátta Gutta og Ólínu er einstök. Gutti er hlédrægur og skynsamur á meðan Ólína er drífandi, fram- hleypin og óhrædd við að taka áhættu. Stereótýpískum kynja- hlutverkum er í raun snúið við sem er kærkomið. Myndskreytingar Sigmundar Breiðfjörð Þorgeirssonar ramma Nærbuxnanjósnarana inn með glæsibrag og nær hann að magna upp spennuna með innihaldsríkum og nákvæmum teikningum. Nærbuxnanjósnararnir er fyrst og fremst barna- og unglingabók en ekki verður framhjá því litið að hér er komið enn eitt framlagið í lofts- lagsbókmenntir í ár, og líklega það frumlegasta, en að minnsta kosti það skemmtilegasta. Krúttlegar kanínur, konunglegar nærbuxur og skólastjóri sem situr aðgerðalaus á föstudögum sökum loftslagsverkfalls nemenda tengjast því hvernig tekið er á loftslagsvánni, án þess að ljóstra upp of miklu. Rosalingar Myndskreyting eftir Halldór Baldursson úr Rosalingunum eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Rosalegir rapparar og konunglegar brækur Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 13. sýn Fös 3/1 kl. 19:30 14.sýn Sun 12/1 kl. 19:30 15. sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Lau 28/12 kl. 19:30 20. sýn Fös 3/1 kl. 19:30 21.sýn Sun 12/1 kl. 19:30 22. sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Atómstöðin (Stóra Sviðið) Sun 29/12 kl. 19:30 9. sýn Fim 9/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Fim 2/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Sun 19/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Fös 20/12 kl. 19:30 aðalæfing Lau 4/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5.sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Leitin að jólunum (Brúðuloftið) Lau 21/12 kl. 11:00 371. sýn Lau 21/12 kl. 14:30 373. sýn Sun 22/12 kl. 13:00 375. sýn Lau 21/12 kl. 13:00 372. sýn Sun 22/12 kl. 11:00 374. sýn Sun 22/12 kl. 14:30 376. sýn Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Mán 23/12 kl. 13:00 aðalæfing Lau 4/1 kl. 19:30 3. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn Fim 26/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum Eyður (Stóra Sviðið) Mið 15/1 kl. 19:30 Frums Mán 20/1 kl. 19:30 2. sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Þitt eigið leikrit II (Kúlan) Fös 14/2 kl. 18:00 Frums Sun 16/2 kl. 15:00 3.sýn Sun 23/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 15/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 22/2 kl. 15:00 4.sýn Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna! Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 18/1 kl. 20:00 Fös 24/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 16:00 Sun 26/1 kl. 16:00 Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Lau 21/12 kl. 20:00 33. s Lau 4/1 kl. 20:00 37. s Fös 24/1 kl. 20:00 41. s Fös 27/12 kl. 20:00 34. s Sun 5/1 kl. 20:00 38. s Lau 25/1 kl. 20:00 42. s Lau 28/12 kl. 20:00 35. s Fös 17/1 kl. 20:00 39. s Sun 26/1 kl. 20:00 43. s Fös 3/1 kl. 20:00 36. s Lau 18/1 kl. 20:00 40. s Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Sun 22/12 kl. 13:00 76. s Sun 29/12 kl. 13:00 80. s Lau 18/1 kl. 13:00 83. s Fim 26/12 kl. 13:00 77. s Sun 5/1 kl. 13:00 81. s Sun 19/1 kl. 13:00 Lokas. Lau 28/12 kl. 13:00 79. s Sun 12/1 kl. 13:00 82. s Allra síðustu aukasýningarnar í janúar. Eitur (Litla sviðið) Fös 27/12 kl. 20:00 24. s Lau 28/12 kl. 20:00 25. s Sun 29/12 kl. 20:00 Lokas. Takmarkaður sýningartími, sýningum lýkur í desember. Vanja frændi (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Fim 16/1 kl. 20:00 4. s Fim 23/1 kl. 20:00 7. s Sun 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Mið 15/1 kl. 20:00 3. s Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Er líf okkar andlegt frjálst fall? Helgi Þór rofnar (Nýja sviðið) Fös 17/1 kl. 20:00 Frums. Fös 24/1 kl. 20:00 3. s Sun 26/1 kl. 20:00 5. s Lau 18/1 kl. 20:00 2. s Lau 25/1 kl. 20:00 4. s Fös 31/1 kl. 20:00 6. s Lífið getur verið svo niðurdrepandi! Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 14/1 kl. 20:00 5. s Þri 21/1 kl. 20:00 6. s Kvöldstund með listamanni. Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Þri 11/2 kl. 20:00 4. s Kvöldstund með listamanni. Club Romantica (Nýja sviðið) Fös 27/12 kl. 20:00 18. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s Sun 29/12 kl. 20:00 20. s Allra síðustu sýningar. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 21/12 kl. 13:00 20. s Sun 22/12 kl. 13:00 Lokas. Aðeins sýnt á aðventunni. Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Nýjasta Stjörnustríðskvikmyndin, Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker, hefur hlotið heldur mis- jafna dóma gagnrýnenda erlendis en kvikmyndin var frumsýnd hér á landi í gær. Vefurinn Metacritic hefur nú tekið saman dóma 40 gagnrýnenda og er meðaltals- einkunn þeirra 54 af 100 mögu- legum sem telst heldur slakt. Nokkrir eru mjög hrifnir af mynd- inni, þeirra á meðal gagnrýnendur The Guardian, Seattle Times, The Telegraph, Variety og Film en versta útreið fær myndin hjá Vox og Slant og dómar Screen Daily og Hollywood Reporter eru líka í nei- kvæðara lagi. Gagnrýnandi New York Times fer milliveginn, segir myndina hvorki góða né slæma, enda á því að ekki sé til góð Stjörnustríðsmynd. Stjörnustríðsmynd nr. 9 í meðallagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.