Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 48

Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 48
Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 19.30 sem bera yfirskrift- ina „Stafa frá stjörnu“. Er hún sótt í fyrstu línu kvæðis Matthíasar Joch- umssonar „Á jólum 1904“ en Árni Harðarson, stjórnandi kórsins, samdi lag við kvæðið. Á efnisskrá verða innlend og erlend kórverk, gömul og ný, sem tengjast jólum og hinu eilífa ljósi og einsöngvarar verða úr hópi kórmeðlima. Meðleik- ari með kórnum er Tómas Guðni Eggertsson. Fóstbræður syngja í Langholtskirkju FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég hef verið í þessum handbolta frá því ég var krakki. Hef verið at- vinnumaður, landsliðsmaður, þjálf- ari, landsliðsþjálfari og hef mennt- að mig í þessu. Þar af leiðandi er líklegt að ég starfi við handbolta en hvort það verði meistaraflokks- þjálfun er ekkert öruggt,“ segir Patrekur Jóhannesson m.a. í sam- tali við Morgunblaðið í dag. »37 Ekki farinn að huga að næsta keppnistímabili ÍÞRÓTTIR MENNING ússonar í Klúbbnum en svo kynntist ég henni löngu síðar. Hún var skemmtileg og yndisleg.“ Prentarinn Sigurdór var jafn- framt íþróttafréttamaður á Þjóðvilj- anum 1967 til 1969 og fór síðan í al- mennar fréttir. „Þá fannst mér vanta vísur í blaðið, bauðst til þess að sjá um eina vísnasíðu á viku og gerði það næstu 18 árin eða þangað til ég fór yfir á DV.“ Þar segist hann hafa verið beðinn að sjá um Sand- korn, þar sem einkum höfðu verið birtar skrýtlur og Hafnarfjarðar- brandarar. „Ég byrjaði á því að setja inn eina og eina vísu og síðustu þrjú til fjögur árin var þetta eingöngu vísnaþáttur. Þegar ég fór á Dag tók ég upp daglegan tveggja dálka vísnaþátt og síðan bjó ég til vísna- þátt í Bændablaðinu sem enn lifir góðu lífi, en sjálfur varð ég að hætta sjötugur vegna aldurs.“ Á vefsíðunni kemur fram í aðfara- orðum Halldóru að vísurnar séu mikill menningarfjársjóður. „Frá því ég man eftir mér sagði faðir minn okkur systrunum sögur og vísur og söng fyrir okkur vísur fyrir svefn- inn.“ Hún segir að efnið jafngildi um 400 síðna bók. Mikill tími hafi farið í samantektina en hann hafi verið þess virði. „Ég ólst upp við þessar vísur og mér þykir afskaplega vænt um þessa vinnu hans,“ segir hún. Sigurdór heldur enn vísum til haga og birtir reglulega á Fésbók- inni. „Eftir að ég hætti að vinna byrjaði ég að setja inn tvær til þrjár vísur daglega og ég hef eignast marga vini og kynnst mörgum sem hafa ánægju af þessum vísum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Safn yfir 2.000 vísna, sem blaðamað- urinn og söngvarinn Sigurdór Sigur- dórsson birti í vísnaþáttum sínum í Þjóðviljanum, DV, Degi og Bænda- blaðinu á ríflega 40 árum, er nú að- gengilegt á netinu (sdor.viki.is). Halldóra dóttir hans tók efnið saman vegna verkefnis í hag- nýtri menningar- miðlun í Háskóla Íslands og ætlaði að gefa það út í bók, en vefurinn varð fyrir valinu til að fleiri gætu notið þess. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurdór, sem fékk vefinn í afmælisgjöf á dög- unum. „Vinnan hjá henni er afskap- lega vönduð. Ég var ekki hrifinn af því að hafa vísur eftir mig með en hún vildi það og þetta er hennar verk, ekki mitt, svo ég sagði bara pass.“ María, María, María … Vísna- og ljóðadella hefur fylgt Sigurdóri eins lengi og hann man. Hann rifjar upp að hann hafi búið í sveit í æsku, þar hafi ekki verið sími og aðeins hlustað á fréttir og kvöld- söguna í batterísútvarpinu. „Þá sat pabbi gamli oft með okkur ungu systkinin tvö á kvöldin, sagði okkur sögur, fór með vísur og söng fyrir okkur. Ég lærði vísurnar og kunni um tíma mikið af söguljóðum.“ Gleðigjafinn byrjaði snemma að syngja og meðal annars söng hann Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarins- sonar inn á plötu með hljómsveit Svavars Gests og gerði Maríu um leið að þjóðareign í útilegum og öðr- um mannfagnaði. „Röddin fór 1967,“ rifjar hann upp með söknuði en bæt- ir við að hann hafi kynnst Ellý Vil- hjálms þegar hann var fararstjóri á Spáni. „Þegar hún veiktist leysti ég hana af í hljómsveit Kristjáns Magn- Ánægjuleg afmælis- gjöf til gleðigjafans  Vísnasafn Sigurdórs úr dagblöðum aðgengilegt á netinu Sólarmegin Blaðamaðurinn og söngvarinn Sigurdór Sigurdórsson. Halldóra Sigurdórsdóttir Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari og Magnús Trygvason Eliassen slag- verksleikari bjóða til snarstefjaðrar óvissuferðar í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. „Súrt og sætt, gamalt og nýtt; þetta eru tónleikar númer … þeir vita það ekki alveg sjálfir, strák- arnir, en þeir fyrstu fóru fram sum- arið 2015,“ segir um viðburðinn á facebooksíðu hans. Snarstefjuð óvissuferð Sölva og Magnúsar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.