Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Page 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019
Þ
að er bjart yfir Skógum, austasta
bænum undir Eyjafjöllum, þetta
desembermiðdegi og hríðarkófið
sem fylgdi okkur Árna Sæberg
ljósmyndara úr borginni og austur
yfir fjall er orðið fjarlæg minning. Þjóðin býr
sig undir mesta norðanbál í manna minnum en
hvorki dettur þó né drýpur af Þórði Tómas-
syni, safnverði, rithöfundi og menningarfröm-
uði, þegar hann tekur á móti okkur á heimili
sínu á staðnum. Þórður er 98 ára, langt geng-
inn í 99, eins og hann orðar það sjálfur, en fis-
léttur á fæti og telur ekki eftir sér að ræða um
gamla tíma og nýja við gestina að sunnan.
„Gjöriði svo vel, þetta er skrifstofan mín,“
segir Þórður þegar við höfum tekið af okkur.
Athygli vekur að þar er ekkert skrifborð, að-
eins drjúgt sófaborð, og hvorki ritvél né tölva.
„Hér sit ég og skrifa,“ bætir hann við og setur
sig í stellingar við borðið. „Ég vélritaði mjög
lengi en síðustu árin hef ég handskrifað allt
mitt efni. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrver-
andi skólastjóri, hefur verið svo vinsamleg að
taka síðan við handritunum mínum og búa þau
undir prentun. Fyrir það kann ég henni miklar
þakkir. Helgi Magnússon sagnfræðingur á líka
drjúgan þátt í þessari nýju bók, las allt vand-
lega yfir og jafnvel hægt að kalla hann meðhöf-
und.“
Úrvinnsla úr sjóði óbirtra heimilda
Auðhumla heitir hún, nýja bókin, og er svo sem
nafnið gefur til kynna fræðslurit um gamla
verkmenningu, málfar og þjóðhætti sem tengj-
ast kúabúskap og nautpeningi í gamla íslenska
bændasamfélaginu. Þórður íhugaði nafnið Bú-
kolla enda tengingin skýr við aldinn ævintýra-
heim en kaus þó Auðhumlu, sem sótt er til
hinnar miklu ættmóður kúakyns sem færði
björg og blessun í bú bænda um aldir.
„Með þessari bók fullkomnar Þórður Tóm-
asson úrvinnslu sína á sjóði óbirtra heimilda og
nýtur þar bæði fræðilegrar þekkingar sinnar
og eigin reynslu af lífi og starfi í þeim menning-
ar- og atvinnuheimi sem hér er sagt frá,“ segir
í kynningu útgefanda, bókaútgáfunnar Sæ-
mundar.
Eins og í fyrri bókum, Mjólk í mat og
Heyönnum, er Þórður með báða fætur í gömlu
búmenningunni. „Þetta tengist allt og ég kem
víða við, án þess þó að tæma neitt. Verst hvað
áhugi fyrir þessum gömlu fræðum fer dvín-
andi. Þór Magnússon skrifaði til dæmis stór-
merkilegt tveggja binda verk um silfursmíði og
ætti að fá doktorsnafnbót að launum. En mað-
ur heyrir fólk ekki tala um þetta. Það er synd.“
Snemma beygist krókurinn, eins og sagt er,
og Þórður var aðeins um fermingu þegar hann
byrjaði að viða að sér efni um gamla þjóðmenn-
ingu Íslands, sem hvarvetna hélt velli í hans
sveit undir Eyjafjöllum og raunar um land allt.
Húskonan hafsjór af fróðleik
„Þegar ég var að alast upp heima í Vallnatúni
var ég svo heppinn að búskapur var með svip-
uðum hætti og verið hafði um aldaraðir. Lítið
hafði breyst. Þetta var gjörólíkt því menning-
arsamfélagi sem við þekkjum í dag. Ég naut
þeirrar blessunar að alast upp með gömlu fólki
og á hverju býli undir Eyjafjöllum var gamalt
fólk sem ég gat leitað til. Allt tók þetta fólk mér
vel og leiðbeindi af góðfýsi. Þetta var ótruflað
fólk sem gat rakið minningar margar aldir aft-
ur í tímann en þær höfðu gengið mann fram af
manni.“
Hann gerir stutt hlé á máli sínu en heldur
svo áfram. „Þessi gamla búmenning var undir-
staðan undir lífið í landinu og minn skóli í
æsku. Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa
kynnst gamla þjóðfélaginu ólöskuðu og fólki
sem talaði auðugt mál. Margt af þeim orðum
og orðatiltækjum sem þekktust í minni
bernsku er horfið og kemur eflaust aldrei aft-
ur,“ segir Þórður og nefnir móður sína, Krist-
ínu Magnúsdóttur, og vinnukonu hennar, Ólöfu
Jónsdóttur, sérstaklega í þessu sambandi.
„Þessar tvær konur gáfu mér þann orðaforða
og þau föstu orðasambönd sem ég bý að og nú
eru fram borin í lesmáli,“ segir hann í bókinni.
Hann nefnir einnig Arnlaugu Tómasdóttur,
sem fædd var 1860, en hún var húskona hjá
foreldrum hans. Með „húskonu“ er átt við
manneskju sem var sjálfráðandi og lagði sér
allt til á degi hverjum en Arnlaug vann fyrir
sér með prjónaskap og átti þess utan nokkrar
sauðkindur.
„Arnlaug gaf mér efni í heila bók – ætt-
arsögu sína,“ segir Þórður og þylur upp nöfn
fjölmargra forfeðra og -mæðra Arnlaugar sem
uppi voru á átjándu og nítjándu öld, eins og um
væri að ræða nána ættingja og/eða vini í sam-
tímanum. Eina nafnið sem ég næ í fljótu bragði
á blað er Oddur Bárðarson bóndi en lýsingar
Arnlaugar voru víst svo mergjaðar og með
þeim hætti að Þórður sá Odd og aðra sem um
var rætt ljóslifandi fyrir sér.
Fyrsta bók Þórðar, Eyfellskar sagnir, sem
kom út í þremur bindum, hafði einmitt að
geyma efni af þessu tagi. Fyrsta bindið kom út
á því herrans ári 1948, þannig að hann átti
sumsé sjötíu ára rithöfundarafmæli á seinasta
ári. Geri aðrir betur! „Já, já, þetta er orðinn
nokkuð langur ferill,“ segir hann og brosir.
„Það er einhver innri hvöt sem hefur rekið mig
áfram til að skrifa. Ég er búinn að lifa langa
ævi og er þakklátur fyrir mín tækifæri.“
En aftur að blessuðum kúnum. Í bernsku
Þórðar var fjósið fyrst og fremst verksvið
kvenna, umsjón hvíldi á þeim og þær sáu alfar-
ið um mjaltir. Í Vallnakoti var téð Ólöf Jóns-
dóttir vinnukona afskaplega handgengin kún-
um og kunni vel til verka og lærði Þórður
margt af henni. Þó ekki í fjósinu. „Sjálfur hef
ég aldrei lært að mjólka kú. Það tíðkaðist ekki
að drengir önnuðust það verk. Ég man eftir
einum pilti sem hjálpaði til í fjósinu á sínu býli
og var fyrir vikið hæddur og spottaður um all-
ar Landeyjar.“
Barðist fyrir tilveru sinni
Heyjað var með orfi og ljá og allt hey flutt
heim á klyfjahestum. Upp úr lokum heims-
styrjaldarinnar seinni vélvæddust sveitirnar
og menningarleg umskipti urðu. Þórður man
líka þá tíð að flestir bændur voru jafnframt sjó-
menn og róið var frá nánast hverjum einasta
bæ úr gömlu vörunum undir Austur-Eyjafjöll-
um. Þá lá straumur ungs fólks á vertíðir. Á
„Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst
gamla þjóðfélaginu ólöskuðu og fólki sem talaði
auðugt mál,“ segir Þórður Tómasson í Skógum.
Hef aldrei lært að mjólka kú
Þórður Tómasson í Skógum hefur sent frá sér bókina Auðhumlu, þar sem hann fjallar um kýr og nautahald fyrri tíma. Hann
verður 99 ára í vor en gengur ennþá hress og kátur til sinna verka dag hvern, 71 ári eftir að fyrsta bók hans leit dagsins ljós og er
þakklátur fyrir að hafa alla tíð getað unnið við sitt helsta áhugamál, gamla búmenningu, og notið til þess ríks stuðnings.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
’ Ég naut þeirrar blessunarað alast upp með gömlu fólkiog á hverju býli undir Eyjafjöll-um var gamalt fólk sem ég gat
leitað til. Allt tók þetta fólk mér
vel og leiðbeindi af góðfýsi.
Þetta var ótruflað fólk sem gat
rakið minningar margar aldir
aftur í tímann en þær höfðu
gengið mann fram af manni.