Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2019, Síða 18
Theodóra býr ásamt sjö ára syni sínumÓlíver Jack í Hlíðunum. Hún segistgjarnan bjóða fólki heim og þegar veisl- ur eru skipulagðar fram í tímann gefur Theo- dóra sér góðan tíma í undirbúning. „Ég er ekki týpan sem er alltaf að halda stórar planaðar veislur nema á afmælum og jólum, en ég býð fólkinu mínu oft óvænt í mat og þá gefst ekki mikill tími til að dúlla sér við skreytingar. En þegar ég held veislur gef ég mér tíma til að dúlla mér við smáatriðin og geri það þá frekar „grand“. Sem dæmi þá fer ég dálítið dramatískt þemalega séð inn í barnaafmæli sonar míns,“ segir hún. „Með allt annað á heimilinu er ég mjög mik- ill dúllari og nostrari. Ég á erfitt með að festa hluti niður og er ágætlega fræg innan míns hóps fyrir að vera alltaf að mála veggi heimilis míns. Ég er yfirleitt aldrei með lit á vegg leng- ur en ár í senn. Mér finnst rosalega gaman að breyta, bæta og græja. Svo er ég alveg gríðar- lega mikill fagurkeri. Ég hef gott auga fyrir litum og formum sem tengist bæði hárinu og vöruhönnuninni.“ Þema og stemning Theodóra segir litasamsetningu skipta mestu máli þegar leggja á fallega á borð. „Litasamsetning er númer eitt, tvö og þrjú og að halda sig við ákveðna stemningu, hver sem hún er. Vil ég hafa það kósí, sumarlegt, jóló, sveitó eða töff? Þegar búið er að ákveða þemað og stemninguna sem þú vilt ná fram er mun auð- veldara að plana og setja borðið upp,“ segir hún. „Ég er ekki mikið fyrir það að kaupa alls konar dót og dúllerí til að skreyta með. Ég reyni alltaf að nota það sem er hendi næst. Ég fer út í garð og næ í sóleyjar og fífla fyrir sum- arstemningu. Ég klippi greinarnar af jóla- trénu sem liggja næst veggnum og set á borðið í stað þess að kaupa aukagreinar. Ég tíni köngla og spreyja þá í alls konar litum og tek þurrkuð laufblöð og spreyja þau gyllt.“ Fyrir hátíðarborðið sem sést hér á myndum notaði Theodóra hvítu matardiskana Teema frá Kaj Franck, sem hún hefur verið að safna í mörg ár. Minni svörtu diskarnir eru fá KER en gylltu hnífapörin og tauservíetturnar eru úr Söstrene Grene. „Ég hef verið að leita að fallegum hnífapörum í mörg ár og hef aldrei fundið þau einu réttu, en svo í algjörri heppni í mán- uðinum rakst ég á þau í Söstrene Grene og gat ekki setið á mér,“ segir hún. „Keramiktrén eiga sérstakan stað í hjarta mér og að taka þau upp fyrir hver jól er eitt af því sem kemur mér mest í jólaskap. Bæði þau og fallegu staflanlegu kertastjakarnir eru frá KER.“ Kaupir jólatré í byrjun nóvember Ertu mikið jólabarn? „Ég er mögulega eitt mesta jólabarn sem fyrirfinnst á þessari jörðu. Það er alveg smá vandræðalegt stundum því ég er mætt að kaupa jólatré oft áður en þau eru komin í búð- irnar. Ég hef fengið símhringingar frá þessum búðum bara til að láta mig vita að jólatrén séu komin og þá bruna ég í einum grænum. Í ár var ég frekar sein í því, en ég keypti jólatréð 15. nóvember. Ég er yfirleitt búin að því fyrstu vikuna í nóvember.“ Varstu að gefa út bók núna fyrir jólin? „Það var ég svo sannarlega að gera. Hár- bókin heitir hún og inniheldur 58 greiðslur í sítt, millisítt og axlasítt hár fyrir öll tilefni,“ segir Theodóra sem hefur að vonum nóg að gera í vinnunni fram að jólum. „Ég er svo snemma í því að græja jólin og hef þá nægan tíma til að njóta, borða smá- kökur og horfa á jólamyndir. Jólin okkar verða einstaklega ljúf eins og alltaf. Við ætlum að vera heima og hafa það kósí frá því við vöknum og þangað til við förum að sofa. Það er allt best við jólin. Gleðin í fólkinu í kringum mig, samveran og kærleikurinn sem gefur mér svo mikið yfir hátíðarnar. Svo er ótrúlega gaman að vinna á hár- greiðslustofu fyrir jól, allir til í breytingar og allir glaðir.“ Fagurkerinn Theodóra Mjöll er mikið jólabarn og elskar að hafa fallegt í kringum sig. Hér er hún ásamt syni sínum Ólíver. Mesta jólabarn heimsins Theodóra Mjöll S. Jack, vöruhönnuður og hár- greiðslukona, lagði fallega á hátíðarborð fyrir Morgun- blaðið. Hún segir litasam- setningu skipta mestu máli þegar skreyta á borð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Theodóra notar oft greinar og laufblauð til að skreyta borðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2019 LÍFSSTÍLL FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 OPNUNARTÍMI VERSLUNAR Í FAXAFENI TIL JÓLA Lau. 14. des. 11–16 Sun. 15. des. 13–176 16.–18. des. 10–18 19.–22. des. 10–20 23 des. 10–22 Aðfangad. 10–13 QOD AFMÆLIS-DÚNKODDI Þéttur og góður dúnkoddi. 80% hvítur andadúnn og 20% smáfiður. 50x75 cm. 920 gr. og 100% bómullaráklæði. 8.900 kr. AFMÆLISVERÐ QOD AFMÆLIS -DÚNSÆNG Hlý og létt dúnsæng (650 gr). 90% dúnn, 10% smáfiður. 140x200 cm 100% bómullaráklæði. 25.000 kr. AFMÆLISVERÐ SATIN STRIPE DÚNKODDI Þriggja laga dúnkoddi. Efra og neðra dúnlag með þéttum, hvítum andadún og smáfiðurkjarna. Bómullarsatínáklæði. 9.900 kr. AFMÆLISVERÐ HÖFUM LAGT GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Í DÚNMJÚKAR G JAF I R F YR I R ÞÁ SEM ÞÉR ÞYK IR VÆNST UM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.