Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 2
2 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR SKIPTAVERÐMÆTISHLUTFALL 2002 Janúar-Mars 76,00% Apríl 75,00% Maí-Ágúst 73,00% September 72,00% Október 71,00% Nóvember 70,00% Desember 72,00% MADRID, AP Íbúar á norðvestan- verðum Spáni búa sig undir enn meiri olíumengun á ströndum Galisíu. Um það bil níu þúsund tonn af olíu úr skipinu Prestige, sem sökk 19. nóvember, hafa ver- ið að mjakast í áttina til strandar. Hafstraumar og hvassir vindar hafa lagst á eitt um að stýra olí- unni í áttina að ströndinni, þar sem fólk hefur unnið baki brotnu við að hreinsa olíuna sem áður barst þangað úr skipinu. Öldu- hæðin er það mikil að vart verður hægt að hreinsa olíuna úr sjónum með þar til gerðum bátum fyrr en á morgun. „Við höfum allt á móti okkur,“ sagði Lopes Veiga, sjávarútvegs- ráðherra Galisíu. „Við verðum að búa okkur undir hið versta.“ Spænsk stjórnvöld segja að olí- an sem nú berst í áttina til strand- ar hafi lekið úr olíuskipinu þegar það brotnaði í tvennt og sökk í Atl- antshafið um það bil 250 kíló- metra úti af Spánarströnd. Þau fullyrða að engin olía hafi lekið úr skipinu síðan. Umdeilt er hvort ol- ían í skipinu þykkni það mikið í kuldanum á hafsbotni að hún geti ekki lekið úr skipinu. ■ Spánverjar búa sig undir hið versta: Meiri olía stefnir til strandar UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Hreinsunarstarfinu á norðvestanverðum Spáni lýkur á næstunni. Spánverjar búa sig nú undir að meiri olía úr skipinu Prestige berist upp á strendur. AP /D EN IS D O YL E OSAMA BIN LADEN Enn er ekki vitað með vissu hvort hann er enn á lífi. Svissnesk rannsóknar- stofnun: Ekki rödd bin Ladens PARÍS, AP Rannsóknarstofnun í Sviss telur að það sé ekki Osama bin Laden sem eigi röddina á seg- ulbandsupptöku sem arabíska sjónvarpsstöðin Al Djasíra út- varpaði fyrir hálfum mánuði. Bandaríska leyniþjónustan hafði áður sagst sannfærð um að þarna hafi Osama bin Laden talað. IDIAP rannsóknarstofnunin í Sviss fór ofan í saumana á segul- bandsupptökunni að beiðni frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France-2. Upptakan var borin saman við 20 aðrar upptökur með hryðjuverkaleiðtoganum. Eftir ít- arlegar rannsóknir segir IDIAP að hægt sé að fullyrða með 95 pró- sent öryggi að röddin sé ekki rödd bin Ladens. ■ AP /A L D JA SÍ R A Skiptaverðmæti sjávarafla: Hækkar að nýju SJÁVARÚTVEGUR Skiptaprósenta breytist um næstu mánaðamót. Prósentan hækkar að nýju eftir stöðuga lækkun allt þetta ár. Í byrjun árs var prósentan 76 en fór niður í 70 í nóvember. Um mánaðamót hækkar hún um heil tvö stig, fer úr 70% upp í 72%. Verð á olíu hefur farið lækkandi og þar með skapast svigrúm til hækkunar skiptaverðs. Hvert prósentustig þýðir um það bil 1,3% breytingu á launum sjó- manna. Hækkunin um mánaða- mót þýðir því um 2,6% kjarabót fyrir sjómenn. ■ STJÓRNMÁL Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins greiðir í dag at- kvæði um þá umdeildu tillögu uppstillingarnefndar að Árni R. Árnason alþingismaður skipi fyrsta sæti listans, Drífa Hjartar- dóttir verði í öðru sæti, Guðjón Hjörleifsson, fyrr- um bæjarstjóri Vestmannaeyinga, verði í þriðja sæti og Kjartan Ólafs- son alþingismaður í því fjórða. Stuðn- ingsmenn Kjart- ans á Selfossi ályktuðu í fyrra- dag um að hann ætti að fá eitt af efstu sætunum. Í ályktuninni er hnykkt á því að ekki sé boðlegt að hann fái fjórða sætið. Kjartan sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði ekki setið fund- inn þegar ályktunin var sam- þykkt. Hann sagðist vera ánægð- ur með þann stuðning sem fælist í ályktuninni. Sjálfur hefði hann sagt í upphafi að hann væri tilbú- inn til að takast á hendur þau verkefni sem honum yrðu falin. Þar með talið að leiða listann í kjördæminu. „Ég mun una hverri þeirri nið- urstöðu sem verður,“ segir Kjart- an Ólafsson alþingismaður sem nú stendur í miðri orrahríðinni í Suðurkjördæmi þar sem tekist er á um sætaskipan á lista Sjálfstæð- isflokksins. Logandi deilur eru vegna þess að uppstillingarnefnd hefur ákveðið að Kristján Pálsson alþingismaður verði ekki á listan- um. 300 manna stuðningsfundur við Kristján samþykkti harðorða ályktun vegna máls hans. Í fram- haldi fundarins hvatti Kristján uppstillingarnefnd til að sjá að sér og sagðist vera tilbúinn til sátta. Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og formaður uppstillingarnefndar, hefur verið borinn þeim sökum að hafa unnið gegn Kristjáni að tjaldabaki. Sjálfur svaraði hann þessu fullum hálsi í fjölmiðlum og sagðist hafa sætt hótunum frá stuðningsmönnum Kristjáns. Kjördæmisráðið þarf að taka sín- ar ákvarðanir í skugga átaka og meintra hótana. Kjartan segir þessi átök vissu- lega vera óheppileg fyrir fram- boðið. „Sjálfur hef ég ekki átt í nein- um persónulegum slagsmálum. Hvorki við Kristján Pálsson eða hina frambjóðendurna. Þegar nið- urstaða fæst þá munu menn halda áfram að vinna,“ segir Kjartan. rt@frettabladid.is Uppstilling í skugga átaka og hótana Kjartan Ólafsson bíður örlaga sinna rólegur og tekur það sæti sem honum verður úthlutað í Suðurkjördæmi. Kristján Pálsson vill að uppstillingarnefnd sjái að sér. KJARTAN ÓLAFSSON Stuðningsmenn hans vilja að hann fái toppsæti. KRISTJÁN PÁLSSON Uppstillinganefnd sjái að sér. „Sjálfur hef ég ekki átt í nein- um persónu- legum slags- málum. Hvorki við Kristján Páls- son eða hina frambjóðend- urna.“ FJÓRIR SLASAÐIR Alvarlegt um- ferðarslys varð við Hólmsá rétt við Geitháls á fjórða tímanum í gærdag þegar bíll hafnaði á hvolfi úti í ánni. Fjórir voru í bílnum og slösuðust allir. Lög- regla og slökkvilið höfuðborgar- svæðisins gripu til mikils viðbún- aðar og loka þurfti Suðurlands- vegi í rúma klukkustund. Hinir slösuðu voru allir fluttir á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi. LÖGREGLUFRÉTTIR Sjálfstæðismenn í Norð- austurkjördæmi: Raðað á lista í dag STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn í Norð- austurkjördæmi velja frambjóð- endur á framboðslista sinn fyrir næstu þingkosningar á kjördæmis- þingi í dag. 32 manna kjörnefnd hefur unnið að tillögum um upp- stillingu á lista. Gert er ráð fyrir að fjórir þingmenn flokksins sem bú- settir eru í kjördæminu skipi fjög- ur efstu sæti listans. Það eru þau Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Arnbjörg Sveinsdóttir, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Sig- ríður Ingvarsdóttir. ■ Tollhúsið: Samið um Kolaportið KOLAPORTIÐ Samningar hafa tekist milli Þróunarfélags miðborgar- innar og Markaðstorgsins ehf. um áframhaldandi leigu þess síðarnefnda á fyrstu hæð Tollhúss- ins, þar sem Kola- portið hefur verið til húsa. Auk þess að und- irrita nýjan leigu- samning var samið um uppgjör leigu- skuldar Markaðstorgsins, en hún nam milljónum króna. Starfsemi Kolaportsins mun því verða óbreytt hér eftir. ■ STJÓRNMÁL „Einkarekstur gagnast helst þeim sem um hann heldur og hefur hagnað af,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins við upphaf mið- stjórnarfundar Framsóknar- flokksins. Hann furðaði sig á gagnrýni á heilbrigðisráðherra og heilbrigð- iskerfið, gagnrýni sem heyrðist jafnvel frá þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, samstarfsflokks Framsóknarflokksins í ríkis- stjórn. Gagnrýni þar sem því væri haldið fram að heilbrigðis- kerfið sé meira og minna rjúk- andi rúst. „Gæti það eitthvað tengst þeir- ri miklu peningahyggju sem nú er mjög ráðandi í samfélaginu?“ spurði Halldór. „Gæti það eitt- hvað tengst þeim miklu fjármun- um sem heilbrigðiskerfið ræður yfir? Er það ekki kjarni málsins?“ Halldór gerði Evrópumálin einnig að umtalsefni sínu. Hann ítrekaði að það væri vanræksla við framtíðina að útiloka aðild um aldur og ævi. „Við þessar aðstæð- ur verðum við að spyrja okkur hvað veldur því að það sem er gott og nauðsynlegt fyrir aðrar þjóðir í Evrópu sé það ekki fyrir Ísland.“ ■ ÁVARP HALLDÓRS ÁSGRÍMSSONAR „Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og einka- tryggingar leiða til tvöfalds heilbrigðiskerfis sem Framsóknarflokkurinn hafnar,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Einkatryggingar gangi ekki upp. „Ekkert tryggingafélag mun sjá hag sinn í því að tryggja það fólk sem mest þarf á heilbrigðisþjónustu að halda.“ Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu: Seilst í peningana Þormóður Egilsson er fyrirliði KR og spilar oft knatt- spyrnu á gervigrasi innanhúss. Þar hafa menn áhyggjur af hrákum leikmanna sem safnast þar fyr- ir í stað þess að rigna niður líkt og utanhúss. Nei. Maður hættir því ekki í hita leiksins. SPURNING DAGSINS Hættur að spýta? KOLAPORTIÐ Starfsemi verður óbreytt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.