Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 46
46 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR
ALÞINGI „Ég vona svo sannarlega
að íbúar Raufarhafnar og Kópa-
skers muni fá gjafir frá ein-
hverjum af þeim jólasveinum
sem eiga eftir að koma og að
sjónvarps- og útvarpsskilyrð-
um verði komið í gott lag fyrir
jól þannig að horfa megi og
hlusta á ágæta dagskrá Ríkisút-
varpsins án þess að þurfa að
sitja úti í bíl á aðfangadag,“
sagði Kristján L. Möller, þing-
maður Samfylkingar, í fyrir-
spurnartíma á Alþingi.
Kristján lýsti eftir úrbótum í
móttökuskilyrðum útvarps og
sjónvarps á þessum stöðum.
Íbúar þar eru ósáttir við mót-
tökuskilyrði og óskaði sveitar-
stjórinn á Raufarhöfn eftir því
við menntamálaráðherra að
skilyrðin yrðu bætt eða afnota-
gjöldin felld niður.
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra kvaðst hafa beitt
sér fyrir úrbótum og haft sam-
band við Ríkisútvarpið. Þar
væri unnið að því að bæta mót-
töku á Raufarhöfn og nýr send-
ir fyrir sjónvarpsútsendingar
til Kópaskers yrði settur upp
fyrir jól. Nú er staðan sú að úti-
loftnet þarf til að tryggja góða
móttöku útvarpssendinga.
Tómas sagði RÚV ekki telja
ástæðu til að fella niður út-
varpsgjöld og sjálfur myndi
hann ekki grípa fram fyrir
hendurnar á Útvarpinu. ■
ÓKEYPIS
Flottasti dans sem ég hef séð varstiginn í pökkuðum tangóklúbbi
í Buenos Aires klukkan fjögur á
sunnudagsmorgni í ágúst árið 1997.
Band og danspar sáu um fjörið. Við
sátum gapandi af andakt eftir sjóið
þegar danskonan tilkynnti að nú
byði hún gestum upp. Fyrst tók hún
mig í fangið og stýrði mér af móð-
urlegri festu. Næst greip hún at-
hafnamanninn Friðrik Jónsson og
liðu þau þokkafullt um gólfið. Þá
var komið að trommuleikaranum
Guðmundi R. Einarssyni sem gekk
til móts við konuna. Ég taldi víst að
hann myndi þiggja stuðningsmeð-
ferð eins og við Friðrik. Neibb!
Mummi var skyndilega kominn á
fulla ferð með hendur skáhallt upp
og klofaði klúbbinn í fáum skref-
um með dömuna eins og fis í fang-
inu, lagði hana niður varlega, svip-
ti henni upp með stæl og stormaði
hnarreistur til baka, síðan fram og
enn aftur, trekk í trekk! Salurinn
stóð á öndinni og hljómsveitin
hamaðist í svitakófi. Í lokin ætlaði
allt um koll að keyra, fólk æpti,
stappaði og blístraði frá sér numið.
Danskeppni í Bristol hvað? Guð-
mundur R. sigraði í tangó í Buenos
Aires. ■
Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir
frá trylltum tangó í Buenos Aires og skor-
ar á Guðnýju Halldórsdóttur leikstjóra að
segja næstu sögu.
Sagan
Trommaratangó
JARÐARFARIR
14.00 Guðrún Sigurðardóttir, Fagur-
hólsmýri, Öræfum, verður jarð-
sungin frá Hofskirkju í Öræfum.
14.00 Jónína Þorgrímsdóttir frá Raufar-
felli verður jarðsungin frá Eyvind-
arhólakirkju.
14.00 Sigríður Árnadóttir, Grýtubakka
14, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Hrunakirkju í Hrunamanna-
hreppi.
14.00 Símon Þorsteinsson, Túngötu 1,
Grindavík, verður jarðsunginn frá
Grindavíkurkirkju.
14.00 Valgerður Hanna Guðmunds-
dóttir verður jarðsungin frá Eyrar-
bakkakirkju.
AFMÆLI
Jón Ásbjörnsson er 64 ára gamall.
Þráinn Bertelsson er 58 ára gamall.
ANDLÁT
Árni J. Haraldsson, Víðimýri 3, Akureyri,
lést 25. nóvember.
Guðmundur Jónsson frá Torfalæk lést
28. nóvember.
TÍMAMÓT
KRISTJÁN
L. MÖLLER
Kvaðst vonast
til þess að
móttökuskil-
yrði fyrir út-
varp bötnuðu
sem fyrst og
lýsti eftir jóla-
sveinum til að
gleðja íbúa
Kópaskers og
Raufarhafnar.
FÓLK Í FRÉTTUM
FÓLK Í FRÉTTUM
Taka þátt í jólabakstrinum. Meðopnum huga. Hræra deig og
skera út. Skreyta og syngja. Láta
ekki sitt eftir liggja. Rifja upp
jólasögur og smákökuuppskriftir.
Allt ókeypis vegna þess að það er
einhver annar búinn að borga. Sá
verður ævinlega þakklátur fyrir
að einhver vildi dansa með.
TÓMAS R. EINARSSON
„Salurinn stóð á öndinni og hljómsveitin hamaðist í svitakófi. Í lokin ætlaði allt um koll að
keyra, fólk æpti, stappaði og blístraði frá sér numið.“
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Beint leiguflug
me› Fluglei›um
til Alicante
18. desember
og 6. janúar.
Al
ic
an
te
Al
ic
an
te
33.240 kr.
Ver›dæmi:
miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn
2ja-11ára ferðist saman.
37.630 kr. ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug og flugvallarskattar.
Munið að hjá Plúsferðum er unnt að
greiða með Atlasávísunum,
VR ávísunum og Fríkortspunktum að
eigin vild og lækka ferðakostnaðinn.
Takmarkað sætaframboð.
um jólin
Hinir ýmsu góðgerðarklúbbarsem starfa í landinu heita
nöfnum sem allir þekkja á borð
við Lions, Kiwanis,
Rotary og Oddfell-
ow og þeir eiga all-
ir rætur sínar að
rekja til útlanda. Á
Suðurlandi hefur
verið stofnaður
álíka klúbbur sem
þó á sér alíslenskar
rætur. Þessu mannúðarklúbbur
heitir Hrútavinafélagið og hefur
beitt sér í ýmsum góðum málum.
Nú hefur Hrútavinafélagið tekið
að sér að standa fyrir árlegu
þorrablóti í Árborg en fram að
þessu hafa kvenfélög og íþrótta-
félög annast þessa skemmtan.
Þegar hefur verið ákveðið að
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra og Jóhannes Kristjáns-
son eftirherma mæti. Annar
verður aðalræðumaður en hinn
skemmtikraftur og aðeins á eftir
að ákveða hvor gerir hvað.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að and-
staða landbúnaðarráðherra við innflutn-
ing á strútum, lamadýrum og krókódíl-
um stafar ekki af ótta við samkeppni
um efsta sæti Framsóknarflokksins í
Suðurkjördæmi.
Leiðrétting
Menn eru ekki lengi að þvísem lítið er, allra síst alþing-
ismenn. Það tók þingheim ekki
nema fimm klukkustundir og
fjörutíu og eina mínútu að lög-
festa hækkun á sterku víni og tó-
baki sem skilar ríkissjóði litlum
ellefu hundruð milljónum króna.
Ef matarhlé þingmanna er reikn-
að frá tók lögfestingin aðeins
fjórar klukkustundir og átján
mínútur. Samkvæmt því skilaði
hver þessara 258 mínútna 42,6
milljónum króna. Eitthvað rennur
þó til baka úr ríkissjóði vegna
aukavinnu starfsmanna ÁTVR
sem biðu átekta uns búið var að
lögfesta hækkunina.
Upphaf.
Húsavík.
Illugi Jökulsson.
1.
2.
3.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
Slæm móttökuskilyrði útvarps og sjónvarps:
Jólasveinninn
bæti útsendingar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI