Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 8
8 29. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS TELEGRAPH Í leiðara breska dagblaðsins Telegraph segir að árásirnar í Kenýa staðfesti það, að al Kaída beini nú sjónum sínum einkum að vestrænum ferðamönnum. Í apríl urðu þýskir ferðamenn fyrir barð- inu á þeim á eyjunni Djerba í Mið- jarðarhafi. Í október voru það Ástralir á eyjunni Balí í Indónesíu. Og núna ísraelskir ferðamenn í Kenýa. „Vestrænir ferðamenn eru greinilega skotmark róttæklinga sem halda að þeir séu í fararbroddi innrásar úrkynjaðs guðleysis í hinn íslamska heim,“ segir í leiðar- anum. „Með því að drepa ferðafólk er Vesturlöndum sýnt fram á hve vonlaust er að reyna að verjast hryðjuverkum og um leið eru skemmdir unnar á efnahag ríkja sem hafa drjúgar tekjur af ferða- þjónustu.“ FINANCIAL TIMES Leiðarahöfundur breska dag- blaðsins segir að mun auðveldara sé að ráðast gegn talibönum í Afganistan eða Saddam Hussein í Írak heldur en hryðjuverkasam- tökum á borð við al Kaída, sem eru laustengd samtök hópa og einstak- linga. „Reyndar telja efasemdar- menn um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Írak að öll athyglin sem Bandaríkin beina að stjórninni í Bagdad grafi undan baráttunni gegn hryðjuverkum.“ Nú þurfi þvert á móti að beina allri athygl- inni að því að elta uppi tugþúsund- ir fyrrverandi sjálfboðaliða í stríð- inu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Til þess þurfi enn nán- ara samstarf hugsanlegra banda- manna í „stríðinu gegn hryðju- verkum.“ THE INDEPENDENT Dálkahöfundur í breska dag- blaðinu Independent telur aftur á móti að leiðtogar lýðræðisríkja verði að standast þá freistingu, að tala æ hærra um „stríð“ gegn hryðjuverkum. „Enginn stjórn- málamaður þorir að standa upp og segja: ‘Þetta er hryllilegt, en það er ekki mikið sem við getum gert. Við megum ekki láta hugmyndina um alþjóðastríð gegn al Kaída leiða okkur í gönur. Við þurfum að að- laga okkur.’ En þetta er það sem þeir ættu að segja.“ Hann segir að við eigum frekar að sætta okkur við óþægindi heldur en að fórna frelsi okkar. Það sé verkefni lög- reglu og leyniþjónustu að elta uppi glæpamennina. Ekki þurfi meira stríðstal. ■ Stríð gegn ferðamönnum Leiðarahöfundar heimsblaða eru flestir sam- mála um að árásirnar á ísraelska ferðamenn í Kenýa sýni að al Kaída líti nú á heiminn allan sem vettvang hryðjuverka sinna. Úr leiðurum ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Hver býður betur? Start- pakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 98 11 /2 00 2 islandssimi.is 800 1111 Hæstiréttur: Mátti ekki hafa Litháa HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur staðfesti dóm yfir tæplega fimmtugum kalrmanni sem réði til sín níu Lit- háa án þess að nokkur þeirra væri með atvinnuréttindi á Íslandi. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hæstiréttur dæmdi manninn til greiðslu 300 þúsund króna sektar. Að auki þarf hann að greiða 400 þúsund króna málsvarnarlaun. ■ Íslandssími og Tal: Uppsagnir boðaðar VIÐSKIPTI „Það hefur ekki verið hægt að skoða starfsmannamál hjá fyrirtækjunum því við höfum ekki verið við stjórnvölinn hjá Tali. En nú verður farið í það eins vandlega og hægt er. Það verður unnið eins hratt og mögulegt er,“ sagði Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma. Hann segir líklegt að til upp- sagna komi en ekki hve víðtækar þær verði. Allir lykilstjórnendur frá Tali munu sitja áfram eftir sameiningu Íslandssíma og Tals, utan Þórólfur Árnason, fyrrver- andi forstjóri Tals, sem þegar hef- ur látið af störfum. ■ Reykjavíkurborg sýknuð af 3 milljóna kröfu: Losun vikurryks olli ágreiningi DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands sýkn- aði Reykjavíkurborg af rúmlega 3 milljóna króna kröfu manns sem réði sig til að rífa, flokka og farga öllum mannvirkjum fiskimjöls- verksmiðjunnar Kletts við Vestur- garða í Reykjavík. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Heraðsdóms Reykjavíkur. Mikið magn af vikurryki í sekkjum var í nokkrum þeirra bygginga sem samningur aðilanna tók til. Maðurinn losaði megnið af vikurrykinu í fyllingu við Kletta- garða en afhenti Sorpu hluta til förgunar. Ágreiningur reis með að- ilum varðandi uppgjör fyrir verk- ið. Reykjavíkurborg taldi sig ekki eiga að greiða sérstaklega fyrir förgun á vikurrykinu. Maðurinn taldi sig hins vegar eiga að fá greitt fyrir losun vikurryksins, hvort sem hann hafi losað það í fylling- una eða afhent Sorpu það til förg- unar. Reykjavíkurborg taldi rykið hins vegar vera jarðefni, en steypu og jarðefni hafi átt að losa í fyrr- nefnda fyllingu án endurgjalds. Hæstiréttur féllst á rök borgar- innar og sýknaði hana því af kröf- um mannsins um að fá greitt fyrir það sem losað var í fyllinguna. Hann hafði hins vegar fengið greitt fyrir það sem fargað var á viður- kenndum förgunarstað. ■ 120 þúsund skattfrjálst GUNNAR G. BJARTMARSSON SKRIFAR: 16. nóvember síðastliðinn sat ég fund hjá Sjálfsbjörg á Reykjavík- ursvæðinu. Þetta var mjög gagn- legur fundur. Þar voru meðal ann- ars mættar sem frummælendur alþingiskonurnar Lára Margrét Ragnarsdóttir og Margrét Frí- mannsdóttir. Meðal þess sem bar á góma var að öryrkjar og aldrað- ir þyrftu að hafa 120 þúsund krónur skattfrjálst á mánuði til að lifa mannsæmandi lífi. Ekki gat ég betur heyrt en að þær þing- konur væru sammála um þetta. Þar sem þær eru í stórum þing- flokkum, einkum Lára Margrét, þá ætti að vera hægur vandi að koma þessum málum í höfn. Það er að segja ef vilji er fyrir hendi. Á þessum ágæta fundi talaði öryrki sem jafnframt er ellilíf- eyrisþegi um fólk sem hefur ver- ið að éta upp fasteignirnar sem það hefur haft sem húsaskjól og jafnvel nauðsynlegustu tæki eins og bíla. Lára Margrét taldi sig kannast við svona dæmi. Kæru þingmenn, er ekki kom- inn tími til að breyta þessu ástandi? 120 þúsund krónur skatt- frjálst, það er takmarkið. For- maðurinn, Þórir K. Jónsson, sagði að ef þörf krefði ættu öryrkjar að bjóða fram til Alþingis, það er að segja ef enginn stjórnmálaflokk- ur tekur á málefnum öryrkja. Áfengismagn í blóði mælt 3 tímum eftir slys Ungur maður dæmdur fyrir ölvunarakstur eftir að hafa lent í slysi. Grunur um ölvun vaknaði þremur tímum eftir slysið. Maðurinn sagðist hafa verið þéttur kvöldið áður. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands. DÓMSMÁL Rúmlega 24 ára karl- maður var dæmdur til að greiða 35 þúsund króna sekt fyrir ölvun- arakstur í Hæstarétti í fyrradag. Maðurinn hafði áfrýjað dómi Hér- aðsdóms Vesturlands, en Hæsti- réttur staðfesti þann dóm. Í nóvember í fyrra lenti maður- inn í umferðar- óhappi á Snæfells- vegi, austan Bú- landshöfða. Bif- reið hans hafnaði utan vegar og valt niður vegkantinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akranesi til að- hlynningar. Rúmum þremur tím- um eftir slysið vaknaði grunur um að maðurinn hefði verið undir áhrifum áfengis og var því blóð- sýni tekið úr honum. Þá mældist áfengismagn í blóði hans 0,5 prómill. Ekki tókst að fá þvagsýni frá ákærða vegna meiðsla hans. Aðspurður sagði ákærði að kvöldið áður hefði hann farið á dansleik og dvalið þar til kl. 3 en þá farið heim og sofnað um klukkustund síðar. Hann sagðist hafa drukkið um sex bjóra þá um kvöldið og nóttina og verið þéttur. Daginn eftir hefði hann ekki fund- ið til áfengisáhrifa við aksturinn en þó verið lítillega timbraður. Í málinu lágu fyrir upplýsingar frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði um brotthvarfs- hraða etanóls í blóði. Talið var að þegar þær upplýsingar væru hafðar til hliðsjónar þannig að ítr- ustu varfærni væri gætt við út- reikninga, og allur vafi virtur ákærða í hag, væri ekki varhuga- vert að telja að áfengismagn í blóði hans við akstur hafi verið a.m.k. 0,7 til 0,75 prómill þegar til- lit hafi verið tekið til vikmarka. Samkvæmt þessu væri hafið yfir skynsamlegan vafa að áfengis- magn í blóði mannsins við akstur- inn hafi verið yfir löglegum mörk- um. Var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu mannsins staðfest og hann dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð. trausti@frettabladid.is HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Í málinu lágu fyrir upplýsingar frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði um brott- hvarfshraða etanóls í blóði. Talið var að þegar þær upplýsingar væru hafðar til hliðsjónar væri ekki varhugavert að telja að áfengismagn í blóði hans við akstur hafi verið a.m.k. 0,7 til 0,75 prómill. Ekki tókst að fá þvagsýni frá ákærða vegna meiðsla hans. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Mikið magn af vikurryki í sekkjum var í nokkrum þeirra bygginga sem samningur aðilanna tók til. Maðurinn losaði megnið af vikurrykinu í fyllingu við Klettagarða en afhenti Sorpu hluta til förgunar. Ágreiningur reis með aðilum varðandi uppgjör fyrir verkið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.