Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 34
Amma Eminem hefur í hyggju aðskrifa bók um fjölskyldulíf þeir- ra. Hún telur að fólk muni hafa mikinn áhuga á fjöl- skyldu lífi þeirra, en Marshall Mathers III varð rappari fjórtán ára að aldri. Þrátt fyrir að hún hafi átt í erf- iðleikum með að finna útgefanda segir hún bókina góða lesningu. Hún segir að í sögunni sé að finna margar staðreyndir um Eminem sem aðdáendur hans hafa aldrei fengið að vita af. Hún neitar því alfarið að hún sé að reyna að græða á vinsældum barnabarns síns. X-Files leikkonan Gillian And-erson hefur nú bæst í hóp þeirra bandarísku leikara sem reyna fyrir sér á leiksviði í London. Hún fer með aðal- hlutverkið í leik- ritinu „What the Night Is for“. Þar leikur hún gifta konu sem ákveður að eyða einni nótt á hótelherbergi með fyrrum elskhuga sínum. Sjón- varpsþáttunum X-Files er nú lokið en Mulder og Scully munu hittast aftur á hvíta tjaldinu í væntan- legri kvikmynd um ævintýri pars- ins. Ekkja Bítilsins George Harrisontjáði sig í fyrsta skipti um dauða eiginmanns síns í fjölmiðlum á dög- unum. Hún sagði að honum hefði aldrei fundist hann hafa stjórn á sjúkdómi sínum, að maður sinn hefði verið mjög trúaður og að hann hefði sætt sig við það hlutskipti sem Guð ætlaði honum. Tónlistarmaðurinn Ryan Adams(ekki Bryan) er búinn að hljóðrita harðkjarnarokkplötu sem hann hyg- gst gefa út undir leyninafninu The Finger. Platan heitir „We Are Fuck You“ og verður gefin út í takmörkuðu upplagi í Bandaríkjunum. Leikkonan Zsa Zsa Gabor er áspítala eftir að hafa lent í bíl- slysi á Sunset Boulevard í Los Ang- eles á miðvikudagskvöldið. Gabor, sem er 85 ára gömul, er vart með meðvitund. Læknar segja hana þó á batavegi. Hún braut handlegg við áreksturinn og getur ekki talað. Gabor er fædd í Ungverjalandi og var á sínum tíma valin „Ungfrú Ungverjaland“. Hún er frægust fyrir hlutverk sín í myndunum „Moulin Rouge“ frá 1952, Orson Welles-myndinni „Touch of Evil“ frá ‘58 og „Lili“ frá ‘53. 34 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR ONE HOUR PHOTO kl. 2.40 2, 4, 6, 8, 10 og 12 SWIMFAN kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 Sýnd kl. 2, 5, 8, 11 og 12 - powersýning bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 3, 6, 9 og 12 kl. 2 og 4Í SKÓM DREKANS BLOOD WORK kl. 8 POSSESSION kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 6, 8 og 10 VIT474 UNDERCOVER BROTHER 2 og 4 VIT 448 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2 og 4 VIT429CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10 VIT 479 Sýnd kl. 12, 4 og 8 VIT 469kl. 3, 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 5.50 og 10.15DAS EXPERIMEN kl. 2 og 4LILO OG STITCH/ísl.tal FRÉTTIR AF FÓLKI Sýnd kl. 12, 2, 4 , 6, 8 og 10 VIT 468 MASTER OF D... www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Sumir telja að það sé erfitt að verabarn í dag sökum þess að nútíma foreldrar séu stöðugt á hlaupum og veraldleg gæði tröllríði landi og lýð. Aðrir álíta að nú til dags sé auðvelt að vera barn og þeir allra hörðustu trúa að yngsta kynslóðin flatmagi kæru- laus fyrir framan sjónvarpið án þess að dýfa hendi ofan í kalt vatn. En hvaða skoðanir skyldu börnin hafa á hlutskipti sínu í þjóðfélaginu? Þau Ragnhildur Melot, Óskar Freyr Brynjarsson og Salvör Gullbrá Þór- arinsdóttir svöruðu nokkrum spurn- ingum um stöðu barna. Er erfitt að vera barn í dag? Salvör: „Já. Það er alltaf verið að skipa manni að gera hitt og þetta, eins og fullorðna fólkið sé bara að skipa til að skipa. Eiginlega er bæði erfiðara og auð- veldara að vera barn í dag. Við þurfum að vera miklu meira í skóla. Áður þurftu krakkar kannski að vera tvo klukkutíma í skól- anum. Í ofanálag er búið að stytta sumarfríið.“ R a g n h i l d u r : „Ég held að það hafi verið erfiðara þegar amma og afi voru ung. Ég held að þá hafi allt ver- ið miklu strangara og krakkar þurft að vinna miklu meira. Stundum voru þau látin passa systkini sín, taka til og mjólka kýr.“ Óskar: „Það er alltof mikið álag að vera barn. Alltaf verið að hringja í mann og svona. Maður þarf líka að gera svo mikið. Til dæmis að vera lengi í skólanum, það er meira að segja búið að bæta við kennslustund hjá mér. Ég held að það sé erfiðara að vera barn í dag.“ Ráða foreldrar of miklu að ykkar mati? Salvör: „Já, alltof miklu. Maður má ekki fá dýr því foreldrarnir segja að þau séu með flær, enda þótt dýrin séu ekki með þær! Foreldrarnir reka mig líka oft til að læra, þó að kennar- inn hafi ekki sett mér neitt fyrir! Svo segja þau að ég verði að hætta að leika úti klukkan sex, þó að lögin segi að krakkar megi leika til klukkan átta!“ Ragnhildur: „Þau ráða alveg mátulega miklu.“ Óskar: „Foreldrar ráða of miklu. Maður má ekki fara út þegar maður er veikur. Maður má heldur ekki hjál- pa til þegar þau eru að baka. Svo fær maður ekki dýr því foreldrarnir eru í litlu húsnæði!“ Finnst ykkur fullorðna fólkið vera alviturt? Salvör: „Nei. Það þykist samt vita allt.“ Ragnhildur: „Fullorðið fólk þykist stundum vera alviturt en er það samt ekki.“ Óskar: „Sumt fólk er gáfað.“ Salka bætir við að George Bush sé heimskari en strákarnir í bekknum sínum. Óskar telur hann einnig vera nokkuð tregan. Hvers vegna finnst ykkur George Bush vera heimskur? Salka: „Hann heldur að það sé ein- hver leikur að drepa fullt af fólki.“ Óskar: „George Bush veit ekkert hvað hann er að gera, en trúir að það sé svo létt verk að vera forseti.“ Eru stjórnmálamenn klárir? Salvör: „Sumir eru rosalega gáf- aðir og aðrir eru heimskir. Ég ætla samt ekki að segja hverjir, kannski lesa heimsku stjórnmálamennirnir blöðin og verða móðgaðir.“ Ragnhildur: „Þeir eru misgáfað- ir.“ Óskar: „Þeir eru alruglaðir fyrir utan Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttur.“ Finnst ykkur einræði fullorðinna vera of mikið? Salvör: „Það er misjafnt. Börnin ættu náttúrlega að ráða einhverju.“ Ragnhildur: „Börnin ættu ekki að ráða öllu því þau eru bara börn. En þau gætu til dæmis ráðið dýrahaldi á heimilum og þau ættu að eiga apa.“ Óskar: „Einræði fullorðinna er allt of mikið. Ég myndi vilja ráða yfir öllum sjoppum á landinu og kannski bönkunum líka.“ Hefur Popp tíví slæm áhrif á ykkur, líkt og sumir fullorðnir láta í veðri vaka? Salvör: „Ég hef bara áhuga á tón- listinni og skemmtilegum myndbönd- um. Sum myndbönd eru með konum í brjóstahöldurum, en það hefur ekki vond áhrif á mig.“ Ragnhildur: „Mér finnst Popp tíví vera fín stöð og á henni eru spiluð mörg góð lög en myndböndin eru ekki neitt sérstök.“ Óskar: „Það er skemmtileg tónlist á Popp tíví.“ Er mikið áreiti í umhverfinu, eins og til dæmis aug- lýsingar sem fá ykkur til að heimta rándýra hluti? Salvör: „Aug- lýsingin um vanillukók er mjög fyndin en samt langar mig alls ekki að smakka vanillukók. Það er bara áreiti þegar maður er að horfa á Skjá einn og allt í einu kemur aug- lýsingahlé í miðj- um spennandi þætti.“ R a g n h i l d u r : „Stundum eru auglýsingar með rán- dýru dóti sem sýnist vera mjög flott en er bara algjört drasl. Það er svolít- ið svindl fyrir foreldrana þegar börn- in eru búin að væla út dótið. Þá hafa þeir óvart gefið börnunum sínum eitthvert drasl.“ Óskar: „Auglýsingar eru stundum áreiti, eins og þegar verið er að aug- lýsa Legó. Þá langar mig í það. En um daginn var verið að auglýsa kafbát og maður vissi alveg að hann var drasl.“ George Bush veit ekkert Þrjú börn ræða hlutskipti sitt í þjóðfélaginu ÓSKAR „Ég myndi fjölga bíósýningum og hafa ókeypis í bíó. Svo myndi ég láta alla hafa jöfn laun.“ SALVÖR „Ég myndi vilja að skólinn væri bara í tvo klukkutíma á dag. Síðan yrðu leikir að þeim liðnum fyrir þá sem vilja.“ Ragnhildur „Stundum eru auglýsingar með rándýru dóti sem sýnist vera mjög flott en er bara algjört drasl.“ Þakdúkar og vatnsvarnalög ➜ Þakdúkar og vatnsvarnalög á: ➜ Þök ➜ Þaksvalir ➜ Steyptar rennur ➜ Ný og gömul hús Unnið við öll veðurskilyrði Sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 sími 562 1370 Góð þjónusta ogfagleg ábyrgðundanfarin 20 ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.